8.5.2025 | 00:28
Gæti gosið á Reykjanesi breiðst út?
Athyglisvert viðtal var við Magnús Tuma Guðmundsson í mogganum í gær sem mæla má með að lesa en hann telur að líklegast séu 100-150 ár séu í að næsti hluti Reykjanesskagans fari í gang. Færslan sem orðin er er þegar komin í ákveðið hámark og sundhnúkasprungan geti ekki lengst mikið meira til norðurs, þar sem þá er komið út fyrir flekamótin og með því minnki líkur á gosi.
Hann nefnir þó að ekki sé hægt að útiloka að virknin færist á Reykjanestá en telur þó að líkurnar séu ekki miklar.
Fór í smá könnun á þessu, með að skoða söguleg gos og hvernig þau hafa þróast gegnum tíðna.
Söguleg gos
Tók saman upplýsingar frá Wikipedia, jarðfræðikortum Ísor og ýmsum sögulegum heimildum til að meta fjölda og staðsetningu sögulegra gosa á Reykjanesskaga. Myndin sem þá blasir við er mjög áhugaverð.
Reykjanestá/reykjaneshryggur eru áberandi virkasti hluti Reykjanesskagans og eldgos virðast að jafnaði verða þar þegar gýs annars staðar. Eldgos þar var meira að segja fyrirboði Skaftárelda, mestu hamfara Íslandssögunnar. Síðast þegar Eldvörp/Svartsengis-eldstöðin var virk urðu 7 gos í Reykjanes/Reykjaneshrygg stöðinni.
Miðað við þetta verður ekki betur séð en að eldgos á Reykjanestá eða í hafinu þar fyrir utan sé mjög líklegt á næstu árum eða jafnvel í ár.
Eins er ekki hægt að útiloka að virkni færist í krýsuvík, þótt sögulega sé það mun ólíklegra.
Stækkun núverandi sprunga
Annar möguleiki er að núverandi sprungur vaxi. Samkvæmt Magnúsi Tuma er sprungan frá Svartsengis-kerfinu líklega komin að enda. En þá þarf að taka tillit til þess að Fagradalskerfið er þegar vaknað, og þegar jarðskjalftaorka sem losnað hefur síðan 2015 er skoðuð sést að mest orkan losnaði í fagradalsfjalls eldfjallakerfinu. Miðað við það sem þar hefur gengið á verður ekki betur séð en að þetta kerfi gæti vel vaxið í norður og farið aftur að gjósa. Frá því í síðasta gosi hafa verið nokkrir skjálftar nyrst í þessu kerfi.
Skálftavirkni næstu eldstöðvakerfa
Frá síðasta gos hefur veruleg skjálftavirkni verið í báðum aðliggjandi eldstöðvunum sem ekki hafa enn gosið: Krýsuvík og Reykjanes/Reykjaneshryggur. Skjálftavirknin virðist þannig gefa vísbendingu um að báðar stöðvarnar gætu látið í sér heyra. Sögulega er Reykjanesið líklegra til að fara af stað, en miðað við virknin virðist þó aðeins meiri í krýsuvík.
Þessi stuttu gegnumferð á gögnunum virðist því gefa nokkuð öndverða niðurstöðu miðað viðtalið. Þó að vel megi vera að Magnús hafi rétt fyrir sér, þá er allveg full ástæða virðist því vera fyrir yfirvöld að vera við öllu búin ef illa fer.
English:
Could the eruption on Reykjanes spread to nearby systems?
A noteworthy interview with Magnús Tumi Guðmundsson appeared in Morgunblaðið yesterday, which is recommended reading. He believes it is likely that 100150 years will pass before the next part of the Reykjanes Peninsula becomes active. The current fissure system has already reached a certain peak, and the Sundhnúkur fissure cannot extend much further north, as it would then move beyond the tectonic plate boundaries, reducing the likelihood of an eruption.
However, he mentions that it cannot be ruled out that activity could shift to Reykjanestá, though he considers the chances of this to be low.
I did a little research on this, looking at historical eruptions and how they have evolved over time.
Historical Eruptions
I compiled information from Wikipedia, geological maps from ÍSOR, and various historical sources to assess the number and locations of historical eruptions on the Reykjanes Peninsula. The picture that emerges is very interesting.
Reykjanestá/Reykjanes Ridge is notably the most active part of the Reykjanes Peninsula, and eruptions there tend to occur when eruptions happen elsewhere. An eruption there was even a precursor to the Skaftáreldar, the greatest disaster in Icelandic history. The last time the Eldvörp/Svartsengi volcanic system was active, seven eruptions occurred in the Reykjanes/Reykjanes Ridge system.
Based on this, it seems very likely that an eruption at Reykjanestá or in the sea offshore will occur in the coming years or even this year.
It also cannot be ruled out that activity could shift to Krýsuvík, although historically, this is much less likely.
Expansion of the Current Fissure
Another possibility is that the current fissures could grow. According to Magnús Tumi, the fissure from the Svartsengi system has likely reached its end. However, it must be considered that the Fagradalsfjall system is already active, and when looking at the seismic energy released since 2015, it is clear that the most energy was released in the Fagradalsfjall volcanic system. Based on what has been happening there, it seems likely that this system could expand northward and erupt again. Since the last eruption, there have been several earthquakes in the northernmost part of this system.
Seismic Activity in Nearby Volcanic Systems
Since the last eruption, significant seismic activity has been observed in both adjacent volcanic systems that have not yet erupted: Krýsuvík and Reykjanes/Reykjanes Ridge. The seismic activity seems to indicate that both systems could become active. Historically, Reykjanes is more likely to erupt, but based on current activity, Krýsuvík appears slightly more active.
This brief review of the data seems to yield an opposite conclusion to the interview. There is therefore every reason for authorities to be prepared for that scenario.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. maí 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 1474
- Sl. sólarhring: 1538
- Sl. viku: 5083
- Frá upphafi: 54971
Annað
- Innlit í dag: 1335
- Innlit sl. viku: 4564
- Gestir í dag: 1318
- IP-tölur í dag: 1249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar