Skrúðgarður á hraðbraut fyrir 30 milljarða

Nú er í gangi kynningarátak um Sæbrautarstokknum.

sæbraut

Þessi galna hugmynd var fyrst kynnt í fyrsta samgöngusáttmálanum 2019 sem ein af flaggskipsframkvæmdum sáttmálans. Þá tókst þó ekki betur til en svo að það “gleymdist” að kostnaðarmeta framkvæmdina. Það var vægast sagt vandræðalegt, því ef farið yrði í framkvæmdina í dag yrði þetta dýrasta vegaframkvæmd Íslandssögunnar.  

Að 30 milljarða framkvæmd hafi gleymst sýnir hve óvönduð vinnubrögð samgöngusáttmálans voru. Þessi mistök breytust svo í blekkingu því enginn þorði að leiðrétta þau fyrr en mörgum árum síðar (án þess að viðurkenna mistökin).  

 

30 milljarðar eru vanmat 

30 milljarða kostnaðurinn er síðan án efa verulegt vanmat. Gríðarmikill óbeinn kostnaður á eftir að bætast við vegna umferðartafa við að loka einni meginstofnæð Reykjavíku meðan á framkvæmdum stendur.  Framkvæmdatíminn verður langur, vegna flækjustigsins:  Mikil þrengsli, erfið aðföng og plön um að tengja Sundabraut (gangalausn) inn í stokkinn miðjan. Þetta er nánast óframkvæmanleg framkvæmd.  Hvað eru menn að hugsa?

 

Bylting gervi-fólksins

Svarið er að menn eru ekkert að hugsa. Gervi fólkið með gervi lausnirnar á gervi vandamálunum er búið að taka yfir Ísland.  Heilbrigðri hugsun hefur verið útrýmt og í staðinn er komin krafa um hugsunarlausa hlíðni embættismanna og ráðgjafa sem vita að þeir tapa sínum stað við spenann ef þeir voga sér að gagnrýna glóruleysið.  Gervifólk sem getur ekki hugsað getur aldrei leyst nein vandamál heldur bara búið til ný til að réttlæta tilvist sína.  

Það er því engin tilviljun að tvö helstu samgönguverkefnin á dagskrá í borginni eru þessi 30 milljarða (plús) skrúðgarður yfir Sæbraut og tíu milljarða (plús) göngubrú fyrir strætó í Fossvoginum.  

Hvorug lausnin mun gagnast umferðinni, því einkabílar verða bannaðir á Fossvogsbrúnni og við báða enda stokksins taka við umferðarljós sem munu stífla hann á annatímum. Ökumenn munu þá sitja fastir í mengunarskýinu með tóma vasa í stífluðum stokk.  Það eina sem þessi vitleysa mun uppskera er að reist verða stór glæsileg vegtollhlið í Árstúnsbrekku og á Reykjanesbraut til að fjármagna þetta nýja skattasvarthol sem gervifólkið er búið að uppgötva.

 

Þegar bæði ríki og borg er stjórnar af slíkum leikurum eiga sér líka stað leiksýningar. Stórkostlegasta leiksigur gervifólksins í ár er án efa þegar bæði ríki og borg þóttust leita til almennings um að gefa sér sparnaðartillögur. Margir féllu fyrir þessum stórleik. Vandamálið er hins vegar að drukknir sjómenn geta ekki sparað öðru vísi en að finna happy-hour tilboð svo fylleríið geti haldið áfram aðeins lengur. Nú þegar leiktjöldin hafa fallið blasir raunveruleikinn við og í stað þess að hætta partíinu  með skattfé almennings með sparnaði og skattalækkunum hafa skattahækkanir verið boðaðar. Sparnaðartillöguleiksýningin var öll í plati.

 

Það er kominni tími til að vakna

Íslenskir kjósendur hafa verið sofandi og hafa kosið þetta yfir sig með því að verðlauna ávallt leikarana. Eyðslusemi þessara loddara er orðin stjórnlaus og þeir að þeir munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð svo lengi sem kjósendur kaupa lygina. Ef við bara eyðum aðeins meiri pening, byggjum nýtt torg, setjum pálmatré í glerkúlu, skrúðgarð fyrir hjólastíg og borgarlínu, þá mun allt verða gott aftur.  Treystið okkur!

 

… á meðan kjósendur hlusta dáleiddir á lyginu munu tollhliðin koma, gjöldin hækka og húsnæðisverð mun halda áfram að hækka þar til hugmyndin um að búa í eigin húsnæði verður sífellt fjarlægri draumur sem aldrei getur ræst fyrir flesta Íslendinga.

 

Er ekki kominn tími til að þjóðin fari að vakna? Loddararnir eru ekki verið að selja ykkur draum, heldur martröð.



English:

 

Public Garden on top of a Highway for 30 Billion

A promotional campaign is now underway for the Sæbrautar shaft/tunnel. This insane idea was first introduced in the 2019 transport agreement as one of its flagship projects. However, it was so poorly executed that they “forgot” to estimate the cost. To say the least, this was embarrassing, as if this project were undertaken today, it would be the most expensive road project in Iceland’s history.

The fact that a 30-billion project was overlooked shows how shoddy the Transport Agreement’s methods were. This mistake then turned into deception, as no one dared to correct it until years later (without admitting the error).

 

30 Billion is an Underestimation
The 30-billion cost is undoubtedly a significant underestimate. Enormous indirect costs will arise due to traffic disruptions from closing one of Reykjavik’s main roads during construction. The construction period will be long due to the project’s complexity: significant congestion, difficult logistics, and plans to connect the Sundabraut (a tunnel solution) to the middle of the shaft/tunnel. This is practically an unfeasible project. What are people thinking?

 

The Revolution of the Fake People
The answer is that people aren’t thinking at all. The fake people with their fake solutions to fake problems have taken over Iceland. Common sense has been eradicated, replaced by a demand for thoughtless obedience from bureaucrats and consultants who know they’ll lose their place at the hand out table if they dare criticize the absurdity. Fake people who can’t think can never solve problems—they only create new ones to justify their existence.

It’s no coincidence that the two main transport projects on the city’s agenda are this 30-billion plus project: a Public garden over Sæbraut highway and a 10-billion plut project: pedestrian bridge for buses in Fossvogur.

Neither solution will benefit traffic, as private cars will be banned on the Fossvogur bridge, and at both ends of the Sæbraut shaft, traffic lights will cause bottlenecks, clogging it during rush hours. Drivers will be stuck in a polluted tunnel with empty pockets. The only outcome of this madness will be grand, shiny toll booths in Ártúnsbrekka and on Reykjanesbraut to fund this new tax black hole that the fake people have discovered.

When both the state and the city are run by such actors, theatrical performances ensue. The greatest theatrical triumph of this year is undoubtedly when both the state and the city pretended to seek cost-saving suggestions from the public. Many fell for this grand act. The problem, however, is that only way drunken sailors are willing to save money is by finding happy-hour deals to keep the binge going a bit longer. Now that the curtains have fallen, reality is clear: instead of ending the party with public tax money through savings and tax cuts, tax hikes have been announced. The cost-saving suggestion charade was all a sham.

 

It's time to wake up

Icelandic voters have been asleep, electing this upon themselves by always rewarding the actors. The recklessness of these charlatans has become uncontrollable, knowing they’ll never face accountability as long as voters buy the lie. If we just spend a little more money, build a new square, put palm trees in a glass dome, a garden for a bike path and a city bus line, everything will be fine again. Trust us!

… Meanwhile, as voters listen, mesmerized by the lie, toll booths will appear, fees will rise, and housing prices will continue to climb until the idea of owning a home becomes an increasingly distant dream that can never come true for most Icelanders.

Isn’t it time for the nation to wake up? The charlatans aren’t selling you a dream, but a nightmare.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er astæða fyrir því að maður býr ekki í Rekjavík og forðast miðbæinn eins og heitann eldinn.

Spurning hvort að það fer að vera ástæða til að búa erlendis, veit um nokkuð af fólki sem hefur gefist upp á ástandinu og er farið eða að fara úr landi.

Emil (IP-tala skráð) 24.5.2025 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • sæbraut
  • m1b
  • m2
  • m3b
  • m3b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 261
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 315
  • Frá upphafi: 58140

Annað

  • Innlit í dag: 224
  • Innlit sl. viku: 270
  • Gestir í dag: 220
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband