25.4.2025 | 21:43
Íslensk Gyðingaandúð
Ef þú værir að deila við foreldra eða náinn ættingja barns sem var myrt í Útey, af Anders Breivik, myndi þér nokkurn tíman detta í huga að segja: Þú ert engu betri en Breivik!
Auðvitað ekki. Það er til mörk sem fæstir myndu aldrei fara yfir.
Þar til nú.
Einhliða áróður RÚV og fleiri fjölmiðla gegn Ísrael frá upphafi átakanna eftir árás Hamas á Ísrael, hefur verið með eindæmum. Tveimur dögum eftir að árásin hófst og meðan Hamasliðar voru enn að myrða gyðinga í Ísrael, var RÚV með kastljósþátt þar sem ódæðisverkunum var fagnað af einum viðmælanda sem brosti út að eyrum (fjallaði líka sjálfur um það). Engir eftirmálar urðu af þessu né afsökunarbeiðni frá RÚV, heldur hélt einhliða fréttaflutningur áfram eftir það og ekkert hefur breyst síðan þá. Aldrei hefur nokkur íslenskur fjölmiðill rætt við neinn fulltrúa ísraelsríkis frá því átökin hófust. Svona einhliða fréttaflutningu hefur eðlilega ýtt undir vanþekkingu og hatur sem hefur smitast út í ystu kima samfélagsins og sýkt kúltúrinn og margir Íslendingar hafa tapað allri dómgreind. Það er einmitt í slíku umhverfi vanþekkingar og heimsku sem kynþáttaandúð þrífst hvað best í.
Nýlega hafði gamall ísraelskur kunningi minn, hann Gil, samband við mig og sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við þekktan íslenskan tónlistarmann. Ég kynntist Gil, þegar hann heimsótti Ísland til að koma með friðarboðskap á frjálshyggjuráðstefnu. Skilaboðin hans voru að Ísraelar og Palestínumenn þyrftu að auka viðskipti sín á milli því það yki velmegð á á svæðum Palestínumanna og jafnvel vináttu sem væri besti grundvöllur fyrir varanlegum friði í miðausturlöndum. Sem frjálshyggjumaður á maður erfitt að finna betri boðskap.
Gil er mikinn áhugamaður um Reggie tónlist og var með útvarpsþátt um tónlist. Í síðustu viku framsendi hann á mig eftirfarandi skilaboð sem hann fékk frá íslenskum reggie tónlistarmanni.
Það er að segja rifrildi um tónlist leiddi til þess að íslenski tónlistarmaðurinn ákvað að líkja Gil við Hitler. Gil er barnabarn einstaklinga sem lifðu af helförina. Úfff.
English translation
Icelandic Antisemitism
If you were debating with the parents or a close relative of a child murdered on Utøya by Anders Breivik, would it ever cross your mind to say: Youre no better than Breivik!
Of course not. There are boundaries most people would never cross.
Until now.
The one-sided propaganda from RÚV and other media outlets against Israel since the onset of the conflict following Hamass attack on Israel has been unprecedented. Two days after the attack began, while Hamas militants were still murdering Jews in Israel, RÚV aired a Kastljós episode where one guest celebrated the atrocities with a wide smile (here an article where criticized this outrageous episode). There were no consequences or apologies from RÚV; instead, the one-sided reporting continued unabated, and nothing has changed since. No Icelandic media outlet has ever interviewed a representative of the Israeli state since the conflict began. This kind of biased reporting has naturally fueled ignorance and hatred, which has spread to the farthest corners of society, infecting the culture and causing many Icelanders to lose all sense of judgment. It is precisely in such an environment of ignorance and stupidity that racial hatred thrives most.
Recently, an old Israeli acquaintance of mine, Gil, contacted me and shared his troubling experiences in interactions with a well-known Icelandic musician. I met Gil when he visited Iceland to deliver a message of peace at a libertarian conference. His message was that Israelis and Palestinians should increase trade with each other, as it would boost prosperity in Palestinian areas and even foster friendship, which would be the best foundation for lasting peace in the Middle East. As a libertarian, its hard to find a better message.
Gil is a huge reggae music enthusiast and hosted a radio show about music. Last week, he forwarded me the following message he received from an Icelandic reggae musician.
In other words, a dispute about music led the Icelandic musician to compare Gil to Hitler. Gil is a grandson of Holocaust survivors.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. apríl 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 48
- Sl. sólarhring: 305
- Sl. viku: 6265
- Frá upphafi: 47985
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 5564
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar