24.1.2025 | 20:54
Er þjóðarsátt um fátækt ásættanleg?
Sendi inn nokkrar sparnaðartillögur til yfirvalda í gær. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að skoða nema lítinn hluta af heildarkostnaði yfirvalda, náðist tína saman tillögu sem myndi spara Íslendingum 1703 milljarða. (=1703000000000 kr.) Engin öfgar eru í tillögunum heldur eingöngu krafa um skynsemi í framkvæmdum og að draga úr eyðslu í óviðeigandi málefni eða trúarlega öfgastefnur.
Fyrir utan töfluna hér fyrir neðan þá geta áhugasamir skoðað ýtar-útskýringar á tillögunum hér.
Niðurstaðan er að sóun á skattfé er orðin gjörsamlega yfirgengileg. Afleiðingarnar eru hærri skattar, lægri laun, tvöfalt íbúðaverð ásamt skuldsetning ungs fólks að þolmörkum og skattpíning afa og ömmu fram yfir grafarbakkann. Fólk verður að fara að byrja að hugsa. Er þetta virkilega það samfélag sem við viljum búa í eða er kannski til betri leið með að fara betur með opinbert fé?
Hér eru nokkur dæmi um ruglverkefni sem eru í dag að draga niður lífskjör almennings (m.v. fjárlög 2025 og aðrar heimildir):
- 2340 milljónir eiga að fara í kaup á kolefniskvóta á næsta ári.
- 7704 milljónir fara í styrki til orkuskipta (=niðurgreiðsla lúxusrafbíla)
- 444 milljónir fara í að borga fólki fyrir að rækta tré á eigin landi.
- 1500 milljónir eiga að fara í vopnakaup til að drepa Rússa
- 330 milljonir eiga að fara í að fjármagna skóla sem kenna Palestínubörnum dyggðina við að drepa gyðinga
- 2100 milljónir fer í opinbera ferðaþjónustu innan þjóðgarða, sem væri ella sjálfbær í höndum einkaaðila.
- Framlög til hjálparstarfs/þróunaraðstoðar hefur hækkað um 10916 milljónir frá 2006. Ef fólk vill hjálpa þróunarríkjum á að auka viðskipti en ekki gefa því annarra manna fé.
- 186 milljónir fara í að höfundarréttarstuld hljóðbókasafnsins í samkeppni við aðrar veitur sem borga höfundarlaun.
- 692 milljónir fara til stjórnmálaflokka til að gefa flokkum á þingi forskot á ný stjórnmálaöfl.
- 727 milljónir fara í að niðurgreiða rekstur hagsmunaaðila á fjölmiðlum til að auka pólitísk áhrif þeirra.
- Rúv hefur hátt í tvöfaldast í umfangi frá því fyrir fjórum áratugum, þrátt fyrir að framboð annarra fjölmiðla hafi stóraukist (og þörfin fyrir RÚV því minni).
listinn yfir vitleysis verkefnin er lengri
Stóru sparnaðarliðirnir komu þó í ljós þegar opinberar framkvæmdir voru skoðaðar. Í vegaframkvæmdur er t.d. öllum brögðum beitt til að verja undirbúning rangra heimskulegra verkefna með að útiloka að hagkvæmari kostir séu skoðaðir.
Þannig má spara:
- 25 milljarða með að fara frekar í göngubrýr og mislæg gatnamót sem gera sama gagn og sæbrautarstokkur.
- 100 milljarða með að fara í Laugarnesgöng í stað Sundabrautar.
- 10 milljarða með að leyfa bílaumferð um Fossvogsbrú.
- 15 milljarða með að breyta hönnun Selfossbrúar.
- 15 milljarða með að fara í ódýrari útgáfu Austfjarðarganga en Fjarðarheiðagöng.
- 27 milljarða með að velja frekar lausnir með mislægum gatnamótum í stað Miklubrautarganga.
Enn stærra sparnaðartækifæri sést svo þegar rekstraráætlun Borgarlínunnar er skoðuð því þar er á ferð skáldskapur sem ætti að fá Edduverðlaunin. Gert er ráð fyrir þreföldun farþega! Eina leiðin til að ná því er með risavegtollum svo efnaminna fólk hætti að hafa efni á að reka bíl. Án slìks ofbeldis verður borgarlínan rekin með 15 milljarða halla um ókomna tíð.
- Ef hætt yrði við borgarlínuna núna og strætó gerður sjálfbær myndu 432 milljarðar sparast.
Lang stærsti sparnaðurinn fæst svo með því að hætta að skuldbinda opinbert fé í vanundirbúnar framkvæmdir. Að meðaltali fara opinberar framkvæmdir 63% fram úr kostnaði. Með réttum verkefnisundirbúningstólum mætti halda þessum framkvæmdum á áætlun. Heildarsparnaður um 70 milljarða framkvæmdakostnaðar ríkisins yrði 27 milljarðar á ári um ókomna tíð eða 546 milljarðar núvirt. Það munar um minna.
Stóra spurningin sem Íslendingar þurfa að fara að spyrja sig er:
Vilum við vera fátæk þjóð með ábyrgðarlaus eyðslusöm yfirvöld eða viljum við vera rík þjóð með ábyrg hagsýn yfirvöld?
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 136
- Sl. sólarhring: 373
- Sl. viku: 3281
- Frá upphafi: 3655
Annað
- Innlit í dag: 121
- Innlit sl. viku: 2914
- Gestir í dag: 119
- IP-tölur í dag: 117
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilldar samantekt hjá þér Jóhannes og óskandi væri að embættismanna
elítan myndi lesa þetta.
Það er því miður óskhyggja því allt það lið býr í öðru
landi en við.
Þeirra draumórar eru að haga sér eins og við séum 380 milljónir en
ekki 380 þúsund.
Á meðan svo er, er enginn von um sparnað.
Sigurður Kristján Hjaltested, 24.1.2025 kl. 21:57
Takk fyrir það. Einhverjur munu væntanlega lesa þetta þar sem ég sendi tillöguna inn. En ég geri mér því miður ekki of miklar vonir, því þegar kemur að einhverju sem skiptir máli þá er sýndarmennskan oftar en ekki framkvæmdaviljanum yfirsterkari.
Jóhannes Loftsson, 24.1.2025 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning