2.4.2025 | 21:05
Nær kvikuinnskotið undir Hvassahraunsflugvöll?
Í október síðastliðnum kom út sérfræðiskýrsla um nýjan flugvöll við Hvassahraun. Í skýrslunni sagði að líkur á gosupptökum innan svæðisins væri hverfandi. Niðurstaða skýrsluhöfunda var að þeir ættu að fá meira fé til að rannsaka flugvallarkostinn betur. Það fylgdi þó ekki sögunni í upphafi að eldgosahættan byggði á mati frá því ÁÐUR en eldsumbrot hófust á Reykjanesi!!!
Í jarðhræringunum vegna 1. apríl eldgosins náði kvikuhlaupið Sundhnúkagíga-sprunguna norðar en nokkru sinni fyrr. Eins sést að veruleg skjálftvirkni er einnig 3km austan við norður-hluta sprungunnar. Þessi skjálftar eru mikið til á kvikuinnskotsdýpinu 4-5km. Athygli vekur að þetta austara svæði liggur ekki nema um 500 metra frá fyrirhugaðri flugbraut og nyrðri endi Sundhnúkagígaskjálftanna eru ekki nema 3 km frá fyrirhugaðri flugbraut í Hvassahrauni.
Teiknað flugvallastæðið eins og það er kynnt í Rögnuskýrslu inna á jarðskjálftakortið á vafra í m.v. virkni síðustu 18 klukkustundir.
Gróf staðsetning hvassahraunsflugvallar m.v. eldsumbrotaskjálftana
Nákvæmari staðseting Hvassahraunsflugvalla m.v. eldsumbrotsskjálftana.(tekið af vafri.is)
Í samkomulaginu um Reykjavíkurflugvöll skrifuðu báðir aðilar upp á það að innanlandsflug yrði ávalt staðsett á höfuborgarsvæðinu. Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að mæla með Hvassahrauni, og tilkynnt var samtímis að flugvallarkostir væru fullkannaðir með þeirri skýrslu. Eitt af skilyrðum samkomulagsins um Reykjavíkurflugvöll var einmitt að flugvallarkostirnir yrðu fullkannaðir sem varð því um leið ein forsenda fyrir að halda mætti áfram með lokun neyðarbrautarinnar.
Augljóst er að þessi forsenda er brostinn. Það byggir enginn heilvita maður nýjann mörg hundruð milljarða flugvöll ofan á virku eldfjalli!
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 303
- Sl. sólarhring: 499
- Sl. viku: 4529
- Frá upphafi: 33818
Annað
- Innlit í dag: 269
- Innlit sl. viku: 4150
- Gestir í dag: 261
- IP-tölur í dag: 257
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú. Dagur og Co.
Allt það slekti er ekki heilvita.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.4.2025 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning