21.1.2025 | 21:25
Leyndardómur Parísarsamningsins
Undirskrift Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á fyrsta degi kom ekki á óvart. Fáir átta sig þó á því að með undirskriftinni var hann að gera Íslendingum mikinn greiða, því hann uppljóstraði stærsta leyndarmáli Parísarsamningsins. Parísarsamningurinn er ekki samningur heldur viljayfirlýsing og því geta þjóðir einfaldlega dregið sig út ef þeim hentar. Önnur þjóð sem mun örugglega draga sig út um leið og samningurinn fer að verða óþægilegur er Kína, sem ber ábyrgð á 90% aukningu útblástrar í heiminum síðan samkomulagið var gert. Fleiri þjóðir munu fylgja.
En hvað þýðir þetta fyrir Ísland?
Jú, allar fjárfestingar í kolefnisbindinga-iðnaðinum munu líklega verða gjaldþrota til lengri tíma, því það mun enginn borga fyrir bindingu CO2 sem hefur engin áhrif. Í dag er útblástur Evrópuríkja ekki nema rétt um 12% af heildarúblæstri heimsbyggðarinnar.
Þessa augljósu hættu þurfa yfirvöld að hafa í huga þegar þau horfa til framtíðarmöguleika íslensku kolefnisniðurdælinga verkefnanna. Það að engir einkafjárfestar fáist í þessi verkefni er sterk vísbending. Það að stærstu bankar bandaríkjanna hafi nýlega dregið sig úr öllum grænum fjárfestingaverkefnum önnur vísbending um að eitthvað er að fara að breytast.
Lánin sem tekin verða til að fjármagna risaverksmiðjurnar gætu náð 100 milljörðum og munu ekki verða veit gegn viljayfirlýsingum. Það mun einhver þurfa að borga hverja einustu krónu til baka með vöxtum og vaxtavöxtum. Ef opinbera fyrirtækið sem tekur lánið getur það ekki, munu skattgreiðendur sitja uppi með reikninginn.
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 208
- Sl. sólarhring: 2181
- Sl. viku: 4008
- Frá upphafi: 43998
Annað
- Innlit í dag: 188
- Innlit sl. viku: 3613
- Gestir í dag: 186
- IP-tölur í dag: 184
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það ætti að verða auðvelt fyrir fyrirtæki í USA að ná samkeppnisforskoti á þau í evrópu með þessum ráðstöfunum jafnvel þó engir tollar komi til
Lægri orkuverð og minna reglugerðarfargan meðal og engar rándýrar sjálfbærniskýrslur sem þurfa að innihalda
"allt frá kynjasamsetningu stjórnar til áhrifa starfsemi þeirra á líffræðilegan fjölbreytileika." - engum til gagns
Grímur Kjartansson, 22.1.2025 kl. 00:02
Carbfix, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar (OR), ákvað árið 2023 að kaupa eigin rafmagnsbor fyrir ríflega 7 milljónir evra eða um einn milljarð króna á gengi dagsins. Áætlað er að borinn komi til landsins á vormánuðum 2025.
Mig minnir einnig að margir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í grænum fjárfestingaverkefnum erlendis fyrir 700 milljarða íslenskra kóna.. Hversu mikið af því mun tapast?
Þröstur R., 22.1.2025 kl. 01:16
Þetta er svikamilla sem of margir háttsettir aðilar eiga of mikið uindir, svo kolefnissvindlinu verður bara haldið áfram.
Öll vísindi og sannanir eru auka-atriði.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2025 kl. 15:44
Freeman Dyson sagði beinlínis aldrei að þetta væri svikamylla, að ég held.
En þessi vitfirring kom frá við vitum frá hverjum.
Er búið að jarða Al Gore og hans kumpána?
Auðvitað hafa samsæri aldrei verið til, hvaða vitinborin manneskja heldur því fram?
þetta bara poppaði upp eins og mæísinn.
Samt eru afleiðingarnar þannig að Evrópa er í drasli og fáir koma auga á hvers vegna.
L (IP-tala skráð) 23.1.2025 kl. 21:21
Trump er mesti sjálfbærni kallinn í partýinu - USA framar öllu - mesta efnahagsveldið - mesta efnahagslega sjálfstæðið. Gefið að hann haldi að hamfarahlýnun sé bull þá vill hann ekki stuðla að því að olíuveldi USA hrynji og í stað komi Kína með sitt hreinorkuforkot. Að stilla til friðar í Úkraínu er honum ekki hagstætt þ.e. Rússagas kemur aftur til Evrópu?
Svo sama hvert er horft það má alltaf tala svindl á báða bóga eftir því hvaða samfélags bergmálshelli þið eruð mest að hlusta/horfa á.
Sveinn Ólafsson, 24.1.2025 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.