Voru lög brotin á Reykjavíkurflugvelli?

Erindi Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, framkvæmdastýru Isavia Innanlands,  á fundi  um Reykjavíkurflugvallar í síðustu viku var afar merkilegt.  En þar sagði hún að áætlunarflug hefði að undanförnu verið að láta undan en sjúkraflug væri nú mikilvægara en nokkru sinni áður með 1400 ferðir á ári.   

En ef sjúkraflug er orðið mikilvægasta hlutverk Reykjavíkurflugvallar.  Af hverju var í fjandanum var notkunarstuðull fyrir sjúkraflug þá aldrei reiknaður áður en neyðarbrautinni var lokað 2017.  Íslensk reglugerð um flugvelli er unnin beint úr ICAO staðlinum og kveður því á um að slíkt hefði átt að gera. (reglugerð 464/2007 gr. 3.1.1)  Það má ekki fækka flugbrautum án þess að taka tillit til þeirra regla sem um það gild í lögum og afleiddum reglugerðum!

 

Um þetta fjallaði ég í opnu bréfi til innanríkisráðherra [Ólafar Nordal] sem birt var í morgunblaðinu 21. júlí 2016

 

================

Áríðandi spurning til innanríkisráðherra

 

"Hver breytti hlutverki Reykjavíkurflugvallar í að þjóna ekki minni flugvélum og sjúkraflugi?"

Kæri innanríkisráðherra.

Í grein 3.1.1. í VI. hluta reglugerðar 464/2007 um flugvelli segir:

„Fjöldi og stefna flugbrauta á flugvelli ætti að vera slíkur að notkunarstuðull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöllurinn þjónar.“

Þetta þýðir að reikna þarf notkunarstuðul fyrir allar flugvélar sem flugvöllur þarf að þjónusta, ekki bara fyrir stærri áætlunarflugvélarnar sem þola meiri hliðarvind. Sá skilningur fer ekki milli mála, því ef Flugfélag Íslands mundi t.d. einhvern tímann í framtíðinni ákveða að flytja alla starfsemi sína á Keflavíkurflugvöll, þá væru eingöngu eftir minni flugvélar á Reykjavíkurflugvelli, en engir útreikningar fyrir hendi sem sýndu að krafan um nothæfisstuðul upp á 95% væri uppfyllt. Í nýlegu áhættumati vegna lokunar neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli var hins vegar ekki reiknaður notkunarstuðull fyrir minni flugvélar.

Eina réttmæta forsenda þess að ekki þyrfti að taka tillit til lendingarskilyrða minni flugvéla á Reykjavíkurflugvelli væri ef fyrir lægi ákvörðun stjórnvalda um að hlutverki Reykjavíkurflugvallar væri breytt þannig að ekki ætti lengur að miða við það að Reykjavíkurflugvöllur þurfi að þjónusta minni flugvélar. Þar sem allt sjúkraflug fer fram minni flugvélum, þá er hér um meiriháttar stefnubreytingu yfirvalda að ræða, sem getur m.a. haft áhrif á hátt í 30 sjúkraflugsferðir á ári og mun nær áreiðanlega kosta mannslíf þegar fram í sækir. Fólk hefur því rétt á að vita hver ber ábyrgð á þessu.

Sem yfirmaður samgöngumála átt þú sem innanríkisráðherra að geta svarað þessu. Var þetta ákvörðun ríkisstjórnarinnar? Var þetta ákvörðun þín, innanríkisráðherra? Var þetta ákveðið af Samgöngustofu sem fór yfir áhættumatið um lokun neyðarbrautarinnar? Var þetta ákveðið af ISAVIA sem stýrði áhættumatinu... eða var það Verkfræðistofan Efla sem reiknaði notkunarstuðulinn og ákvað að breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar? Hver ákvað að breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar?

Reikniskekkjur má leiðrétta

Ef þú, innanríkisráðherra, hefur ekki komið að þessari ákvörðun, þá er þetta ólögleg reikniskekkja, því hvorki ráðgjafaverkfræðistofur né undirstofnanir þínar mega taka sér slíkt vald.

Mögulega væri hægt að stöðva þetta einfaldlega með því að ítreka það við Samgöngustofu, sem yfirfór áhættumatið, að ISAVIA hafði enga heimild til að breyta hlutverki Reykjavíkurflugvallar í áhættumatinu. Í ljósi þessara nýju upplýsinga er ekki útilokað að Samgöngustofa gæti hafnað öllum frekari leyfisveitingum vegna breytinga flugvallarins eða dregið til baka útgefin leyfi.

Ef af einhverjum ástæðum, lagalegum eða stjórnskipunarlegum, ekki er hægt að beita þessari aðferð, þá hvílir siðferðisleg skylda á Alþingi að grípa inn í á einhvern hátt. Það er einfaldlega ekki boðlegt að Alþingi sitji hjá og láti reikniskekkju ráða jafn afdrifaríkri ákvörðun og þessari sem getur haft áhrif á líf og heilsu fjölda fólks.

Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull.

 

=================

Í ljósi þessa horfi ansi undarlega við í dag, þegar innanlandsflug er að gefa undan og sjúkraflug er að verða sífellt veigameira, að eingöngu séu til útreikningar af notkunarstuðli fyrir innanlandsflug en ekki fyrir sjúkraflug.

Reglugerðir sem lög vísa í að beri að fylgja hafa lagalegt gildi.  Það verður ekki betur séð en að lög hafi verið brotin þegar neyðarbrautinni var lokað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhannes.

Enn og aftur TAKK.

Þú stóðst vaktina í den þegar enginn stóð hana.  Þá er ég að vísa í að svara bulli með röksemdum.

Og þú stendur hana ennþá í dag.

Ólíkt því fólki sem landsbyggðin kaus til trúnaðarstarfa.

Hvort sem það er á þingi eða í sveitarstjórnum.

Og það gleður mig að fólk skuli lesa pistla þína, það er þá einhver von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2025 kl. 15:59

2 Smámynd: Jóhannes Loftsson

Takk fyrir það

Jóhannes Loftsson, 19.2.2025 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • reykjavikurflugvollur2
  • reykjavikurflugvollur2
  • 100mia
  • Aukin tíðni einhverfu með fleiri bólusetningum
  • sparnaðartillögur 1-7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 132
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 3705
  • Frá upphafi: 19338

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 3361
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband