1.4.2025 | 20:54
Tími Marshallaðstoðarinnar er liðinn.
Margt bendir til að tollastríð gæti skollið á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Ef ef svo færi gæti ESB farið mun verr út úr því en margur ætlar.
Þetta sést greinilega þegar viðskiptajafnvægi milli ESB og Bandaríkjanna er skoðað. 2024 fluttu Bandaríkin inn 40% meira en þau seldu til ESB, eða 200 milljörðum. Þetta segir ekki alla söguna því 20-30% af innflutningi ESB var gas til orkuframleiðslu og innflutt framleiðsla frá Bandaríkjunum var hverfandi miðað sambærilegan útfluting ESB til Bandaríkjanna. ESB er nefnilega fyrst og fremst tollabandalag og tollar og alls konar reglugerðarinnflutningshindranir hafa ójafnað leikinn Bandaríkjunum í óhag. Leiðin fyrir bandarísk fyrirtæki að selja sína vöru í ESB felst þannig fyrst og fremst í að flytja verskmiðjuna til ESB.
Í tollastríði mundi þetta snúast við og evrópsku fyrirtækin yrðu að flytja framleiðslueiningar til Bandaríkjanna til að vera áfram á þeim markaði. Tollastríð sem mundi stöðva gasinnflutning frá Bandaríkjunum eru heldur ekki að fara gera Evrópubúum neinn greiða. Orkukrísan þar mundi bara dýpka.
Leiðin fyrir ESB til að komast hjá slíkum óförum felst þannig ekki í að standa í hótunum, heldur reyna að vinna með bandamönnum sínum og fella niður tolla og aðlaga flókið regluverk til að auðvelda viðskipti með bandaríska vöru svo viðskiptajafnvægi náist.
Frá því eftir seinni heimstyrjöld hafa Bandaríkjamenn einir borið meginþorrann af kostnaði við NATÓ. Ef bandaríkjamenn hefði borgað álíka hlutfall GDP of ESB lönd hefðu útgjöld þeirra verið um 500 milljörðum minni. Alls eru þetta orðið því 700 milljarða ójafnvægi í útgjöldum.
Eftir seinni heimstyrjöldina studdu Bandaríkjamenn margar vinaþjóðir til að jafna sig eftir stríðið og hjálpa þeim úr fátækt, með svokallaðri Marshall aðstoð. En nú eru 80 ár liðin frá því stríðinu lauk og löngu orðið tímabært að slíkum gjafastuðningi sé hætt.
Íslensk yfirvöld ættu líka að huga að því að lækka innflutningstolla frá Bandaríkjunum.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 538
- Sl. sólarhring: 558
- Sl. viku: 4374
- Frá upphafi: 33488
Annað
- Innlit í dag: 451
- Innlit sl. viku: 4019
- Gestir í dag: 422
- IP-tölur í dag: 407
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhannes,
Hver er þín afstaða til tolla almennt, ert fylgjandi tollum á vörur ?
Heldur þú að komandi tollastríð milli USA og afganginum af heiminum munu hafa góð eða slæm áhrif á bandarískan almenning þegar hann verslar vörum sem eru fluttar inn til USA.
Hver er sagan um þau tollastríð sem hafa verið háð ? Hafa þau verði háð stríðandi fylkingum til góðs ?
Hver er afstaða þín til frálsra viðskipta almennt ?
Telur þú að það sé vænlegra að fara fram með hótanir eða semja um niðurstöðu. Það var einhvertíman kallað besta leiðin, hver eru rökin fyrir að það sé betra að fara með stríði á hendur viðsemjendum sínum
Kv áhuga maður um fráls viðskipti
Helgi (IP-tala skráð) 2.4.2025 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning