14.9.2025 | 12:25
Tugmilljónahækkun húsnæðisverðs vegna nýrra kredda í Byggingarreglugerð
Stundum veit maður ekki í hvaða liði yfirvöld í landinu eru. En eitt er víst, þau eru ekki í sama liði og fólkið í landinu. Nýjar breytingar á byggingarreglugerð undirstrika þetta.
Á sama tíma og hátt húsnæðisverð er eitt af stærstu samfélagsvandamálum venjulegs fólks, þar sem það fer sífellt að verða fjarlægari draumur fyrir komandi kynslóðir að eignast þak yfir höfuðið og þjóðin stefnir hraðbyr í það að verða aftur fátækir hjáleigu-liðar í eigin landi.
Í nýjum breytingu á byggingarreglugerð sem byrjað er að fylgja eftir nú í september á að fara að taka upp svokallaða lífsferilgreiningu fyrir allt nýtt húsnæði. Í umfjöllun í aðdragandanum er sagt að kostnaðurinn af þessu verði óverulegur. Ég ákvað að skoða þetta nánar og sjá hvernig reynslan af þessu er á norðurlöndunum og hvaða áhrif þetta mun hafa þar.
Kostnaður við skýrslugerð sérfræðinga er auðvitað bara hluti af kostnaðinum. Við það bætist umsjónarkostnaður verktaka, aukinn undirbúningstími vegna viðbótarkröfunnar og rakningakostnaður við að halda utan um efniskaup m.t.t. nýrra krafa um skráningar.
Fyrir 120 m2 einbýlishús er áætlaður 0,5-2 milljónir viðbótarkostnaður og kannski aðeins minna á íbúð. (sjá t.d. hér )
En bíddu nú við. Þetta er bara kostnaðurinn við að safna upplýsingunum. Til að byrja með á ekkert að gera við þessar upplýsingar, en útilokað er annað en að menn réttlæti fyrirhöfnina með að reyna að breyta byggingaraðferð eða hafa áhrif til lækkunar á útblæstri. Búast má því fastlega við að eftir 1-2 ár fylgi önnur uppfærsla þar sem settar verða kröfur um lágmarkskolefnisspor á fermetra húsnæðis. Þetta þýðir að velja þarf annað byggingarefni. Slíkar breytingar, sem þyrfti að gera til að uppfylla núverand danskar kröfur, munu þýða 2-8% hækkun á húsnæðisverði til viðbótar við bókhaldskostnaðinn. Heildarkostnaðaraukinn verður þá kominn í 2.5-10 milljónir á íbúð.
En þetta segir þó heldur ekki alla söguna. Til að uppfylla framtíðarskuldbindingar um 0 útblástur (net-zere) hafa sumar þjóðir (t.d. svíþjóð) stefnt á enn strangari kröfur eftir 2030. Íslensk yfirvöld virðast á sömu vegferð. Ef kostnaðaraukinn verður sambærilegur og spáð er í Svíþjóð má búast við 7-20% hækkun bygginarkostnaðar, eða 7,5-22 milljóna króna hækkun íbúðarverðs eftir 2030.
Það verður því enn lengir bið í það að börnin geti flutt að heiman.
Á hvaða vegferð eru Íslendingar komnir?
English:
Tens of Millions Increase in Housing Prices Due to New Requirements in Building Regulations
Sometimes one doesn't know which team the authorities in the country are on. But one thing is certain: they are not on the same team as the people in the country. New changes to the building regulations underscore this.
At the same time as high housing prices are one of the biggest social problems for ordinary people, where it is becoming an increasingly distant dream for future generations to own a roof over their heads, and the nation is rapidly heading toward becoming poor tenants in their own land once again.
In a new amendment to the building regulations that is starting to be implemented now in September, so-called life-cycle assessments are to be introduced for all new housing. In the discussion leading up to it, it is said that the cost of this will be negligible. I therefore decided to look into this more closely and see what the experience has been in the Nordic countries and what impact this will have there.
The cost of report preparation by experts is of course only part of the cost. Added to that is the contractor's management cost, increased preparation time due to the additional requirement, and tracking costs for managing material purchases with regard to the new requirements for registrations.
For a 120 m² single-family home, the estimated additional cost is 0.5-2 million, and perhaps slightly less for an apartment. (See e.g. here)
But hold on. This is just the cost of gathering the information. To begin with, nothing is to be done with this information, but it's impossible that they won't justify the effort by trying to change building methods or influence reductions in emissions. It can therefore be firmly expected that after 1-2 years, another update will follow where requirements are set for minimum carbon footprint per square meter of housing. This means that different building materials must be chosen. Such changes, which would need to be made to meet current Danish requirements, will mean a 2-8% increase in housing prices in addition to the accounting costs. The total cost increase will then reach 2.5-10 million per apartment.
But this doesn't tell the whole story either. To meet future commitments for zero emissions (net-zero), some nations (e.g., Sweden) have aimed for even stricter requirements after 2030. Icelandic authorities seem to be on the same path. If the cost increase turns out to be comparable to what is predicted in Sweden, one can expect a 7-20% increase in construction costs, or a 7.5-22 million króna increase in apartment prices after 2030.
It will therefore take even longer for the children to move from home.
On what path is the Icelandic nation heading?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. september 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 458
- Sl. sólarhring: 470
- Sl. viku: 3007
- Frá upphafi: 98717
Annað
- Innlit í dag: 407
- Innlit sl. viku: 2590
- Gestir í dag: 396
- IP-tölur í dag: 386
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar