Nýtt járntjald er að falla

Þótt stríðið í Úkraínu sé fjarlægt Íslandi gætu afleiðingarnar orðið mun verri en margan órar fyrir. 

En þetta stríð hefðu þó aldrei þurft að gerast.Í Búdapestsamkomulaginu 1994 gáfu Úkraínumenn frá sér allan kjarnorkuvopnaforðann eða um 1900 kjarnorkuflaugar, gegn loforði Rússa, Bandaríkjamanna og Breta um frið og stuðning ef á þá yrði ráðist.

Frelsun Pútins

Þótt aðeins 17% úkraínumanna væru með rússneskan bakgrunn (2000), var landinu lengi vel mikið til stýrt af rússneskum hagsmunum.  Með appelsínugulu byltingunni byrjaði þetta þó að breytast og að lokum var leppur Rússa hrakinn úr landi. Þegar það gerðist var þjóðin byrjuð að verða klofin og viðbrögð Putin við að missa tökin á Úkraínu voru að yfirtaka Krím og í framhaldinu fóru aðskilnaðarhreyfingar í suðaustur Úkraínu þar sem Rússar eru margir að vilja skilja sig frá Úkraínu.

Innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 2022 gekk þó ekki bara út á að skilja þessi svæði frá, því í innrásinni réðist Pútin líka á Kiev og gerði þar með tilraun til að leggja alla Úkraínu undir Rússland enn ekki bara rússneskumælandi héruð. Eins kom þessi tilraun til að frelsa heimamenn sums staðar undarlega, því þegnarnir sem átti að frelsa á rússneskumælandi svæðum eins og kringum Kharkiv voru það ósamvinnuþýðir að íbúarnir hröktu Rússnesku skriðdrekasveitirnar aftur í burtu.  En í öðrum héruðum gekk Rússum þó betur.

Zelensky:  Hetja eða skúrkur?

Það er ekki hlaupið að því fyrir Íslendinga að skilja ástandið í Úkraínu. Mikilvægt er að átta sig á því að Úkraína er sprottin undan Sovétríkjunum, og kúltúrinn sem þar er fyrir vikið kúltúr sem þróaðist með kommúnismanum.  Eitt skítugasta leyndarmál kommúnismans og ein meginástæðan að kommúnisminn náði að lifa eins lengi og hann gerði var að drifkraftur atvinnulífsins var svarti markaðurinn. Þeir sem unnu gátu því í senn fengið borgað opinberu launin, en það sem hvatti þá áfram voru aukabitlingarnir sem hægt var að fá á svarta markaðnum.  Þannig var engin opinber bifvélavirkjaþjónusta sem fólk gat leitað til, heldur var öll slík þjónusta unnin í svartri vinnu.  Varahlutirnir voru hlutir sem starfsmenn löduverksmiðjanna “týndu”, og seldu svo sjálfir gegn greiðslu.  Við fall kommúnismans hvarf ekkert þessi svarta-markaðs-viðskiptahyggja. Hér á landi myndu margir kalla slíkt spillingu en þarna er kúltúrinn einfaldlega ekki sá sami. 

Þegar innrásin var gerð í Úkraínu kom Zelensky fyrst fram sem þjóðhetja. Þegar honum var boðið að flýja, hafnaði hann því, því hann vildi verja í Kiev. Þegar það tókst þá fór hann að spila sig alveg inn í þetta andspyrnuhlutverk og klæddi sig alltaf eftir því. 

Í dag er þessi glansmynd þó aðeins farin að láta á sjá.  Í nýlegu viðtali viðurkenndi Zelensky að hann hefði aldrei séð megnið af því fé sem bandaríkjamenn styrktu Úkraínu með og enginn veit hvað varð um peningana. Sífellt eru svo að berast sögur að harðneskjulegurm stjórnarháttum.  Blaðamenn eru myrtir, íbúum er rænt úti á götu og sendir á víglínuna.  Barráttuandi Úkraínumanna virðist hafa rénað og ljái það þeim hver sem vill, því stríðið hefur nú staðið í þrjú ár.  

Friðarleið Trump

Með þetta í huga verður að horfa á friðarviðleitanir Trump.  Heimurinn er milli tveggja slæmra kosta.  Ef NATÓ færi inn og hjálpaði Úkraínu að endurheimta öll fyrri landamærin, mun Rússum verða verulega ógnað.  Ef það leiðir ekki til nýrrar heimsstyrjaldar gæti það leitt til að langvinns kalds stríðs og að nýtt vopnakapphlaup stórveldanna hefjist. Svipað mun líka gerast ef Úkraína félli og Pútin tæki yfir allt landið. Með því hyrfi allur buffer-milli Evrópuríkja og Rússa og Evrópa myndi öll hervæðast.  Frjáls Úkraína milli Rússlands og Evrópu er því góð hugmynd fyrir báða aðila, og gefur svigrúm til að tóna niður hatrið og öfgana.  Dipómatísk lausn þar sem allir fá eitthvað væri leið til að draga úr spennu og því að jafnvel enn hatrammari átök hefjist síðar.

Er Græna byltingin dauð?

Eina jákvæða sem nú er að koma úr þessum hræðilegu átökum er að það stefnir í að Evrópuríki ætli nú loks að byrja að taka ábyrgði í eigin varnarmálum og hætta að treysta á það að Bandaríkin beri megin þungan af vörnum Evrópu.  Á næstu árum ætla Evrópuríki að auka útgöld sín um ca. 1000.000.000.000 evrur til eigin varnar.  En til að hafa efni á því þá gengur ekki lengur að ætla að eyða í vitleysu.   

En hvar á að skera niður?  Svarið virðist blasa við.  Allar dýru grænu kreddurnar munu þurfa að víkja.  Evrópa mun ekki geta rekið áfram grænu sjálfskaðastefnuna gegn eigin hagkerfi á sama tíma og fara á í slíkt vopnakapphlaup, gegn þjóðum sem eru ýmist undanþegin eða nenna ekki að taka þátt í grænu vitleysunni.  Evrópa mun þurfa að taka upp svipaða stefnu og Trump, þ.a. framleiðsla fari að færast aftur til Evrópu. Þýskaland er að fara að ræsa kjarnorkuverin og kannski kolaorkuverin líka.  Íslenska kolefniskvóta-stóriðjan er líklega ekki að fara að gerast.


Bloggfærslur 6. mars 2025

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • samkomulagbls1x
  • samkomulagbls1
  • samkomulagbls1
  • gaplanid
  • gaplanid

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 20
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 25269

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1411
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband