10.9.2025 | 22:42
Barrátta góðs og ills
Það hefur eitthvað alvarlegt gerst í hinum vestræna heimi. Aldrei fyrr hafa öfgarnar náð slíkum hæðum, aldrei fyrr hefur hatrið verið jafn mikið. Stærstu fjölmiðlar stýra massanum með sífellt nýjum hræðsluáróðri: Gefðu okkur skattana þína því það er að koma heimsendahlýnung, nei annars golfstraumirinn er að stoppa það er að koma Ísöld. Hlýddu Víði, taktu sprautuna eða Amma þín mun deyja. Trump er skrýmsli. Í skjóli óttans byrjar hatrið að þrífast.
Fátt brýtur síðan niður siðferðiskennd fólks jafn mikið og að sannfæra það að það sé fórnarlamb og samhliða hefur hafist kapphlaup á því hver er mesta fórnarlambið. Þú er fórnarlamb ef þú ert kona, en meira fórnalamb þú ert svartur, hvað þá svört kona, síðan koma hommarnir , trans og Palestínubúarnir. Þeir sem tróna á toppnum fá síðan siðferðisfríkortið og mega allt.. Hlustaðu bara á hvað vinirnir í féstbókarbergmálshellinum þínum segja. Þeir eru allir sammála.
En þeir sem dveljast of lengi í hellinum hætta að þola ljósið. Gagnrýnin umræða er hættulega því hún ógnar heimsmyndinn. Því verður að þagga hana niður. Bannið gagnrýnina. Takmörkum málfrelsið. Einhver gæti móðgast. Slaufum þeim sem við erum ósammála
Einn ungur maður stóð upp og byrjaði að brjóta þennan vítishring þöggunar og slaufunar. Hann ferðaðist um háskóla um öll bandaríkin og fékk nemendur til að ræða erfiðu málin. Ögrað þeim í rökræður og fékk þá til að hugsa gagnrýna hugsun sem fyrir löngu var búið að úthýsa úr bandarískum háskólum.
Mér skortir orð, yfir að þessi drengur, Charlie Kirk, hafi verið myrtur í dag.
Sjaldan hefur það verið eins skýrt að við erum stödd í baráttu góðs og ills og það má ekki leyfa hatrinu að vinna. Það má ekki leyfa hugsjúku ofbeldisfólki að þagga niður í röddum frelsisins. Við þurfum að umbera skoðanir annarra og það þurfa fleiri að þora að stíga fram og ræða erfiðu málin. Það verður að snúa hinum vestræna heimi af þessari villubraut, því ef hann fellur þá komumst við ekkert.
Fyrst verðum við að snúa Íslandi af þessari braut.
Charlie Kirk var myrtur í dag
English:
Battle of Good and Evil
Something serious has happened in the Western world. Never before have extremes reached such heights, never before has hatred been so great. The largest media outlets control the masses with ever-new fear propaganda: Give us your taxes because doomsday warming is coming, no wait, the Gulf Stream is stopping, an Ice Age is coming. Obey Víði, take the injection or your Grandma will die. Trump is a monster. In the shadow of fear, hatred begins to thrive.
Few things break down people's moral sense as much as convincing them that they are victims, and alongside that, a race has begun on who is the biggest victim. You are a victim if you are a woman, but more of a victim if you are black, let alone a black woman, then come the gays, trans people, and Palestinians. Those who sit at the top then get the moral free pass and can do anything. Just listen to what your friends in the Facebook echo chamber say. They all agree.
But those who dwell too long in the cave stop tolerating the light. Critical discussion is dangerous because it threatens the worldview. Therefore, it must be silenced. Ban the critics. Limit freedom of speech. Someone might get offended. Cancel those we disagree with.
One young man stood up and began to break this vicious cycle of silencing and canceling. He traveled to universities all over the United States and got students to discuss difficult issues. He challenged them in debates and got them to engage in critical thinking that had long been expelled from American universities.
I lack words for the fact that this boy was murdered today.
Rarely has it been as clear that we are in a battle of good and evil, and we must not allow hatred to win. We must not allow mentally ill violent people to silence the voices of freedom. We need to tolerate the opinions of others, and more people need to dare to step forward and discuss difficult issues. We must turn the Western world off this wrong path, because if it falls, we won't get anywhere.
First, we must turn Iceland off this path.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 31
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 3098
- Frá upphafi: 97082
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2699
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning