25.4.2025 | 21:43
Íslensk Gyðingaandúð
Ef þú værir að deila við foreldra eða náinn ættingja barns sem var myrt í Útey, af Anders Breivik, myndi þér nokkurn tíman detta í huga að segja: Þú ert engu betri en Breivik!
Auðvitað ekki. Það er til mörk sem fæstir myndu aldrei fara yfir.
Þar til nú.
Einhliða áróður RÚV og fleiri fjölmiðla gegn Ísrael frá upphafi átakanna eftir árás Hamas á Ísrael, hefur verið með eindæmum. Tveimur dögum eftir að árásin hófst og meðan Hamasliðar voru enn að myrða gyðinga í Ísrael, var RÚV með kastljósþátt þar sem ódæðisverkunum var fagnað af einum viðmælanda sem brosti út að eyrum (fjallaði líka sjálfur um það). Engir eftirmálar urðu af þessu né afsökunarbeiðni frá RÚV, heldur hélt einhliða fréttaflutningur áfram eftir það og ekkert hefur breyst síðan þá. Aldrei hefur nokkur íslenskur fjölmiðill rætt við neinn fulltrúa ísraelsríkis frá því átökin hófust. Svona einhliða fréttaflutningu hefur eðlilega ýtt undir vanþekkingu og hatur sem hefur smitast út í ystu kima samfélagsins og sýkt kúltúrinn og margir Íslendingar hafa tapað allri dómgreind. Það er einmitt í slíku umhverfi vanþekkingar og heimsku sem kynþáttaandúð þrífst hvað best í.
Nýlega hafði gamall ísraelskur kunningi minn, hann Gil, samband við mig og sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við þekktan íslenskan tónlistarmann. Ég kynntist Gil, þegar hann heimsótti Ísland til að koma með friðarboðskap á frjálshyggjuráðstefnu. Skilaboðin hans voru að Ísraelar og Palestínumenn þyrftu að auka viðskipti sín á milli því það yki velmegð á á svæðum Palestínumanna og jafnvel vináttu sem væri besti grundvöllur fyrir varanlegum friði í miðausturlöndum. Sem frjálshyggjumaður á maður erfitt að finna betri boðskap.
Gil er mikinn áhugamaður um Reggie tónlist og var með útvarpsþátt um tónlist. Í síðustu viku framsendi hann á mig eftirfarandi skilaboð sem hann fékk frá íslenskum reggie tónlistarmanni.
Það er að segja rifrildi um tónlist leiddi til þess að íslenski tónlistarmaðurinn ákvað að líkja Gil við Hitler. Gil er barnabarn einstaklinga sem lifðu af helförina. Úfff.
English translation
Icelandic Antisemitism
If you were debating with the parents or a close relative of a child murdered on Utøya by Anders Breivik, would it ever cross your mind to say: Youre no better than Breivik!
Of course not. There are boundaries most people would never cross.
Until now.
The one-sided propaganda from RÚV and other media outlets against Israel since the onset of the conflict following Hamass attack on Israel has been unprecedented. Two days after the attack began, while Hamas militants were still murdering Jews in Israel, RÚV aired a Kastljós episode where one guest celebrated the atrocities with a wide smile (here an article where criticized this outrageous episode). There were no consequences or apologies from RÚV; instead, the one-sided reporting continued unabated, and nothing has changed since. No Icelandic media outlet has ever interviewed a representative of the Israeli state since the conflict began. This kind of biased reporting has naturally fueled ignorance and hatred, which has spread to the farthest corners of society, infecting the culture and causing many Icelanders to lose all sense of judgment. It is precisely in such an environment of ignorance and stupidity that racial hatred thrives most.
Recently, an old Israeli acquaintance of mine, Gil, contacted me and shared his troubling experiences in interactions with a well-known Icelandic musician. I met Gil when he visited Iceland to deliver a message of peace at a libertarian conference. His message was that Israelis and Palestinians should increase trade with each other, as it would boost prosperity in Palestinian areas and even foster friendship, which would be the best foundation for lasting peace in the Middle East. As a libertarian, its hard to find a better message.
Gil is a huge reggae music enthusiast and hosted a radio show about music. Last week, he forwarded me the following message he received from an Icelandic reggae musician.
In other words, a dispute about music led the Icelandic musician to compare Gil to Hitler. Gil is a grandson of Holocaust survivors.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2025 | 21:59
Hvað bræddi Vestfjarðarjöklana?
Eitt best geymda leyndarmál íslensku "loftslagsfræðinganna" er að finna í kortasögu Vestfjarða. Um miðja 19. öld voru jöklar á Vestfjörðum í hámarki og á kortum er fjalllendið Gláma kölluð Glámujökull og Drangajökull náði að Steingrímsfjarðarheiði. Á korti frá 1934 er Glámujökull horfinn og Drangajökull nánast í núverandi stærð. Magn jökla minnkaði 8x.
Rannsóknir hafa reyndar sýnt að þessi gömlu jöklar voru mun þynnri en mundi skilgreinast sem jökull í dag. Það breytir þó ekki því að kortasaga Íslands sýnir að það er yfir allan vafa hafið að veruleg hlýnun áttu sér stað. Öll þessi hlýnun var náttúruleg, því CO2 útblástur manna var varla byrjaður á þessum tíma.
English translation:
One of the best-kept secrets of Icelandic "climate scientists" is found in the map history of the Westfjords. In the mid-19th century, glacier coverage in the Westfjords was at its peak, and on maps, the mountainous area Gláma was called Glámujökull, while Drangajökull extended to Steingrímsfjarðarheiði. On a map from 1934, Glámujökull had disappeared, and Drangajökull was almost at its current size. The volume of glaciers decreased by eightfold.
Research has shown that these old glaciers were much thinner than what would be classified as a glacier today. However, this does not change the fact that Icelands map history demonstrates beyond any doubt that significant warming occurred. All of this warming was natural, as human CO2 emissions had barely begun at that time.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2025 | 21:32
Þegar stórar lygar deyja
Það er dálítið merkilegt hvernig sannleikurinn er einstefnugata. Þeir sem loks uppgötva sannleikann munu aldrei trúa lyginni aftur.
Eftir tímabil harðræðis, ritskoðunar og jafnvel útskúfunar á þeim sem sögðu satt til að verja stórar lygar eru nú loks að leysast úr læðingi kraftar málfrelsis sem hafa sögu að segja sem mun breyta heimsmynd og lífi allra þeirra sem festust í lygavef stóru lyganna. Heimurinn mun aldrei verða samur aftur og fólk mun aldrei aftur treysta fjölmiðlum til að segja satt.
Byltingin er byrjuð. Hún byrjaði í Bandaríkjunum. Nú hafa bandarísk yfirvöld gefið út skýrslu og birt á heimasíðu Hvíta Hússins sem hrekur endanlega fyrstu stóru lygina. Covid 19 var búið til á tilraunastofu!
https://www.whitehouse.gov/lab-leak-true-origins-of-covid-19/
Hér eru nokkrir punktar sem þar koma fram. (sjá nánar á linknum)
- Vírusinn er með eiginleika sem ekki finnast í náttúrunni.
- Gögn sýna að öll COVID-19 tilfelli eiga uppruna sinn í einu stöku smiti. Slíkt hefur aldrei gerst áður fyrir faraldra..
- Wuhan í Kína þar sem faraldurinn hófst hýsir fremstu SARS rannsóknarstofu Kína, sem er þekkt fyrir að framkvæma hættulegar genabreytingar á veirum við ófullnægjandi öryggi gagnvart því að hindra smit.
- Vísindamenn við Wuhan Veirufræðistofnunina (WIV) veiktust og fengu COVID-lík einkenni haustið 2019, mánuðum áður en COVID-19 uppgötvaðist á matarmarkaðinum.
Eins kemur fram að
- 2 metra reglan sem notuð var byggði ekki á vísindum.
- Engar sannanir eru fyrir því að grímur hafi verndað fólk.
- Lokanir og margar sóttvarnaraðgerðir ullu ómælanlegum skaða fyrir fjárhag, heilsu og geðheilsu fólks og reyndist sérstaklega skaðlegt yngra fólki.
- Embættismenn heilbrigðiskerfisins blekktu almenning vísvitandi. Grófast var þegar yfirvöld réðust gegn öðrum [skaðlausum] meðferðum og málflutningi eins og tilraunastofuleka-kenningunni. Þegar þetta mistókst fór ríkisstjórn biden í mjög öfgafulla ritskoðunarherferð í samstarfi við stærstu samfélagsmiðla fyrirtækin.
Vá . Þetta eru ekkert smáræðisyfirlýsingar, og margri lygaranna eru beinlínis nafngreindir. Bandaríska þjóðin er að vakna, fyrst þjóða.
Í nýlegri könnun bandarískra kjósenda sem unnin var af Rasmussen kom í ljós að tveir þriðju (68%) töldu að covid hefði komið frá tilraunastofu og aðeins 20% trúðu því ekki.
Enn fremur kom í ljós að um helmingur Bandaríkjamanna trúir því að vírusnum hafi verið sleppt viljandi!
Þetta er svakaleg umpólun.
Hér á Íslandi hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld grafið sig í skotgrafir lyganna. Efnt var til Heyrekkert-sjáekkert-segjaekkert ráðstefnu í tilefni 5 ára afmælis fyrsta Covidsmits á Íslandi þar sem embættismenn komu upp hver á fætur öðrum, hreyktu sér af aðgerðunum og afneituðu tilraunastofuleka kenningunni. Grímuskyldan en enn í hávegi höfð í Landsspítalanum þótt vitað sé að þær virki ekki neitt. Enn eru skaðlausum meðferðum aðeins leyfðar á 3-400 földu verði m.v. í Indlandi.
Þessi falsheimur afneitaranna á þó eftir að hrynja áður en langt um líður, því þróuninni í Bandaríkjunum verður ekki snúið við. Sannleikurinn er einstefnugata.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2025 | 22:28
Verjum Hafnarfjörð og Garðabæ strax
Stóra lexían úr Grindavíkurgosunum er að varnargarðar virka. En varnargarðar rísa ekki að sjálfu sér og mikilvægt er að byrjað verði strax að verja næsta hættusvæði: Hafnarfjörð og hluta Garðabæjar.
Nýlega bloggaði ég um jarðskjálfta á Reykjanesi frá 2020. Athygli minni var beint að því að hvernig virknin virðist vera að færast í Reykjestá og Krýsuvíkurkerfið sem eru eldstöðvar aðliggjandi núverandi eldsumbrotasvæði. Mögulega hafa spennur aukist á þessum svæðum samhliða því og losnað hefur um spennur í Sundhnúka- og Fagradalsfjallskerfunum. Þessi þróun er í takti við það sem alltaf hefur gerst á fyrri umbrotstímum á Reykjanesi: Virknin byrjar í einu kerfinu og færist svo yfir í aðliggjandi kerfi..
Mynd 1. Þróun skálftaorku frá 2020-2025
Krýsuvíkurkerfið
Veruleg jarðskjálftavirkni hefur verið á Krísuvíkursvæðinu síðan 2020. Krísuvík er það svæði þar sem mest orka hefur losnað í skjálftum á Reykjanesi frá 2020, án þess að það hafi gosið. Er kvikusöfnun að eiga sér stað þar? Í síðasta gosi rifnaði Sundhnúkagígasprungan það duglega að óvíst er að hún muni ná mikið norðar en hún gerir í dag. Þessi landreks-færsla mun því líklega færast í Krýsuvíkurkerfið áður en langt um líður.
Þegar Krýsuvíkurkerfið verður virkt, mun gjósa suður af Hafnarfirði. Tvö svæði eru þar áberandi á þessu svæði þar sem hraun hefur farið yfir svæði þar sem í dag er komin byggð.. Í síðustu tveimur eldgosatímabilum kom dugleg gusa af hrauni sem rann að Straumsvík yfir Helluhverfið, nýja iðnaðarhverfið sunnan við Reykjanesbraut. Telja verður mjög líklegt að slíkt gos komi aftur meðan núverandi virka tímabil gengur yfir.
Annað hættusvæði er við Búrfellið. En þaðan rann hraun sem fór yfir allan norðurhluta Hafnarfjarðar og hluta Garðabæjar og náði til sjávar bæði í Hafnarfirði og í Skerjafirði. Þessi viðburður er ekki eins líklegur þar sem síðast gaus í Búrfelli ca. 5300 f.Kr.
Mynd 2. Jarðfræðikort af Reykjanesi með eldgosum síðustu 3500 ár. Skjálftasvæði í Krýsuvíkurkerfinu frá 2020-2025 er teiknað yfir.
Mynd 3. Hraunsvæði í Hafnarfirði og Garðabæ síðustu 7000 ár og hvar reisa mætti varnargarða til að verja byggð.
Byrja verður á varnargörðunum strax
Gríðarleg verðmæti munu tapast ef þessi hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ færu undir hraun. Mikilvægt er því að byrja strax að undirbúa varnir fyrir þessi svæði. Að mörgu leyti hentar landslagið gerð slíkra varnargarða, en það er þó að mörgu að huga. Hvar er best að staðsetja þá? Hversu mikið land ætlum við að verja og hvað þurfa varnargarðarnir að vera háir? Miðað við umfang þeirra hrauna sem runnið hafa um Hafnarfjörð og Garðabæ, þar sem hraunið er jafnvel að ferðast 7-8 km til sjávar, má ætla að það þyrfti mög öfluga varnargarða, jafnvel öflugri en þá sem nú eru við Svartsengi.
Enginn veit hve langan tíma við höfum til að reisa þessar varnir. Gos gæti hafist innan mánaðar, en eins gæti þurft að bíða áratug. Það eina sem við vitum er að það er farið að styttast í gosið. Gos á þessum stað eru líklega óumflýjanleg. Við höfum því engu að tapa á því að reisa varnargarðana, því það mun alltaf koma að því að þeir þjóni tilgangi sínum og eru þannig fjárfesting til framtíðar. Mikilvægt er samt að byrja á þessa framkvæmd strax, áður en það er orðið um seinann.
ENGLISH TRANSLATION:
Protect Hafnarfjörður and Garðabær Immediately
The key lesson from the Grindavík eruptions is that protective barriers work. However, these barriers dont build themselves, and its critical to start protecting the next danger zone immediately: Hafnarfjörður and parts of Garðabær.
Recently, I blogged about earthquakes on the Reykjanes Peninsula since 2020. My attention was drawn to how seismic activity seems to be shifting toward the Reykjanes and Krýsuvík volcanic systems, which are adjacent to the current eruption zone. Its possible that stress has increased in these areas as stress has been released in the Sundhnúkur and Fagradalsfjall systems. This development aligns with patterns observed in previous volcanic periods on Reykjanes: activity starts in one system and then shifts to adjacent systems.
Figure 1. Evolution of seismic energy from 20202025
The Krýsuvík System
Significant earthquake activity has occurred in the Krýsuvík area since 2020. Krýsuvík has released the most seismic energy on Reykjanes since 2020 without erupting. Is magma accumulation happening there? During the last eruption, the Sundhnúkagígur fissure opened so extensively that its uncertain whether it will extend much farther north. This tectonic movement will likely shift to the Krýsuvík system soon.
When the Krýsuvík system becomes active, an eruption will occur south of Hafnarfjörður. Two areas are particularly notable where lava has previously flowed over what is now developed land. In the last two volcanic periods, significant lava flows reached Straumsvík, covering the Helluhverfi area, the new industrial district south of Reykjanesbraut. Its highly likely that such an eruption will occur again during the current active period.
Another danger zone is near Búrfell. Lava from there once flowed over the entire northern part of Hafnarfjörður and parts of Garðabær, reaching the sea in both Hafnarfjörður and Skerjafjörður. This event is less likely, as Búrfell last erupted around 5300 BCE.
Figure 2. Geological map of Reykjanes with eruptions from the last 3,500 years. Seismic activity in the Krýsuvík system from 20202025 is overlaid.
Figure 3. Lava flow areas in Hafnarfjörður and Garðabær over the last 7,000 years and potential locations for protective barriers to safeguard settlements.
Start Building Protective Barriers Immediately
Immense value would be lost if these neighborhoods in Hafnarfjörður and Garðabær were covered by lava. Its therefore crucial to begin preparing defenses for these areas immediately. The terrain is, in many ways, suitable for constructing such barriers, but several factors must be considered. Where is the best location for them? How much land do we aim to protect, and how high must the barriers be? Given the scale of lava flows that have crossed Hafnarfjörður and Garðabærsometimes traveling 78 km to the seaits likely that robust barriers, potentially stronger than those at Svartsengi, would be needed.
No one knows how much time we have to build these defenses. An eruption could start within a month, or it might not happen for a decade. What we do know is that the time until the next eruption is growing shorter. Eruptions in these areas are likely inevitable. We have nothing to lose by building the barriers, as they will eventually serve their purpose and represent a long-term investment. However, its critical to start this project immediately, before its too late.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2025 | 17:24
800 milljarðar gefnir Eimskip, Samskip og Sægreifunum
Miklar verðhækkanir gætu verið í kortunum á innfluttri vöru ef Ísland mun staðfesta glórulaust samkomulag sem nú á að setja á skip. Ef marka má þessa frétt, þá eru að fara koma 49 þúsund króna gjald á útblástur skipa umfram það sem útblásturinn verður 2028. Ef skipafélög ná ekki að lækka útblásturinn árið eftir að hafa farið fram úr hækkar gjaldið í 62 þúsund krónur á tonn.
Skipafélögum og útgerðarmönnum er hins vegar gefinn kvótinn eins og útblásturinn verður 2028 og fá jafnframt það vilyrði að ef þeir lækka útblásturinn þá geta þeir selt kvótann sem þeir eru ekki að nota. Miðað við framantalið þá yrði söluverðið 49 þúsund krónur á tonnið.
Hvað ætli þetta sé mikil gjöf?
Íslensk skip eru að losa af stærðargráðunni 500 þúsund tonn á ári og því yrði árlegt söluvirði þessara tonna um 25 milljarðar á ári. Miðað við 3% vaxtakröfu samsvarar núvirði þessarar gjafar um 800 milljörðum.
Ja.. .há. Kolefnikvótaeign skipafélaganna sem sigla til Íslands er allt í einu orðin 500 milljarða virði. Eigendurnir munu marggræða á því að leggja skipafélögin niður, selja allan kvótann og hirða arðinn.
Hvað gæti farið úrskeiðis?
Augljóst er að þessi nýja samkeppnishindrun við innflutning til Íslands mun 100% skila sér í vöruverð. Er menn orðnir geggjaðir. Hlægileg þessi frétt á vísi um þessi mál þar sem þetta lífskjaraharakíri er vegsamað, en þó dæmigerð um heimskuvæðingun sem íslenskir fjölmiðlar standa fyrir.
Það er kominn tími til að íslensk yfirvöld fari að hegða sér eins og sjálfstæðar þjóðir (bandaríkin, kína) og hætta alfarði að taka þátt í svona vitleysu. Ísland ætti að draga sig úr alþjóðasiglingamálastofnuninni. Svona alræðisinngrip alþjóðastofnana á aldrei að líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2025 | 20:36
Glæpur aldarinnar: Hamfarirnar
Þegar þú ert búinn að koma þér í holu. Hættu að grafa. Það er löngu orðið tímabært að íslensk heilbrigðisyfirvöld fari að fylgja þessu mottói og byrji að vara almenning við aðsteðjandi hættu í stað þess að halda áfram að gaslýsa almenning.
Í tilefni kynningar baráttukonurnar Naomi Wolf ár niðurstöðu rýni 3250 sérfræðinga á Pfizer skjölunum og kynningu hennar á bókinni í gamla bíó nú 15. apríl (sjá hér) langar mig að rifja upp þessar tæplega ársgömlu grein þar sem sá skaði sem bólusetningin hefur þegar valdið íslendingum var metin út frá gögnum Hagstofunnar. Það sem skelfir mann mest er hversu illa þetta lítur út og að það fer versnandi.
Stóra spurningin sem maður veltir fyrir sér er hversu lengi ætli íslensk heilbrigðisyfirvöld haldi út að reyna að þagga niður aðsteðjandi hættu. Nú með tilkomu Kennedys í æðstu stöðu heilbrigðismála er þetta allt að fara að breytast. Mörg ríki bandaríkjanna eru að fara í stór kærumál gegn lyfjafyrirtækjunum, og margar fyrirmyndir íslenskra yfirvalda gætu endað í fangelsi áður en langt um líður. Búið er að stöðva bólusetningarnar víða, og brátt verður ekki aftur snúið, vatnaskil er að að verða og allt er að koma upp á yfirborðið.
Ráðstefnan í Gamla bíói er byrjunin. Hvað vissu bóluefnafyrirtækin áður en allir voru sprautaðir. Margt sem þar kemur fram í þeirra eigin mælingum er vægast sagt óhugnarleg og skandall að saklausum almenningi hafi verið gefið þetta eitur.
Hér er greinin úr mogganum sem birtist 12. júlí 2024.
===================================
Glæpur aldarinnar: Hamfarirnar
Hversu margir þurfa að falla frá áður en þjóðin áttar sig á að eitthvað er að?
Þessi grein er framhald af samnefndum Morgunblaðsgreinum, glæpur aldarinnar, um kófið. Nú verður fjallað um afleiðingarnar.
Ef læra hefði átt eina lexíu af hruninu væri það að vandamál hverfa ekki af sjálfu sér. Raunveruleikinn er óumflýjanlegur og fólk þarf að vera vakandi þegar aðvörunarbjöllur fara að klingja. Þegar veruleikinn er kominn í mótsögn við málatilbúnað yfirvalda þurfa allir að spyrja gagnrýninna spurninga.
Dánir
Hagstofan hefur nú frestað birtingu á dánartölfræði 2023 fram á haustið. Frestunin er bagaleg því aldrei hefur verið jafn áríðandi að nýjar upplýsingar séu aðgengilegar. Síðasta gagnabirting sem náði yfir fyrstu 36 vikur 2023 eru því bestu aðgengilegu gögn. Þessi gögn eru þó í stórkostlegri mótsögn við meintan glæstan árangur yfirvalda í kófinu.
Mynd 1: Breyting andláta mismunandi aldurshópa miðað við 2017-2019, hlutfallsleg og (fjöldi). Gögn um andvana fædda nær bara til 2022.
Árið 2020 fjölgaði sjálfsskaða- og lyfjamisnotkunarandlátum umtalsvert sem skýrir mikla aukningu í umframdauðsföllum yngri hópa fyrsta haftaár kófsins.
Árið 2021 þegar covid-bólusetningarátak óléttra kvenna hófst fjölgaði andvana fæðingum og ungbarnadauða um 117% (18 börn umfram meðaltal 2017-19) og ári síðar fækkaði fæðingum um 488 frá fyrra ári og hefur síðan farið lækkandi. Í yfirstandandi kærumáli Kansas-ríkis gegn Pfizer vegna sprautanna var bent á að strax í febrúar 2021 vissi Pfizer að meirihluti þeirra 458 óléttu kvenna í bólusetningarhópi klínísku tilraunarinnar hafði tilkynnt aukaverkanir og 10% misst fóstur.1] Stuttu síðar sýndu dýraprófanir Pfizer að tíðni fósturmissa músa tvöfaldaðist við bólusetningu. Af þessu hefðu margar konur án efa viljað vita áður en þær þáðu eitrið.
Árið 2022 varð 19% fjölgun andláta umfram það sem var fyrir covid (2017-2019), aðallega eldra (nýbólusett) fólk.
Fyrstu 36 vikur 2023 urðu 12% fleiri andlát en 2017-2019, þar af jukust andlát yngra fólks um 42% eða sem myndi samsvara 78 viðbótarandlátum á ári hjá yngri en 55 ára. Þegar umframandlátin eru umreiknuð í töpuð lífár (Lost Life Years = LLY) kemur enn verri mynd í ljós og 2023 verður líklega verra en hamfaraárið 2022.
Mynd 2: Heildartala látinna og töpuð lífár m.v. GBD 2010 lífárstöflu. Heimild: Hagstofan.
Í gögnum Eurostat sést að þróunin heldur áfram því 2024 fer hörmulega af stað.
Hverjar ætli líkurnar séu á að tvö verstu hamfaraár Íslands í seinni tíð verði fyrir tilviljun hvert á eftir öðru? Hvað ef árin verða þrjú eða fleiri? Hversu mörg hamfaraár þarf til að vekja íslenska þjóð?
Hrunið
Á vinnumarkaðnum eru veikindafjarvistir komnar í hæstu hæðir, útborganir veikindadagpeninga hafa tvöfaldast og spítalainnlögnum fjölgað. Varað var við þessari ónæmisbælingu en bóluefnin voru samt undanþegin rannsóknum. Önnur afleiðing sést í aukningu sem nú er farin að sjást á tíðni flestra tegunda krabbameins.
Faraldur blóðrásarsjúkdóma er líka skollinn á. 80% aukning varð á heilablóðfalli, tíðni hjartaáfalla og blóðtappa er rokin upp og margir hafa þjáðst af orkuleysi í kjölfar bólusetninga (long vax = long covid). Rannsóknir sýna að hjartasjúklingar tvöfalda áhættu á hjartaáfalli og að 3% líkur eru á að fá hjartavöðvabólgu eftir bólusetningu.
Ýmsir tauga- og sjálfsofnæmissjúkdómar eru orðnir tíðari og vísbendingar eru um að covid-bóluefnin geti valdið prion-sjúkdómi. Sjúkdómurinn hefur margra ára meðgöngu en þegar einkenni koma fram á sjúklingurinn stutt ólifað. Þetta hljómar ótrúlega, en þá gleymist að covid var búið til á tilraunastofu. Vísindamenn sem voru að greina ónáttúrulega genaröð vírusins fundu prion-svæði í gaddaprótíninu sem bóluefnin láta líkamann framleiða.
Gróft mat höfundar er að um 20% bólusettra hafi fengið einhver slík eftirköst.
Afneitunin
Fyrir þremur árum var stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð stofnaður til að vara við hættunni og láta gera raunverulega rannsókn á skaða covid-bóluefnanna. Við óttuðumst að meðvirkni yfirvalda og allra stjórnmálaflokka leiddi til afneitunar á skaðanum og að allar rannsóknir yrðu hvítþvottur. Því miður raungerðist þetta og heilbrigðisyfirvöld eru það samdauna afneituninni að þau eru farin að trúa eigin blekkingum. En vandamál hverfa ekki við að stinga hausnum í sandinn og fyrir vikið er heilbrigðiskerfið algjörlega ófært um að takast á núverandi áskoranir. Bóluefnaskaðaðir sjúklingar eru því í dag á vergangi milli sérfræðinga og sumir fá ekki greiningu fyrr en um seinan. Þekkt meðferðarúrræði eins og Ivermectin eru seld á 200-földu verði og aðgengi að sérfræðingum í meðhöndlun bóluefnaskaða og long covid er ekkert. Þótt 6.197 aukaverkanatilkynningar hafi verið komnar fram 2022 hefur enn aðeins einn einstaklingur fengið greiddar bætur vegna bóluefnaskaða. Fyrir vikið hafa bóluefnaskaðaðir þurft að stofna samtök til að leita réttar síns gegn kerfi sem er enn er í afneitun til að forðast ábyrgð.
Er ekki kominn tími til að þessu linni og öll lækning verði leyfð svo fleiri geti hreinsað út eitrið? Til að svo verði þarf íslensk þjóð að fara að vakna.
Höfundur er stofnandi Ábyrgrar framtíðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2025 | 21:42
Rauðu pillurnar frá Pfizer
Í síðasta bloggi rifjaði ég upp covid-matrixtímann þegar þjóðin var á bláu pillunni. Gríðarlegt átak þurfti til að fá hvern nýjan til að prófa rauðu pillun a, því allt sem ekki kom frá þríeykinu var skilgreint sem falsfréttir.
einum aðila var þó treyst: Pfizer sjálfum.
Þegar farið var fram á að rannsóknir pfizer á bóluefnunum yrðu birtar, kom hins vegar babb í bátinn. FDA (Lyfjastofnun Bandaríkjanna) vildi halda skjölunum leynilegum í 75 ár. Það þurfti kæru vegna upplysingalaga til, til að þvinga FDA að afhenda gögnin: 450 þúsund skjöl með rannsóknum Pfizer. Nú hafa 3250 vísindamenn rýnt þessi gögn og birt helstu niðurstöður í nýútgefinni bók The Pfizer papers og höfundur bókarinnar Naomi Wolf er að koma til Íslands og verður með kynningu í Gamla bíói nú á þriðjudaginn (hægt er að fá miða hér).
Stærsta rauða pillan er kanínuhola
Þessi gögn eru stærsta Rauða pilla covidtímans og meira að segja hörðustu bólusetningasinnar sem vildu bólusetja allt sem hreyfðist gætu ekki útskýrt af hverju Pfizer sjálfir væru í krítísera eigin bóluefni. Það eina sem kæmi í veg fyrir að fólk endurskoðaði afstöðu sína væri að það vissi ekkii af þessum rannsóknum. Þetta virðist þó því miður vera afstaða íslenskra fjölmiðla sem enn hafa ekkert fjallað um þessar nýju upplýsingar. Með að dreifa falsupplýsingum þríeykisins leiddu fjölmiðlar okkur inn í núverandi heilsufarskrísu og virðst nú því miður enn halda áfram á sömu braut þótt þríeykið sé löngu horfið á braut. En kannski sannleikurinn hræði. Það er ekki nema von því margt sem kemur fram í Pfizer skjölunum er svo óhugnarlegt að fæstir þora að hugsa þá hugsun til enda.
Ófrjósemin
Til marks um það má nefna að þegar ég var í desember 2020 að reyna að vara Íslendinga við að eftir ætti að skoða áhrif bóluefnisins á frjósemi kvenna, þá hafði ég rangt fyrir mér. Jú vissulega var rétt að frjósemismælingar höfðu verið undanskyldar, og öllum þátttakendum fasa 3 bóluefnaprófananna var fyrirlagt að nota öruggar getnaðarvarnir meðan á prófinu stóð. En það sem ég vissi ekki var að sumir fylgdu ekki þessari reglu og 270 konur urðu þungaðar og Pfizer var byrjað að skoða og finna skaðan sem bóluefnið olli konum. Rauði þráðurinn í Pfizer skjölunum sýnir ofuráherslu á rannsóknir á frjósemi kvenna og þungun. Niðurstaðan úr þeim rannsóknum var skelfileg:
- Nanóagnir bóluefnisins söfnuðust í háum styrk fyrir í eggjastokkum kvenna (sem getur haft ófyrirséð áhrif á frjósemi þeirra)
- Um 236 sjúkraskýrslur óléttu kvennanna týndust, sem er lögbrot.
- Af hinum 34 konunum sem urðu óléttar, misstu 80% fóstrið.
- Nanóagnirnar hafa áhrif á fylgjur kvenna, sem varð harðari og flatari þ.a. líkur á fyrirburafæðingum jókst einnig.
- Nanóagnirnar komast líka í fóstrið, og safnast í kynkyrtlum þar sem þær geta mögulega haft áhrif á kynþroska drengja þegar þeir komast á kynþroskaskeið.
- CDC var með skýrslu frá Pfizer, þar sem tvö tilfelli fósturmissis voru skrifuð á bóluefnin, þegar CDC ráðlögðu að óléttar konur yrðu sprautaðar.
Á sama tíma og þetta er að gerast hafa fæðingaþjónustur í Bandaríkjunum verið að sjá 40% aukninga fósturmissa. Hér á landi varð 117% aukingin í tíðni andvana fæðinga og nýburadauða árið sem óléttar konur fengu sprautuna. Eins varð um 10% fækkun fæðinga árið eftir að konur á barnsburðaraldri voru sprautaðar (488 færri börn). Ekki virðist þó haldið utan um tíðni fósturmissa hér á landi, sem getur vart talist verjanlegt við þessar kringumstæður. Síðan sprautuherferðin gekk yfir hefur fæðingartíðnin hér á landi jafnvel farið enn meira lækkandi.
Vel er hugsanlegt að þessi þróun eigi eftir að versna verulega á næstu árum og áratugum, þegar börnin og unga kynslóðin sem var sprautað kemst á barneignaraldur, því bóluefnið virðist beinlínis hafa verið ófrjósemis-lyf.
Af hverju voru allir bólusettir með þessu eitri ef vitað var fyrirfram að það gæti valdið ófrjósemi? Mögulega að fórna komandi kynslóðum? Hvað gekk mönnum til? Gelda þjóðina?
Kannski við hæfi að rifja það upp nú að bóluefnafrömuðurinn Bill Gates er jafnframt einn úttalaðasti um áhyggjur sínar af offjölgun mannkyns. Þegar fólk áttar sig á því að þetta var vitað fyrirfram, er þessi kanínuhola ansi djúp.
Skipulagðar blekkingar
Margar aðrar upplýsingar koma fram í Pfizer skjölunum sem þyrfti eiginlega að fjalla um sérstaklega. Meðal þess er hvernig blekkingum var beitt. Þannig vissi Pfizer í nóvember 2020 að bóluefnin hindruðu ekki smit og i apríl 2021 vissu bandarísk yfirvöld af hjartavöðvabólgu faraldrinum og lögðu á ráðin hvernig best væri að tala þau niður til að vinna gegn bóluefnahiki. Kynning Naomi Wolf á þessum rannsóknum verður þannig afar áhugaverð.
Bloggar | Breytt 14.4.2025 kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2025 | 21:35
Bláa pillan í kóvid-Matrixnum
Hafið þið einhvern tíman velt fyrir ykkur hvernig það væri að lifa í Matrix-heimi, þar sem allt sem ykkur er sagt er lygi og þeir fáu sem sögðu sannleikann væru cancelaðir til að halda ykkur sofandi.
Þessi lygaheimur er flestum Íslendingum nær en margan órar fyrir, því á covidtímanum var öllum boðið í Matrixinn. Fáir komust þó í rauðu pilluna, því hvert sem litið var var einhver að bjóða þeim bláu pilluna. Á hverjum degi, mörgum sinnum á dag, á hverjum almannavarnafundi, í hverjum fjölmiðli, útvarpi, sjónvarpi, netmiðli og jafnvel í vinnunni og í fjölskylduboðum. Ég hlýði Víði varð mottóið sem allir urðu að lifa eftir. Hápunktur áróðursins var þegar byrja átti að dreifa eitursprautunum.
Á þeim tíma leiddi ég coviðspyrnuna, hóp fáu sem höfðu tekið rauðu pilluna og gerði allt í mínu valdi til að vara Íslendinga við hættunni. Við mótmæltum um hverja helgi á Austurvelli og reyndi að komast í alla miðla sem vildu taka við mér. Í nóvember-desember 2020 fór ég í nokkur slík viðtöl. Öll eru þau súrrealísk í dag vegna lyga viðmælendanna sem þó oft vissu ekki betur.
Fyrst mætti ég lækni í kappræðum á Harmageddon sem talaði fyrir skaðleysi bóluefnanna og að Bóluefnaframleiðendur bæru ábyrgð.
Næst tókst mér með herkjum að komast að í Í bítið í fyrsta sinn í kófinu. Eitthvað urðu þeir þó smeykir og stuttu fyrir viðtalið breyttu þeir formatinu í kappræður við Björn Inga - æðstaprest Ég hlýði Víði dygðarsinnanna. Hættulegar skoðanir mínar máttu ekki koma fram nema einhver sem gæti gripið inn í og bjagað umræðuna. Birni virðist svo hafa verið boðið í stúdíóið en ég þurfti að sitja heim og taka viðtalið í síma í takmörkuðum hljóðgæðum. Viðtalinu var síðan vandlega stýrt af þáttastjórnendum og þegar leið á það voru þeir báðir komnir í lið með Birni í andsvörum. Bláu pillurnar sem ég fékk að heyra voru margar: Bóluefnin voru vel rannsökuð, stöðvuðu smit og myndu enda kófið. Ísland stóð sig best í sóttvörnum, lokun landsins þegar smit voru flest í evrópu og rústun ferðaþjónustunnar var mild aðgerð, landið var ekki lokað, og allt á þessum nótum. . Öllu var vel stýrt af þáttastjórnendum þar til þeir leyfðu mér að eiga síðasta orðið. Það átti að vera 30 sekúntum en endaði í rúmum þrem mínútum. [mínúta 20:40-23:49].
Stór feit rauð pilla:
Ég: Ljósið við endann á göngunum sem Björn er að lofa er bóluefnið. Þetta er líklega vanþróaðasta bóluefni heimssögunnar. Þetta er RNA tækni sem enginn hefur prófað áður. Það eru nú að koma fram upplýsingar um að að einn af þeim sem voru í bólefnaprófunum Pfizer, hann dó þremur dögum eftir að hafa fengið sprautuna. Ef við yfirfærum það á Ísland og að bóluefnið muni verða jafnhættulegt fyrir Íslendinga þá mun það þýða að 15 Íslendingar deyja bara af bólusetningunni sjálfri. Þetta eru ekki Íslendingar sem meðalaldur er 88 ára sem er meðalaldur þeirra sem deyr nú úr covidi heldur yrði þetta ungur Íslendingur.
Gulli [grípur inn í] Jóhannes var þetta ekki aðilinn sem fékk lyfleysuna?
Ég: Nei þetta var einn af aðilunum sem fékk lyfið og hann dó þremur dögum eftir það
Það eru nú að koma fram alls konar upplýsingar um bóluefnið í Bretlandi og það var einn aðili [Yeadon] sem fór að vara við hvað þetta væri hættulegt og hann spáði þrennu. Hann spáði því að það myndu koma einhver ónæmisviðbrögð út af PEG - Þetta var eitthvað sem Pfizer varaði ekkert við og það gerðist um leið og
Heimir [grípur fram í]: og bara að lokum við heyrðum í Þórólfi hér í morgun og Þórólfur sagði að allir okkar helstu sérfræðingar voru að fara yfir gögnin um þetta bóluefni og það væri ekkert í þeim sem bentu til þess að þetta væri hættulegt. Ég sá líka viðtal á BBC við sérfræðing frá læknaháskóla í New York ríki sem sagði að þetta væri nú sennilega eitt.. Eða það bóluefni sem mest hefði verið skoðað af þeim öllum hingað til og það væri nú ekkert sem benti til þess að það væri hættulegt. Þ.a. menn eru greinilega þá greinilega ekkert á eitt sáttir með þetta. Það eru skiptar skoðanir á þessu.
Ég: Ekki tímaleysið. Málið er að það verður að bíða einhvern tíma til að fá niðurstöðu úr þessu
Heimir: langtímaverkanir kannski.
Ég: Langtímaverkanir og ekki bara það heldur planið, þetta var þétt svo saman bóluefnarannsóknirnar að menn voru ekki endilega að gera réttu prófanirnar. Menn vissu ekki alveg hvað mælingar áttu að gera í næstu skrefum þ.a. Óvissan er allt önnur.
og bara ég verð að koma þessu að þetta er svo mikilvægt:
Það vera þessi aðili, [sem er] fyrrverandi yfirmaður [hjá] Pfizer [Yeadon]. Hann varaði við fjórum aukaverkunum: Fyrsta er komin fram núna, það var þetta sem gerðist í Bretlandi [óðaofnæmi vegna PEG]. Hann varaði líka við þessum langtimaverkunum. Hann varaði líka við því að að það væri ekki búið að rannsaka áhrif Pfizer bóluefnisins á frjósemi kvenna og það var undanskilið í prófununum. og hann fór fram á það að prófununum [og dreifingu bóluefnisins] yrðu stöðvaðar því sjálfboðaliðarnir voru ekki varaðir við. og fjórða sem gæti gerst: Fólk verður að átta sig á hvað þetta er hættulegt. Fjórða aukaverkunin af þessu bóluefni er svokallað ADE [Antibody Dependent Enhancement] og þetta gerir það að verkum að allir sem fá bóluefnið geta einhvern tíman seinna meir orðið meira veikir af covid held en ef þau hefðu ekki fengið það [bóluefnið] [heimir byrjar að grípa fram í en ég held áfram] þetta er ljósið við endann á göngunum.
[Ætlaði svo að klára með að segja að ljósið sem Björn Ingi sæi við endanum á göngum væri lest sem mundi bruna yfir hann og alla þá sem honum fylgdu en þarna stoppuðu þeir mig alveg af.]
Heimir: [grípur fram í] en þetta eru nú allt saman hugtök sem við þekkjum ekki sem erum ekki sérmenntaðir þannig að við munum að sjálfsögðu reyna að fá einhvern sérfræðing sem þekkir þessi hugtök til okkar í fyrramálið og fara yfir þessi orð þín. Og og og hafa allt saman á borðinu í þessum efnum. [damage control]
Eftirleikurinn
Daginn eftir var yfirlæknir ónæmisdeildar landsspítaland og helsti hvatamaður covid-bólusetningann kallaður til í drottningarviðtal til að gefa hlustendum aftur bláu pilluna.
Ég fékk ekki að koma aftur í Bítið til að svara lækninu eða rökræða við hann, en Harmageddon tóku þó við mér og gáfu mér gott viðtal til að fara yfir málin. Þetta seinna viðtal er ansi magnað fyrir þær sakir að vera hálfgert nostradamusarviðtal því allt sem þar er sagt raungerðist síðar (sjá viðtalið hér).
Hvorki mér né nokkrum sem talaði gegn eitursprautunum fengum aftur að komast í Bítið fyrr en búið var að bólusetja alla þjóðina. Aðeins bláar pillur voru leyfðar í bóluefnaumræðunni eftir það. Þeir voru ekki einir um það því RÚV talaði aldrei við okkur fyrr en við buðum fram til alþingis.
Það athyglisverðasta við þetta viðtal var hvernig útvarpsþættinum virðist hafa verið ritstýrt til að kæfa alla gagnrýni á yfirvöld. Þegar hættulegar staðreyndir komu fram þurfti að kalla til sérfræðing til að gefa bláar pillur morguninn eftir. Þetta lýsir líklega tíðarandanum. Allir voru á bláu pillunni og rauðar pillur ógnuð þeirra lífssýn og því mátti enginn vita af þeim.
Pfizer skjölin (stóra rauða pillan)
Næsta þriðjudag mun Naomi Wolf halda erindi um Pfizer skjölin, um 450.000 skýrslur sem Pfizer gerði við þróun bóluefnanna og átti að halda leyndum frá almenningi næstu 75 árin, en var þvingað til að birta. Umfjöllun um þetta mun verða efni næsta bloggs. Mæli með við alla að mæta í gamla bíó glukkan 19:00 á þriðjudaginn 15. apríl. Hægt er að kaupa miða hér.
en sem sýnishorn af því sem þar kemur fram, má nefna það að á sama tíma og ég var í þessum viðtölum að vara við skaðsemi covidbóluefnanna á frjósemi kvenna, voru vísindamenn Pfizer búnir að uppgötva að bóluefnið ylli slíkum skaða og voru að rannsaka það. Sönnunargögnin fyrir skaða á konum voru þannig þegar komin fram en samt var ákveðið að halda áfram með sprautuherferðina án þess að upplýsa almenning.
Bloggar | Breytt 13.4.2025 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2025 | 07:34
Eldgosahætta á Reykjanestá og í Krísuvíkurkerfinu eykst
Eldsumbrotin á Reykjanesi eru ekkert á förum á næstunni og eftir síðustu umbrot er kvikuinnflæði í dag þrefalt hraðara en fyrir síðasta gos. Mögulega hefur losun spennu við umbrotin valdið þessu. Skammt kann því að vera í næstu umbrot.
En hvað ætli gerist svo í framhaldinu. Ætli það gæti líka gosið annars staðar? Töluvert hefur verið rætt um mögulegt kvikuinnskot að Búrfellsgjá sem gæti vaknað.
Mig langaði að skoða þetta aðeins og hlóð því niður öllum jarðskjálftum frá 2020 á Reykjanesi. Þar sem mestur áhuginn fyrir framhaldið er hvert kvikan er að leita skoðaði ég eingöngu skjálfta sem eru á 4 -25 km dýpi, sem er dýpi kvikuhólfa.
Landrekið
Fyrsta myndin hér sýnir sjálftan m.t.t. landreksins. Þessi mynd er mjög áhugaverð því hún sýnir stóru myndina af því hvernig skjálftarnir raða sér á landreks línuna.
Spennan
Til að fá enn betri hugmynd um hvað er í gangi skoðaði ég líka orkuna sem losnar úr skjálftum. Þessi orka sýnir hina raunverulega krafta sem eru í gangi og hvar þeir hafa mest losnað.
Á þessari orkumynd sést að mest orka er að losna kringum eldgosaprungurnar (Fagradalsfjall og Sundhnúkagíga). En athyglisvert er að sjá að við báða enda gosprunganna eru orkuþyrpingar í aðliggjandi eldstöðvakerfum. Mjög miklir kraftar hafa verið að losna á Krísuvíkursvæðinu auk þess sem Reykjanestá og Eldvörp hafa verið með töluverða virkni.
Þessu til viðbótar er vitað að töluverð hreyfing hefur orðið á landi við gossprungurnar. Þó að slík opnun gossprunga kunni að losa um spennu staðbundið, er þó í rauninni alltaf um einhverja færslu á spennu að ræða til nálægra sprungukerfa þar sem spenna eykst.
Aðdragandi Grindavíkurgosanna
Þegar aðdragandi Grindavíkurgosanna er skoðaður sést að lítið gerðist fyrr en í október 2023. Fjöldi skjálfta var á öllu svæðinu, en öll orkan var undir Svartsengi.
Aðdragandinn fyrir stækkun kvikuhólfs er þannig ekki langur.
Virknin 2025
Með þetta í augum er athyglisvert að skoða jarðskjálftavirknina 2025. Fyrst með mynd sem sýnir staðsetningu skjálfta:
Hér sést greinilega hvernig virknin teygist í dag eftir endilangri Sundhnúkagígasprungunni og miðað við fyrri gos þá má alveg velta fyrir sér hvort að sprungan geti farið mikið lengra en þetta áður en virknin færist í næsta sprungukerfi/eldstöðvakerfi.
og svo með orkumynd:
Á þessari orkudreifingamynd sést áberandi hvernig mikil orkulosun á sér stað í aðliggjandi eldstöðva-sprungukerfum á Reykjanesi og í Krísuvíkurkerfinu. Þetta sýnir að þar getur líka brostið á eldgos nánast hvenær sem er.
Eldgos á Reykjanestá og í Krísuvíkurkerfinu eru óumflýjanleg
Þegar jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesi er skoðað sést að í þremur síðustu eldgosatímabilum urðu gos í báðum þessum eldstöðvum. Þótt auðveldlega geti liði einhverjir áratugir á milli, þá verður að telja líklegt vegna þess hversu virknin þar er mikil í dag að slíkt muni gerast fyrr en síðar.
Báðar þessar gosstöðvar ógna mikilvægum mannvirkjum eða byggð. Það er því alveg kominn tími á að undirbúa næstu hraunvarnir. Bæði á Reykjanesi og í Hafnarfirði. Undirbúningur slíks tekur tíma og því veitir ekki af því að byrja undirbúninginn strax.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2025 | 21:21
Einkarekin Reykjavík leysir allt
Fyrir liðlegum sjö árum kynnti ég fyrst hugmyndir um göng í Reykjavík sem hefðu getað leyst allan vanda Reykjavíkur. Lóðavandann, húsnæðisvandann, umferðarvandann og dregið úr fátækt. Arðsemin af nýju landi sem yrði aðgengilegt með göngunum er það mikil að göngin hefðu verið ókeypis.
Ef hlustað hefði verið á þessar hugmyndir þá, hefðu einhver göng þegar verið komin og fasteignaverð byrjað að lækka samhliða hraðri uppbyggingu háhýsabyggð i Viðey og rólegri einbýlishúsahverfum á Kjalarnesi, Geldingarnesi og víðar. Ódýr húsnæði fyrir alla eins og tíðkaðist fyrir aldamótin yfirð aftur veruleiki og Sundabraut væri óþörf.
Því miður var ekki hægt að snúa vitleysislestinni. Vegna Borgarlínublætisins hefur bara verið byggt á dýrstu svæðum síðan greinin var skrifuð og ekkert fær stöðvað hina vanhugsuðu Sundabraut og rándýra sæbrautarstokk. Engum skal koma á óvart að sett verði upp gjaldtökuhlið í ártúnsbrekku til að fjármagna þessa sóun vegafés.
. Hér greinin sem birtist í mogganum 29. mars 2018.
=============================================
Einkarekin Reykjavík
Eftir Jóhannes Loftsson: "Leyfum einkaframtakinu að leysa húsnæðis- og samgönguvandann og byggjum Viðey."
Aðalvandamálið við þéttingu byggðar er plássleysið. Uppbygging verður flókin og dýr og innviðir yfirfyllast. Hið háa fasteignaverð sem þéttingunni fylgir eykur hins vegar tekjur borgarinnar, sem fyrir vikið hefur fjárhagslegan hag af því að nýta einokunaraðstöðu sína til að þvinga óeðlilega þéttingu byggðar.
Í samgöngumálum nýtir síðan ríkið einokunaraðstöðu sína til að rukka ökumenn um þrefalt meira fé en notað er í vegakerfið. Þar af fer megnið í lítið notaðar framkvæmdir á landsbyggðinni, sem borga sig aldrei upp. En meira að segja þó að fólk í borginni væri reiðubúið til að borga fyrir að komast hraðar milli staða, þá fær það það ekki, því það er enginn annar sem má mæta þörfinni.
En hvað er þá til ráða? Það greinilega bráðvantar samkeppni bæði í samgöngum og á húsnæðismarkaði. Lausnina gæti verið að finna í Hvalfirði, þar sem nú er að ljúka áhugaverðri tilraun sem tókst vonum framar. Hvalfjarðargöng voru einkaframkvæmd aðila sem höfðu mikinn hag af bættum samgöngum og fjármögnuðu framkvæmdina á eigin ábyrgð byggt á væntingum um tekjur af vegtollum. Niðurstaðan varð ein hagkvæmasta vegaframkvæmd Íslandssögunnar, sem gjörbreytti öllu Vesturlandi með því að færa það nær Reykjavík.
Í Reykjavík eru á margan hátt mun betri markaðslegar aðstæður fyrir slíkar einkaframkvæmdir því þar getur verðmætaaukning landsins ein sér oft auðveldlega fjármagnað alla framkvæmdina. En til að það skili sér þarf að byggja hverfin hratt. Slíkri hraðri uppbyggingu fylgir áhætta sem óæskilegt er að sveitarfélög taki á sig. Hægt væri að minnka þá áhættu með því að þróunarfélagið tæki sjálft yfir hluta af skuldbindingum borgarinnar, gegn niðurfellingu viðkomandi gjalda.
Uppbygging Viðeyjar er dæmi um verkefni sem gæti reynst afar hagkvæmt að fara í. Opnast mundi á víðáttumikið landsvæði á besta stað og hluti Sundabrautar yrði óþarfur án þess að skattgreiðendur þyrftu að borga krónu.
Viðeyjarbyggð
dag eru á Viðey 170 hektarar af verðlausu landi. Með landtengingu um göng frá Laugarnesi og uppbyggingu sem því fylgir mun þetta land verða gríðarverðmætt. Útgraftarefnið sem kæmi úr göngunum og uppbyggingunni á svæðinu væri síðan hægt að nýta til að stækka flatarmál eyjunnar um 10-20 hektara til viðbótar í grynningum við hana. Hér er um mikið landflæmi að ræða, sem til samanburðar er jafnstórt gömlu Reykjavík innan gömlu Hringbrautar, að Örfirisey og Tjörninni undanskilinni.
Ef þróunarfyrirtæki tæki fimm þúsund krónur á fermetra lands nægði það fyrir slíkum göngum auk vegtengingar yfir grynningar til Gufuness. Þetta er afar lágt verð miðað við gangverð lóða í dag.
Byggðin í Viðey er þar að auki mun nær miðbænum en flest þéttingarhverfi sem nú er verið að byggja. Það tekur t.d. ekki nema um fjórar mínútur að keyra alla leið að Hörpu, og því má segja að hér sé í raun um þéttingu byggðar að ræða. Munurinn er þó sá að Viðey er mjög opið og auðbyggjanlegt landsvæði, með mikla náttúrufegurð og laust við umferðarmengunina og skarkalann sem fylgir öðrum þéttingarsvæðum.
Einn kostur við að einkaaðili fjárfesti háar upphæðir í rándýrri vegtenginu eins og til Viðeyjar er að það setur pressu á hann að koma landinu í verð sem fyrst. Fyrir vikið hentar svæðið vel til að vinna hratt á núverandi húsnæðisvanda í samkeppni við önnur svæði. Annar meiriháttar kostur er síðan að með ódýrri landtengingu í Gufunes verður 1. áfangi Sundabrautar óþarfur, með tuga milljarða sparnaði fyrir skattgreiðendur.
Einkaframkvæmdir eru framtíðin
Þó að Viðey sé líklega langhagkvæmasta framkvæmd sem hægt er að ráðast í í Reykjavík gætu margar aðrar framkvæmdir í borginni einnig reynst mjög arðsamar. T.d. mætti byggja Kollafjarðargöng með því að framlengja Viðeyjargöngin alla leiðina til Brimness. Tenging við þjóðveg myndi styttast um 16,5 km og allt Kjalarnes, sem er helmingurinn af öllu landi Reykjavíkur, mun opnast fyrir uppbyggingu. Aðeins níu mínútna akstur um göng mun þá skilja hið nýja byggingarland frá restinni af Reykjavík, og því mun lóðaskortur í Reykjavík líklega heyra sögunni til fram á næstu öld. Einnig mætti tengja Þerney, Álfsnes, Geldinganes og Engey gegnum göng og byggja Skerjafjarðarbraut. Í öllum tilfellum er um afar vænlega fjárfestingarkosti að ræða, sem myndu ekki kosta skattgreiðendur krónu.
Húsnæðisokur og ónýtir vegir eru ekki náttúrulögmál og því löngu orðið tímabært að ríki og borg losi tökin og láti af einokun í vegagerð og á húsnæðismarkaði. Barátta Íslands gegn einokun hófst einmitt í Viðey, og því er vart hægt að hugsa sér betri stað til að byrja byltinguna.
Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 48
- Sl. sólarhring: 305
- Sl. viku: 6265
- Frá upphafi: 47985
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 5564
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar