3.4.2025 | 20:43
Drukkinn sjómaður óskar eftir sparnaðarráðum. (Reykjavíkurborg)
1. apríl kallaði borgarstórnin eftir að íbúar og starfsmenn sendu sparnaðartillögur til borgarinnar. Eftir mestu fjármálaóstjórn í sögu borgarinnar sem hefur gert þetta stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins nánast gjaldþrota, á almenningur að trúa því að þetta sama fólk sé ekki með aprílgabb og ætli sér allt í einu núna að byrja að spara.
En í anda samvinnu og skynsemissjónarmiða langar mig þó að koma með nokkrar tillögur:
- Ekki kaupa 1000 strá á 1000 krónur stykkið. Það er nóg af stráum á Íslandi.
- Ekki breyta bragga í lúxusveitingahús.
- Ekki byggja fleiri mathallir, sérstaklega ef þú nennir ekki að hanna þær sem slíkar áður en þú byrjar, því kostnaðurinn gæti aftur þrefaldast.
- Ekki byggja rándýra sorpverksmiðju sem framleiðir örplastmengaðan jarðveg sem enginn vill
- Þegar þú kostnaðarmetur rándýra sorpverksmiðju, er verra að gleyma að telja kostnaðinn af vélbúnaðinum með. (1-2milljarða framúrkeyrsla)
- Þegar þú kostnaðarmetur nýja skóla, þá er ekki gott að gleyma öllu inni í skólanum. (1milljarður + framúrkeyrsa)
- Pálmatré þrífast illa á Íslandi.
- Ekki byggja fuglahús úti á miðri götu. (Hofsvallargata)
- 10 milljarðar fyrir göngubrú er hár kostnaður.
- Ekki byggja leikskóla sem kostar 25 milljónir á barn.
- Ekki byggja leikskóla með torfþaki. Enn verra er svo ef þakið er ekki burðarþolshannað fyrir torfið.
- Ef fyrirtæki eru rekin með bullandi tapi, þá er það ekki merki um að viðskiptahugmyndin sé góð. Tíföldun útgjalda til strætó gegnum borgarlínu er ekki að fara að skila neinum neitt, nema fasteigabröskurum.
- Það á ekki að fjármagna sveitarfélög með fasteignabraski félagsbústaða.
- Ekki fara í tilraunaverkefni við að dæla eiturgasi undir nágrannasveitarfélög.
- Ekki fara í vindmillutillaunaverkefni á landi nágrannasveitarfélaga (Mosfellsheiði), virkjaðu frekar meiri jarðvarma. Nóg er til.
- Starfsmenn sveitarfélaga sem vilja spara eiga ekki að vinna styttri vinnutíma en almenningur á sömu launum.
... læt þetta nægja í bili,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2025 | 21:05
Nær kvikuinnskotið undir Hvassahraunsflugvöll?
Í október síðastliðnum kom út sérfræðiskýrsla um nýjan flugvöll við Hvassahraun. Í skýrslunni sagði að líkur á gosupptökum innan svæðisins væri hverfandi. Niðurstaða skýrsluhöfunda var að þeir ættu að fá meira fé til að rannsaka flugvallarkostinn betur. Það fylgdi þó ekki sögunni í upphafi að eldgosahættan byggði á mati frá því ÁÐUR en eldsumbrot hófust á Reykjanesi!!!
Í jarðhræringunum vegna 1. apríl eldgosins náði kvikuhlaupið Sundhnúkagíga-sprunguna norðar en nokkru sinni fyrr. Eins sést að veruleg skjálftvirkni er einnig 3km austan við norður-hluta sprungunnar. Þessi skjálftar eru mikið til á kvikuinnskotsdýpinu 4-5km. Athygli vekur að þetta austara svæði liggur ekki nema um 500 metra frá fyrirhugaðri flugbraut og nyrðri endi Sundhnúkagígaskjálftanna eru ekki nema 3 km frá fyrirhugaðri flugbraut í Hvassahrauni.
Teiknað flugvallastæðið eins og það er kynnt í Rögnuskýrslu inna á jarðskjálftakortið á vafra í m.v. virkni síðustu 18 klukkustundir.
Gróf staðsetning hvassahraunsflugvallar m.v. eldsumbrotaskjálftana
Nákvæmari staðseting Hvassahraunsflugvalla m.v. eldsumbrotsskjálftana.(tekið af vafri.is)
Í samkomulaginu um Reykjavíkurflugvöll skrifuðu báðir aðilar upp á það að innanlandsflug yrði ávalt staðsett á höfuborgarsvæðinu. Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að mæla með Hvassahrauni, og tilkynnt var samtímis að flugvallarkostir væru fullkannaðir með þeirri skýrslu. Eitt af skilyrðum samkomulagsins um Reykjavíkurflugvöll var einmitt að flugvallarkostirnir yrðu fullkannaðir sem varð því um leið ein forsenda fyrir að halda mætti áfram með lokun neyðarbrautarinnar.
Augljóst er að þessi forsenda er brostinn. Það byggir enginn heilvita maður nýjann mörg hundruð milljarða flugvöll ofan á virku eldfjalli!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2025 | 20:54
Tími Marshallaðstoðarinnar er liðinn.
Margt bendir til að tollastríð gæti skollið á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Ef ef svo færi gæti ESB farið mun verr út úr því en margur ætlar.
Þetta sést greinilega þegar viðskiptajafnvægi milli ESB og Bandaríkjanna er skoðað. 2024 fluttu Bandaríkin inn 40% meira en þau seldu til ESB, eða 200 milljörðum. Þetta segir ekki alla söguna því 20-30% af innflutningi ESB var gas til orkuframleiðslu og innflutt framleiðsla frá Bandaríkjunum var hverfandi miðað sambærilegan útfluting ESB til Bandaríkjanna. ESB er nefnilega fyrst og fremst tollabandalag og tollar og alls konar reglugerðarinnflutningshindranir hafa ójafnað leikinn Bandaríkjunum í óhag. Leiðin fyrir bandarísk fyrirtæki að selja sína vöru í ESB felst þannig fyrst og fremst í að flytja verskmiðjuna til ESB.
Í tollastríði mundi þetta snúast við og evrópsku fyrirtækin yrðu að flytja framleiðslueiningar til Bandaríkjanna til að vera áfram á þeim markaði. Tollastríð sem mundi stöðva gasinnflutning frá Bandaríkjunum eru heldur ekki að fara gera Evrópubúum neinn greiða. Orkukrísan þar mundi bara dýpka.
Leiðin fyrir ESB til að komast hjá slíkum óförum felst þannig ekki í að standa í hótunum, heldur reyna að vinna með bandamönnum sínum og fella niður tolla og aðlaga flókið regluverk til að auðvelda viðskipti með bandaríska vöru svo viðskiptajafnvægi náist.
Frá því eftir seinni heimstyrjöld hafa Bandaríkjamenn einir borið meginþorrann af kostnaði við NATÓ. Ef bandaríkjamenn hefði borgað álíka hlutfall GDP of ESB lönd hefðu útgjöld þeirra verið um 500 milljörðum minni. Alls eru þetta orðið því 700 milljarða ójafnvægi í útgjöldum.
Eftir seinni heimstyrjöldina studdu Bandaríkjamenn margar vinaþjóðir til að jafna sig eftir stríðið og hjálpa þeim úr fátækt, með svokallaðri Marshall aðstoð. En nú eru 80 ár liðin frá því stríðinu lauk og löngu orðið tímabært að slíkum gjafastuðningi sé hætt.
Íslensk yfirvöld ættu líka að huga að því að lækka innflutningstolla frá Bandaríkjunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2025 | 21:33
Þriðja heimsstyrjöldin
Önnur heimsstyrjöldin vannst ekki bara á vígvellinum, heldur fyrst og fremst á verksmiðjugólfinu þegar yfirburði Bandaríkjanna í framleiðslugetu fóru að láta til sín taka. Þetta gleymist stundum í umræðunni.
En nú eru breyttir tímar. Því þó að Bandaríkjamenn séu í dag kannski með öflugasta her í heimi, hefur valdajafnvægið í framleiðslugetunni umpólast. Fyrir þrjátíu árum var hægt að fá allt gert í Bandaríkjunum en nú er það liðin tíð því með hnattvæðingunni fluttist megnið af framleiðslunni til Kína og þekkingin og verkvitið fór með. Jú vissulega hefur hnattvæðingin gjörbreytt lífskjörum bæði í Bandaríkjunum og Kína, en þessi framleiðsluflótti hefur gert Bandaríkin berskjölduð fyrir nýjum ógnum. Á sama tíma og þetta gerist er svo að eiga sér stað bylting í hernaðartækni og drónatækni að taka algjörlega yfir þ.a. gömlu vopnin eru smám saman að verða úrelt. Í átökum sem gengju út á að framleiða sem flesta dróna, væru Kínverjar stórveldið en ekki Bandaríkin.
Fjórða iðnbyltingin
Þessi skortur á framleiðslugetu Bandaríkjanna hefur lengi verið Trump hjartans mál að bæta úr og hann vill endurræsa framleiðsluhagkerfið. Slíkt er þó borin von nema eitthvað nýtt komi til því hagkerfið myndi ekki þola dýrtíðina sem fylgdi því að öll framleiðsla kæmi heim aftur.
Þetta gæti þó verið að breytast. Með tækniþróuninni sem Musk hefur staðið framarlega fyrir, gervigreind, eldflaugar, sjálfkeyrandi bíla og róbóta, gætu byrjað að skapast aðstæður fyrir að ræsa fjórðu iðnbyltinguna í Bandaríkjunum. Gervigreindinni fleygir fram á ofurhraða og áður en langt um líður verður hægt að nýta hana til mun fleiri verka en menn geta ímyndað sér í dag. Til þess að koma þessu af stað þarf hins vegar stórar fjárfestingar og stöðugt umhverfi sem ýtir undir slíka þróun. Flest sem Trump hefur gert til þessa virðist ýta undir að þetta sé stefnan.
En það eru ekki allir sem myndu hugnast slík þróun. Stóru tapararnir ef Bandaríkin yrðu sjálfbær yrðu Kínverjar. Þeir þyrftu að endurskipuleggja sitt viðskiptamódel frá grunni.
Heimurinn er á viðkvæmum stað
Þó Bandaríkin séu á slæmum stað, þá er Evrópusambandið í enn meiri skít. Evrópusambandið hefur ekki bara tapað framleiðslugeiranum sínum í hnattvæðingunni, heldur var orkusjálfstæðinu fórnað á altari gróðarhúsáhrifa-glópanna. Ekki bætur úr skák að til að hafa efni á sóuninni var sparað í varnarmálum.
Þetta þarf að hafa í huga þegar horft er til Úkraínudeilunnar. Það er mikið áhyggjuefni að Pútin hafi ekki viljað vinna með friðar tillögum Trump, og enn verra væri ef þetta hliðarspor er gert með blessun Kínverja, því þá gætu þeir líka dregist inn í deiluna ef NATÓ jyki stuðning sinn við Úkraínu.
Mun meira gæti því legið undir því að dipómatísk lausn finnist á Úkraínudeilunni en margan órar fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2025 | 21:43
Hverju öðru var logið að okkur?
Ein undarlegasta lygi covidtímans var lygin um að vírusinn hefði ekki komið af tilraunastofu. Nú eru sífellt fleiri upplýsingar að koma í ljós.
- Nýlega upplýstist að þýska leyniþjónustan hefði í greiningu sinni 2020 talið 80-90% líkur á að covid vírusinn hefði sloppið af tilraunastofu.
- Sama átti við um bresku leyniþjónustuna. Hún vissi 2020 (með 95% vissu) að covid hefði komið frá tilraunastofu.
- CIA viðurkenndi þessi tengsl loks opinberlega í janúar síðastliðnum.
Auðvitað vissu öll yfirvöld af þessu strax 2020. Aðal-kórónuvírus rannsóknarstofa heims var staðsett í Wuhan og var þekkt fyrir að fylgja ekki öryggisreglum. 2019 sótti rannsóknarstofan um rannsóknarstyrk til að gera kórónuvírusa meira smitandi og í vírusnum sjálfum sást að búið var að stökkbreyta furan-hluta broddpróteinsins, til að gera hann meira smitandi. Enginn sambærilegur vírus fannst í náttúrunni og sjúklingur 0, vann á rannsóknarstofunni.
þetta gat ekki verið meira augljóst.
En í stað þess að segja satt frá, ákváðu bresk, þýsk og bandarísk yfirvöld að ljúga að öllum að covid hefði ekki komið af tilraunastofu og á samfélagsmiðlum hófst ritskoðunarherferð til að útiloka alla umræðu um tilraunastofuupprunann. Á facebook, fékk öll slík umræða [logið] facttékk og þeir sem ræddu tilraunastofulekann á twitter var hent út af twitter samstundis.
Stóra spurningin sem vaknar er þess:
Ef yfirvöld gengu svona langt til að ljúga til um uppruna veirunnar, hverju öðru ætli þau séu að ljúga að okkur?
það er til marks um undirlægjuhátt íslenskra yfirvalda að endurtaka erlendar lygar að á nýlegri ráðstefnu Svandísar í tilefni 5 ára afmælis fyrsta covid-smits á Íslandi ákváðu flestir fyrirlesarar að heiðra lygina með að vísa í að covid hefði komið af matarmarkaði (en ekki frá tilraunastofu). Hverju öðru ætli íslensk yfirvöld séu enn að ljúga að almenningi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2025 | 11:12
Siðferðisafstæðishyggjan
Hér er ein stutt dæmisaga:
Hvað ef íslensku Valkyrjurnar hefðu stað þess að gefa Úkraínu fé fyrir vopn, bara byggt sprengjuna sjálfar, skotið á Rússland og drepið 1200 Rússa. Pútin hefði svo svarað með að jafna Reykjavík við jörðu.
Væri Pútin þá vondur fyrir að virða ekki hlutfallsregluna og drepa bara 1200 eða myndi reiði almennings beinast að frumhlaupi Valkyrjanna?
En tökum dæmisöguna aðeins lengra. Hvað ef Valkyrjurnar hefðu líka tekið 250 gísla í varnarskyni svo ekki yrði á okkur ráðist. Hvað svo ef í ljós kæmi að Valkyrjurnar væru að svelta gíslana í hel. Fullorðnir karlmenn væru orðnir léttari en 30 kg þegar þeim væri sleppt. Matarskorti væri ekki um kennt, heldur eingöngu sadisma fangelsisvarðanna.
Myndi einhver verða hissa ef Pútin héldi áfram árásum.
Hvað ef Valkyrjurnar settu í stjórnarskrá að Ísland viðurkenndi ekki tilvistarrétt Rússlands og vildi eyða Rússlandi. Væru þeir sem töluðu fyrir tilvistarrétt slíks haturs friðarsinnar eða stríðssinnar.
Ég held að það myndi ekki finnast sá Íslendingur sem ekki myndi kenna Valkyrjunum um allar ófarirnar.
Þessa dæmisaga er tilbúningur, en ef skipt væri út orðunum "Valkyrjur" með "Hamas", "Ísland" með "Gasa" og "Rússland" með "Ísrael" yrði dæmisagan sönn.
Eini munurinn yrði sá að þá yrði Rússum kennt um allt, en stríðsglöðu valkyrjurnar lofaðar sem frelsishetjur.
Það er margt skrýtið í heiminum í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2025 | 18:14
Hvað varð um allan fiskinn?
Líklega er leitandi er að atvinnugreinum sem hafa orðið jafn illa fyrir barðinu af á meðaltals útreikningum embættismanna og íslenskur sjávarútvegur. Nýleg tvöföldun veiðigjalds á einu ári byggt á meðaltals-afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, er dæmi um slíka óstjórn. Af hverju gefa menn sér ekki lengri tíma fyrir hækkunina, svo fyrirtækin hafi svigrúm til að bregðast við. Stökkbreytingar eru aldrei góðar því fólk og fyrirtæki eru ekki meðaltöl. Þeir litlu munu alltaf tapa í slíkum æfingum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem talnakúnstir hafa leikið sjávarútveginn grátt.
Stærsta slysið var kvótakerfið.
Það er löngu gleymd staðreynd í dag að áður en kvótakerfið kom var meðalafli af þorski við Ísland um 4-500 þúsund tonn. Nú er aflinn helmingi minni. Treystið sérfræðingunum sögðu þeir þegar kerfið var sett á, og aflinn mun aukast. Hér sést niðurstaðan:
Í stað þess að aukast, minnkaði aflinn um helming. Hvernig gat það gerst?
Hvernig myndi kvótakerfi í Laxveiðiá virka?
Ein leið til að skilja veikleika kvótakerfisins er að velta því upp hvernig nákvæmlega eins kvótakerfi og fiskveiðistjórnun myndi virka í laxveiðá sem rynni frá veiðivatni:
- Fyrsta breyting eftir að slíkt kvótakerfi yrði tekið upp í ánni væri sú að þeir sem væru með kvóta myndu allir byrja að veiða bara á besta veiðistaðnum.
- Smám saman myndi veiðieftirlit og stofnstærðarmat bara miða við fjölda fiska á þessum besta veiðistað, sem fljótlega myndi sýna merki ofveið, þ.a. minnka yrði kvótann.
- Fiskveiðistjórnunar sérfræðingar færu síðan líka fljótlega að skipta sér af því hvaða fisk mætti veiða, og settu alls konar reglur til að minni og verðminni fiskurinn yrði ekki veiddur. (fyrir laxveiðiána yrði sett sú regla að sleppa yrði öllum minni fisk og aðeins mætti hirða stórlaxana.) Við þetta minnkaði veiðin enn meira.
- Netaveiðinn í vatninu legðist líka mjög fljótt af, því sá sem borgar fyrir dýrt laxveiðleyfi þarf að veiða verðmætasta fiskinn en ekki þann ódýrasta.
Hljómar þetta kunnuglega?
Hvað varð um fiskinn?
Fyrir kvótasetninguna var netaveiði um þriðjungur alls afla, og veiði mun dreifðari. Nú eru allir bátar stærri og öflugri, og veiða helst á bestu stöðunum.
Stóra spurningin sem Íslendingar þurfa að fara að spyrja sig er þessi. Hvað varð um allan fiskinn?
Fór fiskurinn burtu eða vorum það við sem fórum burtu?
Hvað ætli mætti veiða mikið meira ef veitt væri á öllum veiðisvæðum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2025 | 18:01
Stærsta heilsufarsvá þjóðarinnar
Mætti í viðtal til Þjóðólfs og við ræddum um þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu í kjölfar covidtímans vegna afneitunar yfirvalda á vandanum og stöðu þeirra tugþúsunda sem enn eru að glíma við eftirköst sprautanna.
hér er linkur á umfjöllun Þjóðólfs og viðtalið og hér er linkur á viðtalið sjálft.
Bloggar | Breytt 28.3.2025 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2025 | 21:27
Herlaus þjóð með herskyldu!
Þá er kötturinn laus úr sekknum. Það er herskylda á Íslandi! Þetta kom fram í silfrinu í gær með tilvísun í að heimildir séu gefnar eru í lögum um almannavarnir.
Hvað segja lögin:
Í lögunum sem meðal annars taka sérstaklega til hernaðaraðgerða er kveðið á um að eftir að hættustigi er lýst yfir og hættustund vari þá gildi eftirfarandi:
Það er borgaraleg skylda allra á aldrinum 18-65 ára starfa launalaust fyrir almannavarnir og fylgja fyrirmælum lögreglustjóra. Enn fremur segir að hægt sé að skylda menn í þjálfun [herþjálfun] og það sé skylda að taka þátt og óheimilt að hætta án leyfis. Enn fremur mega slíkir starfsmenn [herkvaddir] ekki yfirgefa lögsagnarumdæmi viðkomandi lögreglustjóra. Um aðrar valdheimildir á segir m.a. að ríkisstjórnin megi taka allar nauðsynjar eignarnámi.
og hvenær ætli yfirvöld hafi slíkt vald? Svar: Meira eða minna alltaf síðustu árin vegna Covid og Grindavíkurelda. Það ríkti meira að segja hættustund í Vestmannaeyjum í tæpt hálft ár vegna skemmdrar vatnslagnar.
Þetta er geggjun. Án umræðu hefur hið friðsama herlausa Ísland sett í lög dulda herskyldu til viðbótar við þá nýju iðju ráðamanna að veita fé til erlendra ríkja til vopnakaupa.
Hér eru helstu klausurnar úr lögum um almannavarnir:
tilvísun í hernaðaraðgerðir:
1. gr. Markmið almannavarna.
Lög þessi taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið
launalaus herskylda 18-65 ára
"19. gr. Almenn borgaraleg skylda.
Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 1865 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. 1) [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.] 2)
skylda til heræfinga og ferðabann
21. gr. Skylda til að taka þátt í námskeiðum og æfingum.
Ríkislögreglustjóri boðar þá sem kvaddir hafa verið til starfa í þágu almannavarna skv. 19. gr. til námskeiða og æfinga. Ber öllum viðkomandi að fara að þeim fyrirmælum og öðrum starfsreglum. Óheimilt er að hverfa úr starfi án leyfis.
Á hættustundu má starfsmaður ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra eða þess er hann tilnefnir.
réttur yfirvalda til eignarnáms
27. gr. Um fyrirmæli um sölu og dreifingu nauðsynja.
Ríkisstjórninni er heimilt, ef almannaheill krefur vegna hættu á náttúruhamförum, farsóttum, hernaðaraðgerðum, hryðjuverkum eða annarrar hættu, að gefa út fyrirmæli um sölu og dreifingu nauðsynja sem til eru í landinu eða taka eignarnámi matvæli, eldsneyti, varahluti, lyf og aðrar nauðsynjar sem hætta er á að gangi fljótt til þurrðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2025 | 20:53
Harakiri Demókrataflokksins
Í nýlegri könnun leit aðeins 29% fólks demokrataflokkinn jákvæðum augum. Flokkurinn hefur aldrei áður verið svo óvinsæll. Hvað skyldi valda?
Hér er ein möguleg skýring: Síðustu áratugi hafa demókratar hvatt alla fylgjendur sína (og aðra) til að kaupa sér rafbíl til að fá fyrirgefningu umhverfissyndanna. Margir demókratar fylgdu kallinu og Tesla varð stærsti rafbílaframleiðandi í heimi.
Nú hafa demókratar breytt um stefnu og hvetja skemmdarvarga til að brenna allar Teslur sem þeir koma höndum á. (og nú eru skemmdarverk á Teslum líka orðin tíska á Íslandi)
Hver hefði getað séð fyrir að þetta myndi ekki vekja lukku.
Aðrir einstakir slagarar:
Mótmæla hagræðingu í ríkisrekstri.
Mótmæla að karlar megi ekki berja konur í kvennaíþróttum.
Mótmæla brottvísun glæpaklíka sem hafa smyglað sér inn í landið.
Bloggar | Breytt 25.3.2025 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 13
- Sl. sólarhring: 443
- Sl. viku: 4274
- Frá upphafi: 33977
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 3923
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar