27.2.2025 | 07:14
Hvað eru hægri öfgar?
Um helgina var kosið í Þýskalandi og íslenskir fjölmiðlar stukku upp og fóru að tala um hægri öfgaflokkinn AFD sem nú er orðinn næst stærstur.
Hér er tengill á viðtal við formann (eða forkonu) AFD þar sem hún ræðir stefnumál sín á bloomberg. Þar kemur fram að hún skilgreinir flokk sinn sem Frjálshyggju Íhaldsflokk. Frjáls viðskipti, lægri skatta en á sama tíma halda í það gamla sem er gott og hefur reynst Þjóðverjum vel.
Þegar hún var beðin um að nefna þrjú aðalstefnumál nefndi hún eftirfarandi:
- Verja landamærin með landamæragæslu. (sama og íslenska ríkisstjórnin er nú byrjuð að gera)
- Lækka skatta. (Vilja það ekki allir?)
- Ræsa aftur kjarnorkuverin. (Af hverju var slökkt á þeim? Er ekki orkukreppa í Þýskalandi)
Hvað er svo öfgakennt við þetta? Eru það orðnir öfgar að ríki hafi virk landamæri? Eiga ríki að halda hælisleitendum þegar engin neyð blasir lengur við í heimalandinu? Hér á landi fá flóttamenn ekki hæli nema slík neyð blasi við. Hvað svo með glæpaölduna sem er risin í þýskalandi eftir að öll landamæri voru opnuð. Er ekki eðlilegt að reynt sé að spyrna við því. Hátt í 90% þjóðverja finnst þeir hafi gengið of langt í þessum málum. Eru þeir öfgafólk?
Eru það öfgar að ríki lækki orkuverð hjá sér þegar þau geta. T.d. með að ræsa aftur kjarnorkuverunum sem var lokað rétt fyrir núverandi orkukreppu. Eru öfgar að vilja ekki óáreiðanlega háværa vindmyllu í bakgarðinn hjá sér, sem virkar bara þegar blæs?
Eru öfgar að lækka skatta? Eru það allt í einu orðnir öfgar að ætla að gera Þýskaland aftur samkeppnishæft og stöðva flótta stórfyrirtækja úr landi?
Eitthvað segir mér að öfgarnir séu frekar í hina áttina. Það voru öfgar að galopna landamæri Evrópu eins og Andrea Merkel gerði. Það voru öfgar að gera Þýskaland algjörlega háð gas-innflutningi frá Rússlandi og að voru öfgar að loka kjarnorkuverum án þess að hafa aðra áreiðanlega orkuframleiðslu tilbúna. Ástæðan fyrir öllu þessu hægra öfga tali er einfaldlega sú að þeir sem tala með þeim hætti eru að reyna að fá fólk til að hætta að hlusta, hætta að fylgjast með og fela sig í skotgröfum vanþekkingar.
En hvað öfga hægri? Hvar ætli Nasistarnir hafi t.d. verið á skalanum?
Svarið gæti komið mörgum á óvart, því Hitler var öfga vinstri maður en ekki til hægri. Hann byrjaði pólitískan feril sinn sem hluti af marxískri uppreisn í bæjaralandi. (sem hann afneitaði síðar) Flokkurinn hans var sósíalistaflokkur (National Socialist Party) og þegar hann komst til valda tók hann yfir alla þætti samfélagsins (sambærilegt og Stalín). Utan nasistaflokksins og flokksviljans hafði enginn frelsi. Engin skoðun var leyfð nema ríkisskoðunin og enginn mátti framleiða sem ríkið vildi ekki. Enginn mátti skipta um vinnu nema með leyfi ríkisins og enginn mátti ráða neinn nema með leyfi ríkisins. Enginn mátti selja neinum neitt nema fyrir það verð sem ríkið vildi, og enginn mátti fá borgað meira en ríkið leyfði. Munurinn á kommúnisma Stalíns og sósíalisma Hitlers fólst fyrst og fremst í því að kommúnisma-sósíalisminn var uppnuminn af stéttum og hitlers-sósíalisminn var uppnuminn af kynþáttum. Báðir hötuðu frjálshyggjuna og losuðu sig við allar slíkar (rang)hugmyndir í gúllökkum eða útrýmingabúðum.
Orðið hægri - öfga var ekki notað fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Annað hefði ekki verið hægt því hvorki Hitler eða Mússólíni nokkurn tíman skilgreint sig sem hægri. Tilurð þessa orðs á án efa upptök hjá gamla-sovét áróðursmaskínunni og öðrum sósíalistum sem vildu fjarlægja sig og sína stefnu Nasistunum eins og hægt var. Því ekki þá bara endurskilgreina hvað hægri-vinstri þýddi og klína alræðishyggjunni á andstæðinginn. Endurskilgreina öfgavinstrimanninn Hitler sem lengst til hægri því honum samdi svo illa við hinn öfgavinstrimanninn hann Stalín.
Abrakadapra púff. Orwelskt trikk þar sem ráðist er á tungumálið með að breyta merkingu orða í andstöðu sína. Afleiðingin er brenglun málsins í þeim tilgangi að rugla fólk í ríminu og lýðskrumurum að afvegaleiða það.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.2.): 168
- Sl. sólarhring: 482
- Sl. viku: 2858
- Frá upphafi: 22064
Annað
- Innlit í dag: 160
- Innlit sl. viku: 2617
- Gestir í dag: 159
- IP-tölur í dag: 158
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning