27.7.2025 | 18:31
"Ég held þeir vilji deyja"
Það er óhætt að segja að friðarviðræður um vopnahlé milli Ísrael og Hamas hafi brotlent.
Um gang þessara viðræðna sagði Trump fyrir helgi (sjá viðtal hér):
Hamas vildi í raun ekkert semja. Ég held að þeir vilji deyja, sem er mjög, mjög slæmt. "Þetta er komið á þann stað að þar þarf einfaldlega að klára verkið [uppræta hamas á Gaza]
Ástæðan, sem hann sagðist hafa varað við var sú að þegar fáir gíslar væru eftir þá myndi Hamas ekki þora að sleppa þeim því gíslarnir væru eina vörnin sem þeir hefðu.
Og að lokum bætti hann við.
Það sem ég held að eigi eftir að gerast nú er að þeir verða allir eltir uppi og afgreiddir
Þetta eru harðneskjuleg orð, en líklega það eina sem gæti fengið Hamas aftur að samningaborðinu. Ef Hamas snúa ekki aftur, fær Ísrael einfaldlega frjálsar hendur að ganga frá Hamas endanlega.
Átökin á Gaza gætu því farið að enda fljótlega. En á sama tíma og það gerist er Ísrael farið að undirbúa að leyfa þeim Gazabúum sem vilja flytja annað að komast burt. Nokkur lönd hafa verið nefnd, Indónesía, Líbía og Ethíópía. Eins má alltaf velta fyrir sér hvort þrýstingur á að Evrópuríki taki við fólki sem vill flytja burt muni aukast.
Ætli Ísland sé að fá annan hóp?
English:
I think they want to die
It is safe to say that ceasefire talks between Israel and Hamas have collapsed.
Regarding the progress of these talks, Trump said (see interview here):
"Hamas didnt really want to make a deal. I think they want to die, and its very, very bad," Trump said. "It got to a point where youre going to have to finish the job."
The reason, which he claimed to have warned about, was that when few hostages remain, Hamas would not dare release them because the hostages are their only defense.
And finally, he added:
I think what is going to happen is that they are gonna be hunted down
These are, to say the least, sharp words. If Hamas does not return, Israel will simply have free rein to finish off Hamas for good.
The conflict in Gaza may therefore end soon. But at the same time, Israel has begun preparing to allow Gazans who wish to leave to do so. Several countries have been mentioned, including Indonesia, Libya, and Ethiopia. One might also wonder whether pressure on European countries to accept people who want to leave will increase.
Will Iceland take in another group?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 27. júlí 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 23
- Sl. sólarhring: 373
- Sl. viku: 3517
- Frá upphafi: 77109
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 3198
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar