5.8.2025 | 16:45
Báknið hefur tvöfaldast frá 1994
Frá 1. janúar 1994 þegar Ísland gekk í EES, þar til í dagsins í dag, hafa útgjöld ríkis og sveitarfélaga tvöfaldast á föstu verðlagi á mann. Þetta er ótrúlegar upphæðir, því stærðargráðan er 1000 milljarða á ári. Þurfum við virkilega að eyða öllum þessum pening?
Margt hefur auðvitað breyst í íslensku samfélagi á þessum tíma sem skýrir hluta af útgjaldaaukningunni, en það breytir þó ekki því að flókið regluverk Evrópusambandsins með innleiðing hér á um 10 þúsund tilskipunum og reglugerðum hefur haft veruleg áhrif til kostnaðarauka með að færa í lög flóknar lúxuskröfur stórþjóða sem oft eiga engan vegin við hið fámenna ísland.
Umhverfismál hafa bólgnað út og í dag má ekki leggja ræsi, því þá breytist vatnshlot. Láttu þig ekki einu sinni dreyma um að reyna að virkja fleiri vatnsföll. Rándýrir smartmælar eru þvingaðir á almenning og orkureikningar hækka. Persónverndarlöggjöf upp á tugi milljarða og matvælalöggjöf upp á annað eins, byggingarreglugerð hefur verið margbreytt með dýrum orkusparnaðarkröfum fyrir land með nánast ókeypis hitunarorku í samanburði við Evrópusambandsþjóðir. Listinn er langur og dýr fyrir litla Ísland.
Enginn hefur þó enn skoðað hversu dýrt þetta er og nánast algjör þöggun hefur ríkt um kostnaðinn á meðan ráðuneytin hafa bólgnað út eins og um náttúrulögmál væri að ræða. Ef fara á í heiðarlega umræðu til að meta kosti þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, er lágmarkskrafa að byrja að gera upp fortíðina og meta raunverulegan kostnað EES báknsins. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun þetta reglugerðafargan nefnilega tífaldast.
Eins þyrfti að meta hvort að EES aðild sé kannski óhentugra form heldur en einfaldir tvíhliða viðskiptasamningar. Í ljósi síðustu skattahækkana Evrópusambandsins gegn kísilverksmiðjunni á Grundartanga, virðist sem við séum ekki einu sinni á sama efnahagssvæði því fyrirsjáanleiki viðskipta er allt í einu enginn. Með tvíhliða samningum væri hægt að búa til viðskiptasamnings pakka sem hentaði Íslandi betur og í leiðinni hægt að spara hundruð milljarða á ári með að minnka báknið. Eins myndi sveigjanleiki okkar til að gera góða viðskiptasamninga við Bandaríkin og aðrar þjóðir aukast verulega.
Í dag er Ísland eitt dýrasta land í heimi og fyrir marga er eigið heimili fjarlægur draumur sem aldrei getur ræst. Það væri því til mikils að vinna ef unnt væri að lækka skatta og gera Ísland ódýrt aftur. En áður en það er hægt þarf fyrst að ráðast á báknið.
English:
The size of government has doubled since 1994.
From January 1, 1994, when Iceland joined the EEA, until today, government and municipal spending has doubled in real terms per capita. These are staggering amounts, as the scale reaches 1,000 billion ISK per year. Do we really need to spend all this money?
Much has, of course, changed in Icelandic society during this time, which explains part of the increase in expenditure. However, this does not change the fact that the complex regulatory framework of the European Union, with around 10,000 directives and regulations, has significantly increased costs by transposing the intricate luxury requirements of large nations, which often do not apply to sparsely populated Iceland.
Environmental issues have ballooned, and today, you can't even lay a drainage pipe because it would alter a watercourse. Dont even dream of trying to harness more rivers for energy. Expensive smart meters are forced on the public, and energy bills are rising. Data protection legislation costing tens of billions was implemented without discussion of the costs, food safety legislation costing just as much, and building regulations have been repeatedly amended with costly energy-saving requirements for a country with nearly free heating energy compared to EU nations. The list is long and expensive for small Iceland.
No one, however, has examined how costly this is, as there has been almost complete silence about the costs, and ministries have simply been allowed to expand as if it were a law of nature. If we are to have an honest discussion about the merits of Iceland joining the European Union, the minimum requirement is to start by reckoning with the past and assessing the real cost of the EEAs size of government. If Iceland joins the EU, this regulatory burden will likely increase tenfold.
It would also be worth evaluating whether EEA membership is perhaps a less suitable arrangement than simple bilateral trade agreements. In light of the EUs recent tax increases against the silicon factory in Grundartangi, it seems we are not even part of the same economic area, as the predictability of trade has suddenly vanished. With bilateral agreements, it would be possible to create a trade agreement package that suits Iceland much better and, in the process, save billions by reducing the size of government. Additionally, our flexibility to make favorable trade agreements with the United States and other countries would increase significantly.
Today, Iceland is one of the most expensive countries in the world, and for many, owning a home is a distant dream that may never come true. It would therefore be highly beneficial if we could lower taxes and make Iceland affordable again. But before that can happen, we must first tackle the size of government.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 298
- Sl. sólarhring: 300
- Sl. viku: 2672
- Frá upphafi: 80537
Annað
- Innlit í dag: 213
- Innlit sl. viku: 2326
- Gestir í dag: 200
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýlega var settur upp snjallmælir hjá mér og þá gat orkusölufyrirtækið boðið mér ódýrara rafmagn á nóttunni sem lækkaði rafmagnsreikninginn.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2025 kl. 18:48
Frá 1. janúar 1994 þegar Ísland gekk í EES, til dagsins í dag, hafa útgjöld ríkis og sveitarfélaga vegna hækkana launa meira en tvöfaldast á föstu verðlagi á mann en hlutfallslega fækkað þeim sem þar starfa. Eru þá kjarabætur, hagvöxtur, skattalækkanir og tekjuaukning frá þeim tíma EES að þakka? Er kaupmáttaraukning almennings rekjanleg beint til EES? Eða er bara heimilt í heimi andstæðinga EES að rekja það sem þeim þykir slæmt (umhverfismál, neytendavernd, persónuvernd, mannréttindi o.s.frv. flóknar lúxuskröfur eins og þeir kalla það) til EES?
Ef fara á í heiðarlega umræðu til að meta kosti þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, er lágmarkskrafa að byrja að gera upp fortíðina og meta raunverulegan hagnað af EES. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun þessi hagnaður margfaldast? Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun það jafngilda 10, 20, 50 prósent launahækkun? Eða meira en það?
Í dag er Ísland eitt dýrasta land í heimi með hæstu laun í heimi og skattar lægri í dag en þegar Ísland var ódýrt. En fyrir marga er eigið heimili fjarlægur draumur sem aldrei getur ræst. Það væri því til mikils að vinna ef unnt væri að lækka vexti og gera lán viðráðanleg. En áður en það er hægt þarf fyrst að leggja krónuna niður og taka upp alvöru gjaldmiðil.
Espolin (IP-tala skráð) 5.8.2025 kl. 21:03
Furðulegt hvað fólk getur enn verið svo ferkantað í hugsun. Snjallmælar voru ekki settir í EU lög til að lækka orkureikninginn til almennings. mRNA Gena lyfin voru ekki gefin fólki til að fyrirbyggja Covid o.s.frv. Kolefniskattar hafa ekkert að gera til að koma í veg fyrir Global Warming .. Fólk er fangi í eigin pappakassa.
Trausti (IP-tala skráð) 5.8.2025 kl. 21:33
Guðmundur: Eftir að allir aðrir voru látnir borga fyrir að setja upp smartmæli hjá þér "ókeypis" fékkst þú lægri orkureikning á nóttunni. Þetta hljóma ekki sem sparnaðarráð heldur einfaldlega stjórnlaus sóun hjá opinberu fyrirtæki í einokunaraðstöðu til að innleiða stefnu evrópusambandins sem tekur mið af allt öðruvísi orkumarkaði en hér. Heildarkostnaður á þessum pakka öllum verður 10-15 milljarðar, sem neytendur þurfa að borga fyrir á endanum. Ef þessi smartmælir væri virkilega svo sniðugur, þá hefðir þú borgað fyrir hann sjálfur og ekki þurft orkupakka 3 til. Slíkir mælar voru til fyrir það.
Jóhannes Loftsson, 5.8.2025 kl. 21:39
Vextir eru skrifaðir á lánasamninga en ekki peningaseðla. Á lánasamningum er heiti gjaldmiðils við lánsupphæðina en við vaxtastigið er prósentumerki. Vaxtaprósentan breytist ekki þó skipt sé um gjaldmiðil því ekkert við gjaldmiðilinn sjálfan mælir fyrir um tiltekið vaxtastig.
P.S. Hverjum þykir neytendavernd slæm? Ég hef ekki einu sinni heyrt eða séð allra hörðustu andstæðinga alls sem tengist öðrum löndum hallmæla neytendavernd.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2025 kl. 21:50
Espolin: Hinn rétti samanburður væri að bera saman hvað tvíhliða viðskiptasamningur (svipað og kanada og aðrar þjóðir eru með) hefði gefið í samanburði við EES. Þ.e. hvernig einfaldur viðskiptasamningur hefði komið út í samanburði við að flytja stóran hluta löggjafarvaldsins til Brussel og breyta alþingi í afgreiðslustöð. Augljóslega er ekki allar þessar hækkanir vegna EES, en hins vegar er ljóst að stór hluti er það. 10.000 tilskipanir koma ekki ókeypis. Þessar örfáu reglurbreytingar sem ég nefndir kosta einvherja tugi milljarða á ári. Umræðan sem ég mundi vilja fá fælist í að raunverulegur kostnaður af þessu regluverki yrði metinn. Jú að sjálfsögðu ætti líka að meta ávinninginn á EES líka, en þó bara í samanburði við sambærilega tvíhliða viðskiptasamninga annarra landa sem líklegt er að Ísland hefði líka geta fengið. Hefðu slíkir samningar kannski getað skila álika ávinningi? Ef svo er þá væri EES hreint ekki það góður, vegna viðbótarkostnaðarins frá reglugerðafarganinu sem bætist við. Af hverju ætli bretar hafi hafnað því að fara í EES þegar þeir gengu úr evrópusambandinu og frekar farið í tvíhlið viðræður? Það er ekki að ástæðulausu.
Það þarf einfaldelga að skoða þetta allt með opnum augum.
Jóhannes Loftsson, 5.8.2025 kl. 21:54
Jóhannes. Auðvitað var mælirinn ekki ókeypis enda hlýtur raforkudreifiveitan að hafa keypt hann og borgað fyrir. Reikningurinn hjá mér hækkaði samt ekki við það heldur lækkaði. Ef ég hefði keypt slíkan mæli sjálfur fyrir löngu síðan hefði ég samt ekki getað fengið ódýrara rafmagn á nóttunni fyrr en dreifiveitan gekk frá tengingu mælisins við móðurstöðina þeirra sem heldur utan um notkum og gjaldtöku á ólíkum tímum sólarhrings og gefur út mánaðarlegu reikninganna. Án þeirrar tengingar þar á milli hefði verið sóun að eyða fé í slíkan mæli.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2025 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning