5.2.2025 | 20:17
Drukkinn sjómaður óskar eftir sparnaðartillögum
Ríkisstjórn sem sparar þarf ekki að hækka skatta! Samt blasti óvænt krísa við eftir að fjöldi skemmtiferðaskipa hættu við Íslandsferðina vegna nýs innviðagjalds ríkisstjórnarinnar. Smá hik kom á ríkisstjórnina fyrir vikið, en samt er áfram stefnt á aukna gjaldtöku um leið og færi gefst.
En bíðið nú við. Var ríkisstjórnin ekki að taka við 10.000 sparnaðartillögum frá þjóðhollum þegnum sem vildu hjálpa. Ríkisstjórn sem hlustar á slíka þegna þarf engar skattahækkanir. Var þetta kannski bara sýndarmennska?
Drukkinn sjómaður mun aldrei taka í mál að hætta að drekka. Hvað þá að sleppa að kaupa umgang á barnum fyrir vinina eða kampavín fyrir einka-dansinn og svo þarf hljómsveitin líka að fá sitt. Hver vill hafa áhyggjur af timburmönnum ef partíið getur haldið áfram.
Var ríkisstjórnin kannski bara að leita að besta happy hour tilboðinu svo partíið gæti haldið áfram eða stóð raunverulegur vilji að baki og boða þau nýja tíma með með alvöru sparnaði og stórfelldum skattalækkunum og bættum lífskjörum til almennings í kjölfarið.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 742
- Sl. sólarhring: 753
- Sl. viku: 3448
- Frá upphafi: 9982
Annað
- Innlit í dag: 664
- Innlit sl. viku: 3033
- Gestir í dag: 626
- IP-tölur í dag: 610
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning