90 þúsund krónur fyrir leigubíl frá Keflavíkurflugvelli

Ég hitti vinkonu um daginn sem sagði mér frá því að deginum áður hafði hún rætt við tvo ferðamenn sem hefði verið svindlað á í leigubíl frá Keflavík og þeir rukkaðir 90 þúsund krónur fyrir farið. Ökumaðurinn var af erlendu bergi brotinn.  Þessi saga er ekkert einsdæmi í dag.

Síðan leigubílamarkaðurinn var opnaður upp á gátt fyrir 2 árum er hann er orðinn dálítið villta vestur. Þjónusta sem var örugg hér áður fyrr, er það ekki lengur. Þetta hefur aktivistinn “Taxi Hönter” t.d. verið að benda á ( sjá hér, hér, og hér)   Aðeins þarf að taka auðsvindlanlegt net-próf til að fá starfsleyfi.  Ekkert bakgrunnstékk virðist gert og eftirlitið ekkert.  Nokkrir óprúttnir erlendir aðilar hafa gengið á lagið og byrjað svindlstarfsemi. Þó þessi hópur sé bara minnihluti erlendra bílstjóra, hafa áhrifin verið mikil. A.m.k. Tveir nauðgunardómar hafa fallið nýlega gegn erlendum leigubílstjórum (hér og hér) og margar sögur eru af okri, ræsgjald keyrt upp úr öllu valdi og 100 þúsund króna rukkanir á erlendra ferðamenn eða rænulausa drukkna Íslendinga. 

Flestir Íslendingar eru farnir að átta sig á þessu og nota bara þjónustu Hreyfils, en erlendir ferðamenn eru flestir grunlausir og því aðalskotmark í svona svikum.  

 

Skiptir orðspor Íslands ekki máli?

 

Þeir einu sem ekkert virðast vita hvað er í gangi, er lögreglan.  Í stað þess að efla löggæslu sjáum við merki um meðvirkni þar sem menn eins og Taxi-Hönter eru ofsóttir (næstum 50 útköll) af lögreglu í hvert sinn þegar glæpamennirnir kvarta.  Forgangsröðun löggæslu hefur snúist við: Í stað þess að verja almenning fyrir glæpum, er hlífiskyldi haldið yfir svindlurunum og svindlið hunsað.  Fyrir lögregluna er nefnilega miklu flóknara að eiga við óprúttna glæpamenn en löghlýðna borgara og því mæta glæpamennirnir frekar afgangi.  En það getur orðið dýrt að ætla að ímynda sér svona vandamál burtu. Ef ekki verður tekið á erfiðu málunum líka, munu þessi vandamál bara vaxa.  Þetta vitum við erlendis frá. Glæpum mun fjölga, þeir verða skipulagðari, verri og ofbeldisfyllri.  Litla góða Ísland mun aldrei verða samt aftur.

 

En þar sem Ísland er enn lítið, á svona svikastarfsemi ekki að geta þrifist til lengdar, því glæpamenn geta ekki falið sig. Það á aldrei að líðast að lögum sé framfylgt bara fyrir suma en aðra ekki.  

 

Borgaraleg löggæsla Taxi Hönter og Skaldberanna er einfaldlega birtingamynd af því sem gerist þegar lögreglan hættir að sinna skyldum sínum.  Það er löngu orðið tímabært að þessu linni.



ENGLISH

90 Thousand ISK for a Taxi from Keflavík Airport

The other day, I met a friend who told me that the day before, she had spoken with two tourists who had been scammed by a taxi from Keflavík, charged 90 thousand krónur for the ride. The driver was of foreign origin. This story is not an isolated case today.

Since the taxi market was fully opened two years ago, it has become a bit of a Wild West. A service that was once safe here is no longer. The activist “Taxi Hönter” has been pointing this out, for example (see here, here, and here). Only a simple, easily manipulated online test is required to obtain a professional license. No background checks seem to be conducted, and oversight is nonexistent. Several unscrupulous foreign operators have taken advantage of this and started scam operations. Although this group is only a minority of foreign drivers, the impact has been significant. At least two rape convictions have recently been issued against foreign taxi drivers (here and here), and there are many stories of overcharging, exorbitant starting fees, and 100 thousand krónur charges targeting foreign tourists or inebriated Icelanders without recourse.

Most Icelanders have caught on to this and only use Hreyfill’s services, but foreign tourists are mostly unaware and thus the primary targets of such scams.

Does Iceland’s reputation not matter?

The only ones who seem oblivious to what’s happening are the police. Instead of strengthening enforcement, we see signs of complicity, where individuals like Taxi Hönter are persecuted (nearly 50 police callouts) every time the criminals complain. Law enforcement priorities have been reversed: instead of protecting the public from crime, a shield is held over the scammers, and the scams are ignored. For the police, dealing with unscrupulous criminals is far more complicated than dealing with law-abiding citizens, so the criminals are often left alone. But pretending such problems away can be costly. If the difficult issues aren’t addressed, these problems will only grow. We know this from abroad. Crime will increase, become more organized, worse, and more violent. Little, good Iceland will never be the same again.

But because Iceland is still small, such fraudulent operations shouldn’t be able to thrive for long, as criminals can’t hide. It should never be tolerated that the law is enforced only for some and not others.

The civilian policing efforts of Taxi Hönter and Skaldberar are simply a manifestation of what happens when the police stop fulfilling their duties. It’s long overdue for this to end.


Bloggfærslur 23. júlí 2025

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • aqmael
  • aqtafla4
  • aqtafla3
  • aqtafla2
  • aqtafla1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 184
  • Sl. sólarhring: 576
  • Sl. viku: 2169
  • Frá upphafi: 75588

Annað

  • Innlit í dag: 158
  • Innlit sl. viku: 1972
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband