Nýtt járntjald er að falla

Þótt stríðið í Úkraínu sé fjarlægt Íslandi gætu afleiðingarnar orðið mun verri en margan órar fyrir. 

En þetta stríð hefðu þó aldrei þurft að gerast.Í Búdapestsamkomulaginu 1994 gáfu Úkraínumenn frá sér allan kjarnorkuvopnaforðann eða um 1900 kjarnorkuflaugar, gegn loforði Rússa, Bandaríkjamanna og Breta um frið og stuðning ef á þá yrði ráðist.

Frelsun Pútins

Þótt aðeins 17% úkraínumanna væru með rússneskan bakgrunn (2000), var landinu lengi vel mikið til stýrt af rússneskum hagsmunum.  Með appelsínugulu byltingunni byrjaði þetta þó að breytast og að lokum var leppur Rússa hrakinn úr landi. Þegar það gerðist var þjóðin byrjuð að verða klofin og viðbrögð Putin við að missa tökin á Úkraínu voru að yfirtaka Krím og í framhaldinu fóru aðskilnaðarhreyfingar í suðaustur Úkraínu þar sem Rússar eru margir að vilja skilja sig frá Úkraínu.

Innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 2022 gekk þó ekki bara út á að skilja þessi svæði frá, því í innrásinni réðist Pútin líka á Kiev og gerði þar með tilraun til að leggja alla Úkraínu undir Rússland enn ekki bara rússneskumælandi héruð. Eins kom þessi tilraun til að frelsa heimamenn sums staðar undarlega, því þegnarnir sem átti að frelsa á rússneskumælandi svæðum eins og kringum Kharkiv voru það ósamvinnuþýðir að íbúarnir hröktu Rússnesku skriðdrekasveitirnar aftur í burtu.  En í öðrum héruðum gekk Rússum þó betur.

Zelensky:  Hetja eða skúrkur?

Það er ekki hlaupið að því fyrir Íslendinga að skilja ástandið í Úkraínu. Mikilvægt er að átta sig á því að Úkraína er sprottin undan Sovétríkjunum, og kúltúrinn sem þar er fyrir vikið kúltúr sem þróaðist með kommúnismanum.  Eitt skítugasta leyndarmál kommúnismans og ein meginástæðan að kommúnisminn náði að lifa eins lengi og hann gerði var að drifkraftur atvinnulífsins var svarti markaðurinn. Þeir sem unnu gátu því í senn fengið borgað opinberu launin, en það sem hvatti þá áfram voru aukabitlingarnir sem hægt var að fá á svarta markaðnum.  Þannig var engin opinber bifvélavirkjaþjónusta sem fólk gat leitað til, heldur var öll slík þjónusta unnin í svartri vinnu.  Varahlutirnir voru hlutir sem starfsmenn löduverksmiðjanna “týndu”, og seldu svo sjálfir gegn greiðslu.  Við fall kommúnismans hvarf ekkert þessi svarta-markaðs-viðskiptahyggja. Hér á landi myndu margir kalla slíkt spillingu en þarna er kúltúrinn einfaldlega ekki sá sami. 

Þegar innrásin var gerð í Úkraínu kom Zelensky fyrst fram sem þjóðhetja. Þegar honum var boðið að flýja, hafnaði hann því, því hann vildi verja í Kiev. Þegar það tókst þá fór hann að spila sig alveg inn í þetta andspyrnuhlutverk og klæddi sig alltaf eftir því. 

Í dag er þessi glansmynd þó aðeins farin að láta á sjá.  Í nýlegu viðtali viðurkenndi Zelensky að hann hefði aldrei séð megnið af því fé sem bandaríkjamenn styrktu Úkraínu með og enginn veit hvað varð um peningana. Sífellt eru svo að berast sögur að harðneskjulegurm stjórnarháttum.  Blaðamenn eru myrtir, íbúum er rænt úti á götu og sendir á víglínuna.  Barráttuandi Úkraínumanna virðist hafa rénað og ljái það þeim hver sem vill, því stríðið hefur nú staðið í þrjú ár.  

Friðarleið Trump

Með þetta í huga verður að horfa á friðarviðleitanir Trump.  Heimurinn er milli tveggja slæmra kosta.  Ef NATÓ færi inn og hjálpaði Úkraínu að endurheimta öll fyrri landamærin, mun Rússum verða verulega ógnað.  Ef það leiðir ekki til nýrrar heimsstyrjaldar gæti það leitt til að langvinns kalds stríðs og að nýtt vopnakapphlaup stórveldanna hefjist. Svipað mun líka gerast ef Úkraína félli og Pútin tæki yfir allt landið. Með því hyrfi allur buffer-milli Evrópuríkja og Rússa og Evrópa myndi öll hervæðast.  Frjáls Úkraína milli Rússlands og Evrópu er því góð hugmynd fyrir báða aðila, og gefur svigrúm til að tóna niður hatrið og öfgana.  Dipómatísk lausn þar sem allir fá eitthvað væri leið til að draga úr spennu og því að jafnvel enn hatrammari átök hefjist síðar.

Er Græna byltingin dauð?

Eina jákvæða sem nú er að koma úr þessum hræðilegu átökum er að það stefnir í að Evrópuríki ætli nú loks að byrja að taka ábyrgði í eigin varnarmálum og hætta að treysta á það að Bandaríkin beri megin þungan af vörnum Evrópu.  Á næstu árum ætla Evrópuríki að auka útgöld sín um ca. 1000.000.000.000 evrur til eigin varnar.  En til að hafa efni á því þá gengur ekki lengur að ætla að eyða í vitleysu.   

En hvar á að skera niður?  Svarið virðist blasa við.  Allar dýru grænu kreddurnar munu þurfa að víkja.  Evrópa mun ekki geta rekið áfram grænu sjálfskaðastefnuna gegn eigin hagkerfi á sama tíma og fara á í slíkt vopnakapphlaup, gegn þjóðum sem eru ýmist undanþegin eða nenna ekki að taka þátt í grænu vitleysunni.  Evrópa mun þurfa að taka upp svipaða stefnu og Trump, þ.a. framleiðsla fari að færast aftur til Evrópu. Þýskaland er að fara að ræsa kjarnorkuverin og kannski kolaorkuverin líka.  Íslenska kolefniskvóta-stóriðjan er líklega ekki að fara að gerast.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er margt gott í þessu sem hægt er að taka undir. 

Ákveðin atriði finnst mér samt hæpin. Þú skrifar:"Evrópa myndi öll hervæðast."

Er ekki Evrópa öll að hervæðast núna smátt og smátt? Hvað vilja Rússar? Er það raunsætt að þeir vilji heimsyfirráð? Er þetta ekki móðursýki í Evrópuleiðtogum og ótti við að heimsmyndin er að breytast? Þeir eru á launum hjá George Soros og Bill Gates, án efa, ESB og NATÓ, þetta eru bara frontar fyrir eitthvað allt annað samsæri, eins og með Covid-19, sprauturnar og fleira.

Mér fannst þú standa þig mjög vel í Ábyrgri framtíð fyrir kosningarnar, öfgalaus framsetning um að fólk fengi meira frelsi til að ráða, ekki and eða með bólusetningum eins og margir héldu.

En það er áhugavert að sjá að þessi skrif sýna einmitt það sem boðskapur flokksins var sagður vera, gagnrýnin hugsun og frelsi til að tjá sig og efast - eða ráða lífi sínu.

Ingólfur Sigurðsson, 7.3.2025 kl. 06:57

2 Smámynd: Jóhannes Loftsson

Takk fyrir athugasemdina.  Held reyndar að úr þessu þá verði það ekki umflúið að Evrópa muni hervæðast meira.  En ef málin í Úkraínu ná að róast með málamiðlun þá mun þetta kapphlaup verða minna.

Hef ekki trú á að Rússar vilji heimsyfirráð, en þeir vilja vera stórveldi áfram og vilja að völd sín nái um allan heim.  Eins gætu þeir gert tilkall til ýmissa svæða sem margir rússar búa eins og t.d. balkanlöndin, transistriu og fleiri staði.  Það má heldur ekki gleyma því að öfgar ala af sér öfga, þ.a. keðjuverkun gæti auðveldlega orðið sem myndi hleypa öllu upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Evrópuríku munu alltaf reyna að vera viðbúin því.

Jóhannes Loftsson, 7.3.2025 kl. 11:19

3 identicon

Sæll Jóhannes og takk fyrir síðast, 

   
Þetta stríð byrjaði reyndar á því að stjórnvöld í Úkraínu réðust á Luhansk og Doneskt árið 2014, og stríðið byrjaði ekki árið 2022. Þetta Úkraínu- stríð hefur því staðið yfir í 10 ár en ekki 3 ár.  Þannig að stjórnvöld í Úkraínu eru ekki svona saklaus eins og fjölmiðlar hér eru að halda fram. 

Skv. Stjórnarskrá Rússland þá ber Rússneskum stjórnvöldum skilda til þess að verja sitt rússneskuættað fólk.

Á sínum tíma 1922 þá innlimaði Lenin karlinn bæði Luhansk og Doneskt inn í Úkraínu, nú og Úkraínumaðurinn hann Nikita Khrushchev innlimaði þann 19. febrúar 1954 Krímskagann inn í Úkraínu, svo og svona líka einnig gegn vilja rússnesku- ættaðs og/eða rússnesku talandi fólks þarna.




En það er rétt það er til fólk hér (á Íslandi) sem að trúir því, að Rússar hafi farið þarna inn í austurhluta Úkraínu til þess eins að drepa rússnesku- ættað og/eða rússnesku talandi fólk þarna í austurhlutanum, en ekki til þess að verja Rússnesku ættað fólk undan stjórnvöldum í Úkraínu. 

 Vestrænir fjölmiðlar þmt. MBL  (eða mainstream  media) hafa sérstaklega passað vel uppá að fjalla ekki um stríðið frá byrjun 2014 og/eða passað uppá að fjalla EKKI um hið þekkta Ónefnda stríðið í Úkraínu (Ukraines Unnamed War) þar sem að stjórnvöld í Úkraínu hófu stríðið gegn rússnesku ættuðu- og talandi fólki í austurhluta Úkraínu.
í fjölmiðlum hér er sérstaklega vel passað uppá að segja ekki frá þessari hlið á málinu, því að Rússafóbían verður að komast inn.
Það má greinilega EKKI segja frá því í fjölmiðlum hér hvað John Mearsheimer karlinn hefur verið að segja um stríðið í Úkraínu (John Mearsheimer: Trump BACKS Russia as NATO COLLAPSES Ukraine LEFT to fight alone Europe in CHAOS og  U.S. ADMITS Russia Was Provoked Into Invading Ukraine), hvað þá minnast á hvað hann Jeffrey Sachs hefur verið að segja um stríðið í Úkraínu (LIVE:  Ukraine War is Over, Jeffrey Sachs Makes Fiery Speech At EU Parliament, Challenges America!).Það er eins og þeir hjá MBL vilja svona halda okkur í algjöri heimsku og fávisku með þessum einhliða áróðri, svona rétt eins og aðrir erlendir fjölmiðlar og/eða erlendar bækur hafi ekkert að segja um stríðið. 


Provoked: How Washington Started the ...Amazon.com: Ukraine's Unnamed War ...


Stjórnavöld í BNA hafa verið mjög dugleg með að nota svona góðar lyga átylur (e.false pretext) til að hefja stríð, eins og td. fyrir stríðið í Írak, nú og eins og fyrir stríðið í Víetnam. Vestræn ríki eða BNA hafa komið afstað stjórnarbyltingum (coup détat) í öðrum löndum, eins og td. fyrir stríðið í Líbýu, Sýrlandi og fleiri ríkjum. Það er reyndar til fjöldin allur af bókum um það allt saman, og varðandi þessa stjórnabyltingu í Úkraínu 2014, eða þar sem að BNA. kom inn nýrri ríkisstjórn í Úkraínu til þess eins að koma inn sínum áhrifum og viðskiptum.    

Ég veit ekki betur en að BlackRock hafi á sínum tíma keypt mikið af gróðurlendi þarna í Úkraínu, og á meðan stríðið í Úkraínu dregst á langinn er ríkisstjórnin að selja ríkiseignir í mikilli einkavæðingargleði. Bandarísk fyrirtæki eins og ExxonMobil, Chevron og Halliburton taka þátt í viðræðum um að taka yfir olíu- og gasiðnað, þar sem að Kænugarður þrýstir á að auka framleiðslu. Hann Selensky karlinn sendi vinaleg myndskilaboð til bandarískra fyrirtækja þar sem hann þakkaði fyrirtækjum eins og BlackRock, JP Morgan, Goldman Sachs og Starlink og lofaði stórviðskiptum fyrir aðra.
Á sínum tíma þá opnaði Selensky kauphöllina í New York og tilkynnti að land hans væri opið fyrir viðskipti og bauð meira en 400 milljarða dollara í samstarf almennings og einkaaðila, einkavæðingu og einkarekstur fyrir bandarísk fyrirtæki.
Nú og skv. honum Páli V. (hér á blog.is) þá vildi Selenski karlinn selja hluta af Úkraínu í ágúst í fyrra. En í gegnum söguna þá er og hefur Úkraína verið eins og bútasaumur frá árinu 1654.


Stjórnvöld í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð vilja halda áfram að selja vopn til Úkraínu, nú og framkvæmdastjórn ESB vill ekki frið, heldur ESB -herlið, svo og áframhaldandi stríð í Úkraínu. 
Hræsnin hjá ESB er algjör, því að þegar friðarviðræður voru í Sviss þann 15. og 16 júní 2024, þá voru Rússar algjörlega útilokaðir frá þeim viðræðum.

Nú og varðandi þessa peningagjafir frá Íslandi, þá veist þú það eins og ég, að við fáum örugglega aldrei að sjá þetta svokallaða sjúkrahús á fjórum hjólum.    

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2025 kl. 09:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhannes.

Góð skrif, laus við öfga, taka á staðreyndum. 

En ég hnaut um orð sem lýsa svo vel vitleysunni sem hin meinta barátta við hlýnun jarðar er, að mér finnst þau eigi að fara í Britannicu sem lýsing á viðkomandi fyrirbæri.

"Grænu sjálfskaðastefnuna gegn eigin hagkerfi".

Segir allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2025 kl. 12:44

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þorsteinn.

Ætli rætur þessara innrásar Rússa liggi ekki í SovétRussnesku menta stefnunni frá 1958, sem olli því að kennslu á Úkranísku svo til útrýmt á rússneskumælandi svæðum einkum í austur Úkraníu var útrýmt.Rússarnir reyndu að undirbúa jarðveginn fyrir komandi upplausn Sovétríkjanna. Títo gerði sömu hluti í Júgóslavíu þar sem hann flutti Króata kerfisbundið til hinna sambandsríkja Júgóslavíu gjarnan í mennta og stjórnunarstöður. Aðal krafturinn er samt Plútín hann ætlar sér að innlima gömlu sovétin í austur Evrópu fyrir utan Austur Þýskaland, en hafa Finnlandi með í þess stað.

Hvað ætli Trump segi þegar hann fer að horfa austur fyrir Beringsund

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.3.2025 kl. 21:11

6 identicon

Sæll Hallgrímur,

„þessara innrásar Rússa liggi ekki í SovétRussnesku menntastefnunni frá 1958, sem olli því að kennslu á Úkraínsku svo til útrýmt á rússneskumælandi...“

Það sem að þú tekur ekki tilgreina og/eða reiknar ekki með, er að þetta fólk þarna í austurhluta Úkraínu er með rússnesk fjölskyldu-nöfn, og eins og segir EKKI með úkraínsk fjölskyldu-nöfn, og auk þess er þetta fólk í austurhlutanum af rússneskum- ættum, svo og eins og segir talandi á rússnesku.

Þegar að allt var undir Sovétríkjunum (eða CCCP) þá var þetta rússneskuættaða fólk þarna í austurhlutanum EKKI mikið að mótmæla þessar innlimun hans Lenín inn í Úkraínu áríð 1922, og það sama má segja þegar Úkraínu maðurinn hann 
Nikita Khrushchev innlimaði Krímskaga inn Úkraínu árið 1954, eða þar sem að allt var undir Sovét.
En eftir að Berlínarmúrinn féll árið 1989, þá fann þetta rússneskuættaða fólk sig inní þessari líka Úkraínu sem að m.a. bannaði þeim að tala rússnesku, svo og hefur ríkisstjórn Úkraínu núna bannað allt sem hefur að gera með rússneska menningu.
Það er hins vegar rétt hjá þér með, að Rússar hafi eitthvað undirbúið jarðveginn fyrir komandi upplausn Sovét, en þeir eða stjórn Mikhail Gorbachev hefði átt að reikna með öllu þessu rússneskuættaða fólki þarna og/eða innlima eitthvað af þessu landsvæði tilbaka inn í Rússland, eða eins og það var áður. 
Ég get ekki sagt hvað Trump karlinn segir, þegar hann horfir austur fyrir Beringsund. Þó það sé nú annað mál, þá er ég ekki hrifinn af þessum hugmyndum hans Trumps með flytja alla Palestínumenn frá Gaza.
KV. Þorsteinn.               

 

Languages of Ukraine | Reconsidering Russia and the Former Soviet Union

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2025 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • samkomulagbls1x
  • samkomulagbls1
  • samkomulagbls1
  • gaplanid
  • gaplanid

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 1513
  • Frá upphafi: 25253

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1395
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband