12.7.2025 | 14:17
Rannsaka þarf möguleg lögbrot Samtakanna 78
Íslenska óréttlætisgyðjan
1. og og 3. málsgrein 227. greinar b í almennum hegningarlögum hljóma svo: (sjá hér)
- "Hver sem með nauðung, blekkingum eða hótunum fær einstakling til að undirgangast ógagnreynda meðferð í þeim tilgangi að bæla eða breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu hans skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
- "Hver sem framkvæmir, hvetur með beinum eða óbeinum hætti til eða hefur þegið fé vegna meðferðar sem greinir í 1. mgr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári."
Greinin vekur upp mikilvægar spurningar um hvort upplýsingagjöf Samtakanna 78 og fræðsla í grunnskólum feli í sér brot gegn 227. gr. b. hegningarlaga nr. 19/1940. Greinin kveður á um refsiábyrgð þegar einstaklingar undirgangast ógagnreynda meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, einkum þegar um börn yngri en 18 ára er að ræða. Einnig kveður hún á um refsingu þeirra sem framkvæma, hvetja til eða þiggja fé vegna slíkra meðferða.
Lykilhugtökin eru "ógagnreynd" og "blekking".
- Skilgreining á ógagnreyndri meðferð Ógagnreynd meðferð vísar til inngripa sem ekki byggja á nægilegum vísindalegum gögnum og teljast því tilraunakenndar. Sem dæmi má nefna notkun hormónablokkara og kynskiptaaðgerða hjá börnum, sem samkvæmt dómi í Bretlandi (R (Bell) v. Tavistock and Portman NHS Foundation Trust [2020] EWHC 3274 (Admin)) eru ekki taldar nægilega rannsakaðar. Slíkur rökstuðningur á einnig við íslenskan rétt með vísan til alþjóðlegra skuldbindinga og meginreglna barnaréttar.
- Skilgreining á blekkingu Í lagalegu samhengi felur blekking í sér vísvitandi eða stórfellda vanrækslu í upplýsingagjöf, sem leiðir til þess að einstaklingur tekur ákvörðun sem hann hefði ekki tekið ef hann hefði haft réttmætar og heilar upplýsingar. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (sbr. lög nr. 19/2013) skulu börn njóta verndar gegn blekkingu og öllum þeim upplýsingum sem geta valdið þeim skaða eða villst ásetningi.
- Dæmi um möguleg brot
- Blekking um afturkræfni hormónalyfja: Samtökin 78 halda því fram að áhrif hormónablokkara séu afturkræf. Rannsóknir sýna hins vegar að slík áhrif geta verið varanleg, m.a. á beinþéttni, vaxtarhraða, frjósemi, kynfæraviðbrögð og geðheilsu. Það að sleppa þessum upplýsingum getur talist blekking sem hefur bein áhrif á ákvarðanatöku barna og foreldra. (sjá hér)
- Rangfærslur um líffræðilegt kyn og notkun hugtaka: Í kynningarefni samtakanna (sjá hér) er fullyrt að kyn sé úthlutað við fæðingu. Slíkt orðalag getur verið blekkjandi þar sem líffræðilegt kyn byggir á erfðafræðilegum þáttum. Einnig er notað hugtakið "kynstaðfestandi ferli" til að lýsa ferlum sem fela í sér félagslega eða læknisfræðilega aðlögun að sjálfskynja kynvitund. Slíkt hugtak gefur í skyn að hægt sé að "staðfesta" kyn með félagslegum eða líkamlegum inngripum. Þetta getur haft í för með sér villandi skilaboð, sérstaklega til barna, um að kyn sé breytanlegt eða staðfestanlegt með læknisfræðilegum aðgerðum.
Þá liggur fyrir að Samtökin 78 hafa lýsa því yfir á heimasíðunni að þau noti orðið "kyn" vísvitandi bæði um líffræðilegt kyn og félagslegt kyngervi. Slík samblanda á tveimur ólíkum hugtökum í fræðsluefni ætlað börnum getur verið sérstaklega ruglandi og grafið undan skilningi barna á mikilvægu grundvallaratriði sjálfsmyndar og líkama. Með því að eyða skýrum aðgreiningum milli kyns og kyngervis, eru börn líklegri til að samþykkja skilaboð sem gefa í skyn að kyn sé huglægt og valkvætt, og þar með líklegri til að taka ákvarðanir um meðferðir sem kunna að hafa óafturkræfar afleiðingar.
- Aðgengi að börnum utan skólakerfisins: Samtökin 78 hafa aðgang að grunnskólum í gegnum kynningarfundi sem beinast að börnum í 3., 6. og 9. bekk. Í lok slíkra kynninga er börnum oft bent á að hafa samband við samtökin beint, sem auglýsir eigin ráðgjafaþjónustu sem er utan við formlegt skólakerfi og ekki háð sambærilegu faglegu eða lagalegu eftirliti og gildir innan skóla. Þetta skapar hættu á því að börn leiti sér ráðgjafar um viðkvæm málefni hjá aðila sem hvorki fellur undir sömu ábyrgð né skjól sem skólayfirvöld tryggja. Því er mikilvægt að skoða hvort þessi starfsemi brjóti gegn markmiðum barnaverndar og öryggi barna.
- Fjárhagslegur ávinningur: Samkvæmt 3. mgr. 227. gr. b. hegningarlaga skal sá sem þiggur fé vegna meðferðar sem greinir í 1. mgr. sæta refsingu. Leiða má rök fyrir því að hluti tekna Samtakanna 78 komi frá ráðgjafaþjónustu sem felur í sér hvatningu eða leiðsögn til ógagnreyndrar meðferðar við kynvitund eða kyntjáningu barna. Ef slíkt reynist réttmætt, myndi það gera brotið alvarlegra, þar sem það tengist beinni fjárhagslegri ávöxtun af starfsemi sem felur hugsanlega í sér refsiverða háttsemi.
- Ábyrgð yfirvalda og rannsóknarskylda Þegar slíkar upplýsingar eru kerfisbundið settar fram í opinberri fræðslu og afleiðingin getur verið þátttaka barna í ógagnreyndri meðferð, er ástæða til að kanna hvort skilyrði refsiákvæðis 227. gr. b. séu uppfyllt. Þá liggja fyrir fjölmiðlafréttir um að stjórnandi innan Samtakanna 78 hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintrar áreitni og hugsanlegra alvarlegra brota gegn börnum. Þó að niðurstöður séu ekki birtar opinberlega, vekur það spurningar um hæfi samtakanna til að gegna hlutverki í fræðslu fyrir börn.
- Niðurstaða Lögregla og önnur yfirvöld bera ábyrgð á að framfylgja hegningarlögum án tillits til þess hverjir eigi í hlut. Þegar fyrir liggja vísbendingar um að lög hafi hugsanlega verið brotin, sérstaklega gagnvart börnum, ber að hefja rannsókn. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kanna með hlutlægum hætti hvort aðkoma Samtakanna 78 að grunnskólafræðslu samrýmist ákvæðum 227. gr. b. hegningarlaga.
Þá má ekki horfa framhjá því hversu alvarlegt slíkt brot kann að vera. Að blekkja börn sem eru í mótun og hafa ekki forsendur til að meta líffræðilega og læknisfræðilega áhættu til að velja sér ferli sem felur í sér óafturkræfar aðgerðir á líkama sínum, er ekki aðeins siðferðislega ámælisvert heldur kann að festa kynáttunarvanda í sessi til frambúðar. Slík íhlutun, sem byggir á rangri eða villandi upplýsingagjöf, getur haft áhrif á allt líf viðkomandi barns, bæði andlega, líkamlega og félagslega. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að bregðast skýrt og ábyrgðarfullt við þegar rökstuddur grunur liggur fyrir um brot af þessu tagi.
English:
Possible Legal Violations by Samtökin '78 Must Be Investigated
Paragraphs 1 and 3 of Article 227(b) of the General Penal Code state as follows (see here):
Anyone who, through coercion, deception, or threats, causes an individual to undergo unverified treatment for the purpose of suppressing or changing their sexual orientation, gender identity, or gender expression shall be subject to a fine or imprisonment for up to 2 years.
Anyone who performs, encourages (directly or indirectly), or receives payment for treatment as described in paragraph 1 shall be subject to a fine or imprisonment for up to 1 year.
This provision raises serious questions about whether the information provided by Samtökin '78 and the educational material used in Icelandic primary schools constitutes a violation of Article 227(b) of Penal Code No. 19/1940. The article establishes criminal liability when a person is subjected to unverified treatment through coercion, deception, or threatsespecially when that person is under 18 years of age. It also sets penalties for those who perform, encourage, or receive financial compensation for such treatments.
The key legal terms are unverified and deception.
1. Definition of Unverified Treatment
Unverified treatment refers to interventions that are not based on sufficient scientific evidence and are therefore considered experimental. Examples include the use of hormone blockers and gender reassignment procedures for minors, which, according to a British court ruling (R (Bell) v. Tavistock and Portman NHS Foundation Trust [2020] EWHC 3274 (Admin)), are not sufficiently researched. This reasoning is also relevant under Icelandic law in light of international commitments and fundamental principles of childrens rights law.
2. Definition of Deception
In a legal context, deception involves the intentional or grossly negligent dissemination of misleading information, causing an individual to make a decision they would not have made if they had been properly and fully informed. According to the UN Convention on the Rights of the Child (as incorporated into Icelandic law via Act No. 19/2013), children must be protected from deception and from information that could cause them harm or be misleading by intent.
3. Examples of Potential Violations
Deception regarding the reversibility of hormone treatments:
Samtökin '78 claim that the effects of hormone blockers are reversible. However, research indicates that such effects can be permanentaffecting bone density, growth rate, fertility, genital responsiveness, and mental health. Omitting these facts may constitute deception that significantly influences the decision-making of children and their guardians (see here).Misrepresentation of biological sex and terminology:
In educational materials from the organization (see here), it is claimed that sex is assigned at birth. This wording may be misleading, as biological sex is determined by genetic factors. The term gender-affirming process is also used to describe social or medical transitions aligning with ones gender identity. This term implies that sex can be confirmed through social or medical interventions. Such language may send misleading signalsparticularly to childrenthat sex is changeable or confirmable via medical procedures.Moreover, Samtökin '78 have publicly stated on their website that they intentionally use the word kyn (gender/sex) to refer to both biological sex and social gender identity. This conflation of two distinct concepts in educational material intended for children can be particularly confusing and may erode children's understanding of essential aspects of identity and biology. By blurring the line between sex and gender, children may be more inclined to accept the notion that gender is subjective and optional, and thereby more likely to choose medical procedures that may have irreversible consequences.
Access to children outside the school system:
Samtökin '78 are given access to primary schools through presentations directed at students in grades 3, 6, and 9. At the end of such presentations, children are often encouraged to contact the organization directly, which promotes its own counseling services that are outside the formal school system and not subject to the same professional or legal oversight. This raises the risk that children may seek advice on sensitive issues from entities not bound by the same standards of responsibility and protection as school authorities. It is important to evaluate whether this practice violates child protection policies and jeopardizes the safety of minors.Financial gain:
According to paragraph 3 of Article 227(b), anyone who receives payment for treatment as defined in paragraph 1 is subject to criminal penalties. It can be argued that part of Samtökin '78's income comes from counseling services that involve encouraging or guiding minors toward unverified treatments related to gender identity or expression. If this is confirmed, it would further aggravate the offense, as it would link criminal conduct to direct financial gain.
4. Responsibility of Authorities and Duty to Investigate
When such information is systematically presented in public education and leads to minors participating in unverified medical treatments, there is cause to determine whether the conditions for criminal liability under Article 227(b) have been met. Furthermore, media reports indicate that a leader within Samtökin '78 was under police investigation for alleged harassment and potentially serious offenses against children. Even if the outcomes are not public, this raises questions about the organization's suitability to participate in educational activities involving children.
5. Conclusion
Law enforcement and relevant authorities are responsible for enforcing the Penal Code impartially. When there are indications that laws may have been violatedespecially when minors are affectedan investigation is required. It is both reasonable and necessary to assess, objectively, whether Samtökin '78s involvement in primary school education is consistent with Article 227(b) of the Penal Code.
Moreover, the seriousness of such potential offenses must not be overlooked. Deceiving childrenwho are still developing and lack the capacity to assess biological and medical risksinto choosing a path that includes irreversible bodily interventions is not only ethically questionable, but may also entrench gender dysphoria permanently. Such interference, based on false or misleading information, can have lifelong consequences for the childmentally, physically, and socially. This underscores the urgent need for a clear and responsible response when there is reasonable suspicion of offenses of this nature.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 478
- Sl. sólarhring: 550
- Sl. viku: 3219
- Frá upphafi: 71244
Annað
- Innlit í dag: 429
- Innlit sl. viku: 2914
- Gestir í dag: 422
- IP-tölur í dag: 407
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk enn og aftur fyrir innleggin þín um trans-málaflokkinn. Vekja þarf foreldra af Þyrnirósarsvefninum um það sem fer fram innan veggja skólanna. Kennarasamband Ísland er heillum horfið inn í þennan vókimsma og því enga hjálp að fá frá kennarastéttinni.
Fyrir um þremur árum skrifaði ég grein þar sem ég spyr hvort trans Samtökin 78 gerist brotleg við barnaverndarlög. Enginn hefur enn svarað því og því stendur spurningin enn ósvarað.
Gerast Samtökin ’78 brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga? - Frettin.is
Þú kemur með annað sjónarhorn.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2025 kl. 15:52
Hér er t.d. ein ráðleggingin sem ég vísa í í fyrra dæminu sem ég tel upp og sem ég tel að sé hreint lögbrot.
"Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf."
Jóhannes Loftsson, 12.7.2025 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning