Dýr Parísarsáttmáli fyrir lífeyrisþega

Íslendingar eru ekki alltaf fyrstir í tískunni.  Nornabrennur hófust ekki hér á landi fyrr en þær byrjuðu að falla úr tísku í Evrópu og í kófinu lagði þríeykið fyrst til að útgöngubann í janúar 2022, löngu eftir að allir aðrir höfðu hætt þeirri vitleysu og nú er við að byrja vindmylluæði á sama tíma og hiksti er kominn í slíkt í Evrópu.

Nú eru lífeyrissjóðirnir fallnir fyrir slíkri deyjandi tískusveiflu.  Á sama tíma og Bandaríkjun (og kannski bráðum Evrópa) er farinn að verða afhuga því að sóa fé í mun dýrari grænar lausnir eru Íslendingar bara rétt að byrja.  Frosti Sigurjónsson var með mjög áhugaverða grein um það hvernig verið er að fjárfesta lífeyri íslendinga í grænum fjárfestingum, sem í dag virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér.  

Að mínu mati er þessi fjárfestingarstefna dæmigerð fyrir fjárfesta sem eru að vinna með annarra manna fé og nýta sér það í dyggðaflöggun.  En þessi dyggðarflöggum gæti þó reynst sjóðfélögum dýr þegar féið (og lífeyrinn) byrjar að tapast.

 

“Í októ­ber 2021 til­kynntu þrett­án ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir mark­mið um að fjár­festa 580 millj­arða króna „í verk­efn­um sem tengj­ast hreinni orku og öðrum um­hverf­i­s­væn­um lausn­um“ fram til árs­ins 2030. Sjóðirn­ir vildu með þessu vera virk­ir þátt­tak­end­ur í að auka hlut grænna fjár­fest­inga og vinna að því mark­miði að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda til sam­ræm­is við ákvæði Par­ís­arsátt­mál­ans.

Hann heldur síðan áfram og bendir á að í dag hafi fleiri lífeyrissjóðir bæst við og markmiði komið í 660 milljarða og mikill meðbyr hafi verð með slíku.  En heldur svo áfram.

"En nú er öld­in önn­ur. Und­an­farna mánuði hafa borist frétt­ir um að stærstu alþjóðlegu fjár­mála- og sjóðastýr­inga­fyr­ir­tæki heims hafi sagt sig frá græn­um fjár­fest­inga­verk­efn­um. Þannig hafa marg­ir af stærstu bönk­um Banda­ríkj­anna gengið úr Net-Zero Bank­ing Alli­ance, þar á meðal Goldm­an Sachs, Morg­an Stanley og Citigroup. Sama gerðu nokkr­ir af stærstu bönk­um Kan­ada, þar á meðal Nati­onal Bank of Can­ada og Bank of Montreal.

Black Rock, stærsta sjóðastýr­inga­fyr­ir­tæki heims með meira en ell­efu þúsund millj­arða USD í sinni um­sjá, hef­ur ný­lega sagt sig frá Net Zero As­set Mana­gers Initiati­ve. Einnig má nefna að Seðlabanki Banda­ríkj­anna hef­ur dregið sig út úr alþjóðleg­um sam­tök­um seðlabanka um grænk­un fjár­mála­kerf­is­ins. Dæmi svipaðs efn­is eru mun fleiri.

Við þetta bæt­ist að ný stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um hafa snúið baki við lofts­lags­mark­miðum og upp­gang­ur evr­ópskra stjórn­mála­hreyf­inga sem tala fyr­ir breytt­um áhersl­um í lofts­lags­mál­um fer vax­andi. Hætt er við að gengi fyr­ir­tækja sem byggja af­komu sína á græn­um styrkj­um og milli­færslu­kerf­um fari versn­andi í fram­hald­inu.

Með hliðsjón af of­an­greindri þróun mála er nauðsyn­legt að skoða hvort það sé rétt­læt­an­legt að ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir fylgi eft­ir mark­miði um 660 millj­arða fjár­fest­ingu „í verk­efn­um sem tengj­ast hreinni orku og öðrum um­hverf­i­s­væn­um lausn­um“ þegar stærstu fjár­fest­ing­ar­fé­lög heims eru í óðaönn að hverfa frá slík­um mark­miðum.

Sem varamaður í stjórn Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins hef ég vakið at­hygli stjórn­ar sjóðsins á þess­um breyttu aðstæðum og kallað eft­ir umræðu og end­ur­mati á mark­miðum sjóðsins varðandi græn­ar lausn­ir og svo­kallaða ESG-sjóði. Um leið vil ég hvetja stjórn­ar­menn annarra ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða til að taka málið á dag­skrá við fyrsta tæki­færi."

Vonandi taka einhverjir lífeyrissjóðir þessa aðvörun Frosta til skoðunar. Sjóðirnir hafa þegar farið í gegnum eitt hrun, og þurfa ekki fleiri.


Bloggfærslur 4. mars 2025

Um bloggið

Jóhannes Loftsson

Höfundur

Jóhannes Loftsson
Jóhannes Loftsson

Höfundur er verkfræðingur, frumkvöðull, formaður Frjálshyggjufélagsins og Ábyrgrar Framtíðar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • samkomulagbls1x
  • samkomulagbls1
  • samkomulagbls1
  • gaplanid
  • gaplanid

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.3.): 297
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 2272
  • Frá upphafi: 24168

Annað

  • Innlit í dag: 280
  • Innlit sl. viku: 2099
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband