29.9.2025 | 21:45
Er hægt að reka lággjaldaflugfélag á Íslandi?
Þær voru dapurlegar fréttir í dag að Play skyldi hafa lagt upp laupana. Margir voru án efa í sjokki en það getur enginn þó sagt að þetta hafi ekki verið fyrirséður möguleiki. Flugfélög þurfa að selja miða og því munu þau aldrei gefa skýra aðvörun þegar þau stefna í þrot, því slík aðvörun mundi keyra þá í þrot.
Nú hafa tvö íslensk lággjaldaflugfélög farið á hliðina með stuttu millibili, og margri hljóta að spyrja:
Hvað klikkaði? Munu svona tilraunir kannski alltaf klikka?
Ein mikilvæg lexía sem bæði þessi félög fóru aðeins á mis við var mikilvægi þess að halda hlutunum einföldum. Ekki gera of margar tilraunir í einu, því þá er erfiðara að sjá hvort þú sért að gera rétt. Ekki prófa nýja flugvélagerð, nýja markaði eða nýja flugvelli sem engin önnur flugfélög fljúga til, á sama tíma. Óheppni getur líka spilað með, því varla hefði verið hægt að finna verri tíma til að ræsa flugfélag en í miðjum lokunum covidtímans. Þegar menn leika af sér einu sinni þá getur það fljótt búið til svo stóran fortíðarvanda að ómögulegt er að komast á rétt ról aftur.
Sjálfur er ég nokkuð viss um að ef rétt er að því staðið (og með smá heppni) væri vel hægt að reka gott lággjaldaflugfélag hér á landi. Það gleymist stundum í neikvæðninni að áður en Wow fór að fljúga of nálægt sólinni, gekk þeim með eindæmum vel og skiluðu töluverðum hagnað meðan Icelandair var í taprekstri. En með of hröðum vexti og of mörgum misheppnuðum tilraunum tapaðist yfirsjónin og því fór sem fór.
En í millitíðinni fengu Íslendingar að njóta samkeppninnar, ódýrara flugs til útlanda og meira ferðafrelsis. Það verður missir af PLAY, en vonandi munu einhverjir snillingar sem geta lært af þessari reynslu komið nýju félagi af stað áður en langt um líður, því það er svo sannarlega pláss fyrir meira en eitt íslenskt flugfélag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. september 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 14
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 1293
- Frá upphafi: 103352
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 1169
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar