22.7.2025 | 14:20
Heilsuspillandi loftmengun á Suðvesturlandi
Töluverð loftmengun er í borginni þessa dagana. Nýjasta eldgosið við Grindavík er á grunnvatnssvæði sem býr til meiri fínösku og veðurstillur hafa gerti það að verkum að mengunin safnast upp og skyggni horfið.
En er þetta hættuleg mengun? Samkvæmt Umhverfisstofnun er þessi mengun ekki komin á hættustig en þó er ekki mælt með því að fara út að hlaupa eða ganga upp Esjuna og viðkvæmir hópar hvattir til að halda sig innandyra.
Gallinn við þessa ráðgjöf er hins vegar sá að hefðbundin mengunarviðmið taka ekki tillit til gosmengunar. Gosmengun er fyrst og fremst í háloftunum og getur síðan dottið niður í miklum styrk þar sem engir mengunarmælar eru. Þannig var í gær mesta mengun að mælast norðan við Hvalfjörðinn. Engir aðrir mælar eru við Esjuna þar sem mikil mengun var í gær, og þar gæti mengunin verið jafnvel mun hærri því fjöll hafa áhrif.
Annar meiriháttar galli hefðbundinna viðmiða er að þau taka ekki tillit til samverkandi mengunar, því heilsufarsáhrif ólíkrar mengunargerða eins og agnamengunar og brennisteinsdíoxíðmengun leggjast að hluta saman.
Þriðji stóri þátturinn sem líka þarf að horfa til er að ekki er mengunarstaðlar ná ekki heldur utan um áhrif fínagnamengunar. Fínagnir eru PM1 (1µm) eða minna, svokallaðar öragnir sem eru PM0.1 (0,1µm) eða minna. Öragnirnar eru svo litlar að þær fara að hegða sér eins og atóm, og ná alla leið niður í lungnablöðru fólks, og jafnvel í blóðrásina. Um 80% af öllum andlátum vegna loftmengunar er vegna blóðrásarkvilla, og því má leiða að því líkur að þetta sé lang hættulegasta mengunin. En þar sem svo erfitt er að rannsaka bein áhrif slíkrar mengunar hefur þessi fínmengun og öragnamengun víðast ekki skilað sér í heilsufars-umhverfisviðmiðsstaðla. Í stað þess er einfaldlega gert ráð fyrir að PM2.5 mælingin sé nægjanlega ýtarleg til að gefa vísbendingu um hversu stór hluti mengunar eru öragnir.
Þegar horft er að mengunarmælingarnar úr Hvalfirðinum sést að 85% PM2.5 agnanna eru PM1 eða minni, sem er nokkuð hátt hlutfall fínefna. Slík mengun er talin 1,5-2 fald óheilnæmara en PM2,5 mengun. Engar mælingar eru gerðar í dag á PM0.1 mengun en til að geta fjallað um hana geri ég ráð fyrir línulegir þyngdardreifingu agna. Slík mengun er talin 2-5 falt óheilnæmara en PM2.5 mengun.
Þá fæ ég fyrst miðað við AQI staðal (EPA) fyrir hvalfjörðinn:
og með nálgunum mínum fyrir PM1, PM0.1 og samþættri mengun þá fæst
Svona hljóma staðlaðar ráðleggingar EPA fyrir mjög óheilnæm loftgæði:
Viðkvæmir hópar: Forðist alla líkamlega áreynslu utandyra. Frestið öllu sem þarf að gera utandyra þar til loftgæði eru betri eða færið gerið það innandyra.
Fólk með astma: Hafið skyndihjálparlyf við höndina.
Fólk með hjartasjúkdóma: Einkenni eins og hjartsláttartruflanir, mæði eða óvenjuleg þreyta geta bent til alvarlegs vandamáls. Hafið samband við heilbrigðisþjónustuna ef þið finnið fyrir einhverju af þessu.
Allir aðrir: Takmarkið líkamlega áreynslu utandyra. Farið innandyra ef þið finnið fyrir einkennum
Það er þannig full ástæða til að hafa varann á meðan þetta gos er í gangi.
English translation
Harmful Air Pollution in Southwest Iceland
There is significant air pollution in the city these days. The latest volcanic eruption near Grindavík is occurring in a groundwater area, producing more fine ash, and calm weather conditions have caused the pollution to accumulate, reducing visibility.
But is this pollution dangerous? According to a representative from the Environment Agency, this pollution has not yet reached an unhealthy level for the general public, but it is not recommended to go running or hike up Esja, and sensitive groups are urged to stay indoors.
However, a flaw in this advice is that conventional pollution standards do not account for volcanic pollution. Volcanic pollution primarily occurs in the upper atmosphere and can then descend in high concentrations to areas where no pollution monitors are located. Yesterday, the highest pollution levels were measured north of Hvalfjörður. There are no other monitors at Esja, where significant pollution was observed yesterday, and pollution there could be even higher due to the influence of mountains.
Another major flaw in conventional standards is that they do not account for the combined effects of different types of pollution, as the health impacts of pollutants like particulate matter and sulfur dioxide pollution partially overlap.
The third major factor to consider is that pollution standards do not adequately address the effects of ultrafine particulate matter. Fine particles are PM1 (1 µm) or smaller, and so-called ultrafine particles are PM0.1 (0.1 µm) or smaller. Ultrafine particles are so small that they behave like atoms, reaching deep into peoples lung alveoli and even into the bloodstream. Approximately 80% of all deaths due to air pollution are related to cardiovascular issues, suggesting that this is likely the most dangerous type of pollution. However, because it is so difficult to study the direct effects of such pollution, ultrafine and micro-particle pollution has not been widely incorporated into health and environmental standards. Instead, it is simply assumed that PM2.5 measurements are sufficiently detailed to indicate the proportion of pollution that consists of ultrafine particles.
When looking at pollution measurements from Hvalfjörður, it is evident that 85% of PM2.5 particles are PM1 or smaller, which is a relatively high proportion of fine matter. Such pollution is considered 1.52 times more harmful than PM2.5 pollution. No measurements are currently conducted for PM0.1 pollution, but to discuss it, I assume a linear weight distribution of particles. Such pollution is considered 25 times more harmful than PM2.5 pollution.
Based on the AQI standard (EPA):
and with my approximations for PM1, PM0.1, and combined pollution, the result is
Sensitive groups: Avoid all physical activity outdoors. Reschedule to a time when air quality is better or move activities indoors.
People with asthma: Follow your asthma action plan and keep quick-relief medicine handy.
People with heart disease: Symptoms such as palpitations, shortness of breath, or unusual fatigue may indicate a serious problem. If you have any of these, contact your health care provider.
Everyone else: Limit outdoor physical activity. Go indoors if you have symptoms.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. júlí 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 171
- Sl. sólarhring: 571
- Sl. viku: 2156
- Frá upphafi: 75575
Annað
- Innlit í dag: 146
- Innlit sl. viku: 1960
- Gestir í dag: 142
- IP-tölur í dag: 141
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar