Laugarnesgöng kosta 30 milljarða (120 milljörðum ódýrari en Sundabraut)

Í síðasta bloggi fjallaði ég um Viðeyjarleiðina með botngöngum sem mun betri valkost en sundabraut.  Ein af gagnrýni á Viðeyjarleiðina (sem ég er ekki sammála) er að sumir afturhaldsseggir vilja loka Viðey eins og um safngrip væri að ræða. "Það má bara fara til eyjarinnar í ferju", af einhverjum ástæðum.

Til að verða við þessu þá er þó til önnur útfærsla að sundabrautartenginu þar sem hægt er að sleppa Viðey í bili: Laugarnesgöng.  Göng frá Laugarnesi á Brimnes, án viðkomu í Viðey. (fara undir eyjuna).  Þar sem þessi leið væri nær öll neðanjarðar, yrði ekkert rask af henni ofanjarðar.

 

En hvað þá með umferð úr Grafarvogi, á ekki að leysa þau mál.  Jú það væri hægt með að bæta núverandi vegakerfi þannig að gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar eflist og gera umferðaræðar úr Grafarvogi afkastameiri.  Slík aðgerð gæti skilað svipuðu og Sundabrautin er ætlað að gera, en yrði miklu ódýrari framkvæmd.  Kynnti þessa lausn í grein fyrir einu og hálfu ári síðan, í grein sem ég endurbirti hér.

 

Þessi göng mætti líka auðveldlega tengja hliðargöngum og bæta við viðbótargöngum í framtíðinn þegar umferð vex.  Í gangnagerð getur litla Ísland lært mikið af frændum okkar Færeyingum sem nýlega luku við ein slík risagöng með hringtorgi á miðri leið.  Læt því líka fylgja með smá yfirlit yfir þessa stórkostlegu gangnagerð frænda okkar og mynd af hringtorginu glæsilega.

fgong

 

fhringtorg

Er ekki kominn tími til þess að við förum að taka Færeyinga okkur til fyrirmyndar.

===========================
hér er svo greinin:

Grein í mogganum 19. Apríl 2024

===================================

Fjárfesting sem sparar 100 milljarða

Það er kominn tími á nýjan Spöl.

Sjaldan er ein báran stök. Eldgos fæla frá ferðamennina, Grindavík mun kosta 60 milljarða, útlendingamálin 40 milljarða, nýlegir kjarasamningar 80 milljarða og hundraða milljarða covid-reikningurinn er enn ógreiddur. Verðbólgudraugurinn og húsnæðisneyðin eru komin til að vera, því það er ekki hægt að eyða sig úr kreppu.

Sundabraut mun kosta 150 milljarða

Stærsta verkefnið á teikniborðinu í dag er af dýrari gerðinni, Sundabraut á 89-147 milljarða. Þessi verðmiði á eftir að hækka því fjöldi tengdra framkvæmda er enn ótalinn, eins og Sæbrautarstokkurinn á allt að 27 milljarða og framlenging Hallsvegar.

mynd1

Kostnaðaraukning nýlegra samgöngumannvirkja á Íslandi.

Náttúruverndarsjónarmið eru einnig vanmetin. Loka á sundinu milli Geldinganess og Álfsness með landfyllingu og aðeins 1/6 hluti verður brú. Sex ferkílómetra fjörður með friðlýstu landi, leirum, fjölbreyttu dýralífi og sellátri gæti orðið fyrir miklu raski vegna breytinga sjávarfalla nema meira verði kostað til.

mynd2

 

Selir að spóka sig í Blikastaðagró

Verðmiðinn mun því nálgast 150 milljarða áður en yfir lýkur. Reynslan af svipuðum framkvæmdum sýnir það.

Þessi peningur er ekki til svo annaðhvort frestast framkvæmdir eða ný tollahlið munu rísa í Ártúnsbrekku á alla umferð. Er þetta virkilega nauðsynlegt?

mynd3

 

Laugarnesgöng teiknuð yfir mynd úr matsáætlun Sundabrautar

Laugarnesgöng á 30 milljarða

Það er til betri leið: Gangalausn alla leið úr bænum. Enn hefur slík lausn ekki verið skoðuð og því fór Skipulagsstofnun fram á að það yrði gert í umhverfismati Sundabrautar.

Langbesta staðsetningin fyrir slík göng væri frá Laugarnesi. Þar er styst að fara, þar mætast helstu stofnbrautir (Sæbraut, Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut) og pláss er fyrir stór umferðarmannvirki. Göng frá Laugarnesi til Brimness gæfu einnig 16 km styttingu í stað 9 km styttingar Sundabrautar.

Þar sem umferð út úr bænum er minni duga Laugarnesgöngum ein göng á meðan Sundabrautin þarf tvenn fyrir innanbæjarumferðina. Fyrir vikið er kostnaðurinn mun lægri, eða 30 milljarðar í stað 150 milljarða fyrir Sundabraut (byggt á raunkostnaði Hvalfjarðarganga). Þessi göng eru það hagkvæm að veggjöldin ein duga fyrir grunnfjármögnun og því yrði framkvæmdin mögulega ókeypis fyrir skattgreiðendur!

Rangt pakkatilboð

Pakkatilboð er þekkt söluaðferð til að auka sölu. Þá er ónauðsynlegum vörum blandað í sama pakka og nauðsynjavörurnar og allt selt saman. Sundabrautin er dæmi um slíkt pakkatilboð. Þegar Laugarnesgöngin eru komin verður seinni áfangi Sundabrautar tilgangslaus. Eftir stendur þá þörfin fyrir að leysa umferðarhnútinn á Miklubraut á annatímum, en það þarf enga rándýra Sundabraut til þess. Einfaldast er að leysa umferðarhnúta þar sem þeir verða til. Stærsti umferðarhnúturinn er við stærstu gatnamót landsins, mót Reykjanesbrautar og Miklubrautar. Þessi ríflega hálfrar aldar gömlu gatnamót eru ein elstu mislægu gatnamót landsins. Þrátt fyrir mikla aukningu í umferð hafa þessi gatnamót og nágrenni ekki þróast nægjanlega til að anna aukningunni. Næstu gatnamót á Reykjanesbraut og Sæbraut eru ljósastýrð og stífla umferð langt inn á Miklubraut og Miklubrautarbrúin sjálf er of þröng á annatíma með beygjuakreinar sem valda töfum. Öll þessi gatnamót þarf að laga strax. En það verður ekki gert með Sundabrautinni því hún býr til nýjan umferðarvanda því hún tengist Sæbrautinni á versta umferðarteppukaflanum. Ef sá vandi verður ekki lagaður fyrst er hætt við að Sundabrautin verði líka stífluð. Skipulagsstofnun fór fram á að þetta yrði skoðað líka í umhverfismatinu.

Framtíðarsýn Laugarnesganga

Laugarnesgöng hafa ekki þennan annmarka, því tengingin við Sæbraut er á mun hentugri stað og umferð þaðan og þangað í öfugum fasa við ríkjandi umferðarstefnur stofnæða, sem eykur nýtingu núverandi stofnæða höfuðborgarinnar.

Framtíðarþróun Laugarnesganga býður enn fremur upp á vaxtarmöguleika sem nær langt út fyrir hvað hægt væri með Sundabrautinni. Þegar umferð vex og byggð vex er hægt er að gera ný samhliða göng, gangatengingu við Mosó, Álfsnes og Geldinganes og gangatengingu við Grafarvog í gegnum Viðey. Algjör óþarfi er að fara í slíkar framkvæmdir strax, heldur er hægt að bíða þar til tengingarnar eru orðnar það hagkvæmar að þær verði sjálfbærar.

Til samanburðar verður að yfirhanna Sundabraut strax fyrir alla framtíðarumferð, sem skýrir háan verðmiða.

Björgum selunum og stofnum nýjan Spöl

Stundum verða gæluverkefni hins opinbera eins og lest án lestarstjóra. Því meira fé sem verkefnin fá, þeim mun erfiðara er að stöðva lestina. Lestarslys skattgreiðenda blasir þó við ef haldið verður áfram á sömu braut og hætt er við að ökumenn sem fara um nýju fínu tollhliðin í Ártúnsbrekkunni og Sundabraut sitji með tóma vasa áfram fastir í sömu umferðarteppunni.

Óráðsía þarf ekki að vera regla. Mikilvægt er að ofvaxnar ríkishugmyndir fái raunverulega samkeppni. Laugarnesgöng eru svipað og Hvalfjarðargöng sjálfbær framkvæmd. Það eina sem þarf til er að þeir sem sjá tækifærið taki sig saman með félag svipað og Spölur forðum og bjóði fólki betri leið en afarkosti Sundabrautarinnar. Þau eru vandfundin viðskiptatækifærin sem geta sparað 100 milljarða. Er ekki kominn tími á að bjarga selunum?

=================






Laugarnes Tunnel Costs 30 Billion

In my last blog, I discussed the Viðey route with undersea tunnels as a much better alternative to Sundabraut. One criticism of the Viðey route (which I disagree with) is that some conservative voices want to close off Viðey as if it were a museum piece. For some reason, they believe the island should only be accessible by ferry.

To accommodate this, there’s an alternative version of Sundabraut that bypasses Viðey for now. It would involve building a tunnel from Laugarnes to Brimnes, without stopping at Viðey (going under the island). Since this route would be almost entirely underground, it would cause no surface disruption.

But what about traffic from Grafarvogur? Shouldn’t that be addressed? Yes, it could be solved by improving the existing road system, such as upgrading the intersections of Miklabraut and Sæbraut and making the traffic arteries from Grafarvogur more efficient. Such measures could achieve results similar to Sundabraut but at a much lower cost. I presented this solution in an article a year and a half ago, which I’m republishing here.

These tunnels could also easily be connected to side tunnels and expanded with additional tunnels in the future as traffic grows. In tunnel construction, little Iceland can learn a lot from our Faroese cousins, who recently completed a remarkable tunnel with a roundabout in the middle. I’ll include a brief overview of their impressive tunnel project and a picture of the roundabout.

Isn’t it time we started taking the Faroese as an example?

Article in Morgunblaðið, April 19, 2024

An Investment That Saves 100 Billion

It’s time for a new Spöl.

Trouble rarely comes alone. Volcanic eruptions scare away tourists, Grindavík will cost 60 billion, immigration issues 40 billion, recent wage agreements 80 billion, and the hundred-billion-krona COVID bill remains unpaid. The inflation ghost and housing crisis are here to stay, as you can’t spend your way out of a recession.

Sundabraut Will Cost 150 Billion

The largest project on the drawing board today is an expensive one: Sundabraut, estimated at 89–147 billion. This price tag will likely rise, as numerous related projects, such as the Sæbraut underpass costing up to 27 billion and the extension of Hallsvegur, are not yet fully accounted for.

Environmental concerns are also underestimated. Closing off the bay between Geldinganes and Álfsnes with a landfill, with only one-sixth of the route being a bridge, could disrupt a six-square-kilometer fjord with protected land, mudflats, diverse wildlife, and seal habitats due to changes in tidal patterns—unless more is spent on mitigation.

The price tag will likely approach 150 billion before it’s over. Experience from similar projects shows this. This money isn’t available, so either the project will be delayed, or new toll gates will appear in Ártúnsbrekka for all traffic. Is this really necessary?

Laugarnes Tunnel at 30 Billion

There’s a better way: a tunnel solution all the way from the city. Such a solution hasn’t been studied yet, which is why the Planning Agency requested it be included in Sundabraut’s environmental impact assessment.

The best location for such a tunnel would be from Laugarnes. It’s the shortest route, it connects the main arterial roads (Sæbraut, Reykjanesbraut, and Kringlumýrarbraut), and there’s space for major traffic infrastructure. A tunnel from Laugarnes to Brimnes would also provide a 16 km shortcut compared to Sundabraut’s 9 km.

Since outbound city traffic is lighter, a single Laugarnes tunnel would suffice, whereas Sundabraut would require two tunnels for inner-city traffic. As a result, the cost is much lower—30 billion instead of 150 billion for Sundabraut (based on the real cost of the Hvalfjörður Tunnel). These tunnels are so cost-effective that tolls alone could cover the basic financing, potentially making the project free for taxpayers!

A Misleading Package Deal

A package deal is a well-known sales tactic to boost revenue. Unnecessary items are bundled with essentials and sold together. Sundabraut is an example of such a package deal. Once the Laugarnes tunnel is in place, the second phase of Sundabraut becomes redundant. What remains is the need to address the traffic bottleneck on Miklabraut during peak hours, but that doesn’t require an exorbitantly expensive Sundabraut.

The simplest solution is to address traffic bottlenecks where they occur. The biggest bottleneck is at the country’s largest intersection, between Reykjanesbraut and Miklabraut. These intersections, over half a century old, are among the oldest grade-separated junctions in Iceland. Despite significant traffic increases, these intersections and their surroundings haven’t evolved enough to handle the growth.

The nearby Reykjanesbraut and Sæbraut intersections are traffic-light-controlled and cause backups far onto Miklabraut, and the Miklabraut bridge itself is too narrow during peak times, with turning lanes causing delays. All these intersections need immediate fixes.

However, Sundabraut won’t solve this, as it connects to Sæbraut at the worst bottleneck section. If that issue isn’t addressed first, Sundabraut risks becoming congested too. The Planning Agency requested that this be examined in the environmental impact assessment as well.

The Future Vision of Laugarnes Tunnels

Laugarnes tunnels don’t have this flaw, as their connection to Sæbraut is at a much more convenient location, and traffic to and from there is in the opposite phase of the main arterial roads’ dominant flow, improving the utilization of the capital’s existing infrastructure.

The future development of Laugarnes tunnels also offers growth potential far beyond what Sundabraut could achieve. As traffic and development grow, new parallel tunnels, connections to Mosfellsbær, Álfsnes, and Geldinganes, and a tunnel to Grafarvogur via Viðey can be added. There’s no need to undertake such projects immediately; they can wait until the connections become cost-effective and self-sustaining.

In contrast, Sundabraut must be over-engineered from the start for all future traffic, explaining its high price tag.

Save the Seals and Start a New Spölur

Sometimes, public pet projects become like a train without a conductor. The more money they receive, the harder it is to stop the train. A taxpayer trainwreck looms if we continue down this path, and drivers using the shiny new toll gates in Ártúnsbrekka and Sundabraut may still find themselves stuck in the same traffic jams with empty wallets.

Wastefulness doesn’t have to be the rule. It’s crucial that oversized public projects face real competition. Laugarnes tunnels are a sustainable project, much like the Hvalfjörður Tunnel. All it takes is for those who see the opportunity to come together, form a group like Spölur of old, and offer people a better alternative to Sundabraut’s costly terms. Business opportunities that can save 100 billion are hard to come by. Isn’t it time to save the seals?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • fhringtorg
  • fgong
  • mynd3
  • mynd2
  • mynd1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 365
  • Sl. sólarhring: 475
  • Sl. viku: 4448
  • Frá upphafi: 85351

Annað

  • Innlit í dag: 339
  • Innlit sl. viku: 4018
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 326

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband