Verjum Hafnarfjörð og Garðabæ strax

Stóra lexían úr Grindavíkurgosunum er að varnargarðar virka.  En varnargarðar rísa ekki að sjálfu sér og mikilvægt er að byrjað verði strax að verja næsta hættusvæði: Hafnarfjörð og hluta Garðabæjar.

 

Nýlega bloggaði ég um jarðskjálfta á Reykjanesi frá 2020. Athygli minni var beint að því að hvernig virknin virðist vera að færast í Reykjestá og Krýsuvíkurkerfið sem eru eldstöðvar aðliggjandi núverandi eldsumbrotasvæði.  Mögulega hafa spennur aukist á þessum svæðum samhliða því og losnað hefur um spennur í Sundhnúka- og Fagradalsfjallskerfunum.  Þessi þróun er í takti við það sem alltaf hefur gerst á fyrri umbrotstímum á Reykjanesi:  Virknin byrjar í einu kerfinu og færist svo yfir í aðliggjandi kerfi..  

m1-2ab_rkn

Mynd 1Þróun skálftaorku frá 2020-2025

 

Krýsuvíkurkerfið

Veruleg jarðskjálftavirkni hefur verið á Krísuvíkursvæðinu síðan 2020.  Krísuvík er það svæði þar sem mest orka hefur losnað í skjálftum á Reykjanesi frá 2020, án þess að það hafi gosið. Er kvikusöfnun að eiga sér stað þar? Í síðasta gosi rifnaði Sundhnúkagígasprungan það duglega að óvíst er að hún muni ná mikið norðar en hún gerir í dag. Þessi landreks-færsla mun því líklega færast í Krýsuvíkurkerfið áður en langt um líður.

Þegar Krýsuvíkurkerfið verður virkt, mun gjósa suður af Hafnarfirði.  Tvö svæði eru þar áberandi á þessu svæði þar sem hraun hefur farið yfir svæði þar sem í dag er komin byggð..  Í síðustu tveimur eldgosatímabilum kom dugleg gusa af hrauni sem rann að Straumsvík yfir Helluhverfið, nýja iðnaðarhverfið sunnan við Reykjanesbraut. Telja verður mjög líklegt að slíkt gos komi aftur meðan núverandi virka tímabil gengur yfir.

Annað hættusvæði er við Búrfellið.  En þaðan rann hraun sem fór yfir allan norðurhluta Hafnarfjarðar og hluta Garðabæjar og náði til sjávar bæði í Hafnarfirði og í Skerjafirði. Þessi viðburður er ekki eins líklegur þar sem síðast gaus í Búrfelli ca. 5300 f.Kr.

isor-hafnarfj

Mynd 2Jarðfræðikort af Reykjanesi með eldgosum síðustu 3500 ár.  Skjálftasvæði í Krýsuvíkurkerfinu frá 2020-2025 er teiknað yfir.

hafnafj

Mynd 3Hraunsvæði í Hafnarfirði og Garðabæ síðustu 7000 ár og hvar reisa mætti varnargarða til að verja byggð.  

 

Byrja verður á varnargörðunum strax

Gríðarleg verðmæti munu tapast ef þessi hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ færu undir hraun.  Mikilvægt er því að byrja strax að undirbúa varnir fyrir þessi svæði.  Að mörgu leyti hentar landslagið gerð slíkra varnargarða, en það er þó að mörgu að huga. Hvar er best að staðsetja þá? Hversu mikið land ætlum við að verja og hvað þurfa varnargarðarnir að vera háir? Miðað við umfang þeirra hrauna sem runnið hafa  um Hafnarfjörð og Garðabæ, þar sem hraunið er jafnvel að ferðast 7-8 km til sjávar, má ætla að það þyrfti mög öfluga varnargarða, jafnvel öflugri en þá sem nú eru við Svartsengi.  

Enginn veit hve langan tíma við höfum til að reisa þessar varnir.  Gos gæti hafist innan mánaðar, en eins gæti þurft að bíða áratug.  Það eina sem við vitum er að það er farið að styttast í gosið.  Gos á þessum stað eru líklega óumflýjanleg. Við höfum því engu  að tapa á því að reisa varnargarðana, því það mun alltaf koma að því að þeir þjóni tilgangi sínum og eru þannig fjárfesting til framtíðar.  Mikilvægt er samt að byrja á þessa framkvæmd strax, áður en það er orðið um seinann.

 

ENGLISH TRANSLATION:

Protect Hafnarfjörður and Garðabær Immediately
The key lesson from the Grindavík eruptions is that protective barriers work. However, these barriers don’t build themselves, and it’s critical to start protecting the next danger zone immediately: Hafnarfjörður and parts of Garðabær.

Recently, I blogged about earthquakes on the Reykjanes Peninsula since 2020. My attention was drawn to how seismic activity seems to be shifting toward the Reykjanes and Krýsuvík volcanic systems, which are adjacent to the current eruption zone. It’s possible that stress has increased in these areas as stress has been released in the Sundhnúkur and Fagradalsfjall systems. This development aligns with patterns observed in previous volcanic periods on Reykjanes: activity starts in one system and then shifts to adjacent systems.

Figure 1. Evolution of seismic energy from 2020–2025

The Krýsuvík System
Significant earthquake activity has occurred in the Krýsuvík area since 2020. Krýsuvík has released the most seismic energy on Reykjanes since 2020 without erupting. Is magma accumulation happening there? During the last eruption, the Sundhnúkagígur fissure opened so extensively that it’s uncertain whether it will extend much farther north. This tectonic movement will likely shift to the Krýsuvík system soon.
When the Krýsuvík system becomes active, an eruption will occur south of Hafnarfjörður. Two areas are particularly notable where lava has previously flowed over what is now developed land. In the last two volcanic periods, significant lava flows reached Straumsvík, covering the Helluhverfi area, the new industrial district south of Reykjanesbraut. It’s highly likely that such an eruption will occur again during the current active period.
Another danger zone is near Búrfell. Lava from there once flowed over the entire northern part of Hafnarfjörður and parts of Garðabær, reaching the sea in both Hafnarfjörður and Skerjafjörður. This event is less likely, as Búrfell last erupted around 5300 BCE.

Figure 2. Geological map of Reykjanes with eruptions from the last 3,500 years. Seismic activity in the Krýsuvík system from 2020–2025 is overlaid.

Figure 3. Lava flow areas in Hafnarfjörður and Garðabær over the last 7,000 years and potential locations for protective barriers to safeguard settlements.

Start Building Protective Barriers Immediately
Immense value would be lost if these neighborhoods in Hafnarfjörður and Garðabær were covered by lava. It’s therefore crucial to begin preparing defenses for these areas immediately. The terrain is, in many ways, suitable for constructing such barriers, but several factors must be considered. Where is the best location for them? How much land do we aim to protect, and how high must the barriers be? Given the scale of lava flows that have crossed Hafnarfjörður and Garðabær—sometimes traveling 7–8 km to the sea—it’s likely that robust barriers, potentially stronger than those at Svartsengi, would be needed.
No one knows how much time we have to build these defenses. An eruption could start within a month, or it might not happen for a decade. What we do know is that the time until the next eruption is growing shorter. Eruptions in these areas are likely inevitable. We have nothing to lose by building the barriers, as they will eventually serve their purpose and represent a long-term investment. However, it’s critical to start this project immediately, before it’s too late.







Bloggfærslur 19. apríl 2025

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • hafnafj
  • isor-hafnarfj
  • isor-hafnarfj
  • isor-hafnarfj
  • hafnafj

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 208
  • Sl. sólarhring: 2181
  • Sl. viku: 4008
  • Frá upphafi: 43998

Annað

  • Innlit í dag: 188
  • Innlit sl. viku: 3613
  • Gestir í dag: 186
  • IP-tölur í dag: 184

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband