Siðferðisafstæðishyggjan

Hér er ein stutt dæmisaga:

Hvað ef íslensku Valkyrjurnar hefðu stað þess að gefa Úkraínu fé fyrir vopn, bara byggt sprengjuna sjálfar, skotið á Rússland og drepið 1200 Rússa. Pútin hefði svo svarað með að jafna Reykjavík við jörðu.

Væri Pútin þá vondur fyrir að virða ekki hlutfallsregluna og drepa bara 1200 eða myndi reiði almennings beinast að frumhlaupi Valkyrjanna?

En tökum dæmisöguna aðeins lengra.  Hvað ef Valkyrjurnar hefðu líka tekið 250 gísla í “varnarskyni” svo ekki yrði á okkur ráðist.  Hvað svo ef í ljós kæmi að Valkyrjurnar væru að svelta gíslana í hel.  Fullorðnir karlmenn væru orðnir léttari en 30 kg þegar þeim væri sleppt. Matarskorti væri ekki um kennt, heldur eingöngu sadisma fangelsisvarðanna.

Myndi einhver verða hissa ef Pútin héldi áfram árásum.

Hvað ef Valkyrjurnar settu í stjórnarskrá að Ísland viðurkenndi ekki tilvistarrétt Rússlands og vildi eyða Rússlandi.  Væru þeir sem töluðu fyrir tilvistarrétt slíks haturs friðarsinnar eða stríðssinnar.

 

Ég held að það myndi ekki finnast sá Íslendingur sem ekki myndi kenna Valkyrjunum um allar ófarirnar.

 

Þessa dæmisaga er tilbúningur, en ef skipt væri út orðunum "Valkyrjur" með "Hamas", "Ísland" með "Gasa" og "Rússland" með "Ísrael" yrði dæmisagan sönn.  

Eini munurinn yrði sá að þá yrði Rússum kennt um allt, en stríðsglöðu valkyrjurnar lofaðar sem frelsishetjur.

 

Það er margt skrýtið í heiminum í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • afli
  • mynd_vidtal
  • rannsokn
  • samkomulagbls1x
  • samkomulagbls1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 251
  • Sl. sólarhring: 658
  • Sl. viku: 3786
  • Frá upphafi: 32543

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 3528
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband