4.3.2025 | 22:04
Dýr Parísarsáttmáli fyrir lífeyrisþega
Íslendingar eru ekki alltaf fyrstir í tískunni. Nornabrennur hófust ekki hér á landi fyrr en þær byrjuðu að falla úr tísku í Evrópu og í kófinu lagði þríeykið fyrst til að útgöngubann í janúar 2022, löngu eftir að allir aðrir höfðu hætt þeirri vitleysu og nú er við að byrja vindmylluæði á sama tíma og hiksti er kominn í slíkt í Evrópu.
Nú eru lífeyrissjóðirnir fallnir fyrir slíkri deyjandi tískusveiflu. Á sama tíma og Bandaríkjun (og kannski bráðum Evrópa) er farinn að verða afhuga því að sóa fé í mun dýrari grænar lausnir eru Íslendingar bara rétt að byrja. Frosti Sigurjónsson var með mjög áhugaverða grein um það hvernig verið er að fjárfesta lífeyri íslendinga í grænum fjárfestingum, sem í dag virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér.
Að mínu mati er þessi fjárfestingarstefna dæmigerð fyrir fjárfesta sem eru að vinna með annarra manna fé og nýta sér það í dyggðaflöggun. En þessi dyggðarflöggum gæti þó reynst sjóðfélögum dýr þegar féið (og lífeyrinn) byrjar að tapast.
Í október 2021 tilkynntu þrettán íslenskir lífeyrissjóðir markmið um að fjárfesta 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Sjóðirnir vildu með þessu vera virkir þátttakendur í að auka hlut grænna fjárfestinga og vinna að því markmiði að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til samræmis við ákvæði Parísarsáttmálans.
Hann heldur síðan áfram og bendir á að í dag hafi fleiri lífeyrissjóðir bæst við og markmiði komið í 660 milljarða og mikill meðbyr hafi verð með slíku. En heldur svo áfram.
"En nú er öldin önnur. Undanfarna mánuði hafa borist fréttir um að stærstu alþjóðlegu fjármála- og sjóðastýringafyrirtæki heims hafi sagt sig frá grænum fjárfestingaverkefnum. Þannig hafa margir af stærstu bönkum Bandaríkjanna gengið úr Net-Zero Banking Alliance, þar á meðal Goldman Sachs, Morgan Stanley og Citigroup. Sama gerðu nokkrir af stærstu bönkum Kanada, þar á meðal National Bank of Canada og Bank of Montreal.
Black Rock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims með meira en ellefu þúsund milljarða USD í sinni umsjá, hefur nýlega sagt sig frá Net Zero Asset Managers Initiative. Einnig má nefna að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur dregið sig út úr alþjóðlegum samtökum seðlabanka um grænkun fjármálakerfisins. Dæmi svipaðs efnis eru mun fleiri.
Við þetta bætist að ný stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa snúið baki við loftslagsmarkmiðum og uppgangur evrópskra stjórnmálahreyfinga sem tala fyrir breyttum áherslum í loftslagsmálum fer vaxandi. Hætt er við að gengi fyrirtækja sem byggja afkomu sína á grænum styrkjum og millifærslukerfum fari versnandi í framhaldinu.
Með hliðsjón af ofangreindri þróun mála er nauðsynlegt að skoða hvort það sé réttlætanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir fylgi eftir markmiði um 660 milljarða fjárfestingu í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum þegar stærstu fjárfestingarfélög heims eru í óðaönn að hverfa frá slíkum markmiðum.
Sem varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins hef ég vakið athygli stjórnar sjóðsins á þessum breyttu aðstæðum og kallað eftir umræðu og endurmati á markmiðum sjóðsins varðandi grænar lausnir og svokallaða ESG-sjóði. Um leið vil ég hvetja stjórnarmenn annarra íslenskra lífeyrissjóða til að taka málið á dagskrá við fyrsta tækifæri."
Vonandi taka einhverjir lífeyrissjóðir þessa aðvörun Frosta til skoðunar. Sjóðirnir hafa þegar farið í gegnum eitt hrun, og þurfa ekki fleiri.
Bloggar | Breytt 5.3.2025 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 4. mars 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.3.): 297
- Sl. sólarhring: 363
- Sl. viku: 2272
- Frá upphafi: 24168
Annað
- Innlit í dag: 280
- Innlit sl. viku: 2099
- Gestir í dag: 272
- IP-tölur í dag: 269
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar