1.5.2025 | 22:05
Árið sem ég varð Hitler og Kim Jong Un samtímis
Hóphugsun er eins og lest af heimsku. Þeim mun lengur sem hún fær að keyra óáreitt þeim mun meiri verður heimskan og öfgarnar og engin rök fá hana stöðvað áður en lestarslysið verður. En í smá áður en lestin er komin á fulla ferð, og áður en stjórnmálamenn hafa gerst meðsekir um óafsakanleg mistök og fórnir á hagsmunum almennings, er lítill gluggi til að hafa áhrif til að hægja á lestinni.
Vorið 2020 þegar covidheimskulestin fór af stað, þorði hins vegar enginn að tjá sig í fjölmiðlum, hvað þá að tjá sig með afgerandi hætti gegn þríeykinu sem þá var búið að koma í Guðatölu. Þegar Þórólfur lagði til að landinu yrði lokað sumarið 2020, var það eina opinbera álitið sem stjórnmálamenn gátu miðað við. Ef þessum ráðum hefði verið fylgt er hætt við að sóttvarnaraðgerðir hér á landi hefðu orðið enn öfgafyllri, t.d. með útgöngubanni og jafnvel bóluefna-skyldu. Öfgar eru nefnilega alltaf einstefnugata, og einar öfgar leiða alltaf að sér aðrar.
Þetta gerði ég mér fulla grein fyrir á þessum tíma, og til að fleiri finndu hugrekki til að tjá sig, skrifaði ég nokkrar mjög harðorðar greinar til að hægja á heimskulestinni. Áhrifamestu greinina skrifaði ég fyrir 2. maí, 2020, þar sem ég sem formaður frjálshyggjufélagsins heimtaði afsögn ríkisstjórnarinnar ef hún tæki ekki aftur ábyrgð á stjórn landsins í eigin hendur (frá þríeykinu) og hótaði jafnframt að það myndi koma til nýrra potta og pönnubyltingar þegar gjaldþrotahrynan hæfist ef fylgja ætti ráðum Þórólfs og fórna ferðaþjónustunni.
Greinin fékk misjafnar undirtektir þar sem helmingur þeirra sem voru með athugasemdir tóku undir, og hinn helmingurinn taldi mig klikkaðan ömmumorðingja eða hótuð mér jafnvel ofbeldi. Eftirminnilegasti dómurinn kom frá einum vinsælasta bloggara landsins sem sagði þetta um tillögur mínar að opna landið:
Þetta eru vissulega lögmæt sjónarmið sem einræðisstjórnum á borð við Kim Jong Un gætu dottið í hug. Svipað og þær þjóðernishreinsanir sem fram hafa farið og fara enn fram með gildri röksemdafærslu á hverjum stað. Adolf heitinn Hitler hafði til dæmis mikla sannfæringu fyrir nauðsyn á mikilli framleiðni Auswitch búðanna vegna framtíðarvelgengni Þýzkalands.
Það átti að cancella mér!
Eitthvað virðist hótunin (og hvatningin) þó hafa bitið í ríkisstjórnina því 11 dögum síðar ákváðu íslensk yfirvöld fyrst evrópuþjóða utan svíþjóðar, að opna landið aftur fyrir túristum. Daginn eftir fylgdu margar aðrar evrópuþjóðir eftir (þýskaland og grikkland) og opnuðu. Því miður reyndist þessi opnun að hálfum hug, því reynt var að stöðva smit við landamærin og reynt að fylgja núllsmitaaðferð í stað þess að jafna kúrvuna. Fyrirsjáanlega enduðu landamærasmitin með að öllu var skellt í lás um miðjan ágúst. Þjóðinn vann hins vegar tvo mánuði þar sem heimskulestin jók ekki hraðann og öfgarnar hér urðu því minni.
Lestarslysið hér varð þó á endanum óumflýjanlegt: 1000 milljarðar töpuðust í ferðageiranum, viðbótarandlát tengd, sóttvarnaraðgerðu, bóluefnum og remdesivir er þegar líklega komin á annað þúsund og á eftir að fjölga verulega, tugþúsundir þjást af eftirköstum eitursprauturnar og fæðingartíðni á íslandi er fallin um 18%, og er í dag ekki nema 75% af því sem þarf til að viðhalda fólksfjölda eftir að megnið af þjóðinni tók inn ófrjósemislyf.
Hér er greinin (sem reitti marga til reiði en hægði á lestinni)
=======================================
Það sem allir sjá
Eftir Jóhannes Loftsson: "Ríkisstjórn sem ekki vill sjálf leiða þjóð úr aðsteðjandi vanda á að segja af sér."
Það sem allir sjá en enginn sér lengur.
Sænska Covid-leiðin treystir á ábyrgð einstaklinga og var fyrst og fremst farin til að hægt væri að halda aðgerðum úti í langan tíma. Hún virkar meira að segja þó að mörg ár taki að þróa bóluefni, því löngu fyrr mun hjarðónæmi hinna yngri vera byrjað að vernda þá eldri.
Íslenska leiðin er hins vegar ekki leið út úr vandanum heldur skammtímalausn sem veðjaði á að lækning fyndist strax. Það veðmál tapaðist. Þess vegna náði fyrsti aðgerðapakkinn bara fram í maí og þriðji aðgerðapakkinn bara fram í júlí.
20. apríl birti ég grein þar sem ég gagnrýndi stjórnvöld fyrir að hafa varpað allri ábyrgð á aðgerðum gegn kórónufaraldrinum yfir á þriggja manna aðgerðateymi og fyrir vikið hafi aðgerðirnar orðið vanhugsaðri en ella. Þessi grunur minn fékkst staðfestur daginn eftir þegar annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar var kynntur og ríkisstjórnin sagðist hvorki vita hve lengi aðgerðirnar stæðu né hvað þær kostuðu. Síðar um kvöldið viðurkenndi forsætisráðherra að sambærileg tilraun Íslendinga til að ná niður smitum með lokun landsins væri endurtekning á tilraun Singapúr sem hefði mistekist. Óvissuferðin er því algjör.
Lokun landsins hefur þó ekki alltaf verið stefnan. Á fundi 29. janúar þegar dánartíðni Covid-19 var 2,2% og veiran hafði ekki enn borist hingað sagði sóttvarnalæknir að ekki ætti að loka landinu því að til að það skilaði árangri þyrfti lokunin að standa í sex til tólf mánuði og bætti svo við:
Ég held að það sjái það allir að það [lokun landsins] myndi aldrei ganga upp fyrir íslenskt samfélag.
Hvorki hann né ríkisstjórnin sjá þetta samt lengur.
Mánuði síðar, þegar dánartíðnin var komin í 3,5% og fyrstu íslensku ferðamönnunum var skipað í sóttkví, sluppu erlendir samferðamenn því þeir voru sagðir smita síður.
Nú hafa fyrstu mótefnamælingar (í Santa Clara-sýslu í Kaliforníu) sýnt að kórónuveiran var mun útbreiddari en áður var talið. Þetta eru góðar fréttir því kórónuflensan er skaðlausari með dánartíðni jafnvel ekki nema 0,1%, sem er sambærilegt og flensa. Í stað þess að milda núverandi stefnu við þessi góðu tíðindi snerist ráðgjöfin á haus og nú vill sóttvarnalæknir senda alla erlenda ferðamenn í sóttkví, meira að segja þótt sú aðgerð innsigli örlög ferðaþjónustunnar sem mun gera nýtt íslenskt hrun óumflýjanlegt. Hvað breyttist? Hvernig getur ráðgjafi útskýringalaust snúið við jafn veigamikilli ráðgjöf? Enn furðulegra er að einum lækni sé treyst fyrir þessari stærstu efnahagsákvörðun seinni tíma! Eru allir virkilega sammála því að loka eigi landinu í allt að tólf mánuði? Hvað ef mótefnamælingar síðar meir muni sýna að dánartíðnin hér sé líka bara álíka og fyrir flensu. Hvar liggur skaðabótaábyrgð ríkisins þá fyrir tjóninu sem efnahagsráðgjöf læknisins veldur? Eitthvað hlýtur stjórnarskráin að verja almenning fyrir slíku óþörfu valdainngripi.
Það hlýtur að vera ákveðin kaldhæðni örlaganna að þessi afleita ráðgjöf kemur úr ráðuneyti dóttur aðalsamningamanns Icesave-samninganna. Sá samningur var fyrst kynntur sem glæsileg niðurstaða áður en 98% þjóðarinnar höfnuðu honum. Núverandi árangur yfirvalda er einnig kynntur sem glæsilegur árangur með núll smitum. Slíkri einangrunarleið hefur samt aldrei að mér vitandi verið beitt áður gegn bráðsmitandi flensusjúkdómi og sérfræðingar segja að slíkt tefji bara útbreiðsluna en fækki ekki tilfellum. Um leið og höftum verður aflétt eða þegar það byrjar að kólna aftur næsta haust og smithættan eykst mun allt blossa upp aftur þar til hjarðónæmi er náð.
Eins og í Icesave forðum ætlar ríkisstjórnin að flýja ábyrgð með því að framselja vald sitt til sérfræðinga og keyra vanhugsaða nálgun í gegn áður en lýðræðisleg umræða hefur átt sér stað um þá kosti sem enn standa til boða. Þegar ráðgjöf ráðgjafans er farin að snúast í hring og hljóma eins og hún komi frá Ragnari Reykás ber þeim sem stjórnar að leita annarra sérfræðiálita. Ein slík leið er sænska leiðin, sem í senn verndar þá viðkvæmu en gefur hagkerfinu raunverulega möguleika á að komast af.
Auðvitað á að nýta árangurinn gegn kórónuflensunni til að opna landið strax aftur. Ef það væri gert nú myndi það vekja heimsathygli og laða hingað frelsisþyrsta ferðamenn sem kæmust hvergi annað. Íslendingar þyrftu áfram að sýna ýtrustu aðgát í langan tíma, en ávinningurinn af því að gefa ferðaiðnaðinum tækifæri á að berjast fyrir lífi sínu gæti orðið margfaldur ef hrunið yrði umflúið.
Ríkisstjórn Íslands hefur flúið ábyrgðina sem fylgir því að stjórna og falið lækni efnahagsstjórnina. Fyrir vikið eru allar aðgerðir nú eingöngu líknarmeðferð á sjúklingi sem mun deyja ef hann fær ekki súrefni. Eina leiðin til að bjarga Íslandi frá öðru hruni er að fólk láti í sér heyra og minni stjórnmálamenn á að þeir munu verða dregnir til ábyrgðar fyrir þennan nýja afleik aldarinnar. Sannleikurinn mun koma í ljós. Enn er von um að hægt sé að komast hjá harmleiknum. En til þess að svo verði þarf fólk að rísa upp og sýna viðspyrnu og láta í sér heyra strax, því eftir að sjúklingurinn er dauður verður honum ekki bjargað lengur.
Höfundur er formaður frjálshyggjufélagsins.
English translation
The Year I Became Hitler and Kim Jong-Un Simultaneously
Groupthink is like a train of stupidity. The longer its allowed to run unchecked, the greater the stupidity and extremism become, and no reasoning can stop it before the train wreck occurs. But just before the train reaches full speed, and before politicians become complicit in unforgivable mistakes and sacrifices of public interest, theres a small window to influence and slow down the train.
In the spring of 2020, when the COVID stupidity train started rolling, no one dared to speak out in the media, let alone decisively against the "Three" that had already been elevated to divine status. When Þórólfur in April 2020 proposed closing the country in the summer, it was the only official opinion politicians could base their decisions on. Had these recommendations been followed, its likely that Icelands public health measures would have become even more extreme, potentially including curfews or even mandatory vaccinations. Extremism is always a one-way street, and one extreme always leads to another greater extreme.
I was fully aware of this at the time, and to encourage others to find the courage to speak out, I wrote several strongly worded articles to slow down the stupidity train. The most impactful article I wrote was on May 2, 2020, where, as chairman of the Libertarian Society, I demanded the resignation of the government if it didnt take back responsibility for governing the country (from the Three) and threatened a new pots-and-pans revolution when the wave of bankruptcies began if Þórólfurs advice was followed, sacrificing the tourism industry.
The article received mixed reactions: half of the commenters agreed with me, while the other half considered me a deranged grandma-killer or even threatened me with violence. The most memorable judgment came from one of the countrys most popular blogger, who said this about my proposals to open the country:
These are certainly legitimate viewpoints that dictatorial regimes like Kim Jong-Uns might come up with. Similar to the ethnic cleansings that have taken place and still occur with valid justifications in each case. The late Adolf Hitler, for instance, had great conviction in the necessity of Auschwitzs productivity for Germanys future prosperity.
[I was a grandma killer and should be cancelled!]... or something like that.
Nevertheless, the threat (and encouragement) seemed to have some effect on the government, as 11 days later, Icelandic authorities became the first in Europe, aside from Sweden, to reopen the country to tourists. The following day, several other European countries (Germany and Greece) followed suit and opened up. Unfortunately, this reopening was half-hearted, as attempts were made to stop infections at the borders and pursue a zero-COVID tolerance strategy instead of flattening the curve. No reason was given. Predictably, border infections led eventually to everything being locked down again by mid-August. However, the nation gained three months during which the stupidity train didnt accelerate, and the extremism in Iceland was thus less severe than in many other countries.
As the train took of again the train wreck in Iceland was ultimately unavoidable: 1,000 billion ISK was lost in the tourism sector, additional deaths related to public health measures, vaccines, and remdesivir likely already number in the thousands and will increase significantly in coming years, tens of thousands suffer from the aftereffects of toxic injections, and Icelands birth rate has fallen by 18%, now at only 77% of whats needed to sustain the population after most of the nation received sterility-inducing drugs.
Here is the article
================================
What Everyone Sees
By Jóhannes Loftsson: A government that refuses to lead the nation out of an impending crisis should resign.
What everyone seesbut no one sees anymore.
The Swedish COVID approach relies on individual responsibility and was primarily adopted to sustain measures over the long term. It even works if it takes years to develop a vaccine, as herd immunity among the young will start protecting the elderly long before that.
The Icelandic approach, however, is not a path out of the crisis but a short-term solution that bet on an immediate cure being found. That bet was lost. Thats why the first action package only lasted until May, and the third action package only until July.
On April 20, I published an article criticizing the authorities for delegating all responsibility for COVID measures to a three-person team, resulting in less thought-out actions than otherwise. This suspicion was confirmed the next day when the governments second action package was presented, and the government admitted it didnt know how long the measures would last or what they would cost. Later that evening, the Prime Minister admitted that Icelands attempt to eliminate infections by closing the country was a repetition of Singapores failed experiment. The journey into uncertainty is thus complete.
Closing the country hasnt always been the strategy. At a meeting on January 29, when COVID-19s mortality rate was 2.2% and the virus hadnt yet reached Iceland, the Chief Epidemiologist said the country shouldnt be closed because, for it to be effective, the closure would need to last six to twelve months, adding:
I think everyone sees that [closing the country] would never work for Icelandic society.
Neither he nor the government sees this anymore.
A month later, when the mortality rate had risen to 3.5% and the first Icelandic tourists were ordered into quarantine, foreign co-travelers were exempt because they were deemed less likely to be infected.
Now, initial antibody tests (in Santa Clara County, California) have shown that the coronavirus was far more widespread than previously thought. This is good news, as the COVID flu is less harmful, with a mortality rate possibly as low as 0.1%, comparable to the flu. Instead of softening the current strategy in light of this good news, the advice flipped entirely, and now the Chief Epidemiologist wants to quarantine all foreign tourists, even though such a measure would seal the fate of the tourism industry, making a new Icelandic collapse inevitable. What changed? How can an advisor reverse such a significant recommendation without explanation? Even stranger is that a single doctor is trusted with the biggest economic decision in recent times! Is everyone truly in agreement that the country should be closed for up to twelve months? What if later antibody tests show that the mortality rate here is also similar to the flu? Where does the states liability lie for the damage caused by the doctors economic advice? The constitution must surely protect the public from such unnecessary overreach.
There must be a certain irony of fate that this disastrous advice comes from the ministry of the daughter of the chief negotiator of the Icesave agreement. That agreement was initially presented as a glorious outcome before 98% of the nation rejected it. The current success of the authorities is also presented as a glorious success with zero infections. However, to my knowledge, such an isolation approach has never been used before against an acutely contagious flu-like illness, and experts say it only delays the spread without reducing cases. As soon as restrictions are lifted or when it gets cold again next fall, increasing transmission risk, everything will flare up again until herd immunity is achieved.
Just like with Icesave, the government is shirking responsibility by delegating its authority to experts and pushing through a poorly thought-out approach before democratic debate has had a chance to explore the options still available. When the advisors advice starts spinning in circles and sounding like it came from Mr. Flip Flop, those in charge must seek other expert opinions. One such option is the Swedish approach, which both protects the vulnerable and gives the economy a real chance to survive.
Of course, the success against the COVID flu should be used to reopen the country immediately. If that were done now, it would attract global attention and draw freedom-thirsty tourists who have nowhere else to go. Icelanders would need to remain extremely cautious for a long time, but the benefit of giving the tourism industry a chance to fight for its survival could be immense if the collapse is avoided.
The Icelandic government has fled the responsibility that comes with governing and entrusted a doctor with economic management. As a result, all measures are now merely palliative care for a patient who will die without oxygen. The only way to save Iceland from another collapse is for people to speak up and remind politicians that they will be held accountable for this new debacle of the century. The truth will come to light. Theres still hope to avoid the tragedy. But for that to happen, people must rise up, show resistance, and make their voices heard immediately, because once the patient is dead, they can no longer be saved.
The author is the chairman of the Libertarian Society.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 182
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 2133
- Frá upphafi: 50070
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 1774
- Gestir í dag: 153
- IP-tölur í dag: 153
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning