20.8.2025 | 21:13
Spítalar sem drepa
Fyrir þremur árum síðan lenti ég í óskemmtilegri lífsreynslu. Fór í hljóðbylgjumeðferð á landspítalanum vegna nýrnasteina sem gekk ekki betur en svo að tveimur tímum seinna var ég kominn í biðsal bráðamóttökunnar. Verkirnir voru það yfirnáttúrulegir að mér var gefið morfín í biðstofunni. Þetta var á tímum covidöfganna svo konan mín fékk ekki að koma með mér þegar ég fékk loks að sjá lækni. Ég sagði ungum kvennlækni sem ég hitti sjúkrasöguna og að ég væri að koma úr aðgerð, og bætti við að það þyrfti líklega gera ámóta prófanir og þegar nýrnsteinninn fannst (þvagsýni, blóðsýni og skönnun) til að vita hvað væri að. Vegna verkjanna fékk ég fyrst frekari verkjalyf og lognaðist fljótt út af. Þegar ég vaknaði (fjórum tímum seinna) leið mér betur. Heilbrigðisfólki sagði að það hefði ekki viljað vekja mig svo mér liði betur, leyfa mér að sofa (vegna sársaukans) og læknastúlkan vildi jafnvel leyfa mér að fara heim án frekari prófana. Þessu harðneitaði ég, enda hafði ég reynslu af vanrannsóknum bráðadeildarinnar frá því ári fyrr, og kallaði eftir rannsóknum.
Eftir nokkra bið kom læknastúlkan til mín aftur og sagði við mig að þau hefðu ákveðið að gera á mér þvagprufu, blóðprufu og skanna mig. og bætti síðan við. Ertu þá ekki sáttur?
Athyglisverð spurning. Af hverju er ég sá sem þurfti að fara fram á slíkar prófanir, en ekki læknirinn?
Þegar niðurstaðan úr þvagprófinu kom, kom læknastúlkan brosandi og sagði að allt væri í lagi með þvagprufuna.
Þegar niðurstaðan úr blóðprufunni kom, kom læknastúlkan brosandi og sagði að allt væri í lagi með blóðprufuna.
Þegar niðurstaðan úr skönnuninni kom, sá ég læknastúlkuna ei meir, heldur yfirlækni deildarinnar. Hann vildi leggja mig inn á spítala strax því ég var með miklar innvortis blæðingar. Blóðprufan sýndi að að hemóglopinmagni væri 91 g/L, en það ætti að vera 135-175 g/L. Ef ég færi niður í 70 g/L kallaði það á blóðgjöf [sem ég myndi þó aldrei þyggja, þar sem allt blóð er í dag mengað af broddpróteini bóluefnanna, Ég sagði honum það þó ekki]. Ég fór á spítalann og sem betur fer snerist lukkan mér í vil, og ég náði að jafna mig.
Eftir á að hyggja þá stendur tvennt upp úr, úr þessari reynslu.
Hvernig stóð á því að sjúklingur sem fer á bráðamóttöku eftir alvarlegar aukaverkanir aðgerðar er bara látin sofa út, þegar hann kemur. Aðeins lengir svefn og aðeins meiri óheppni hefði getað þýtt að mér hefði blætt út. Af hverju skoðuðu þeir ekki hvað var að strax.
Hitt er svo enn undarlega. Af hverju þarf slíkur sjúklingur að kalla eftir öllum þeim rannsóknum sem á honum eru gerðar. Halda menn að fólk mæti á slysó í 7-8 tíma ferli sér til gamans?
Af hverju er ódýra leiðin valin fyrst. (farðu heim þetta reddast).
Mál Eyglóar, sem dó 2020 eftir að læknar sendu hana heim frá slysó með innvortis blæðingar án nokkurra rannsókna, hefur lengi verið mér minnisstætt. Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. (sjá greinina hér)
Það er því algjör skandall að heyra nú að ríkissaksóknari telji andlát eyglóar ekki þess virði að það fari fyrir dóm, þrátt fyrir að viðurkenna að þetta hafi líklega verið vanræksla læknis. Það er pólitískur fnykur að þessu sem sendir röng skilaboð. Spítalar og læknar eru gerðir ábyrgðarlausir án tillit til afleiðinganna.
Slíkt ábyrgðarleysi má aldrei líðast. Miðað við erlenda reynslu má áætla að á hverju ári deyi nokkur hundruð íslendinga á spítala vegna læknamistaka. Með dómskerfi og landlækni sem líta á það sem skyldu sýna að þykjast ekkert sjá er þetta ekkert að fara að lagast. Mannfórnir sjúklinga í heilbrigðiskerfinu mun aldrei lagast nema spítalarnir sjálfir séu gerðir ábyrgir fyrir sýnum starfsmönnum þ.a. raunverulegt aðhald geti orðið og öryggi sjúklinga verður bætt.
Með þessari ákvörðun ríkissaksóknara mun ástandið bara versna og fleiri sjúklingum verður fórnað á altari þöggunarinnar. Heyr ekkert slæmt, sjá ekkert slæmt, segja ekkert slæmt mottóið mun lifa áfram.
.
PS: Alla sem vilja styðja góðan málstað hvet ég svo til að heita á mig í Reykjavíkurmaraþoninu sem ég mun hlaupa fyrir Heilsuvon á laugardag (menningarnótt) hér er linkurinn
English:
Hospitals That Kill
Three years ago, I had an unpleasant experience. I underwent shockwave therapy at the National Hospital for kidney stones, which didnt go well. Two hours later, I was in the emergency room waiting area. The pain was so excruciating that I was given morphine in the waiting room. This was during the height of COVID restrictions, so my wife wasnt allowed to accompany me when I finally saw a doctor. I told a young female doctor my medical history and that I had just come from a procedure, adding that they likely needed to perform similar tests as when the kidney stone was found (urine sample, blood test, and scan) to determine what was wrong. Due to the pain, I was given more painkillers and quickly fell asleep. When I woke up four hours later, I felt better. The healthcare staff said they wanted to wake me to make me feel better, let me sleep (due to the pain), and the young doctor even suggested I could go home without further tests. I firmly refused, as I had experienced the emergency departments inadequate investigations the previous year, and insisted on tests.
After some waiting, the young doctor returned and said they had decided to do a urine test, blood test, and scan. She then added, Are you satisfied now?
A peculiar question. Why was I, the patient, the one who had to request such tests, not the doctor?
When the urine test results came back, the young doctor returned smiling and said everything was fine with the urine test.
When the blood test results came back, the young doctor returned smiling and said everything was fine with the blood test.
When the scan results came back, I didnt see the young doctor again. Instead, the head of the department came to me. He wanted to admit me to the hospital immediately because I had significant internal bleeding. The blood test showed my hemoglobin level was 91 g/L, when it should be 135-175 g/L. If it dropped to 70 g/L, I would need a blood transfusion [which I would never accept, as all blood today is contaminated with vaccine spike proteins, though I didnt tell him that]. I went to the hospital, and fortunately, luck was on my side, and I recovered.
In hindsight, two things stand out from this experience.
How is it possible that a patient who arrives at the emergency room with severe complications from a procedure is simply left to sleep it off? A bit more sleep or a bit more bad luck could have meant I bled out. Why didnt they immediately investigate what was wrong?
Even more bizarrely, why does such a patient have to demand all the tests performed on them? Do people think patients show up at the ER for a 7-8 hour ordeal for fun?
Why is the cheapest option chosen first? (Go home, itll be fine.)
The case of Eygló, who died in 2020 after doctors sent her home from the ER with internal bleeding without any tests, has long stayed with me. That could easily have been me. (See the article here)
It is an absolute scandal to now hear that the state prosecutor doesnt consider Eyglós death worth taking to court, despite acknowledging it was likely due to medical negligence. Theres a political stench to this that sends the wrong message. Hospitals and doctors are made unaccountable, regardless of the consequences.
Such irresponsibility must never be tolerated. Based on international experience, its estimated that several hundred Icelanders die in hospitals each year due to medical errors. With a judicial system and a health directorate that see it as their duty to pretend nothing is wrong, this will not improve. Patient deaths in the healthcare system will never decrease unless hospitals themselves are held accountable for their staff, enabling real oversight and improving patient safety.
With this decision by the state prosecutor, the situation will only worsen, and more patients will be sacrificed on the altar of silence. The hear no evil, see no evil, say no evil motto will live on.
P.S. I encourage everyone who wants to support a good cause to pledge to me in the Reykjavík Marathon, which Ill run for Heilsuvon on Saturday (Culture Night). Heres the link.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 50
- Sl. sólarhring: 341
- Sl. viku: 3609
- Frá upphafi: 89555
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 3261
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er sammála þér að það er pólitiskur fnykur af þessu eins og öllu því sem viðkemur læknum sem koma nálægt atvikum sem sjúklingar deyja. Mér er spurt hefur einhver íslenskur læknir þurft að gangast í ábyrgð á sínum misstökum sem hefur krafist að viðkomandi sæti fangelsi? Er Ísland svo frábrugðið öllum öðrum að íslenskir læknar gera engin misstök? Eða er íslenska lækna mafían með öll spilin á borðinu og sér um sín lækna?
Þröstur R., 21.8.2025 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning