Drukkinn sjómaður óskar eftir sparnaðarráðum. (Reykjavíkurborg)

1. apríl kallaði borgarstórnin eftir að íbúar og starfsmenn sendu sparnaðartillögur til borgarinnar. Eftir mestu fjármálaóstjórn í sögu borgarinnar sem hefur gert þetta stærsta og öflugasta sveitarfélag landsins nánast gjaldþrota, á almenningur að trúa því að þetta sama fólk sé ekki með aprílgabb og ætli sér allt í einu núna að byrja að spara.

En í anda samvinnu og skynsemissjónarmiða langar mig þó að koma með nokkrar tillögur:

  1. Ekki kaupa 1000 strá á 1000 krónur stykkið.  Það er nóg af stráum á Íslandi.
  2. Ekki breyta bragga í lúxusveitingahús.
  3. Ekki byggja fleiri mathallir, sérstaklega ef þú nennir ekki að hanna þær sem slíkar áður en þú byrjar, því kostnaðurinn gæti aftur þrefaldast.
  4. Ekki byggja rándýra sorpverksmiðju sem framleiðir örplastmengaðan jarðveg sem enginn vill
  5. Þegar þú kostnaðarmetur rándýra sorpverksmiðju, er verra að gleyma að telja kostnaðinn af vélbúnaðinum með.  (1-2milljarða framúrkeyrsla)
  6. Þegar þú kostnaðarmetur nýja skóla, þá er ekki gott að gleyma öllu inni í skólanum.  (1milljarður + framúrkeyrsa)
  7. Pálmatré þrífast illa á Íslandi.
  8. Ekki byggja fuglahús úti á miðri götu. (Hofsvallargata)
  9. 10 milljarðar fyrir göngubrú er hár kostnaður.
  10. Ekki byggja leikskóla sem kostar 25 milljónir á barn.
  11. Ekki byggja leikskóla með torfþaki. Enn verra er svo ef þakið er ekki burðarþolshannað fyrir torfið.
  12. Ef fyrirtæki eru rekin með bullandi tapi, þá er það ekki merki um að viðskiptahugmyndin sé góð.  Tíföldun útgjalda til strætó gegnum borgarlínu er ekki að fara að skila neinum neitt, nema fasteigabröskurum.
  13. Það á ekki að fjármagna sveitarfélög með lántökum byggt á fasteignabraski Félagsbústaða.
  14. Ekki fara í tilraunaverkefni við að dæla eiturgasi undir nágrannasveitarfélög.
  15. Ekki fara í vindmillutilraunaverkefni á landi nágrannasveitarfélaga (Mosfellsheiði), virkjaðu frekar meiri jarðvarma.  Nóg er til.
  16. Starfsmenn sveitarfélaga sem vilja spara eiga ekki að vinna styttri vinnutíma en almenningur á sömu launum.

... læt þetta nægja í bili,

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ekki tsla niður til sjómanna með því að líkja þeim við Brjáluðu bínurnar

Asgeir Halldorsson (IP-tala skráð) 4.4.2025 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sautján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • hvassarhraun1
  • hvassarhraun2
  • hvassarhraun2
  • hvassarhraun1
  • hvassarhraun1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 329
  • Sl. sólarhring: 537
  • Sl. viku: 4590
  • Frá upphafi: 34293

Annað

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 4204
  • Gestir í dag: 289
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband