16.4.2025 | 17:24
800 milljarðar gefnir Eimskip, Samskip og Sægreifunum
Miklar verðhækkanir gætu verið í kortunum á innfluttri vöru ef Ísland mun staðfesta glórulaust samkomulag sem nú á að setja á skip. Ef marka má þessa frétt, þá eru að fara koma 49 þúsund króna gjald á útblástur skipa umfram það sem útblásturinn verður 2028. Ef skipafélög ná ekki að lækka útblásturinn árið eftir að hafa farið fram úr hækkar gjaldið í 62 þúsund krónur á tonn.
Skipafélögum og útgerðarmönnum er hins vegar gefinn kvótinn eins og útblásturinn verður 2028 og fá jafnframt það vilyrði að ef þeir lækka útblásturinn þá geta þeir selt kvótann sem þeir eru ekki að nota. Miðað við framantalið þá yrði söluverðið 49 þúsund krónur á tonnið.
Hvað ætli þetta sé mikil gjöf?
Íslensk skip eru að losa af stærðargráðunni 500 þúsund tonn á ári og því yrði árlegt söluvirði þessara tonna um 25 milljarðar á ári. Miðað við 3% vaxtakröfu samsvarar núvirði þessarar gjafar um 800 milljörðum.
Ja.. .há. Kolefnikvótaeign skipafélaganna sem sigla til Íslands er allt í einu orðin 500 milljarða virði. Eigendurnir munu marggræða á því að leggja skipafélögin niður, selja allan kvótann og hirða arðinn.
Hvað gæti farið úrskeiðis?
Augljóst er að þessi nýja samkeppnishindrun við innflutning til Íslands mun 100% skila sér í vöruverð. Er menn orðnir geggjaðir. Hlægileg þessi frétt á vísi um þessi mál þar sem þetta lífskjaraharakíri er vegsamað, en þó dæmigerð um heimskuvæðingun sem íslenskir fjölmiðlar standa fyrir.
Það er kominn tími til að íslensk yfirvöld fari að hegða sér eins og sjálfstæðar þjóðir (bandaríkin, kína) og hætta alfarði að taka þátt í svona vitleysu. Ísland ætti að draga sig úr alþjóðasiglingamálastofnuninni. Svona alræðisinngrip alþjóðastofnana á aldrei að líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 16. apríl 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 20
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 3092
- Frá upphafi: 41568
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2774
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar