16.9.2025 | 21:02
2000 milljarða viðskiptatækifæri í hafinu við Ísland
Í dag kostar tonnið af CO2 kvóta í ETS kerfinu 10740 íslenskar krónur. Samkvæmt ríkisstjórninni stefnir í á íslenska ríkið þurfi að kaupa kolefniskvóta fyrir 11 milljarða, fyrir að standa ekki við fyrri loforð sem góða fólkið gaf fyrir hönd þjóðarinnar frá 2021-2030. Sama góða fólk ætlar nú líka að gefa áframhaldandi loforð um 500 þúsund tonna minnkun okkar hinna á CO2 útblæstri fram til 2035. Miðað við núverandi verðlag munum við hin þurfa að punga út 5,5 milljörðum á ári. Það segir þó ekki alla söguna því til stendur að láta viðskiptavini orkuveitunnar taka þátt í tugmilljarða fjárfestingaverkefni við að dæla menguðu eiturgasi undir Hafnarfjörð, nei Þorlákshöfn, nei Húsavík. Fólk þarf þó ekki að hafa áhyggjur því þetta er örugglega alveg öruggt, halda þeir. Enginn nægilega vitlaus einkafjárfestir hefur þó enn fundist til að taka þátt í þessu ævintýr með notendum hitaveitunnar.
2000 milljarða viðskiptatækifæri
En bíðið nú við. Hvað mað með náttúrulega bindingu CO2. Telur hún ekki líka. Góða fólkið ætlar líka að nota milljarða af skattfé okkar hinna til að rækta villiskóga og breyta gróðurlendi í ófærar mýrar.
En ef náttúruleg bindin er svo góð, hvað með hina náttúrulegu bindingu sem á sér stað hvort er eð. Hún kostar ekki neitt. Horfum t.d. á hafið kringum Ísland. Miðað við mælingar bindast um 200 tonn CO2 á ári per ferkílómeter hafflatar. Flatarmál hafsins innan landhelginnar og á yfirráðasvæði landsins er um ein milljón ferkílómetrar. Þetta þýðir að hafið við ísland er að gleypa 200 milljón tonn CO2 sem ekki kemur aftur upp fyrr en eftir margar aldir (vegna hringrásar atlantshafsins).
Væri ekki ráð að selja þennan kvóta. Miðað við gangverðið í dag myndi slíkt gefa 2000 milljarða í árlegar tekjur.
Vitlausasti glópurinn
Getur virkilega verið að einhversstaðar þarna úti sé til nægjanleg vitlaus glópur til að kaupa þessar losunarheimildir. Það er til nóg af vitlausum glópum, við hljótum að geta fundið einn.
Sjáið t.d. Ísland. Við erum sú þjóð í heiminum sem er með hæsta hlutfalla endurnýjanlegrar orku, en samt eru það við sem erum að kaupa kolefniskvóta. Við erum líka sú þjóð í heiminum sem er með einna hæst bindingu kolefnis á höfðatölu í landhelgi okkar, en samt eru það við sem erum að kaupa kolefniskvóta.
Hverju skyldi það sæta. Jú hinar þjóðirnar, (sem seldu okkur kvóta) unnu sér inn kvótann á Kyoto með að menga miklu meira áður fyrr. Öll orkuframleiðslan kom frá kolaorkuverum eða var búin til í bókhaldinu til að fá meiri kvóta. Ef þeir gátu fundið einhvern nægjanlega vitlausan til að kaupa kvóta þá hljótum við líka að geta fundið einhvern nægjanlega vitlausan.
Nema þá kannski við séum vitlausasti glópurinn.
er ekki kominn tími til að hætta þessu bulli.
English:
2000 Billion Business Opportunity for Icelanders
Today, a ton of CO2 quota in the ETS system costs 10,740 Icelandic krónur. According to the government, it looks like the Icelandic state will need to buy carbon quotas for 11 billion, for not fulfilling previous promises that the elites made on behalf of the nation from 2021-2030. The same elites now also plan to make continued promises about a 500,000-ton reduction in our CO2 emissions by 2035. Based on current prices, the rest of us will have to pay 5.5 billion per year. But that doesn't tell the whole story, because the plan is to have the customers of the energy utility participate in a tens-of-billions investment project to pump polluted poison gas under Hafnarfjörður, no Þorlákshöfn, no Húsavík. People don't need to worry though, because this is definitely completely safe, they claim. However, no sufficiently foolish private investor has yet been found to join this adventure with the hot water utility users.
2000 Billion Business Opportunity
But hold on. What about natural CO2 binding? Doesn't that count too? The good people also plan to use billions of our tax money to cultivate wild forests and turn vegetated land into impassable bogs.
But if natural binding is so good, what about the other natural binding that happens anyway? It doesn't cost anything. Let's look, for example, at the ocean around Iceland. Based on measurements, about 200 tons of CO2 are bound per year per square kilometer of ocean surface. The area of the ocean within the territorial waters and the country's jurisdiction is about 1 million square kilometers. This means that the ocean around Iceland is absorbing 200 million tons of CO2 that won't come back up until after many centuries (due to the Atlantic circulation).
Wouldn't it be advisable to sell this quota? Based on today's market price, that would generate 2000 billion in annual revenue.
The Dumbest Fool
Can it really be that somewhere out there, there's a sufficiently dumb fool to buy these emission allowances? There are plenty of dumb fools, we must be able to find one.
Look at Iceland, for example. We are the nation in the world with the highest proportion of renewable energy, yet it's us who are buying carbon quotas. We are also the nation in the world with one of the highest per capita carbon bindings in our territorial waters, yet it's us who are buying carbon quotas.
What could be the reason for that? Well, the other nations (who sold us quotas) earned their quotas at Kyoto by polluting much more in the past. All their energy production came from coal power plants or was created in the books to get more quotas. If they could find someone sufficiently dumb to buy quotas, then we must also be able to find someone sufficiently dumb.
Unless maybe we are the dumbest fool.
... isn't it time to stop this nonsense.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. september 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 89
- Sl. sólarhring: 272
- Sl. viku: 2409
- Frá upphafi: 99460
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 2086
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar