Bann á covid bóluefnin í Bandaríkjunum!

Hvað gera íslensk yfirvöld nú?

 

Í þessari grein á Daily Mail, frá því fyrr í dag, er fjallað um það að Bandarísk yfirvöld hafi nú tekið U-beygju og muni alfarið banna öll covid-genabóluefni meðan skaðsemi þeirra er endurkönnuð. Neyðarleyfið sem gáfu undanþágu á itrustu öryggisprófum mun falla niður.  

 

Allir helstu valdamenn bandaríkjastjórnar vilja uppgjör 

Flestir ráðamenn í Bandaríkjastjórn hafa áður lýst yfir miklum áhyggjum af skaðsemi gena-bóluefnanna.  Meðal þeirra má nefna Elon Musk (sem er aðalmaðurinn í dag),  Kennedy (sem ræður öllum heilbrigðismálum), Jay Bhattacharya (sem er yfir NIH sem er valdamesta heilbrigðisstofnuni sem stýrir í hvaða rannsóknir rannsóknarstyrkir fara) og Kash Patel væntanlegur yfirmaður FBI.   

Einnig er nefndur með í greininni að Íslandsvinurinn og hjartasérfræðingurinn Dr Aseem Malhotra sem sé líka að bætast í hópinn.  Hann var á sínum tíma mikill hvatamaður bólusetninga, en fór að gruna að eitthvað væri í gangi þegar faðir hans sem var við góða hjartaheilsu, dó fyrirvaralaust úr hjartaáfalli. Þegar hann sá rannsóknir sem sýndu að áhætta á hjartaáfalli tvöfaldaðist við sprautu lagði hann allt undir og fórnaði starfsframanum til að vara almenning við hættunni.  

 

Flóðbylgja sannana

Með Kennedy við stjórnvölin er ljóst að sannanir fyrir skaða bóluefnanna munu byrja að hrannast upp alls staðar. Fram til þessa hafa bandarísk heilbrigðisyfirvöld reynt að hygla stóru lyfjafyrirtækjunum og falið skaðann en nú mun það breytast.  Kennedy hefur lofað að laga aukaverkaskráningakerfið sem er að vanmeta skaðskráningar 50-100 falt samkvæmt rannsóknum.  Eins munu vísindamenn sem áður þorðu ekki að sýna oft skelfilegar uppgötvanir sínar nú byrja að koma út einn á fætur öðrum án þess að eiga á hættu að tapa starfinu.

 

Breytingin er þegar byrjuð

Trump er byrjaður og í síðustu viku skrifaði hann undir forsetatilskipun sem sviftir skóla fjárstuðningi frá bandarískum yfirvöldum ef þeir skylda nemendur í covid-genabólusetningu.

Í tveimur ríkjum bandaríkjanna eru þegar komin fram lagafrumvörp sem banna gena-bólusetninguna, og mörg önnur eru á sömu leið.

 

Hvað gerir íslenska ríkisstjórnin?

Hvernig ætla íslensk heilbrigðisyfirvöld að bregðast við?  Ætla þau að halda áfram á sömu braut afneitunar, eða er kannski loks kominn tími til að byrja að horfast í augun við staðreyndir.  Það er ekkert til sem heitir krabbameinsfaraldur, hjartasjúkdómafaraldur eða guillian barre faraldur [lömunar-hrörnunarsjúkdómur] eða nýrnasjúkdómafaraldur.  Nýgengi allra þessa sjúkdóma á sér eina augljósa skýringu [=sprautuna].  Það er heldur ekkert til lengur sem heitir long-covid.  Það er bara til long vax.  Það er ekkert eðlilegt við það að vera þreyttur í ár eftir sprautu.  Þau þúsundir íslendinga sem enn eru að þjást vegna aukaverkana eftir að hafa verið plötuð í eitursprautuna þurfa að fá viðurkenningu á því sem er í gangi.  Það á aldrei að setja þá kröfu á sjúklinga sem hafa skaðast af lyfjagjöf að sanna að lyfjagjöfin sé að valda skaðanum.  Sönnunarbirðin þarf alltaf að vera í hina áttina.  Sá sem þróar, framleiðir, selur og græðir á lyfi þarf sjálfur að bera ábyrgð á því að sýna fram á skaðleysi þess.   

Yfirvöld þurfa að fara að axla sína ábyrgði því það mun ekki eldast vel að ætla að halda áfram að halda lífi í lyginni.  Fátt getur lengur komið í veg fyrir að allur sannleikurinn komi í ljós og því er eins gott byrji að spila með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er heldur ekkert til lengur sem heitir long-covid.  Það er bara til long vax. " Hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Það er bara víst til Long Covid og þetta var tilkomið löngu fyrir bólusetningarnar. Ætla ekkert að fara að fella dóm á þessar fullyrðingar um bólusetningarnar. 

Leifur (IP-tala skráð) 20.2.2025 kl. 13:17

2 Smámynd: Jóhannes Loftsson

Það er rétt hjá þér.  Þetta er staðhæfing sem lýsir minni skoðun miðað við þær upplýsingar sem ég hef skoðað.  Það sem ég hef fyrir mér í þessu er að ég man eftir að hafa lesið hjá FLCCC læknum að þeir nefndu að 2/3 þeirra sem þeir voru að meðhöndla við long-covid hefðu byrjað að finna fyrir einkennum strax eftir bólusetningu.  Eins hef ég séð rannsóknir sem sýna að long covid væri ekki neitt öðru vísi en long-flu, hvað varðar tímalengd sem fólk er að jafna sig.  Þessi rannsókn var frá því áður en bólusetningarherferðin hófst.  Þessu til viðbótar þá voru rcovid-sjúklingar sem lögðust inn á landspitalann svo dæmi sé tekið meðhöndlaðir með ansi ruddalegum vafasömum aðferðum. Flestir (ef ekki allir)fengu remdesivir, sem er stórhættulegt tilraunalyf sem veldur ójafnvægí í efnaskiptum lifrar hjá ca. þriðjungi sem fær það og veldur nýrnabilun hjá ca. 4%.  Eins voru margir settir á öndunarvél, (sem hefði líklegast verið hægt að komast hjá nær alltaf ef ivermectin hefði verið notað).  Hvort um sig getur valdið alvarlegum heilsuskaða sem langan tíma getur tekið að komast í gegnum.  Long covid er þannig blanda af afleiðingum sjúkdómsins og meðhöndlunarinnar.  Er ekki að afneyta að margir hafi fengið slík einkenni, en eingöngu að segja að það sé mín skoðun að enginn sem slíkt fékk sé að þjást af því lengu, því það er langt síðan allir smituðust fyrst af covid. Long-covid ætti því að vera runnið af þeim. Long vax er annars eðlis, því þar er eiturverkunin mun langlífari og margir eru að mælast með broddpróteinið úr bóluefninu löngu löngu eftir bólusetningu og jafnvel losna aldrei við broddpróteinið. Þó einkenni geti að einvherju leiti verið svipuð af báðu, þá liggur munur í endingu einkennanna. Til að losna alveg við það þarf fólk að reyna að "afeitra" sig.

Stærsta vandamál íslensks heilbrigðiskerfis í dag er hins vegar þöggunin.  Íslensk yfirvöld hafa enn ekki viðurkennt skaðsemi bóluefnanna og meðhöndla því sjúklinga ekki sem long-vax sjúklinga.  Eins eru þau enn í stríði við Ivermectin sem getur tekið burt einkenni á 3-4 vikum.  Fyrir vikið þurfa þúsundir íslendinga að þjást lengur, sumir munu varanlega tapa heilsunni og aðrir jafnvel deyja vegna þessarar þöggunar.  Hjá FLCCC er lýst afeitrunarmeðferð sem bæði virkar á long covid og long vax.  En líklega eru þetta þó bara long vax í dag, þars sem flestir hafa þegar fengið pestina fyrir löngu síðan og tilfelli long-covid því runnin af flestum sem það fengu.

Jóhannes Loftsson, 20.2.2025 kl. 14:06

3 identicon

Sæll Jóhann. Takk fyrir svarið.

Við erum í sjálfu sér sammála um margt. Mér finnst Ívarmektin hafa fengið mjög slæma útreið. Og það má vel vera að það sé verið að bæla niður slæm áhrif af bóluefnunum. Ætla ekkert að fella dóm á það. Hvort að Long Vax sé að hrjá fólk skal ég bara taka þig á orðinu með og hafa það á bakvið eyrun.

Það er hins vegar fullt af fólki sem er enn þann daginn í dag að glíma við slæm langtímaáhrif af vírusnum. Það virðist líka vera að fyrst afbrigðin af kóvid hafi verið langtum verri en önnur. 

Læt fylgja með nokkur dæmi og heimildir af fólki sem smitaðist í byrjun faraldurs og þjáist enn af einkennum. 

Andrew Coop. Smitaðist í júlí 2021. Fjórum árum seinna ennþá með long kóvid

https://www.myjournalcourier.com/news/article/illinois-man-long-covid-symptoms-20061022.php?utm_source=chatgpt.com

Hannah E. Davis. Smitaðist í mars 2020. Fimm árum seinna ennþá með long kóvid.

https://en.wikipedia.org/wiki/Hannah_E._Davis?utm_source=chatgpt.com 

Oonagh Cousins. Íþróttakona sem að þurfti að hætta í ferlinum sínum. 

https://www.thetimes.com/uk/healthcare/article/link-long-covid-me-dzdxtp206?utm_source=chatgpt.com&region=global 

Leifur (IP-tala skráð) 21.2.2025 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ga_hamfarir
  • ga_hamfarir
  • lly
  • fingrafarhamfara
  • gelding

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 3094
  • Frá upphafi: 41570

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 2775
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband