Herlaus þjóð með herskyldu!

Þá er kötturinn laus úr sekknum. Það er herskylda á Íslandi! Þetta kom fram í silfrinu í gær með tilvísun í að heimildir séu gefnar eru í lögum um almannavarnir.  

Hvað segja lögin:

Í lögunum sem meðal annars taka sérstaklega til hernaðaraðgerða er kveðið á um að eftir að hættustigi er lýst yfir og hættustund vari þá gildi eftirfarandi:

Það er borgaraleg skylda allra á aldrinum 18-65 ára starfa launalaust fyrir almannavarnir og fylgja fyrirmælum lögreglustjóra.  Enn fremur segir að hægt sé að skylda menn í þjálfun [herþjálfun] og það sé skylda að taka þátt og óheimilt að hætta án leyfis. Enn fremur mega slíkir starfsmenn [herkvaddir] ekki yfirgefa lögsagnarumdæmi viðkomandi lögreglustjóra. Um aðrar valdheimildir á segir m.a. að ríkisstjórnin megi taka allar nauðsynjar eignarnámi.

… og hvenær ætli yfirvöld hafi slíkt vald?  Svar: Meira eða minna alltaf síðustu árin vegna Covid og Grindavíkurelda.  Það ríkti meira að segja “hættustund” í Vestmannaeyjum í tæpt hálft ár vegna skemmdrar vatnslagnar.

Þetta er geggjun.  Án umræðu hefur hið friðsama herlausa Ísland sett í lög dulda herskyldu til viðbótar við þá nýju iðju ráðamanna að veita fé til erlendra ríkja til vopnakaupa.

 

Hér eru helstu klausurnar úr lögum um almannavarnir:

… tilvísun í hernaðaraðgerðir: 

“1. gr. Markmið almannavarna.

 Lög þessi taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.

Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið”

… launalaus herskylda 18-65 ára

"19. gr. Almenn borgaraleg skylda.

Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. 1) [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.] 2)

…skylda til heræfinga og ferðabann

“21. gr. Skylda til að taka þátt í námskeiðum og æfingum.

Ríkislögreglustjóri boðar þá sem kvaddir hafa verið til starfa í þágu almannavarna skv. 19. gr. til námskeiða og æfinga. Ber öllum viðkomandi að fara að þeim fyrirmælum og öðrum starfsreglum. Óheimilt er að hverfa úr starfi án leyfis.

 Á hættustundu má starfsmaður ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra eða þess er hann tilnefnir.”

…réttur yfirvalda til eignarnáms

“27. gr. Um fyrirmæli um sölu og dreifingu nauðsynja.

 Ríkisstjórninni er heimilt, ef almannaheill krefur vegna hættu á náttúruhamförum, farsóttum, hernaðaraðgerðum, hryðjuverkum eða annarrar hættu, að gefa út fyrirmæli um sölu og dreifingu nauðsynja sem til eru í landinu eða taka eignarnámi matvæli, eldsneyti, varahluti, lyf og aðrar nauðsynjar sem hætta er á að gangi fljótt til þurrðar.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vandinn hérr að undanfarin 100+ ár hafa yfirvöld alið á andúð landans á yfirvöldum, og heila.vegið svo marg til þess að halda að það sé ómögulegt að berjast nema fara fyrst á námskeið í Himalaja-fjöllum hjá þartilgerðum hernaðar-munkum.

Sem þýðir að enginn er að fara að taka á sig neina herskyldu. Þeir sem geta vilja ekki, og þeir sem vilja geta ekki. 

Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2025 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • m1b
  • m2
  • m3b
  • m3b
  • m1b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 4387
  • Frá upphafi: 57688

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 4004
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband