Viðeyjarleið kostar 44 milljarða (106 milljörðum ódýrari en Sundabraut)

Nú styttist óðum í að umhverfismat vegna Sundabrautar verði kynnt. Þessi verkframkvæmd er því miður ákveðið ógæfuverk. Í annan endan blasir við umhverfisslys, með lokun friðaðs fjarðar með mögnuðu selalátri i og lífríki í miðri borg og í hinn endann verður sundabrautin tengd inn í miðja eina verstu umferðarteppu höfuðborgarinnar á Sæbraut.  Ein brjálæðislegasta hugmyndin er ef ákveðið verður að tengja sundagöng beint inn á fyrirhugaðan Sæbrautarstokk. Flækjustigið að blanda slíkum stórframkvæmdum saman yrði það stjarnfræðilegt, að enn frekar frestun yrði fyrirsjáanleg.  Miðað við gæði kostnaðaráætlana sem þegar hafa verið kynntar og reynslu af öðrum sambærilegum verkum sem allar hækkar, stefnir kostnaður sundabrautar í dag í að verða 150 milljarða. Um þetta fjallaði ég í morgunblaðsgrein 19. apríl 2024.  

 

Í tilefni þess að það styttist í umhverfismatið langar mig að henda fram einföldu kostnaðarmati fyrir samgöngulauns sem kæmi í stað Sundabrautar sem ég kynnti fyrir 3 árum, sem er töluvert betri og ódýrari lausn.  Hugmyndin felst í því að gera botngöng út í Viðey frá laugarnesi, venjuleg göng þaðan alla leið út á Brimnes og tengja Viðey landi með ódýrri  landfyllingu. Til að fá sem áreiðanlegastan kostnað fann ég raunverulegar eins framkvæmdir sem uppfærði m.v. verðlagsbreytingar. Allur kostnaður er innifalin, undirbúningur, hönnun, fjármagnskostnaður og framkvæmd.  Hvalfjarðargöngin eru jafn löng göngunum til Brimnes og einfalt að framreikna kostnað þar.  Fyrir botngöngin, fann ég nákvæmlega eins framkvæmd í Danmörku (Guldborgsund-göngin), sem byggð voru 1988 og framreiknaði þau til íslensks verðlags í dag m.v. núverandi gengi.  Vegtengingin yfir Viðey og í land er síðan mun ódýrari framkvæmd af annarri stærðargráðu þar sem brú er óþörf á grynningunum sem skilja Viðey frá landi. Þar læt ég einfalt slump á kostnað nægja.

videy1

Mynd1. Viðeyjarleið. Botngöng, jarðgöng og landfyllingatenging

 

Hér er niðurstaða greiningarinnar:

taflakostnadurvidey 

 

Þetta mat byggir á raunverulegum lokakostnaði og er því töluvert áreiðanlegra en núverandi mat fyrir Sundabraut, sem er enn bara frumhönnuð og eftir að bjóða út.   

 

Hér eru helstu ávinningar þessarar Viðeyjarlausnar:

 

  1. 3,6 sinnum ódýrari lausn (=150/42)
  2. Viðey verður aðgengileg almenningi (útivist og mögulega framtíðarbyggingarland)
  3. Hægt að hafa hjólabraut út í Viðey
  4. Ný hjáleið í stað sæbrautar verður til. 
  5. Tvöfalt meiri stytting út úr bænum en sundabraut (16,5 km stytting í stað 8-9 km styttingu)
  6. Hagkvæm framkvæmd sem ber sig sjálf af notendagjöldum öfugt við Sundabrautina sem mun þurfa tollhið í Ártúnsbrekku líka  fyrir fjármögnun.
  7. Flækjustig hverfandi miðað við sundabraut, og mun líklegra að verkið klárist fyrr alla leið.
  8. Viðeyjarleið skerðir ekki sundahöfn

videy2

Mynd 2.  Kostir Viðeyjarleiðar.

guldborgsund-tunnel

Mynd 3:  Guldborgsunda-botngöngin í Danmörku

guldborgsund-tunnel2

Mynd 4. Ekið inn í Guldborgsundagöngin.


 

English translation

The Viðey Route Costs 42 Billion

The environmental impact assessment for the Sundabraut project is fast approaching. Unfortunately, this project is an undeniable misstep. On one end, it risks an environmental disaster by closing off a protected fjord with vibrant seal activity and rich biodiversity in the heart of the city. On the other end, Sundabraut will feed directly into one of the worst traffic bottlenecks in the capital, at Sæbraut. One of the most outrageous ideas is the potential decision to connect the Sundabraut tunnel directly to the planned Sæbraut tunnel. The complexity of combining such major projects would be astronomical, making further delays all but certain. Based on the quality of cost estimates already presented and the experience from similar projects, which consistently overrun budgets, the cost of Sundabraut is now projected to reach 150 billion ISK. I discussed this in an article in Morgunblaðið on April 19, 2024.

With the environmental assessment nearing, I’d like to propose a simple cost estimate for an alternative transportation solution to replace Sundabraut, which I introduced three years ago—a significantly better and cheaper option. The idea involves constructing immersed tube tunnels from Laugarnes to Viðey, standard tunnels from there to Brimnes, and connecting Viðey to the mainland with cost-effective land reclamation. To ensure the most reliable cost estimate, I based it on real, comparable projects, adjusted for inflation. All costs are included: preparation, design, financing, and construction. The Hvalfjörður Tunnel is approximately the same length as the tunnels to Brimnes, making cost extrapolation straightforward. For the immersed tube tunnels, I identified a directly comparable project in Denmark (the Guldborgsund Tunnel), built in 1988, and adjusted its cost to today’s Icelandic price levels using current exchange rates. The road connection across Viðey and to the mainland is a far cheaper project on a different scale, as a bridge is unnecessary due to the shallow waters separating Viðey from the mainland. For this, I’ve used a simple cost estimate.

Here is the result of the analysis:

taflakostnadurvidey

This estimate is based on actual final costs and is therefore significantly more reliable than the current estimate for Sundabraut, which is still in the preliminary design phase and yet to be tendered.

Key benefits of the Viðey solution:

  • 3.6 times cheaper than Sundabraut (=150/42 billion ISK)
  • Viðey becomes accessible to the public (for recreation and potentially future development)
  • Possibility to include a bike path to Viðey
  • Creates a new bypass, replacing reliance on Sæbraut
  • Offers twice the travel distance reduction out of the city compared to Sundabraut (16.5 km reduction vs. 8–9 km)
  • A cost-effective project that can be self-funded through user fees, unlike Sundabraut, which will likely require tolls at Ártúnsbrekka for financing
  • Far less complex than Sundabraut, making it much more likely to be completed sooner
  • The Viðey route does not impact Sundahöfn

Bloggfærslur 10. ágúst 2025

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • guldborgsund-tunnel2
  • guldborgsund-tunnel
  • videy2
  • taflakostnadurvidey
  • videy1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 152
  • Sl. sólarhring: 1828
  • Sl. viku: 4235
  • Frá upphafi: 85138

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 3820
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband