Nytsömu hálfvitarnir

nytsamirhálfvitar

 

“Nytsömu hálfvitarnir” var nafn sem Lenín notaði um auðtrúa fylgjendur sem komu honum til valda án þess að skilja hvað honum gekk til. Í mannkynssögunni hafa slíkir einfeldningar oft verið nýttur í ofbeldismönnum sem síðan stúta þeim um leið og þeir komast til valda.

 

Í stríðinu á Gasa eru tveir deiluaðila: Ísrael og Hamas.

 

Ísrael vill frið.  En fyrst þarf að frelsa gíslana, uppræta Hamas og svo þarf Ísrael að taka yfir Gasa svo hatrinu geti lægt. Áratugi gætu þurft til, en raunverulegur friður er þó mögulegur. 

 

Markmið Hryðjuverkasamtaka Hamas er ólíkt. Í stofnsamþykkt samtakanna vitna þeir í ákall trúarrits síns að drepa alla gyðinga. Útrýma verður Ísrael. 

Leiðtogi þeirra, Haniyeh kallaði t.d. eftir að palentískum börnum, konum og gamalmennum yrði fórnað í barráttunni. Svo ég vitni í orð hans: ( https://www.youtube.com/watch?v=g85Tv3epEvs

“Eins og ég segi í hvert og eitt sinn, blóð barna, kvenna og þeirra eldri. Ég segi ekki að það blasi við ykkur, frekar að við þurfum þetta blóð til að kveikja í okkur baráttuandann, svo það muni vekja upp í okkur seiglu, svo það muni vekju upp í okkur andstöðuna til að halda áfram.“

Með píslavottum vill Hamas fæða hatrið og efla barráttuandann. Mannúðarfé var notað til að grafa 600 km af göngum undir Gasa til að verja Hamasliða, en almenningur fær ekki að koma inn. Plott Hamas að hámarka hörmungar almennings virkaði síðan fullkomlega, því vestrænir fjölmiðlar spiluðu með og fluttu út hatrið.

 

Íslendingar hafa fengið sinn stóra skammt að hatursáróðrinum, ekki síst fyrir tilstilli RÚV sem páfagaukar fréttatilkynningum Hamas án þess nokkurn tíman að kanna sannleiksgildið. Í skjóli blekkinganna hafa margir látið ginnast og gefið sig hatrinu á vald.  Á Austurvelli er sungið um að útrýma Ísrael, (í nafni friðar) og nú um helgina fjölmenntu nokkur samtök í hugvekju þar sem m.a. var boðið upp á hausinn á Þorgerði utanríkisráðherra á stöng og heimtað riftun viðskiptasamninga. Gríðarlegur undirbúningur bjó greinilega að baki því um hundrað íslensk samtök tóku þátt og mættu til að klappa með.  Athygli vakti þó að samtökin sem stóði í undirbúningum og án efa höfðu fjölda manns að vinna fyrir sig við smölun, eru á bullandi ríkisstuðningi.  Ríkið er þannig með fólk á launum við að skipuleggja mótmæli gegn sjálfu sér.

 

Þegar ég renndi yfir hvaða samtök tóku þátt í þessum stuðningsgjörningi við Hamas var mér hugsað til nytsömu hálfvita Lenín.

 

Tökum nokkur dæmi:

 

  • Hamas eru hryðjuverkasamtök, með markmið að drepa alla gyðinga.  Gat Landsamband lögreglumanna virkilega ekki fundið verðugra málefni að styðja?
 
  • Konur eru kúgaðar, þurfa karlkyns gæslumenn, takmarkað ferðafrelsi, eru giftar ungar og mega varla skilja og oft myrtar fyrir “fjölskylduheiðurinn”.  Af hverju eru Stígamót að styðja kúgun kvenna?

 

  • Á Gasa eru börn eru send í herþjálfunarbúðir, gerð að barnahermönnum.  Hundruð og mögulega þúsundir barna dóu við gangnagerð Hamas.  Af hverju er Barnaheill að styðja misnotkun barna.

 

  • Þegar Palestínumenn mótmæltu 2019 slæmum kjörum, brást Hamas við með því að berja, fangelsa og pynda mótmælendur.  Af hverju er Efling að styðja kúgun verkalýðs í öðrum löndum.

 

  • Í Líbanon tóku Palestínumenn þátt í þjóðhreinsunum á kristnum.  Af hverju er kirkjan að styðja fólk sem ofsækir kristna?

 

En hvað ætli valdi þessari múgsefnun? 

Titill mótmælanna er “þjóð gegn þjóðarmorði”, en án þess að vita það voru mótmælendurnir í raun að kalla eftir áframhaldandi stríði því í mótmælunum sjálfum felst hvatning til Hamas að halda áfram. Hatrið er allt eftir leikbók Hamas því tilgangur morðárásarinnar inni í Ísrael var fyrst og fremst að búa til slík mótmæli.

Enginn mótmælandi beinir reiði sinni að Hamas og enginn krefst þess að Hamas sleppi gíslunum og afvopnist svo stríðinu geti linnt.  Aðeins er krafist vopnahlés (svo Hamas geti endurnýjað vopnin sín og haldið stríðinu eilífa áfram).  Ef einhver smá skynsemiskorn væri í mótmælendum og þeir raunverulega vildu fá frið ættu þeir auðvitað ekki að mótmæla Ísrael, heldur Hamas.  

Um leið og Hamas sæi að hatursherferðin væri ekki að virka og hatrið beindist gegn þeim í staðinn, væri ekkert lengur að hvetja þá áfram í stríðinu.  Eini séns Hamas að fá eitthvað út úr þessum ófrið byggir á stuðningi “nytsömu hálfvitanna”. Án þeirra yrði erjunum sjálfhætt. Hamas er nefnilega árásaraðilinn og ef hann gefst upp er stríðið búið.

 

En hvernig getur þetta fólk verið svo veruleikafyrrt að það átti sig ekki á að Hamas er árásaraðilinn.  Hvernig getur það verið svo blint að átta sig ekki á því að enginn Palestínubúanna í mótmælunum er að biðja um tveggja ríkja lausn.  (þeir vilja eyða Ísrael af kortinu)  Hvernig getur allur þessi fjöldi fólks farið að mótmæla og lagt til lausnir sem eru svo vitlausar að þær eru vart þessa heims.  Svarið er nokkuð augljóst.  Það býr engin hugsun að baki.  Allar hugmyndir mótmælenda byggja á tilfinningum eftir tilfinningaklám RÚV með myndefni sem Hamas hefur sent þeim. Í krafti þessa tilfinningakláms hefur fólk lokað á alla rökhugsun og engar upplýsingar sem ógna tilvist tilfinningakláms-útópíunnar eru meðteknar.  Lygin sem er búið að endurtaka síðustu tvö ár er orðin það innstimpluð í sálarlíf þeirra að öll lífsmynd byggir á að lygin sé sönn.  Skítt með það þó Hamas drepi homma, það hljóta að vera ýkjur.  Skítt með barnahermennina, skítt með barnaþrældóminn skítt með heiðursmorðin á konum og kúgun kvenna.  Það hlýtur að vera lygi.  Ekki lýgur RÚV? Skítt með að þeir séu hryðjuverkamenn, skítt með að þeir hafi myrt, pyndað og nauðgað þegar þeir réðist inn í Ísrael.  Þeir eru jú fórnarlömb og þetta er því ekki þeim að kenna. Skítt með raunveruleikann, útópían mín er miklu betri.

 

Ekkertisminn er tekinn yfir, það er enginn sannleikur lengur til, orð eru bara orð og þeim má breyta með áróðri, hringur getur verið kassi, heitt getur verið kalt og vont getur verið gott.  Siðferði er ekki til nema sem orð því allt sem hópurinn gerir er rétt. 

 

Við lifum á hættulegum tímum nú þegar þessi versta ófreskjuheimsspeki mannkynssögunnar er aftur vöknuð.  Því þeir sem trúa á ekkert standa fyrir ekkert nema það að hlýða þeim sem stýrir áróðursvélunum.

þorgerðurk

Íslenskir Palestínumótmælendur á góðri stund



 

English:

 

The useful idiots

 

“Useful idiots” was the name Lenin used for the gullible followers who brought him to power without understanding his intentions. In human history, such simpletons have often been exploited by violent men who then slaughter them as soon as they gain power.

In the war in Gaza, there are two parties to the conflict: Israel and Hamas.

Israel wants peace. But first, the hostages must be freed, Hamas must be eradicated, and then Israel must take over Gaza so that the hatred can subside. It could take decades, but real peace is possible.

The goals of the terrorist organization Hamas are different. In their founding charter, they cite a call from their religious text to kill all Jews. Israel must be exterminated.

Their leader, for example, called for Palestinian children, women, and elderly to be sacrificed in the struggle. To quote his words:

“As I say every single time, the blood of children, women, and the elderly. I’m not saying that it’s staring you in the face, rather that we need this blood to ignite the fighting spirit in us, so it will awaken resilience in us, so it will awaken opposition in us to continue.”

With martyrs, Hamas wants to fuel hatred and strengthen the fighting spirit. Humanitarian aid was used to dig 600 km of tunnels under Gaza to protect Hamas members, but the general public is not allowed in. Hamas's plot to maximize civilian suffering then worked perfectly, because Western media played along and spread the hatred.

Icelanders have received their large dose of hate propaganda, not least thanks to RÚV, which parrots Hamas's press releases without ever checking the truthfulness. In the guise of deceptions, many have been fooled and given themselves over to hatred. On Austurvöllur, people sing about exterminating Israel (in the name of peace), and this weekend, several organizations gathered in a protest where, among other things, Foreign Minister Þorgerður's head was offered on a pole, and the termination of trade agreements was demanded. Tremendous preparation was clearly behind it, as about a hundred Icelandic organizations participated and showed up to applaud. However, it drew attention that the organizations that led the preparations and undoubtedly had many people working for them in gathering support are on full state funding. The state is thus employing people to organize protests against itself.

When I scanned which organizations participated in this support event for Hamas, I was reminded of Lenin’s useful idiots.

Let’s take a few examples:

Hamas is a terrorist organization with the goal of killing all Jews. Could the National Association of Police Officers really not find a worthier cause to support?

Being gay in Gaza carries a 10-year prison sentence. Gays are tortured and even killed when possible. Why is the organization 78 supporting the persecution of gays?

Women are oppressed, need male guardians, have limited freedom of movement, are married young and can hardly divorce, and are often murdered for “family honor.” Why is Stígamót supporting the oppression of women?

In Gaza, children are sent to military training camps, turned into child soldiers. Hundreds and possibly thousands of children died in Hamas's tunnel construction. Why is Barnaheill supporting child abuse?

When Palestinians protested poor conditions in 2019, Hamas responded by beating, imprisoning, and torturing protesters. Why is Efling supporting the oppression of workers in other countries?

In Lebanon, Palestinians participated in ethnic cleansing of Christians. Why is the church supporting people who persecute Christians?

But what could be causing this mass hypnosis?

The title of the protests is “a nation against genocide,” but without knowing it, the protesters were actually calling for the continuation of the war because the protests themselves contain encouragement for Hamas to continue. The hatred is all according to Hamas's playbook, because the purpose of the murderous attack inside Israel was first and foremost to create such protests.

No protester directs their anger at Hamas, and no one demands that Hamas release the hostages and disarm so the war can end. Only a ceasefire is demanded (so Hamas can renew its weapons and keep the war going forever.) If there was even a small kernel of common sense in the protesters and they really wanted peace, they should of course not protest against Israel, but against Hamas.

As soon as Hamas saw that the hate campaign was not working and the hatred was directed at them instead, there would be nothing left to motivate them in the war. Hamas's only chance to get anything out of this unrest relies on the support of the “useful idiots.” Without them, the villains would stop on their own. Hamas is namely the aggressor, and if it gives up, the war is over.

But how can these people be so detached from reality that they don’t even realize Hamas is the aggressor? How can they be so blind that they don’t realize that none of the Palestinians in the protests are asking for a two-state solution? (They want to wipe Israel off the map.) How can all this crowd of people go protesting and propose solutions that are so stupid they’re hardly of this world? The answer is quite obvious. There is no thought behind it. All the protesters' ideas are based on emotions after RÚV's emotional porn with footage that Hamas has sent them. Powered by this emotional porn, people have shut off all rational thinking, and no information that threatens the existence of the emotional porn utopia is accepted. The lie that has been repeated over the last two years has become so ingrained in their psyche that their entire worldview is based on the lie being true. Screw it if Hamas kills gays, it must be exaggerations. Screw the child soldiers, screw the child slavery, screw the honor killings of women and the oppression of women. It must be a lie. RÚV never lies. Screw that they are terrorists, screw that they murdered, tortured, and raped when they invaded Israel. They are victims after all, so it’s not their fault. Screw reality, my utopia is much better.

Nihilism has taken over, there is no truth anymore, words are just words and can be changed with propaganda, a circle can be a square, hot can be cold, and bad can be good. Morality exists only as a word because everything the group does is right.

We live in dangerous times now when this worst monster philosophy in human history has awakened again. Because those who believe in nothing stand for nothing except obeying those who control the propaganda machines.














« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhannes.

Ég hef eiginlega aldrei verið eins þakklátur og hrærður að lesa annarra orð, já og reyndar mín ekki heldur.

Svo ég skýri, þá hef í nokkurn tíma upplifað það sem þú lýsir. Í byrjun reyndar í fríi, þá lofað að hugsa ekki svona eða tjá mig, eftir fríið þá tók við annað sem krafði orku, já reyndar lífsorku.

Samt hef ég reynt að skjóta inn pistlum, nákvæmlega út frá sama sjónarhorni og þú, en samt ekki út frá styrk þeirrar upplýsingaröflunar sem að baki bjó.

Skýringar sem ég ætla ekki að reifa, og vissulega geri ég mér grein fyrir, alveg eins og þú að orð okkar og pistlar eru fæða Hrópandans í eyðimörkinni, samt sár persónulega að upplifa allt þetta góða fólk sem gekk í takt með þjóðarmorðingjum Hamas í gjörningnum; Þjóð gegn þjóðarmorði, og ég veit að það vissi ekki betur.

Svo þessi pistill þinn Jóhannes, sem tæpti á öllu sem ég hugsaði og sagt vildi hafa.

Hafðu fyrir hann óendanlega þökk.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 9.9.2025 kl. 21:32

2 Smámynd: Jóhannes Loftsson

 Kærar þakkir fyrir hlý orð.  Takk fyrir þín innlegg í umræðuna líka.

Jóhannes Loftsson, 9.9.2025 kl. 23:21

3 identicon

Sometimes I wonder if all Icelanders follow the press and media, because the hatred for Jews and Israel is so great that Icelanders don't care what values ​​the Palestinians, Iran, Qatar, Syria... have, what they do to women, homosexuals, non-Muslim religious minorities. An Icelandic woman shouted at an Iranian homosexual who was racist because he criticized the protests in favor of Hamas.
This blog makes me believe Icelanders who say that PLO supporters are a vocal minority, and that that Icelandic woman consumed with white supremacist sentiments does not represent all Icelanders.

Duba (IP-tala skráð) 9.9.2025 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • þorgerðurk
  • nytsamirhálfvitar
  • beyfortusl-ekki-boluefni
  • beyfortusl-ekki-boluefni
  • beyfortus

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 15
  • Sl. sólarhring: 409
  • Sl. viku: 2709
  • Frá upphafi: 96313

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2336
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband