Íslenskar falsfréttir

kennedy

 

Falsfrétt gærdagsins í öllum íslensku meginmiðlunum var án efa sú að Robert Kennedy Jr. heilbrigðisráðherra bandaríkjanna ætlaði að drepa landa sína.  Allir íslensku meginstraumsmiðlar fjölluðu um málið (RÚV, mbl og vísir) og voru efnistök þeirra öll eins. Einhliða umfjöllun gegn Kennedy, kallaður “boðberi staðlausra samsæriskenninga” eða vera með “hættuleg óvísindaleg viðhorf” án þess að nokkur íslensku miðlanna reyndi að skýra í raun út hvað hans viðhorf eða afstaða væri.

 

Tilefni þessara skrifa er var grein sem birtist nokkrum klukkustundum fyrr í New York Times (málgagni demókrata), sem íslensku miðlarnir öpuðu strax eftir.  Greinina skrifuðu níu fyrrverandi yfirmenn CDC (sóttvarnarstofnunar bandaríkjanna).  

Í umfjöllun íslensku miðlanna “gleymdist” þó að nefna að allir nema einn af þessum yfirmönnum voru pólitískt skipaðir af demókrötum.  Af 9 þá voru með tengsl, á launum eða höfðu þegið stórar upphæðir frá Big Pharma (J&J, Bill Gates, Merch ofl.)  6 af 9 höfðu fjölgað bóluefnum barnaprógramminu meðan þeir stýrðu (samtals 17 nýjar tegundir bóluefna handa börnum).  Ein þeirra var t.d. Rochelle Walensky sem samþykkti covidbóluefnin handa kornabörnum og var staðin að því að ljúga um öryggi covid-bóluefnanna og virkni, þega vitað var að hún vissi a þau voru í senn skaðleg og virkuðu ekki.   

… og af hverju ætli þessu fólk sé í nöp við Kennedy.  Jú hann hefur lofað að uppljóstra um orsök einhverfufaraldursins og það vita allir sem vilja hver ástæðan er.  Gríðarleg fjölgun í bólusetningu barna.  Aldrei áður hefur nokkur heilbrigðisráðherra leyft alvöru rannsókn á þessu, þar til nú.  Ef Kennedy tekst þetta mun orðspor þessa fólks verða rústir einar, og því ekki óeðlilegt að þau reyni að koma höggi á fjandmann sinn.  Sumir þessara höfunda gætu jafnvel endað í fangelsi (eins og Rochelle Walensky) fyrir blekkingar sýnar.

 

Það kemur að íslensku fjölmiðlunum.  Af hverju í fjandanum benda þeir ekki á þennan augljósa hlut.  Robert Kennedy er án efa valdamesti maður í heilbrigðisgeiranum í dag.  Það er að miklu leyti honum að þakka að Trump vann stórsigur í síðustu kosningum og hann á allt traust forsetans.  Til marks um það var Trump í vikunni að heimta sönnun frá covid-bóluefnaframleiðendum að lyfin væru bæði skaðlaus og hefðu virkað. Það er eitthvað meiriháttar að fara að gerast.

 

Lét gervigreindina skoða aðeins efnistök RÚV um kennedy á síðustu tvö árin.  Niðurstaðan var áhugaverð.  10 neikvæð og tvö aðeins jákvæð (var hrósað eitt sinn þegar hann talaði vel um bóluefni).  

Neikvæðu umfjallanirnar voru margar hálgerð mannorðmorð í boði RÚV t.d. þessi  “Rugludallurinn Robert Kennedy” .  Full af rætnu bulli aktivista á ríkifjölmiðlinum.

 

… þetta vekur spurningu…

 

Af hverju erum við að borga skatta fyrri að láta ljúga að okkur?  Af hverju eru við að borga skatta fyrir slíkan óhróður og bull?  

 

Er ekki kominn tíma á skattalækkanir og að loka RÚV. 



English:

Icelandic Fake News

Yesterday's fake news in all Icelandic media was undoubtedly the one claiming that Robert Kennedy Jr., the U.S. Secretary of Health, intended to kill his fellow countrymen. All the Icelandic mainstream media covered the matter (RÚV, mbl, and Vísir), and their approaches were all the same. One-sided coverage against Kennedy, calling him a "bearer of baseless conspiracy theories" or having "dangerous unscientific views" without any of the Icelandic media actually trying to explain what his views or stance really are.The occasion for these writings was an article that appeared a few hours earlier in the New York Times (the mouthpiece of the Democrats), which the Icelandic media immediately parroted. The article was written by nine former directors of the CDC (the U.S. Centers for Disease Control and Prevention).

In the Icelandic media's coverage, however, they "forgot" to mention that all but one of these directors were politically appointed by Democrats. Out of the 9, they had connections to, were on the payroll of, or had received large sums from Big Pharma (J&J, Bill Gates, Merck, etc.). 6 out of 9 had expanded the childhood vaccine program while they were in charge (a total of 17 new types of vaccines for children). One of them was, for example, Rochelle Walensky, who approved the COVID vaccines for infants and was caught lying about the safety and efficacy of the COVID vaccines, when it was known that she knew they were both harmful and ineffective.

… and why do you think these people are at odds with Kennedy? Well, he has promised to reveal the cause of the autism epidemic, and everyone who wants to know already knows what the reason is. The massive increase in childhood vaccinations. Never before has any Secretary of Health allowed a real investigation into this, until now. If Kennedy succeeds in this, the reputation of these people will be in ruins, and it's not unnatural for them to try to strike at their enemy. Some of these authors could even end up in prison (like Rochelle Walensky) for their deceptions.This brings us to the Icelandic media. Why the hell don't they point out this obvious thing? Robert Kennedy is undoubtedly the most powerful man in the health sector today. It's largely thanks to him that Trump won a landslide victory in the last elections, and he has the full trust of the president. As evidence of that, Trump demanded proof from the COVID vaccine manufacturers this week that the drugs were both harmless and effective. Something major is about to happen.I had the AI examine RÚV's coverage of Kennedy over the last two years. The result was interesting. 10 negative and only two somewhat positive (he was praised once when he spoke well about vaccines).

The negative coverages were many half-baked character assassinations courtesy of RÚV, e.g., this one: "The Madman Robert Kennedy." Full of malicious activist nonsense on the state broadcaster.… this raises a question…Why are we paying taxes to be lied to? Why are we paying taxes for such slander and nonsense? Isn't it time for tax cuts and to shut down RÚV?




Heimsendir er nærri. Iðrist og borgið okkur skattana ykkar

heimsendir

Frétt gærdagsins í helstu íslensku  miðlum (sjá hér  mbl, heimildin, vísir ) var af dýrari gerðinni. ÞAÐ ER AÐ KOMA HEIMSENDIR!!!  … golfstraumurinn er að fara að stoppa. … Alla vega ef marka má virt breska slúðurblaðið Guardian sem var búinn að draga upp rannsókn sem sagði það.  Eitt annað merkilegt við þessa alvarlegu tíðindi, var að rannsóknin var dagsgömul, og enginn viti borinn því enn náð að rýna rannsóknina og gagnrýna hana.

 

Hún er þó komin í dag, og auglóst að um bullrannsókn er að ræða: Líkönin sem notuð voru mjög léleg fyrir hafstrauma, forsendur ýktar o. margt fleiri.

 

Fyrir alla sem þekkja aðeins til er þó nokkuð auðvelt að sjá í gegnum þetta.  Langtímahitasveiflur norður atlantshafsins (AMO) er þekkt fyrirbrigði fyrir íslendinga sem hefur gegnum tíðina valdi einnar gráðu langtímasveiflu sem endurtekur sig á ca. 70-80 ár fresti.  Kólnun hafstraumsins kringum ísland er eitthvað sem flestir búast við að sé að fara að gerast. Þessi kólnun er varla byrjuð í dag, en það hindrar ekki hamfaraliðið, sem nú er stokkið fram og segir að það sé að fara a slökkna á hafstraumunum.  ÞAÐ ER AÐ KOMA ÍSÖLD… iðrist áður en það er orðim seinina.  Treystið okkur við vitum hvað við erum að gera.  Sökkvum timburkurli í Hvalfjörð, Nei, hellum vítissóta í Hvalfjörð, …eða… ég er með betri hugmyndi dælum eitruðu gasi undir Hafnarfjörð, nei dælum því undir Þorlákshöfn í staðinn.

 

…alla vega.  Fólk sem er eldra en tvævetra er farið að þekkja þessar heimsenda spár.  

 

Hér eru nokkrar góðar.

 

EVRÓPSKAR STÓRBORGIR VERÐA SOKKNAR Í SÆ 2020

 

Völva:  Guardian 2004



BRETLAND VERÐUR ORÐIN SÍBERÍA 2020

 

Völva:  Guardian 2004

 

ÍSBIRNIR VERÐA ÚTDAUÐA 2030

 

Völva:  Al Gore 2006, (líka Greenpeace 2005)




NORÐURPÓLLINN VERÐUR ORÐINN ÍSLAUS 2013

 

Völva:  Al Gore 2009

 

NORÐURPÓLLINN VERÐUR ORÐINN ÍSLAUS 2018

 

Völva: AP fréttastofan  (sú áhrifamesta i heimi)



English

 

The end of the world is near, repent … and give us your taxes

Yesterday’s news in Iceland’s major media outlets (see here: mbl, Heimildin, Vísir) was of the more expensive kind. THE END OF THE WORLD IS COMING!!! … the Gulf Stream is about to stop. … At least, that’s according to the esteemed British tabloid The Guardian, which had cited a study claiming so. Another remarkable thing about this grave news was that the study was a day old, and no one with expertise had yet had the chance to review or critique it.

It’s out today, though, and it’s obvious that this is a nonsense study: the models used were very poor for ocean currents, the assumptions were exaggerated, and much more.

For anyone with even a bit of knowledge, it’s fairly easy to see through this. Long-term temperature fluctuations in the North Atlantic (AMO) are a well-known phenomenon for Icelanders, causing a one-degree long-term oscillation that repeats roughly every 70–80 years. The cooling of ocean currents around Iceland is something most expect to happen soon. This cooling has barely started today, but that doesn’t stop the doomsday brigade, which has now leapt forward claiming the ocean currents are about to shut down. AN ICE AGE IS COMING… repent before it’s too late. Trust us, we know what we’re doing. Sink a sawdust in Hvalfjörður, no, pour NaOH into Hvalfjörður, …or… I have a better idea, let’s pump toxic gas under Hafnarfjörður, no, pump it under Þorlákshöfn instead.

…anyway. Most people not born yesterday are starting to recognize these doomsday predictions.

Here are a few good ones:

EUROPEAN CITIES WILL BE SUBMERGED BY THE SEA BY 2020

Prophet: The Guardian, 2004

BRITAIN WILL BECOME SIBERIA BY 2020

Prophet: The Guardian, 2004

POLAR BEARS WILL BE EXTINCT BY 2030

Prophet: Al Gore, 2006 (also Greenpeace, 2005)

THE NORTH POLE WILL BE ICE-FREE BY 2013

Prophet: Al Gore, 2009

THE NORTH POLE WILL BE ICE-FREE BY 2018

Prophet: AP News Agency (the most influential in the world)


Þegar ég mótmælti Reykjavíkurmaraþonbanni með að hlaupa Reykjavíkurmaraþon

Fyrir fjórum árum stóðum ég og Anna, konan mín fyrir óvenjulegum mótmælum. Við hlupum heilt maraþon í mótmælaskyni við að Reykjavíkurmaraþon var bannað af sóttóttamafíunni.  Þetta var skemmtileg stund og síðustu kílómetrana slógust margir vinir okkar í hópinn og við enduðum hlaupið á Austurvelli þar sem fjöldi manns tók á móti okkur.  Hér er tengill á erindi sem ég hélt þegar ég kom í mark.  

RÚV mætti á staðinn en í stað þess að segja frá mótmælunum, tóku þeir upp efni fyrir misheppnað “hit piece” til að rægja fólk sem þorði að standa gegn geðveikinni. (ég fjallaði um það í öðru spjalli sjá hér)

En þetta voru svo sannarlega geðveikir tímar og því við hæfi að rifja upp nokkrar af furðu-reglunum.

  • Þannig kom maraþonbannið tveim vikum eftir að sóttvarnarlæknir hafði lýst yfir í útvarpsviðtali að kovid myndi ekki klárast fyrr en allir smituðust því bóluefnin virkuðu ekki. Bann við maraþoni er eitt mesta furðurverkið, því hlaup eru snertilaus íþrótt æfð útivið þar sem engin smithætta er.  (og af hverju hindra smit ef allir urðu að smitast?)

 

Leikhús fáránleikans 

  • Tveggja metra regla gilti fyrir alla (nema þríeykið á almannavarnafundum þegar engin myndavél var á þeim.)
  • Ferðumst innandyra, var sungið og Víðir misskildi það og bauð öllum heim til sín.
  • Fullorðnir máttu ekki dansa, háttatími var settur í lög, bannað var að kveikja varðeld og á tímabili var í lögum settt 2000 manna fjöldatakmörkun í strætó.  Á öðrum tímum var hámarkið 10. Undanþágur voru gefnar á Alþingi, matvöruverslunum og á jarðarförum.  Líkamsrækt var bönnun, en leyft að fara í sund.  Veitingastöðum var sagt að loka klukkan níu. Í kringlunni sluppu veitingastaðirnir þó við grímuskildu ef fólk settinst niður, en um leið og það fólk stóð upp urðu allir að hafa andlitsbleyju.
  • Jólagjöfin var jólakúla, og amma og afi fengu að dúsa á elliheimilinu.   
  • Þegar gestum sóttvarnarhúss var loks hleypt út til að viðra sig, var þeim bannað að taka bílaleigubíl í göngufríinu sínu, en þeir máttu taka strætó.

Vinnustaðageðveikin

  • Vinnustaðirnir léttu sitt ekki heldur eftir liggja.  Á einum vinnustað voru allir starfsmenn skyldaðir að ganga réttsælis í skrifstofunni svo þeir mættu engum. Á öðrum voru sett plastskilrúm á matarborð og fólki bara leyft að taka niður grímuna til að borða. Aðrir sótthreinsuð alla hurðahúna eftir hverja snertingu og bönnuðu starfsmönnum að lána hvor öðrum heftara.  Fólk var skyldað til að opna glugga (sama hvernig viðraði) og á sumum vinnustöðum mátti aðeins einn nota lyftuna í einu. Hinir biðu í röð eftir að komast inn. Aðrir merktu annað hvert sæti í fundarherberginu “Bannað að sitja”.
  • Sumir vinnustaðir fóru svo alla leið og tróðu pinna í nef allra starfsmanna einu sinni á dag og aðrir heimtuðu upplýsingar um bóluefnastöðu og þá óbólusettu ráku þeir úr starfi.

 

Það má kannski hlæja af þessu í dag, en eftir á að hyggja var þetta ekki gert til að fífla Íslendinga, heldur fyrst og fremst til að blekkja fólk í eitursprautuna.

 

Reykjavíkurmaraþon á morgun

Á morgun munum við Anna aftur hlaupa Reykjavíkurmaraþon, í þetta sinn þó ekki til að mótmæla, heldur til að fagna deginum og það væri gaman ef við sæjum ykkur sem flest.  Í leiðinni viljum við styðja góðan málstað ef fólk vill heita á okkur, þá rennur það til Heilsuvonar, samtaka fólks sem skaðaðist eftir sprautuna.

Hér má heita á okkur og styðja þennan verðuga málstað:  (ég , Anna)




English:

When I protested the marathon ban by running a marathon

Four years ago, my wife and I staged an unusual protest. We ran a full marathon to protest the ban on the Reykjavík Marathon imposed by the "pandemic mafia." It was a fun moment, and during the final kilometers, many of our friends joined us, and we finished the run at Austurvöllur, where a crowd greeted us. Here is a link to the speech I gave when I crossed the finish line.

RÚV showed up but, instead of reporting on our protest, they produced material for a botched "hit piece" to smear people who dared to stand against the madness. (I discussed this in another talk, see here.)

But these were truly crazy times, so it’s fitting to recall some of the bizarre rules.

The marathon ban came two weeks after the chief epidemiologist stated in a radio interview that COVID wouldn’t end until everyone was infected because the vaccines didn’t work. The marathon ban was one of the most absurd measures, as running is a contactless sport practiced outdoors with no transmission risk. (And why prevent transmission if everyone was supposed to get infected anyway?)

The Theater of Absurdity by the Lawmakers

The two-meter rule applied to everyone (except the "triumvirate" at civil protection briefings when no cameras were on them).

Travel indoors was sung about, and Víðir misunderstood it, inviting everyone to his home.

Adults couldn’t dance, a bedtime was legislated, lighting bonfires was banned, and at one point, a law set a 2,000-person limit in buses. At other times, the maximum was 10. Exemptions were granted for Parliament, grocery stores, and funerals. Gyms were banned, but swimming was allowed. Restaurants were told to close at 9 p.m. In Kringlan, restaurants were exempt from the mask mandate if people sat down, but as soon as they stood up, everyone had to wear a face diaper.

The Christmas gift was a "Christmas bubble," and grandma and grandpa were left to languish in nursing homes.

When guests at quarantine hotels were finally allowed out to get some fresh air, they were forbidden from taking rental cars on their walks but could take the bus.

Workplace Madness

Workplaces didn’t hold back either. At one workplace, all employees were required to walk clockwise in the office to avoid meeting anyone face-to-face. At another, plastic dividers were placed on dining tables, and people were only allowed to remove their masks to eat. Others disinfected every door handle after each touch and banned employees from lending each other staplers. People were required to open windows (no matter the weather), and at some workplaces, only one person could use the elevator at a time. Others waited in line to get in. Some marked every other seat in meeting rooms as “Do Not Sit.”

Some workplaces went all out, sticking swabs up every employee’s nose once a day, while others demanded vaccination status and fired the unvaccinated.

It might be funny to laugh about this today, but in hindsight, this wasn’t done to fool Icelanders but primarily to trick people into taking the poison shot.

Reykjavík Marathon Tomorrow

Tomorrow, Anna and I will run the Reykjavík Marathon again, this time not to protest but to celebrate the day, and it would be great to see as many of you as possible. Along the way, we want to support a good cause. If people want to pledge for us, the funds will go to Heilsuvon, an organization for people harmed by the vaccine.

Here you can pledge for us and support this worthy cause: (me, Anna)


Gleymdu Íslendingarnir

Flestir þeir sem fá ekki allar fréttir sínar frá RÚV eru í dag farnir að átta sig á því að það er eitthvað skrítið í gangi.   

Síðan covid er eins og eitthvað hafi breyst. Það eru svo margir veikir.  Það eru svo margir að deyja.  Sjaldgæfir sjúkdómar eins og andlitslömun, Parkinson, POTS og Guillain-Barré eru allt í einu orðnir algengir.  Geðheilsan hefur versnað, gigtin tók kipp og þúsundir kvenna misstu stjórn á tíðahringnum.  Tíðni hjartaáfalla og heilablóðfalla er rokinn upp og það er skollinn á krabbameinsfaraldur.

Yfirvöld hafa stofnað sérstaka long covid deild fyrir Norðan, en það er bara einn galli á þeim gjörningi…. LONG COVID ER EKKI TIL.  Þetta er allt LONG VAX.

En yfirvöld geta ekki viðurkennt það, því ÞAU BERA ÁBYRGÐ. Á covid tímanum var logið að fólki að sprauturnar virkuðu og hættulausar en nú hefur gagnaleki bóluefnasamninganna sýnt að yfirvöld skrifuðu upp á hið gagnstæða.  Enginn hafði hugmynd um hvar var raunverulega verið að sprauta í fólk.

 

Í dag sitjum við uppi með afleiðingarnar. Þúsundir íslendinga er á vergangi milli lækna, án þess að fá rétta hjálp.  Heilbrigðiskerfið er í afneitun og það er ekki hægt að meðhöndla sjúkdóm sem þú neitar að sjúkdómurinn sé til. Fyrsta skrefið í átt að bættri heilsu eftir eitursprautu er auðvitað að hreinsa eitrið út. Fyrr en það er gert, er allt annað bara plástur á svöðusár á meðan sjúklingnum blæðir út.

 

En getur það verið að Íslendingum sé sama um þjáningar landa sinna?   Svarið við víð því er stórt NEI. 

 

Síðasta vetur fórum við nokkur í framboð til að vekja athygli á stöðu þessa fólks sem heilbrigðiskerfið hefur hunsað og yfirvöld láta sem séu ekki til. Í meðmælasöfnuninni gerðum við skoðanakönnun og spurðum fólk hvort það vildi uppgjör á kovid tímanum. Miðað við umræðuna í samfélaginu þá komu viðbrögðun okkur á óvart: um helmingur vildi uppgjör, þar af þekktu flestir einhvern sem hafði skaðast.

Það er stundum hægt að blekkja alla í stutta stund, suma er hægt að blekkja alltaf en það er aldrei hægt að blekkja alla alltaf.  Vakningin var byrjuð, og síðan þá hafa mun fleiri vaknað og áttað sig á að það er eitthvað að.  Sannleikurinn er einstefnugata, og okkur mun því bara fjölga.

 

Hvet alla sem vilja styðja góðan málstað og styðja samtök sprautuskaðaðra, Heilsuvon. Þau sem vilja styðja þau geta heitið á mig í komandi Reykjavíkurmaraþoni (LINKUR)

 

Leyfum rödd þeirra að heyrast.

 

Hér er svo mynd af skoðanakönnuninni sem við gerðum síðasta vetur.  Ísland er að vakna.

konnun1

 

English:

The forgotten Icelanders

Most people who don’t get all their news from RÚV (Iceland’s national broadcaster) are starting to realize that something strange is going on. Since COVID, it’s as if something has changed. So many people are sick. So many are dying. Rare diseases like facial paralysis, Parkinson’s, POTS, and Guillain-Barré are suddenly becoming common. Mental health has deteriorated, arthritis has spiked, and thousands of women have experienced menstrual disruptions. The incidence of heart attacks and strokes has skyrocketed, and a cancer epidemic has emerged.

The authorities have established a special long COVID unit in the North, but there’s one problem… LONG COVID DOESN’T EXIST. It’s all LONG VAX. But the authorities can’t admit this because THEY ARE RESPONSIBLE. During the COVID era, they lied to people, claiming the vaccines were effective and safe, despite leaks of vaccine contracts showing they had signed off on the opposite. No one knew what was being injected into people.

Today, we’re left with the consequences. Thousands of Icelanders are bouncing between doctors without getting any help. The healthcare system is in denial, and you can’t treat a disease you refuse to acknowledge exists. The first step toward better health after a toxic injection is, of course, to detoxify the body. Until that’s done, everything else is just a Band-Aid on a gaping wound, and patients are bleeding out.

But can it really be that Icelanders don’t care that so many of their fellow citizens are suffering?

Last winter, a few of us ran in an election to draw attention to the plight of these people ignored by the healthcare system and dismissed by the authorities. During the signature collection, we conducted a poll asking people if they wanted a reckoning for the COVID era. Given the public discourse, the responses surprised us: about half wanted a reckoning, and most of them knew someone who had been harmed.

You can fool everyone for a short time, and some can be fooled forever, but you can never fool everyone all the time. The awakening has begun, and since then, many more have woken up and realized something is wrong. The truth is a one-way street, and our numbers will only grow.

I encourage everyone who wants to support a good cause and the organization for the vaccine-injured, Heilsuvon, to pledge support for me in the upcoming Reykjavík Marathon (LINK).

Let their voices be heard.

Here’s an image of the poll we conducted last winter. Iceland is waking up.


Spítalar sem drepa

Fyrir þremur árum síðan lenti ég í óskemmtilegri lífsreynslu.  Fór í hljóðbylgjumeðferð á landspítalanum vegna nýrnasteina sem gekk ekki betur en svo að tveimur tímum seinna var ég kominn í biðsal bráðamóttökunnar. Verkirnir voru það yfirnáttúrulegir að mér var gefið morfín í biðstofunni.  Þetta var á tímum covidöfganna svo konan mín fékk ekki að koma með mér þegar ég fékk loks að sjá lækni.  Ég sagði ungum kvennlækni sem ég hitti sjúkrasöguna og að ég væri að koma úr aðgerð, og bætti við að það þyrfti líklega gera ámóta prófanir og þegar nýrnsteinninn fannst (þvagsýni, blóðsýni og skönnun) til að vita hvað væri að. Vegna verkjanna fékk ég fyrst frekari verkjalyf og lognaðist fljótt út af.  Þegar ég vaknaði (fjórum tímum seinna) leið mér betur.  Heilbrigðisfólki sagði að það hefði ekki viljað vekja mig svo mér liði betur, leyfa mér að sofa (vegna sársaukans) og læknastúlkan vildi jafnvel leyfa mér að fara heim án frekari prófana.  Þessu harðneitaði ég, enda hafði ég reynslu af vanrannsóknum bráðadeildarinnar frá því ári fyrr, og kallaði eftir rannsóknum.  

Eftir nokkra bið kom læknastúlkan til mín aftur og sagði við mig að þau hefðu ákveðið að gera á mér þvagprufu, blóðprufu og skanna mig.  … og bætti síðan við.  “Ertu þá ekki sáttur?”

 

Athyglisverð spurning.  

 

Þegar niðurstaðan úr þvagprófinu kom, kom læknastúlkan brosandi og sagði að allt væri í lagi með þvagprufuna.

 

Þegar niðurstaðan úr blóðprufunni kom, kom læknastúlkan brosandi og sagði að allt væri í lagi með blóðprufuna.

 

Þegar niðurstaðan úr skönnuninni kom, sá ég læknastúlkuna ei meir, heldur yfirlækni deildarinnar.  Hann vildi leggja mig inn á spítala strax því ég var með miklar innvortis blæðingar.  Blóðprufan sýndi að að hemóglopinmagni væri 91 g/L, en það ætti að vera 135-175 g/L.  Ef ég færi niður í 70 g/L kallaði það á blóðgjöf [sem ég myndi þó aldrei þyggja, þar sem allt blóð er í dag mengað af broddpróteini bóluefnanna, Ég sagði honum það þó ekki].  Ég fór á spítalann og sem betur fer snerist lukkan mér í vil, og ég náði að jafna mig.

 

Eftir á að hyggja þá stendur tvennt upp úr, úr þessari reynslu.

 

Hvernig stóð á því að sjúklingur sem fer á bráðamóttöku eftir alvarlegar aukaverkanir aðgerðar er bara látin sofa út þegar hann kemur. Aðeins lengri svefn og aðeins meiri óheppni hefði getað þýtt að mér hefði blætt út. Af hverju skoðuðu þeir ekki hvað var að strax.

Hitt er svo enn undarlega.  Af hverju þarf slíkur sjúklingur að kalla eftir öllum þeim rannsóknum sem á honum eru gerðar.  Halda menn að fólk mæti á slysó í 7-8 tíma ferli sér til gamans?

Af hverju er ódýra leiðin valin fyrst.  (farðu heim þetta reddast).

 

Mál Eyglóar, sem dó 2020 eftir að læknar sendu hana heim frá slysó með innvortis blæðingar án nokkurra rannsókna, hefur lengi verið mér minnisstætt. Þetta hefði auðveldlega getað verið ég.  (sjá greinina hér)

 

Það er því algjör skandall að heyra nú að ríkissaksóknari telji andlát Eyglóar ekki þess virði að það fari fyrir dóm, þrátt fyrir að viðurkenna að þetta hafi líklega verið vanræksla læknis. Það er pólitískur fnykur að þessu sem sendir röng skilaboð. Spítalar og læknar eru gerðir ábyrgðarlausir án tillit til afleiðinganna.

 

Slíkt ábyrgðarleysi má aldrei líðast.  Miðað við erlenda reynslu má áætla að á hverju ári deyi nokkur hundruð íslendinga á spítala vegna læknamistaka.  Með dómskerfi og landlækni sem líta á það sem skyldu sýna að þykjast ekkert sjá er þetta ekkert að fara að lagast. Mannfórnir sjúklinga í heilbrigðiskerfinu mun aldrei lagast nema spítalarnir sjálfir séu gerðir ábyrgir fyrir sýnum starfsmönnum þ.a. raunverulegt aðhald geti orðið og öryggi sjúklinga verður bætt.  

 

Með þessari ákvörðun ríkissaksóknara mun ástandið bara versna og fleiri sjúklingum verður fórnað á altari þöggunarinnar.  Heyr ekkert slæmt, sjá ekkert slæmt, segja ekkert slæmt mottóið mun lifa áfram.

 

….

PS: Alla sem vilja styðja góðan málstað hvet ég svo til að heita á mig í Reykjavíkurmaraþoninu sem ég mun hlaupa fyrir Heilsuvon á laugardag (menningarnótt)  … hér er linkurinn

 

English:

Hospitals That Kill

Three years ago, I had an unpleasant experience. I underwent shockwave therapy at the National Hospital for kidney stones, which didn’t go well. Two hours later, I was in the emergency room waiting area. The pain was so excruciating that I was given morphine in the waiting room. This was during the height of COVID restrictions, so my wife wasn’t allowed to accompany me when I finally saw a doctor. I told a young female doctor my medical history and that I had just come from a procedure, adding that they likely needed to perform similar tests as when the kidney stone was found (urine sample, blood test, and scan) to determine what was wrong. Due to the pain, I was given more painkillers and quickly fell asleep. When I woke up four hours later, I felt better. The healthcare staff said they wanted to wake me to make me feel better, let me sleep (due to the pain), and the young doctor even suggested I could go home without further tests. I firmly refused, as I had experienced the emergency department’s inadequate investigations the previous year, and insisted on tests.

After some waiting, the young doctor returned and said they had decided to do a urine test, blood test, and scan. She then added, “Are you satisfied now?”

A peculiar question. Why was I, the patient, the one who had to request such tests, not the doctor?

When the urine test results came back, the young doctor returned smiling and said everything was fine with the urine test.

When the blood test results came back, the young doctor returned smiling and said everything was fine with the blood test.

When the scan results came back, I didn’t see the young doctor again. Instead, the head of the department came to me. He wanted to admit me to the hospital immediately because I had significant internal bleeding. The blood test showed my hemoglobin level was 91 g/L, when it should be 135-175 g/L. If it dropped to 70 g/L, I would need a blood transfusion [which I would never accept, as all blood today is contaminated with vaccine spike proteins, though I didn’t tell him that]. I went to the hospital, and fortunately, luck was on my side, and I recovered.

In hindsight, two things stand out from this experience.

How is it possible that a patient who arrives at the emergency room with severe complications from a procedure is simply left to sleep it off? A bit more sleep or a bit more bad luck could have meant I bled out. Why didn’t they immediately investigate what was wrong?

Even more bizarrely, why does such a patient have to demand all the tests performed on them? Do people think patients show up at the ER for a 7-8 hour ordeal for fun?

Why is the cheapest option chosen first? (“Go home, it’ll be fine.”)

The case of Eygló, who died in 2020 after doctors sent her home from the ER with internal bleeding without any tests, has long stayed with me. That could easily have been me. (See the article here)

It is an absolute scandal to now hear that the state prosecutor doesn’t consider Eygló’s death worth taking to court, despite acknowledging it was likely due to medical negligence. There’s a political stench to this that sends the wrong message. Hospitals and doctors are made unaccountable, regardless of the consequences.

Such irresponsibility must never be tolerated. Based on international experience, it’s estimated that several hundred Icelanders die in hospitals each year due to medical errors. With a judicial system and a health directorate that see it as their duty to pretend nothing is wrong, this will not improve. Patient deaths in the healthcare system will never decrease unless hospitals themselves are held accountable for their staff, enabling real oversight and improving patient safety.

With this decision by the state prosecutor, the situation will only worsen, and more patients will be sacrificed on the altar of silence. The “hear no evil, see no evil, say no evil” motto will live on.

P.S. I encourage everyone who wants to support a good cause to pledge to me in the Reykjavík Marathon, which I’ll run for Heilsuvon on Saturday (Culture Night). Here’s the link.




20 milljóna hækkun íbúðaverðs frá 2010 vegna nýrra skatta og kredda

Hitti nýlega kunningja sem er í fasteignageiranum.  Hann sagði að í dag væri verið að selja nýbyggingar á 1,1 milljón fermeterinn, en bara lítið brot af því væri álagning fasteignafélaganna.  Byggingarkostnaður húsnæðis væri einfaldlega orði svo hátt.  Það sem hann furðaði sig á í allri þessari “neyð” sem nú ríkti var hvernig skattar og gjöld hefðu verið hækkuð verulega frá t.d. 2010, og taldi þetta nema 70 þúsund á fermetrann, sem samsvaraði 7 milljóna hækkun 100 fermetra íbúðar.

Ég ákvað aðeins að glugga í þetta í framhaldinu. 

Árið 2010 var í gangi átakið allir vinna og endurgreiðsla VSK af vinnu við nýbyggingar var 100% í stað 60% áður.  Í dag hefur þessi endurgreiðsla verið lækkuð í 35%.  

Innviðagjald´(byggingarréttargjald) var nýtt gjald sem borgin leggur á húsnæði og var í Vogabyggð sett sem 23 þúsund krónur, sem m.a. átti líka að dekka gerð listaverks (Pálmatrjáa) í hverfinu.  Núvirt er þetta gjald rúm 32 þúsund krónur á fermetrann.  

Í febrúar í ár hækkaði gatnagerðargjald fyrir íbúðarhúsnæði um 85%, eða með hækkun sem nam tæpa 14 þúsund á fermetra.

 

Þetta eru ekki eini kostnaðurinn sem lagst hefur á nýbyggingar.  Þannig krefur borgin að 5% nýs íbúðarhúsnæðis verði að vera félagslegar íbúðir seldar á afsláttarkjörum (geri ráð fyrir 30%).  Kostnaðurinn af þessum afslætti er borinn af kaupendum hinna íbúðanna.  Eins hafa verið kröfur um 15% íbúða verði í leigu (10% ef félagslegu íbúðirnar eru teknar frá).  Kostnaðurinn af þessu óhagstæðari söluvöru er líka borin af íbúðunum sem verða seldar.  Að lokum hafa bílahaturskreddur verið setta sem kvaðir á margar nýbyggingar og helmingur íbúða gerðar bílastæðalausar.  Slíkar íbúðir þurfa eðlilega afslátt til að seljast (slumpa á 5%) og sá kostnaður flyst yfir á hinar íbúðirnar sem þá þurfa að seljast á hærra verði.

Hér er stutt samantekt á þessum vangaveltum mínum.

fasteignakostnaður

 

Þegar tekið er tillit til áhættu og álagningar fasteignafélagins hafa a.m.k. 20 milljónir bæst á söluverð íbúðanna.  

Næst þegar stjórnmálamenn lofa fullt af ókeypis fyrir kosningar, þurfa kjósendur að hafa í huga að hádegismaturinn er aldrei ókeypis.  Öll loforð kosta pening, og þarna eru kjósendur látnir borga fyrir örlæti ráðamanna.

 

Þetta er algjör geggjun. Það löngu orðið tímabært að skera niður svo hægt sé að lækka húsnæðisverðið aftur.



English:

20 Million ISK Increase in Housing Prices Due to New Taxes and Requirements in Reykjavík since 2010

I recently met an acquaintance in the real estate industry. He said that new constructions are currently being sold for 1.1 million ISK per square meter, but only a small fraction of that is the profit margin of real estate companies. The construction cost of housing has simply become so high. What surprised him, given the current “crisis,” was how taxes and fees have been significantly increased since, for example, 2010. He estimated that these amount to 70,000 ISK per square meter, equivalent to a 7 million ISK increase for a 100-square-meter apartment.I decided to look into this further.

In 2010, the “Everyone Works” initiative was in place, and VAT reimbursement for labor on new constructions was 100%, compared to 60% previously. Today, this reimbursement has been reduced to 35%.

The infrastructure fee (building rights fee) was a new fee imposed by the city, set at 23,000 ISK per square meter in Vogabyggð, which also covered the creation of an artwork (Palm Trees) in the neighborhood. Adjusted to present value, this fee is now just over 32,000 ISK per square meter.

In February this year, the street construction fee (gatnagerðargjald) for residential housing increased by 85%, or nearly 14,000 ISK per square meter.These are not the only costs imposed on new constructions. The city requires that 5% of new residential housing be affordable housing sold at a discount (I assume 30%). The cost of this discount is borne by the buyers of the other apartments. Additionally, there are requirements that 15% of apartments be for rent (10% if affordable housing is excluded). The cost of this less profitable product is also borne by the apartments that are sold. Finally, “car-hating” requirements have been imposed on many new constructions, with half of the apartments made car-free. Such apartments naturally require a discount to sell (I estimate 5%), and that cost is transferred to the other apartments, which then need to be sold at a higher price.

When factoring in the risk and profit margin of the real estate company, 20–25 million ISK has been added to the sale price of apartments.

The next time politicians promise lots of free things before elections, voters need to keep in mind that there’s no such thing as a free lunch. All promises cost money, and in this case, voters are made to pay for the generosity of decision-makers.

This is absolute madness. It’s long overdue to cut back so that housing prices can be lowered again.




POTS faraldurinn er ekki faraldur

Alvarlegur sjúkdómur sem hefur áhrif á hjartað, POTS hefur verið í fréttum að undanförnu.  Þeir sem þjást af POTS glíma við óstjórnlegar hjartsláttartruflanir, svima, heilaþoku, síþreytu og geta jafnvel misst meðvitund bara við það að standa upp.  Frá því covid gekk yfir hefur tíðni POTS 15 faldast.  

Eðlilega hafa heilbrigðisyfirvöld viljað kenna Covid um, (og hafa fjármagnað rannsóknir til að styðja þann boðskap) en augljósi sökudólgurinn fyrir POTS er samt bóluefnið sjálft en ekki sjúkdómurinn.  Þetta hefur mest birti hjartalæknir í heimi Peter McCullough bent á og lýsir tengslunum nokkuð vel.  Einföld lógík styður þetta líka, því POTS er sjálfsónæmissjúkdómur og öfugt við Covid, þá hefur það sýnt sig að bólusettir halda áfram að framleiða broddprótein bóluefnisins mörgum árum eftir sprautu.

… og broddpróteinið er sjálfsónæmisvaldur.  Þeir sem veikjast af covid hreinsa hins vegar alveg af vírusnum þegar þeim batnar. 



POTS faraldurinn er því ekki faraldur, heldur eiturleyfar eftir mRNA-genameðferðina sem endurskýrð var sem mRNAbóluefni til að selja það almenningi.

 

Í leknum Pfizer skjölum hefur það sýnt sig að yfirvöld staðfestu að aukaverkanir genameðferðarinnar væru óþekktar um leið og þau vottuðu að þau tóku alla ábyrgð á skaðanum.

 

Þá komum við aftur af POTS-umræðunni.  Af hverju er verið að tala um POTS núna?  Jú yfirvöld vilja ekki lengur taka þátt í að borga lyfin fyrir þá sem POTS sjúklinga.  En þar sem yfirvöld bera í raun ábyrgð þá er í raun ekki hægt að sjá að þau séu í neinni stöðu til að borga ekki.

Enn verri er þó afneitun yfirvalda á vandanum, því með afneitunninni eru þau að beina fólki frá að leita hinnar raunverulegu lækningar sem Peter McCullough er þegar farinn að beita.  Meðferðin er nokkuð augljós, því það fyrsta sem þeir sem hefur verið eitrað fyrir þurfa að gera er nefnilega að afeitra sig.  POTS vegna bóluefna ætti oft að vera hægt að milda verulega ef hægt er að losna við eitrið.

 

Nú er hafin undirskriftasöfnun til að snúa þessari ákvörðun yfirvalda við.  Þeir sem vilja styðja við POTS sjúklinga geta skrifað undir (hér).

 

Eins bendi ég þeim á sem vilja styðja Heilsuvon, samtök bóluefnaskaðaðra að hægt er að heita á mig eða önnu í næsta Reykjavíkurmaraþoni. (ég , Anna)



English:

The POTS epidemic is not an epidemic.

 

A serious heart condition, POTS has been in the news lately. Those suffering from POTS struggle with uncontrollable heart rhythm disturbances, dizziness, brain fog, chronic fatigue, and may even lose consciousness simply by standing up. Since the onset of COVID, the incidence of POTS has increased 15-fold.

Naturally, health authorities have wanted to blame COVID (and have funded research to support that narrative), but the obvious culprit for POTS is the vaccine itself, not the disease. The world’s most prominent cardiologist, Peter McCullough, has pointed this out and explains the connection quite well. Simple logic supports this as well, as POTS is an autoimmune disease, and unlike COVID, it has been shown that vaccinated individuals continue to produce the vaccine’s spike protein for years after the injection.

… and the spike protein is an autoimmune trigger. Those who contract COVID, however, completely clear the virus when they recover.Thus, the POTS epidemic is not an epidemic but rather the toxic aftermath of mRNA gene therapy, which was rebranded as an mRNA vaccine to sell it to the public.In the leaked Pfizer documents, it has been shown that authorities confirmed the side effects of the gene therapy were unknown while simultaneously certifying that they took full responsibility for any harm.This brings us back to the POTS discussion. Why is POTS being talked about now? Well, the authorities no longer want to cover the cost of medications for POTS patients. But since the authorities are, in fact, responsible, it’s hard to see how they are in any position to refuse payment.

Even worse, however, is the authorities’ denial of the problem, as this denial steers people away from seeking the true treatment that Peter McCullough has already begun to apply. The treatment is quite obvious: the first thing those who have been poisoned need to do is detoxify. Vaccine-related POTS can often be significantly alleviated if the toxin can be eliminated.A petition has now been launched to reverse this decision by the authorities. Those who wish to support POTS patients can sign (here).I also encourage those who want to support Heilsuvon, the association for vaccine-injured individuals, to pledge support for me or Anna in the upcoming Reykjavik Marathon. (me, Anna)


Laugarnesgöng kosta 30 milljarða (120 milljörðum ódýrari en Sundabraut)

Í síðasta bloggi fjallaði ég um Viðeyjarleiðina með botngöngum sem mun betri valkost en sundabraut.  Til er önnur leið til að tengja Reykjavík í norður sem er enn ódýrari en Viðeyjarleiðin.  

Laugarnesgöng.  Göng frá Laugarnesi á Brimnes, án viðkomu í Viðey. (fara undir eyjuna).  Þar sem þessi leið væri nær öll neðanjarðar, yrði ekkert rask af henni ofanjarðar.

 

En hvað þá með umferð úr Grafarvogi, á ekki að leysa þau mál.  Jú það væri hægt með að bæta núverandi vegakerfi þannig að gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eflist og gera umferðaræðar úr Grafarvogi afkastameiri.  Slík aðgerð gæti skilað svipuðu og Sundabrautin er ætlað að gera, en yrði miklu ódýrari framkvæmd.  Kynnti þessa lausn í grein fyrir einu og hálfu ári síðan, í grein sem ég endurbirti hér.

 

Þessi göng mætti líka auðveldlega tengja hliðargöngum og bæta við viðbótargöngum í framtíðinn þegar umferð vex.  Í gangnagerð getur litla Ísland lært mikið af frændum okkar Færeyingum sem nýlega luku við ein slík risagöng með hringtorgi á miðri leið.  Læt því líka fylgja með smá yfirlit yfir þessa stórkostlegu gangnagerð frænda okkar og mynd af hringtorginu glæsilega.

fgong

 

fhringtorg

Er ekki kominn tími til þess að við förum að taka Færeyinga okkur til fyrirmyndar.

===========================
hér er svo greinin:

Grein í mogganum 19. Apríl 2024

===================================

Fjárfesting sem sparar 100 milljarða

Það er kominn tími á nýjan Spöl.

Sjaldan er ein báran stök. Eldgos fæla frá ferðamennina, Grindavík mun kosta 60 milljarða, útlendingamálin 40 milljarða, nýlegir kjarasamningar 80 milljarða og hundraða milljarða covid-reikningurinn er enn ógreiddur. Verðbólgudraugurinn og húsnæðisneyðin eru komin til að vera, því það er ekki hægt að eyða sig úr kreppu.

Sundabraut mun kosta 150 milljarða

Stærsta verkefnið á teikniborðinu í dag er af dýrari gerðinni, Sundabraut á 89-147 milljarða. Þessi verðmiði á eftir að hækka því fjöldi tengdra framkvæmda er enn ótalinn, eins og Sæbrautarstokkurinn á allt að 27 milljarða og framlenging Hallsvegar.

mynd1

Kostnaðaraukning nýlegra samgöngumannvirkja á Íslandi.

Náttúruverndarsjónarmið eru einnig vanmetin. Loka á sundinu milli Geldinganess og Álfsness með landfyllingu og aðeins 1/6 hluti verður brú. Sex ferkílómetra fjörður með friðlýstu landi, leirum, fjölbreyttu dýralífi og sellátri gæti orðið fyrir miklu raski vegna breytinga sjávarfalla nema meira verði kostað til.

mynd2

 

Selir að spóka sig í Blikastaðagró

Verðmiðinn mun því nálgast 150 milljarða áður en yfir lýkur. Reynslan af svipuðum framkvæmdum sýnir það.

Þessi peningur er ekki til svo annaðhvort frestast framkvæmdir eða ný tollahlið munu rísa í Ártúnsbrekku á alla umferð. Er þetta virkilega nauðsynlegt?

mynd3

 

Laugarnesgöng teiknuð yfir mynd úr matsáætlun Sundabrautar

Laugarnesgöng á 30 milljarða

Það er til betri leið: Gangalausn alla leið úr bænum. Enn hefur slík lausn ekki verið skoðuð og því fór Skipulagsstofnun fram á að það yrði gert í umhverfismati Sundabrautar.

Langbesta staðsetningin fyrir slík göng væri frá Laugarnesi. Þar er styst að fara, þar mætast helstu stofnbrautir (Sæbraut, Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut) og pláss er fyrir stór umferðarmannvirki. Göng frá Laugarnesi til Brimness gæfu einnig 16 km styttingu í stað 9 km styttingar Sundabrautar.

Þar sem umferð út úr bænum er minni duga Laugarnesgöngum ein göng á meðan Sundabrautin þarf tvenn fyrir innanbæjarumferðina. Fyrir vikið er kostnaðurinn mun lægri, eða 30 milljarðar í stað 150 milljarða fyrir Sundabraut (byggt á raunkostnaði Hvalfjarðarganga). Þessi göng eru það hagkvæm að veggjöldin ein duga fyrir grunnfjármögnun og því yrði framkvæmdin mögulega ókeypis fyrir skattgreiðendur!

Rangt pakkatilboð

Pakkatilboð er þekkt söluaðferð til að auka sölu. Þá er ónauðsynlegum vörum blandað í sama pakka og nauðsynjavörurnar og allt selt saman. Sundabrautin er dæmi um slíkt pakkatilboð. Þegar Laugarnesgöngin eru komin verður seinni áfangi Sundabrautar tilgangslaus. Eftir stendur þá þörfin fyrir að leysa umferðarhnútinn á Miklubraut á annatímum, en það þarf enga rándýra Sundabraut til þess. Einfaldast er að leysa umferðarhnúta þar sem þeir verða til. Stærsti umferðarhnúturinn er við stærstu gatnamót landsins, mót Reykjanesbrautar og Miklubrautar. Þessi ríflega hálfrar aldar gömlu gatnamót eru ein elstu mislægu gatnamót landsins. Þrátt fyrir mikla aukningu í umferð hafa þessi gatnamót og nágrenni ekki þróast nægjanlega til að anna aukningunni. Næstu gatnamót á Reykjanesbraut og Sæbraut eru ljósastýrð og stífla umferð langt inn á Miklubraut og Miklubrautarbrúin sjálf er of þröng á annatíma með beygjuakreinar sem valda töfum. Öll þessi gatnamót þarf að laga strax. En það verður ekki gert með Sundabrautinni því hún býr til nýjan umferðarvanda því hún tengist Sæbrautinni á versta umferðarteppukaflanum. Ef sá vandi verður ekki lagaður fyrst er hætt við að Sundabrautin verði líka stífluð. Skipulagsstofnun fór fram á að þetta yrði skoðað líka í umhverfismatinu.

Framtíðarsýn Laugarnesganga

Laugarnesgöng hafa ekki þennan annmarka, því tengingin við Sæbraut er á mun hentugri stað og umferð þaðan og þangað í öfugum fasa við ríkjandi umferðarstefnur stofnæða, sem eykur nýtingu núverandi stofnæða höfuðborgarinnar.

Framtíðarþróun Laugarnesganga býður enn fremur upp á vaxtarmöguleika sem nær langt út fyrir hvað hægt væri með Sundabrautinni. Þegar umferð vex og byggð vex er hægt er að gera ný samhliða göng, gangatengingu við Mosó, Álfsnes og Geldinganes og gangatengingu við Grafarvog í gegnum Viðey. Algjör óþarfi er að fara í slíkar framkvæmdir strax, heldur er hægt að bíða þar til tengingarnar eru orðnar það hagkvæmar að þær verði sjálfbærar.

Til samanburðar verður að yfirhanna Sundabraut strax fyrir alla framtíðarumferð, sem skýrir háan verðmiða.

Björgum selunum og stofnum nýjan Spöl

Stundum verða gæluverkefni hins opinbera eins og lest án lestarstjóra. Því meira fé sem verkefnin fá, þeim mun erfiðara er að stöðva lestina. Lestarslys skattgreiðenda blasir þó við ef haldið verður áfram á sömu braut og hætt er við að ökumenn sem fara um nýju fínu tollhliðin í Ártúnsbrekkunni og Sundabraut sitji með tóma vasa áfram fastir í sömu umferðarteppunni.

Óráðsía þarf ekki að vera regla. Mikilvægt er að ofvaxnar ríkishugmyndir fái raunverulega samkeppni. Laugarnesgöng eru svipað og Hvalfjarðargöng sjálfbær framkvæmd. Það eina sem þarf til er að þeir sem sjá tækifærið taki sig saman með félag svipað og Spölur forðum og bjóði fólki betri leið en afarkosti Sundabrautarinnar. Þau eru vandfundin viðskiptatækifærin sem geta sparað 100 milljarða. Er ekki kominn tími á að bjarga selunum?

=================






Laugarnes Tunnel Costs 30 Billion

In my last blog, I discussed the Viðey route with undersea tunnels as a much better alternative to Sundabraut. One criticism of the Viðey route (which I disagree with) is that some conservative voices want to close off Viðey as if it were a museum piece. For some reason, they believe the island should only be accessible by ferry.

To accommodate this, there’s an alternative version of Sundabraut that bypasses Viðey for now. It would involve building a tunnel from Laugarnes to Brimnes, without stopping at Viðey (going under the island). Since this route would be almost entirely underground, it would cause no surface disruption.

But what about traffic from Grafarvogur? Shouldn’t that be addressed? Yes, it could be solved by improving the existing road system, such as upgrading the intersections of Miklabraut and Sæbraut and making the traffic arteries from Grafarvogur more efficient. Such measures could achieve results similar to Sundabraut but at a much lower cost. I presented this solution in an article a year and a half ago, which I’m republishing here.

These tunnels could also easily be connected to side tunnels and expanded with additional tunnels in the future as traffic grows. In tunnel construction, little Iceland can learn a lot from our Faroese cousins, who recently completed a remarkable tunnel with a roundabout in the middle. I’ll include a brief overview of their impressive tunnel project and a picture of the roundabout.

Isn’t it time we started taking the Faroese as an example?

Article in Morgunblaðið, April 19, 2024

An Investment That Saves 100 Billion

It’s time for a new Spöl.

Trouble rarely comes alone. Volcanic eruptions scare away tourists, Grindavík will cost 60 billion, immigration issues 40 billion, recent wage agreements 80 billion, and the hundred-billion-krona COVID bill remains unpaid. The inflation ghost and housing crisis are here to stay, as you can’t spend your way out of a recession.

Sundabraut Will Cost 150 Billion

The largest project on the drawing board today is an expensive one: Sundabraut, estimated at 89–147 billion. This price tag will likely rise, as numerous related projects, such as the Sæbraut underpass costing up to 27 billion and the extension of Hallsvegur, are not yet fully accounted for.

Environmental concerns are also underestimated. Closing off the bay between Geldinganes and Álfsnes with a landfill, with only one-sixth of the route being a bridge, could disrupt a six-square-kilometer fjord with protected land, mudflats, diverse wildlife, and seal habitats due to changes in tidal patterns—unless more is spent on mitigation.

The price tag will likely approach 150 billion before it’s over. Experience from similar projects shows this. This money isn’t available, so either the project will be delayed, or new toll gates will appear in Ártúnsbrekka for all traffic. Is this really necessary?

Laugarnes Tunnel at 30 Billion

There’s a better way: a tunnel solution all the way from the city. Such a solution hasn’t been studied yet, which is why the Planning Agency requested it be included in Sundabraut’s environmental impact assessment.

The best location for such a tunnel would be from Laugarnes. It’s the shortest route, it connects the main arterial roads (Sæbraut, Reykjanesbraut, and Kringlumýrarbraut), and there’s space for major traffic infrastructure. A tunnel from Laugarnes to Brimnes would also provide a 16 km shortcut compared to Sundabraut’s 9 km.

Since outbound city traffic is lighter, a single Laugarnes tunnel would suffice, whereas Sundabraut would require two tunnels for inner-city traffic. As a result, the cost is much lower—30 billion instead of 150 billion for Sundabraut (based on the real cost of the Hvalfjörður Tunnel). These tunnels are so cost-effective that tolls alone could cover the basic financing, potentially making the project free for taxpayers!

A Misleading Package Deal

A package deal is a well-known sales tactic to boost revenue. Unnecessary items are bundled with essentials and sold together. Sundabraut is an example of such a package deal. Once the Laugarnes tunnel is in place, the second phase of Sundabraut becomes redundant. What remains is the need to address the traffic bottleneck on Miklabraut during peak hours, but that doesn’t require an exorbitantly expensive Sundabraut.

The simplest solution is to address traffic bottlenecks where they occur. The biggest bottleneck is at the country’s largest intersection, between Reykjanesbraut and Miklabraut. These intersections, over half a century old, are among the oldest grade-separated junctions in Iceland. Despite significant traffic increases, these intersections and their surroundings haven’t evolved enough to handle the growth.

The nearby Reykjanesbraut and Sæbraut intersections are traffic-light-controlled and cause backups far onto Miklabraut, and the Miklabraut bridge itself is too narrow during peak times, with turning lanes causing delays. All these intersections need immediate fixes.

However, Sundabraut won’t solve this, as it connects to Sæbraut at the worst bottleneck section. If that issue isn’t addressed first, Sundabraut risks becoming congested too. The Planning Agency requested that this be examined in the environmental impact assessment as well.

The Future Vision of Laugarnes Tunnels

Laugarnes tunnels don’t have this flaw, as their connection to Sæbraut is at a much more convenient location, and traffic to and from there is in the opposite phase of the main arterial roads’ dominant flow, improving the utilization of the capital’s existing infrastructure.

The future development of Laugarnes tunnels also offers growth potential far beyond what Sundabraut could achieve. As traffic and development grow, new parallel tunnels, connections to Mosfellsbær, Álfsnes, and Geldinganes, and a tunnel to Grafarvogur via Viðey can be added. There’s no need to undertake such projects immediately; they can wait until the connections become cost-effective and self-sustaining.

In contrast, Sundabraut must be over-engineered from the start for all future traffic, explaining its high price tag.

Save the Seals and Start a New Spölur

Sometimes, public pet projects become like a train without a conductor. The more money they receive, the harder it is to stop the train. A taxpayer trainwreck looms if we continue down this path, and drivers using the shiny new toll gates in Ártúnsbrekka and Sundabraut may still find themselves stuck in the same traffic jams with empty wallets.

Wastefulness doesn’t have to be the rule. It’s crucial that oversized public projects face real competition. Laugarnes tunnels are a sustainable project, much like the Hvalfjörður Tunnel. All it takes is for those who see the opportunity to come together, form a group like Spölur of old, and offer people a better alternative to Sundabraut’s costly terms. Business opportunities that can save 100 billion are hard to come by. Isn’t it time to save the seals?


Viðeyjarleið kostar 44 milljarða (106 milljörðum ódýrari en Sundabraut)

Nú styttist óðum í að umhverfismat vegna Sundabrautar verði kynnt. Þessi verkframkvæmd er því miður ákveðið ógæfuverk. Í annan endan blasir við umhverfisslys, með lokun friðaðs fjarðar með mögnuðu selalátri i og lífríki í miðri borg og í hinn endann verður sundabrautin tengd inn í miðja eina verstu umferðarteppu höfuðborgarinnar á Sæbraut.  Ein brjálæðislegasta hugmyndin er ef ákveðið verður að tengja sundagöng beint inn á fyrirhugaðan Sæbrautarstokk. Flækjustigið að blanda slíkum stórframkvæmdum saman yrði það stjarnfræðilegt, að enn frekar frestun yrði fyrirsjáanleg.  Miðað við gæði kostnaðaráætlana sem þegar hafa verið kynntar og reynslu af öðrum sambærilegum verkum sem allar hækkar, stefnir kostnaður sundabrautar í dag í að verða 150 milljarða. Um þetta fjallaði ég í morgunblaðsgrein 19. apríl 2024.  

 

Í tilefni þess að það styttist í umhverfismatið langar mig að henda fram einföldu kostnaðarmati fyrir samgöngulauns sem kæmi í stað Sundabrautar sem ég kynnti fyrir 3 árum, sem er töluvert betri og ódýrari lausn.  Hugmyndin felst í því að gera botngöng út í Viðey frá laugarnesi, venjuleg göng þaðan alla leið út á Brimnes og tengja Viðey landi með ódýrri  landfyllingu. Til að fá sem áreiðanlegastan kostnað fann ég raunverulegar eins framkvæmdir sem uppfærði m.v. verðlagsbreytingar. Allur kostnaður er innifalin, undirbúningur, hönnun, fjármagnskostnaður og framkvæmd.  Hvalfjarðargöngin eru jafn löng göngunum til Brimnes og einfalt að framreikna kostnað þar.  Fyrir botngöngin, fann ég nákvæmlega eins framkvæmd í Danmörku (Guldborgsund-göngin), sem byggð voru 1988 og framreiknaði þau til íslensks verðlags í dag m.v. núverandi gengi.  Vegtengingin yfir Viðey og í land er síðan mun ódýrari framkvæmd af annarri stærðargráðu þar sem brú er óþörf á grynningunum sem skilja Viðey frá landi. Þar læt ég einfalt slump á kostnað nægja.

videy1

Mynd1. Viðeyjarleið. Botngöng, jarðgöng og landfyllingatenging

 

Hér er niðurstaða greiningarinnar:

taflakostnadurvidey 

 

Þetta mat byggir á raunverulegum lokakostnaði og er því töluvert áreiðanlegra en núverandi mat fyrir Sundabraut, sem er enn bara frumhönnuð og eftir að bjóða út.   

 

Hér eru helstu ávinningar þessarar Viðeyjarlausnar:

 

  1. 3,6 sinnum ódýrari lausn (=150/42)
  2. Viðey verður aðgengileg almenningi (útivist og mögulega framtíðarbyggingarland)
  3. Hægt að hafa hjólabraut út í Viðey
  4. Ný hjáleið í stað sæbrautar verður til. 
  5. Tvöfalt meiri stytting út úr bænum en sundabraut (16,5 km stytting í stað 8-9 km styttingu)
  6. Hagkvæm framkvæmd sem ber sig sjálf af notendagjöldum öfugt við Sundabrautina sem mun þurfa tollhið í Ártúnsbrekku líka  fyrir fjármögnun.
  7. Flækjustig hverfandi miðað við sundabraut, og mun líklegra að verkið klárist fyrr alla leið.
  8. Viðeyjarleið skerðir ekki sundahöfn

videy2

Mynd 2.  Kostir Viðeyjarleiðar.

guldborgsund-tunnel

Mynd 3:  Guldborgsunda-botngöngin í Danmörku

guldborgsund-tunnel2

Mynd 4. Ekið inn í Guldborgsundagöngin.


 

English translation

The Viðey Route Costs 42 Billion

The environmental impact assessment for the Sundabraut project is fast approaching. Unfortunately, this project is an undeniable misstep. On one end, it risks an environmental disaster by closing off a protected fjord with vibrant seal activity and rich biodiversity in the heart of the city. On the other end, Sundabraut will feed directly into one of the worst traffic bottlenecks in the capital, at Sæbraut. One of the most outrageous ideas is the potential decision to connect the Sundabraut tunnel directly to the planned Sæbraut tunnel. The complexity of combining such major projects would be astronomical, making further delays all but certain. Based on the quality of cost estimates already presented and the experience from similar projects, which consistently overrun budgets, the cost of Sundabraut is now projected to reach 150 billion ISK. I discussed this in an article in Morgunblaðið on April 19, 2024.

With the environmental assessment nearing, I’d like to propose a simple cost estimate for an alternative transportation solution to replace Sundabraut, which I introduced three years ago—a significantly better and cheaper option. The idea involves constructing immersed tube tunnels from Laugarnes to Viðey, standard tunnels from there to Brimnes, and connecting Viðey to the mainland with cost-effective land reclamation. To ensure the most reliable cost estimate, I based it on real, comparable projects, adjusted for inflation. All costs are included: preparation, design, financing, and construction. The Hvalfjörður Tunnel is approximately the same length as the tunnels to Brimnes, making cost extrapolation straightforward. For the immersed tube tunnels, I identified a directly comparable project in Denmark (the Guldborgsund Tunnel), built in 1988, and adjusted its cost to today’s Icelandic price levels using current exchange rates. The road connection across Viðey and to the mainland is a far cheaper project on a different scale, as a bridge is unnecessary due to the shallow waters separating Viðey from the mainland. For this, I’ve used a simple cost estimate.

Here is the result of the analysis:

taflakostnadurvidey

This estimate is based on actual final costs and is therefore significantly more reliable than the current estimate for Sundabraut, which is still in the preliminary design phase and yet to be tendered.

Key benefits of the Viðey solution:

  • 3.6 times cheaper than Sundabraut (=150/42 billion ISK)
  • Viðey becomes accessible to the public (for recreation and potentially future development)
  • Possibility to include a bike path to Viðey
  • Creates a new bypass, replacing reliance on Sæbraut
  • Offers twice the travel distance reduction out of the city compared to Sundabraut (16.5 km reduction vs. 8–9 km)
  • A cost-effective project that can be self-funded through user fees, unlike Sundabraut, which will likely require tolls at Ártúnsbrekka for financing
  • Far less complex than Sundabraut, making it much more likely to be completed sooner
  • The Viðey route does not impact Sundahöfn

Glæpur aldarinnar: Hálfguðirnir


Miðað við lekna bóluefnasamninga liggur í dag fyrir að áður en covid-bólusetningar hófust vissu yfirvöld að virkni bóluefnanna var óþekkt, allar langtíma aukaverkanir og margar skammtíma aukaverkanir væru óþekktar og að framleiðandinn þorði því ekki að taka neina ábyrgð á skaða sprautanna. Þessu var haldið leyndu fyrir almenningi, sem fyrir vikið tók hina lífshættulegu sprautu.  Tugþúsundir eru í sárum og margir hafa látið lífið í framhaldinu, en enginn þorir að viðurkenna neitt.

 

Í ljósi þessara uppljóstrana um tvöfeldni yfirvalda á covidtímanum langar mig að rifja um síðustu grein í greinaseríunni um glæp aldarinnar, sem fjallar  

 

==============

Grein í morgunblaðinu 10. Ágúst 2024

==========================================

Glæpur aldarinnar: Hálfguðirnir

omicron

Dreifing covid-andláta á Íslandi er ráðgáta. Af hverju dóu flestir eftir að covid var orðið mildara omicron-kvef?

Þessi grein er framhald af samnefndum greinum, „glæpur aldarinnar“ um kófið. Nú verður fjallað um hálfguðina sem leiddu för.

Það er ríkt hjá mörgum að treysta læknum enda er sagt: „Þú átt alltaf að treysta lækninum þínum.“

Slík útvistun á hugsun á þó engan rétt á sér því Hippókratesareiðurinn er löngu dauður og eftir situr nýrri útgáfa „fyrst skal ei skaða starfsframann“. Læknar í fjölmiðlum hafa flestir hagsmuna að gæta sem ræður ráðgjöfinni. Hagsmunir lyfjafyrirtækja eða framapots í kerfi sem verðlaunar þá sem klappa hæst. Ráðgjöf lækna í kófinu hefur því elst illa.

Tilraunin

Í upphafi bólusetningaherferðarinnar fullyrti yfirlæknir ónæmisfræðideildar að bóluefnin byggju til hjarðónæmi og að hliðarverkanir væru bara bóluefnin að virka.1) Þetta var stefna yfirvalda og 11. júní 2021 tilkynnti sóttvarnalæknir: „Við erum komin með gott hjarðónæmi„. Tveimur mánuðum síðar kom nýr boðskapur og sagt að allir yrðu að smitast til að fá hjarðónæmi.2) Öðrum tveim mánuðum síðar var hann farinn að hvetja til bólusetningar barna því barn hefði fengið blóðtappa í lungun eftir covid.3) Það láðist þó að nefna að umrætt barn var nýbólusett sem bældi ónæmiskerfið akkúrat þegar það smitaðist.4) Ámælisvert er að slíkur augljós bóluefnaskaði hafi verið notaður til að hvetja fleiri börn í eitursprautu sem olli hjartavöðvabólgu í 3% sprautaðra.

Leikhús fáránleikans

Allar sóttvarnaaðgerðir reyndust vera sóttflóttaaðgerðir því á endanum smituðust allir. Verðbólgan í dag er að öllu leyti afleiðing þessar aðgerða sem voru réttlætar af sóttvarnalækni með því að það myndi hvort er eð enginn ferðast. Fullorðnum var bannað að dansa og skemmta sér í hópum, en börn voru undanþegin. Þau voru samt send í eitursprautuna. Varðeldar voru bannaðir og samkomur sem stóðu lengur en til 1:00 (háttatími). Fólk átti að ferðast innandyra og jólin urðu að jólakúlum. Á landamærum fóru óbólusettir í sóttkví á meðan bólusettir sluppu löngu eftir að vitað var að bóluefnin hindruðu ekki smit. Fólki í sóttkví var bannað að nota bílaleigubíl en máttu nota strætó í „göngufríinu“ sínu.

Covid-sjúklingar þurftu að bíða úti í 1-2 klst. í hríðarbyl eftir covid-prófi og fólki í einangrun var sagt að taka hitalækkandi strax við 38,5°C og borða og drekka þótt það hefði ekki lyst.5) Þessi ráð bæla ónæmiskerfið og gera fólk veikara.

Þótt viðurkennt hafi verið að grímur virkuðu ekki í Landakotssmitinu því smit var loftborið, er nú aftur komin grímuskylda á spítölunum. Yfirgripsmikil Cochrane-rannsókn á grímum6) hefur nú sýnt að grímur drógu ekki úr smiti. Í tilmælum til starfsmanna spítalans er þeim þótt gefin undanþága á grímuskyldunni ef þeir eru án kvefeinkenna. Starfsmönnum er því talin trú um að það sé í lagi að mæta til vinnu með kvef bara ef þeir nota grímu.

Ráðgátan

Covid-andlátin á Íslandi eru ráðgáta, því flest urðu eftir að covid var orðin mild kvefpest. Ný rannsókn á umframandlátum í 125 löndum bendir á að röng meðferðarúrræði kunni að vera skýringin.7)

Eftir að Landspítalinn greip aftur til covid-aðgerða nú í júlí eru allir sjúklingar skimaðir. Í einu tilfelli, sem greinarhöfundur þekkir til, var sjúklingur á leið í krabbameinsmeðferð settur á lyfið remdesivir eftir að hafa mælst með einkennalaust covid. Lyfið fékk neyðarleyfi í kófinu en í dag sýna rannsóknir að það eykur veikindi, dánarlíkur og 20-faldar líkur á nýrnabilun.

Í úttekt Skota á covid-tímanum8) kom í ljós að að endurlífgun sjúklinga var oft bönnuð og þeir settir á lífslokameðferð án samþykkis.

Hér á Íslandi þekkir greinahöfundur til tveggja tilfella frá 2022, þar sem eldri sjúklingar komu á bráðamóttöku (annar vegna bakverkja og hinn með brotið rifbein) og voru mældir með einkennalaust covid. Báðir voru settir á covid-meðferð og voru dánir á fimm til tíu dögum.

remdesivir

Læknasamtökin FLCCC hafa tekið saman helstu rannsóknir á covidlyfinu remdesivir. [10] Niðurstöðurnar eru skelfilegar og óskiljanlegt af hverju enn er verið að nota þetta rándýra stórhættulega lyf hér á landi.

Þetta er undarlegt því covid var alltaf það mildur sjúkdómur að enginn dó heima hjá sér. Eina mögulega skýring andlátanna er að meðferðin hafi beinlínis verið skaðleg eins og í Skotlandi. Á lyfjaplani annars sjúklingsins (sem greinahöfundur hefur séð) sést að hann fékk remdesivir, sterameðferð sem bældi ónæmiskerfið og morfín- og opíóðalyf sen hindra súrefnisupptöku. Þetta var lífslokameðferð.

Ólíklega er þetta einsdæmi. Hversu margir fengu remdesivir og tengdar aukaverkanir? Hversu margir fengu lífslokameðferð eða bann við endurlífgun? Voru öndunarvélar ofnotaðar hér eins og gerðist í New York?9)

Áríðandi er að gera íslenska rannsókn í anda þeirrar skosku sem svarar þessum mikilvægu spurningum. Slík rannsókn þarf að vera gerð af óháðum aðilum óháðri valdablokk heilbrigðiskerfisins sem ber ábyrgð á mistökunum.

Vanþekking er aldrei vörn og þeir sem ekki læra að mistökum fortíðar eru dæmdir til að endurtaka þau. Þetta þolir enga bið því heilbrigðiskerfið virðist aftur komið á sömu sjálfstýringu og áður.

1) tinyurl.com/hgud01

2) tinyurl.com/hgud02

3) tinyurl.com/hgud03

4) tinyurl.com/hgud04

5) tinyurl.com/hgud05

6) tinyurl.com/hgud06

7) tinyurl.com/hgud07

8) tinyurl.com/hgud08

9) tinyurl.com/hgud09

10) tinyurl.com/hgud10

=================================

Enn ríkir algjör afneitun hjá yfirvöldum um sprautuskaða og fyrir vikið fá fáir þá hjálp eða meðferð sem þeir þurfa á að halda.  Heilsuvon, hagsmunasamtök sprautuskaðaðra eftir C19 sprautu eru að vinna að því að rödd þessa fólks heyrist svo yfirvöld þurfi að bregðast við.

Hvet alla sem vettlingi geta valdið að styðja við þessi samtök og þetta mikilvæga málefni. Af tilefninu mun ég og eiginkona mín hlaupa Reykjavíkurmaraþon nú á Menningarnótt og það er hægt að heita á okkur hér (ég , Anna)

 

 

English:

The Crime of the Century: The Demigods

Based on leaked vaccine contracts, it is now clear that before COVID vaccinations began, authorities knew that the efficacy of the vaccines was unknown, all long-term side effects and many short-term side effects were unknown, and that the manufacturer dared not take any responsibility for the harm caused by the injections. This was kept hidden from the public, who as a result received the life-threatening injection. Tens of thousands are suffering, and many have lost their lives as a consequence, yet no one dares to acknowledge anything.

In light of these revelations about the duplicity of authorities during the COVID era, I would like to revisit the last article in the series on the crime of the century, which discusses...

Article in Morgunblaðið, August 10, 2024

The Crime of the Century: The Demigods

 

The distribution of COVID deaths in Iceland is a mystery. Why did most deaths occur after COVID had become the milder Omicron cold?

This article is a continuation of the series titled "The Crime of the Century" about COVID. Now, we will discuss the demigods who led the way.

Many people have a strong inclination to trust doctors, as it is often said: "You should always trust your doctor."

Such outsourcing of critical thinking, however, has no justification, as the Hippocratic Oath is long dead, replaced by a newer version: "First, do no harm to career advancement." Most doctors in the media have interests to protect, which guide their advice. These interests may involve pharmaceutical companies or career advancement within a system that rewards those who applaud the loudest. The advice given by doctors during COVID has aged poorly.

The Experiment

At the start of the vaccination campaign, the chief immunologist claimed that the vaccines would build herd immunity and that side effects were merely a sign that the vaccines were working. This was the authorities' stance, and on June 11, 2021, the chief epidemiologist announced: "We have achieved good herd immunity." Two months later, a new message emerged, stating that everyone would need to get infected to achieve herd immunity. Two months after that, he began urging the vaccination of children, citing a case where a child had developed a pulmonary embolism after COVID. However, it was omitted that the child in question had recently been vaccinated, which suppressed their immune system precisely when they became infected. It is reprehensible that such an obvious vaccine injury was used to encourage more children to receive a toxic injection that caused myocarditis in 3% of those vaccinated.

The Theater of Absurdity

All infection control measures turned out to be infection avoidance measures, as in the end, everyone got infected. Today's inflation is entirely a consequence of these measures, which were justified by the chief epidemiologist with the claim that otherwise, no one would travel. Adults were banned from dancing and socializing in groups, but children were exempt. Yet, they were sent for the toxic injection. Bonfires were prohibited, and gatherings that lasted past 1:00 AM (bedtime) were banned. People were told to travel indoors, and Christmas became "Christmas bubbles." At the borders, unvaccinated individuals were quarantined, while vaccinated people were exempt long after it was known that vaccines did not prevent transmission. People in quarantine were forbidden from using rental cars but were allowed to use public buses during their "walking breaks."

COVID patients had to wait outside in blizzards for 1–2 hours for a COVID test, and those in isolation were told to take fever-reducing medication immediately at 38.5°C and to eat and drink even if they had no appetite. These instructions suppress the immune system and make people sicker.

Although it was acknowledged during the Landakot outbreak that masks were ineffective because the virus was airborne, mask mandates have now been reinstated in hospitals. A comprehensive Cochrane study on masks has now shown that masks did not reduce transmission. However, hospital staff are exempt from the mask mandate if they show no cold symptoms. Staff are thus led to believe it is acceptable to come to work with a cold as long as they wear a mask.

The Mystery

COVID deaths in Iceland are a mystery, as most occurred after COVID had become a mild cold-like illness. A new study on excess deaths in 125 countries suggests that incorrect treatment protocols may be the explanation.

After the National Hospital reinstated COVID measures in July, all patients are now screened. In one case known to the author, a patient scheduled for cancer treatment was given remdesivir after testing positive for asymptomatic COVID. The drug received emergency authorization during COVID, but studies now show it increases illness, mortality, and the risk of kidney failure by 20 times.

A Scottish review of the COVID era revealed that resuscitation of patients was often prohibited, and they were placed on end-of-life care without consent.

Here in Iceland, the author is aware of two cases from 2022 where elderly patients arrived at the emergency room (one for back pain and the other with a broken rib) and tested positive for asymptomatic COVID. Both were placed on COVID treatment and died within five to ten days.

remdesivir

The medical group FLCCC has compiled the main studies on the COVID drug remdesivir. The results are horrifying, and it is incomprehensible why this exorbitantly expensive, highly dangerous drug is still being used in Iceland.

This is peculiar because COVID was always such a mild disease that no one died at home. The only plausible explanation for the deaths is that the treatment itself was harmful, as seen in Scotland. In the medical records of one patient (seen by the author), it is noted that they received remdesivir, immunosuppressive steroid treatment, and morphine and opioid drugs that impair oxygen uptake. This was end-of-life care.

This is unlikely to be an isolated case. How many received remdesivir and suffered related side effects? How many were placed on end-of-life care or had resuscitation prohibited? Were ventilators overused here, as they were in New York?

It is critical to conduct an Icelandic study, similar to the Scottish one, to answer these important questions. Such a study must be carried out by independent parties, unaffiliated with the healthcare system's power structure, which is responsible for the mistakes.

Ignorance is never a defense, and those who do not learn from the mistakes of the past are doomed to repeat them. This cannot wait, as the healthcare system appears to be back on the same autopilot as before.

Authorities are still in complete denial about vaccine injuries, and as a result, few people receive the help or treatment they need. Heilsuvon, an advocacy group for those harmed by the C19 vaccine, is working to ensure that the voices of these individuals are heard so that authorities are forced to respond.

I encourage everyone who can to support this organization and this important cause. On this occasion, my wife and I will be running the Reykjavik Marathon during Culture Night, and you can pledge support for us here (me, Anna).

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kennedy
  • heimsendir
  • konnun1
  • 20241103 161657
  • fasteignakostnaður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 170
  • Sl. sólarhring: 423
  • Sl. viku: 2198
  • Frá upphafi: 93774

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1993
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband