21.3.2025 | 23:40
Er long covid kannski long vax? - fyrri hluti
Það er margt óljóst í kringum long covid, sem skilgreint hefur verið sem aukaverkanir sem eru lengur en 3 mánuði eftir smit. Mig langar að henda nokkrum vangaveltum um þennan alvarlega sjúkdóm.
Long-covid orsakavaldarnir
Margar ástæður geta legið að baki að vera lengi að jafna sig eftir covid. Broddprótein covidvírusins er t.d. sérlega hættulegt. Það er blóðtappamyndandi og stíflar háræðar og hefur alls konar önnur óæskileg áhrif. Tap á lyktarskyni og síþeyta eftir smit voru þannig þekkt eftirköst áður en bóluefnin komu til. Því veikara sem fólk varð þeim mun lengur getur það tekið að jafna sig.
Spítalavistin og tilraunameðferðin sem beið sjúklinga þar var heldur ekki endilega að hjálpa. Notkun öndunarvéla gegn lungnabólgu beinlínis skaðar lungunum og tilraunalyfið remdesivir leggst á lifur. Hvort um sig var lífshættulegt, en þeir sem lifðu af gátu þurft að glíma við margra mánaða endurhæfingu.
Covid-bólusetningin sýndi sig líka að búa til alls konar svipuðu langtímaeinkenni og meira til, enda notuðu þau öll covid broddpróteinin, auk annarra tilraunaefna.
Öllum þessum aukaverkunum ægir svo saman: Sumar hverfa en aðrar eru komnar til að vera.
Athyglisvert var að í fyrstu rannsóknum sem gerðar voru á long covid árið 2020, áður en byrjað var að bólusetja fólk virtust niðurstöður benda til þess að lítill munur væri á eðli long covid og long flu að því marki að bæði virtust smám saman fjara út. Eftir að bólusetningar hófust er þó eins og ákveðin eðlisbreyting hafi orðið, og ljóst að einkennin eru sum komin til að vera og fara versnandi.
Í mikið af þeim rannsóknum sem gerðar voru samhliða bólusetninga-herferðinni virtist sem bólusetningin drægi úr long-covid. Stórt vandamál er þó við allan samanburð á þessum tíma þar sem sjúkustu einstaklingarnir (og líklegastir til að smitast illa) slepptu bólusetningu. Þessu til viðbótar fóru yfirvöld víða að miða við svokallað 14 daga reglu, sem skilgreinir bólusetta sem óbólusetta í 14 daga eftir sprautu. Slíkar tölfræði brellur búa auðveldlega til falsniðurstöðu og getu búið til gervi-80% vernd bólusettum í hag. Þetta gerir þetta tímabil enn óheppilegra til samanburðar. En ef við gefum okkur að bóluefni hafi búið til einhverja vernd gegn alvarleika covid í upphafi, þá má alveg vera að ákveðin vernd hafi verið gegn long covid í upphafi fyrir suma bólusetta meira en 14 dögum eftir bólusetningu, allavega hvað skammtíma einkenni varðar.
Þetta á þó ekki við eftir að omicron afbrigðið kom, því á þeim tíma voru bólusettir að smitast tvöfalt tíðara en óbólusettir. Verndin var orðin neikvæð. Ákveðin merki voru komin á þessum tíma að fram væru komin mótefna-mögnun á sjúkdómnum (Antibody Dependent Enhancement) Þetta var vel þekkt einkenni coronu-vírus bóluefna fyrir covid sem margir bjuggust við að sjá og verður sérstaklega líklegt eftir að vírusinn byrjar stökkbreyta sér.
Önnur óheppileg aukaverkun bóluefna er að þau geta magnað upp ónæmisviðbrögð gegn smiti og gert ofsafengnari en ella sem fyrir vikið getur orsakað að long covid vegna bóluefna byrji við smit. Þannig hef ég nokkrum sinnum heyrt frá fólki sem hefur skaðast eftir sprautuna að einkennin versta verulega við endurtekin covidsmit.
Að lokum
Að framantöldu sést að það er gríðarlegt flækjustig að meta hvað veldur long-covid og afar vafasamt að horfa aðeins til rannsókna sem gerðar voru við upphaf fjöldabólusetninganna.
Afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útiloka tengsl bóluefnaskaða við long covid er verulega vanhugsuð.
held áfram að fjalla um þetta betur í næsta bloggi.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.3.): 52
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 1082
- Frá upphafi: 26995
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 964
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning