Er þjóðarsátt um fátækt ásættanleg?

Sendi inn nokkrar sparnaðartillögur til yfirvalda í gær.  Þrátt fyrir að hafa ekki náð að skoða nema lítinn hluta af heildarkostnaði yfirvalda, náðist tína saman tillögu sem myndi spara Íslendingum 1703 milljarða. (=1703000000000 kr.) Engin öfgar eru í tillögunum heldur eingöngu krafa um skynsemi í framkvæmdum og að draga úr eyðslu í óviðeigandi málefni eða trúarlega öfgastefnur.

Fyrir utan töfluna hér fyrir neðan þá geta áhugasamir skoðað ýtar-útskýringar á tillögunum hér.

sparnaðartillögur 1-7

Niðurstaðan er að sóun á skattfé er orðin gjörsamlega yfirgengileg.  Afleiðingarnar eru hærri skattar, lægri laun, tvöfalt íbúðaverð ásamt skuldsetning ungs fólks að þolmörkum og skattpíning afa og ömmu fram yfir grafarbakkann.  Fólk verður að fara að byrja að hugsa. Er þetta virkilega það samfélag sem við viljum búa í eða er kannski til betri leið með að fara betur með opinbert fé?

Hér eru nokkur dæmi um ruglverkefni sem eru í dag að draga niður lífskjör almennings (m.v. fjárlög 2025 og aðrar heimildir):

  • 2340 milljónir eiga að fara í kaup á kolefniskvóta á næsta ári.
  • 7704 milljónir fara í styrki til orkuskipta (=niðurgreiðsla lúxusrafbíla)
  • 444 milljónir fara í að borga fólki fyrir að rækta tré á eigin landi.
  • 1500 milljónir eiga að fara í vopnakaup til að drepa Rússa
  • 330 milljonir eiga að fara í að fjármagna skóla sem kenna Palestínubörnum dyggðina við að drepa gyðinga
  • 2100 milljónir fer í opinbera ferðaþjónustu innan þjóðgarða, sem væri ella sjálfbær í höndum einkaaðila.
  • Framlög til hjálparstarfs/þróunaraðstoðar hefur hækkað um 10916 milljónir frá 2006. Ef fólk vill hjálpa þróunarríkjum á að auka viðskipti en ekki gefa því annarra manna fé.
  • 186 milljónir fara í að höfundarréttarstuld hljóðbókasafnsins í samkeppni við aðrar veitur sem borga höfundarlaun.
  • 692 milljónir fara til stjórnmálaflokka til að gefa flokkum á þingi forskot á ný stjórnmálaöfl.
  • 727 milljónir fara í að niðurgreiða rekstur hagsmunaaðila á fjölmiðlum til að auka pólitísk áhrif þeirra.
  • Rúv hefur hátt í tvöfaldast í umfangi frá því fyrir fjórum áratugum, þrátt fyrir að framboð annarra fjölmiðla hafi stóraukist (og þörfin fyrir RÚV því minni).

… listinn yfir vitleysis verkefnin er lengri

Stóru sparnaðarliðirnir komu þó í ljós þegar opinberar framkvæmdir voru skoðaðar.  Í vegaframkvæmdur er t.d. öllum brögðum beitt til að verja undirbúning rangra heimskulegra verkefna með að útiloka að hagkvæmari kostir séu skoðaðir.

 Þannig má spara:

  • 25 milljarða með að fara frekar í göngubrýr og mislæg gatnamót sem gera sama gagn og sæbrautarstokkur.
  • 100 milljarða með að fara í Laugarnesgöng í stað Sundabrautar.
  • 10 milljarða með að leyfa bílaumferð um Fossvogsbrú.
  • 15 milljarða með að breyta hönnun Selfossbrúar.
  • 15 milljarða með að fara í ódýrari útgáfu Austfjarðarganga en Fjarðarheiðagöng.
  • 27 milljarða með að velja frekar lausnir með mislægum gatnamótum í stað Miklubrautarganga.

 

Enn stærra sparnaðartækifæri sést svo þegar rekstraráætlun Borgarlínunnar er skoðuð því þar er á ferð skáldskapur sem ætti að fá Edduverðlaunin. Gert er ráð fyrir þreföldun farþega!  Eina leiðin til að ná því er með risavegtollum svo efnaminna fólk hætti að hafa efni á að reka bíl.  Án slìks ofbeldis verður borgarlínan rekin með 15 milljarða halla um ókomna tíð.

  • Ef hætt yrði við borgarlínuna núna og strætó gerður sjálfbær myndu 432 milljarðar sparast.

Lang stærsti sparnaðurinn fæst svo með því að hætta að skuldbinda opinbert fé í vanundirbúnar framkvæmdir. Að meðaltali fara opinberar framkvæmdir 63% fram úr kostnaði. Með réttum verkefnisundirbúningstólum mætti halda þessum framkvæmdum á áætlun.  Heildarsparnaður um 70 milljarða framkvæmdakostnaðar ríkisins yrði 27 milljarðar á ári um ókomna tíð eða 546 milljarðar núvirt.  Það munar um minna.

 

Stóra spurningin sem Íslendingar þurfa að fara að spyrja sig er:

Vilum við vera fátæk þjóð með ábyrgðarlaus eyðslusöm yfirvöld eða viljum við vera rík þjóð með ábyrg hagsýn yfirvöld?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar samantekt hjá þér Jóhannes og óskandi væri að embættismanna 

elítan myndi lesa þetta.

Það er því miður óskhyggja því allt það lið býr í öðru

landi en við.

Þeirra draumórar eru að haga sér eins og við séum 380 milljónir en

ekki 380 þúsund.

Á meðan svo er, er enginn von um sparnað.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.1.2025 kl. 21:57

2 Smámynd: Jóhannes Loftsson

Takk fyrir það.  Einhverjur munu væntanlega lesa þetta þar sem ég sendi tillöguna inn.  En ég geri mér því miður ekki of miklar vonir, því þegar kemur að einhverju sem skiptir máli þá er sýndarmennskan oftar en ekki framkvæmdaviljanum yfirsterkari.

Jóhannes Loftsson, 24.1.2025 kl. 22:30

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er allt mjög augljóst og skynsamlegt.

Þess vegna verður ekkert af þessu gert.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.1.2025 kl. 12:34

4 identicon

Margt satt og skynsamlegt en viðhorfið til langtíma fjárfestinga ekki mér að skapi.

Helgi Indriðason (IP-tala skráð) 25.1.2025 kl. 13:33

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo finnst sumu fólki það mannréttindabrot ef ekki er haldið áfram endalaust að ausa peningum skattgreiðenda í öll þessi verkefni ár  eftir ár án nokkurrar endurskoðunar - einsog það sé eitthvað jákvætt við að spreða peningum annarra

Við eigum bara að gera einsog Trump og fara í alsherjar endurskoðun á öllu þessu bruðli sbr.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/01/25/bandarikin_frysta_erlenda_adstod/

En í raun er bara verið skoða HVERS VEGNA er verið að styrkja þetta úr ríkissjóð

Grímur Kjartansson, 25.1.2025 kl. 16:04

6 identicon

Sæll Jóhannes,
Hérna er svona eitthvað inn í umræðuna, þó það sé nú frá júní 2012: 
 
"Allt frá því að fyrstu skráðu tilfelli einhverfu komu fram, eða frá tímum stofnunar Einhverfu rannsóknarstofnunarinnar (Autism Research Institude) hans dr. Bernards Rimland, föður einhverfs barns, hafa yfirvöld sagt að engin lækning sé til staðar fyrir einhverf börn. Rimland leitaði að lækningu og fann það út, að með því að fjarlægja kvikasilfur úr líkama einhverfra barna með sérstakri aðferð klóbindiefna (special chelating agent) væri hægt að lagfæra ástand þeirra í u.þ.b. 70% tilfella. Þessar niðurstöður gaf Rimland svo út í bók sinni, Infantile Autism, The Syndrome and Its Implications. Þrátt fyrir að foreldrar séu alltaf að spyrja, hvernig stendur á því að börnin eru í lagi í fleiri mánuði og svo eftir fyrsta eða annað árið þá kemur fram þessi einhverfa hjá þeim?

Eitthvað hefur verið skrifað um það að einhverfa sé erfðasjúkdómur, en í grein vísindakonunnar dr. Helen Ratajczak segir hún að það hafi enginn sannað eða afsannað að eitthvert DNA geti valdið einhverfu, en til er fjöldinn allur af greinum er segja að bóluefni geta valdið einhverfu. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) varar barnshafandi konur við yfir 18 míkrógrömmum af kvikasilfri í skelfiski, en ekki yfir 25 míkrógrömmum af kvikasilfri í bóluefnum, vegna þess að málið varðar þá bóluefnafyrirtækin sem leynt og ljóst má ekki gagnrýna þar. Með svínaflensubóluefninu (Pandemrix) hér fengu barnshafandi konur nákvæmlega engar aðvaranir varðandi 25 míkrógrömm af kvikasilfri í því, annað en að bóluefnið væri öruggt.

 

Vilja ekki sjá samanburð milli óbólusettra og bólusettra

Með auknum bólusetningum hjá börnum í Bandaríkjunum hefur einhverfan aukist. Milli áranna 2000 til 2002 var hún u.þ.b. 1 barn af hverjum 150 börnum, fjórum árum síðar u.þ.b. 1 barn af 110 börnum, og skv. síðustu niðurstöðum frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) er u.þ.b. 1 barn af hverjum 88 börnum með einhverfu. Yfirvöld og aðdáendur bóluefna vilja ekki heldur að gerðar séu rannsóknir á þessum mun á milli óbólusettra og bólusettra einstaklinga, þar sem vitað er að einhverfa hjá óbólusetta Amish-fólkinu í Bandaríkjunum er 1 barn af hverjum 10.000 börnum (childhealthsafety.wordpress.com/2009/04/04/autism-in-amish-children-1-in-10000/). Ofan á allt er vitað til þess að þrír einstaklingar með einhverfu í þessum niðurstöðum komu inn í Amish-hópinn frá iðnaðarbæjum. En aðalatriðið hjá aðdáendum bóluefna er ekki að fást mikið við vísindaniðurstöður og upplýsingar heldur reyna menn að finna leiðir til að koma inn áróðri fyrir frekari bólusetningum.

 

 

Allt fyrir bólusetningar - fela, falsa og ýkja

Eftir að niðurstöðurnar „Thimerosal VSD Study, Phase I-Update 2/29/00“ frá árinu 2000 komu fram, er sýndu niðurstöður 2,5 sinnu meiri líkur á einhverfu hjá bólusettum, urðu menn verulega hræddir og ákveðið var að fela og þegja yfir niðurstöðunum. Í Danmörku reyndu menn hins vegar að falsa niðurstöður með því að ýkja upp einhverfutilfelli eftir að hætt var nota kvikasilfur í bóluefnum 1992, til að reyna segja að kvikasilfur framkallaði ekki einhverfu, þar sem mikil hætta á hóplögsóknum hafði skapast. Sá samanburður sem gerður var á börnum í Danmörku árið 1992 og svo aftur 2002 sýndi allt í einu fram á 2,3 sinnum minni aukningu á einhverfu árið 2002.

Dr. Poul Thorsen, einn af þeim sem tók þátt í að ýkja fyrri niðurstöður, var látinn hætta og sérstaklega óskað eftir engu samstarfi við hann í framtíðinni. Í fjölmiðlum er síðan alltaf reynt að minnast á dóm yfir Andrew Wakefield eins og eitthvert endanlegt svar gegn öllu varðandi tengsl bóluefnis og einhverfu. Í því sambandi passa menn sig sérstaklega á því að minnst ekki á, að hann og félagar voru dæmdir fyrir rannsóknaraðferðir en ekki niðurstöðurnar.

 

Meira magn og fleiri dómsmál

Það má segja að ál (Aluminium phosphate/ hydroxide) eða aukið magn af því hafi tekið við af notkun kvikasilfurs í bóluefnum. Reyndar er ál einnig þekkt fyrir heilaskemmdir og tengt við einhverfu, rétt eins og kvikasilfrið sem notað er ennþá í inflúensubóluefnum. Menn finna alltaf einhverjar leiðir til að koma þessum taugaeiturefnum (neurotoxin) í bóluefnin sem auglýst eru svo örugg, og reynt er að koma inn á fólk án þess að minnast á innihaldsefnin. Niðurstöður þeirra Tomljenovic L,Shaw CA hafa sýnt, að börn frá löndum með mikla einhverfu á einhverfurófinu höfðu öll orðið fyrir miklu áli eftir bólusetningar 3-4 mánaða gömul (J Inorg Biochem. 2011 Nov;105 (11):1489-99. Epub 2011 Aug 23). Nú í niðurstöðum með kvikasilfurs Hepatitis B bóluefninu í Annals of Epidemiology 19 no. 9 (Sep 2009).651-80, þá þrefölduðust líkurnar á einhverfu eftir bólusetningu. Eftir að fyrsta skaðabótamál einhverfs einstaklings vannst fyrir dómstólum, og Hannah Poling fékk greitt yfir 1,5 milljónir dollara, hafa lögsóknir 4.900 fjölskyldna með einhverf börn farið af stað. Það er því mjög líklegt að margir einstaklingar með einhverfu eigi hér á landi og víðast hvar um heim eftir að fara í mál af sömu ástæðum yfir þessum taugaeiturefnum í bóluefnum."( "Einhverfufaraldurinn" grein í MBL. dags. þann 8. júní 2012) 
No photo description available.

National Autism Association – http://nationalautismassociation.org/

Talk About Curing Autism – http://www.tacanow.org/

Generation Rescue – http://www.generationrescue.org/

Autism One – http://www.autismone.org/

The Autism File – http://www.autismfile.com/

Autism Aid – http://www.autismaid.org/

National Vaccine Information Center – http://www.nvic.org/

Safeminds – http://www.safeminds.org/

The Canary Party – http://www.canaryparty.org/

Adventures in Autism – http://adventuresinautism.blogspot.com/

Regarding Caroline – http://regardingcaroline.com/

Vaxtruth – http://vaxtruth.org/

Age of Autism – http://www.ageofautism.com/

Elizabeth Birt Center for Autism Law & Advocacy – http://www.ebcala.org/

The Refusers – http://therefusers.com/

Autism Research Institute – http://www.autism.com/

Surfers Healing – http://www.surfershealing.org/

Surfers for Autism – http://www.surfersforautism.org/

The Puzzling Piece – http://www.thepuzzlingpiece.com/

81 Studies Linking Vaccines to Autism

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.1.2025 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • hafnafj
  • isor-hafnarfj
  • isor-hafnarfj
  • isor-hafnarfj
  • hafnafj

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 189
  • Sl. sólarhring: 2171
  • Sl. viku: 3989
  • Frá upphafi: 43979

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 3594
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband