31.3.2025 | 21:33
Þriðja heimsstyrjöldin
Önnur heimsstyrjöldin vannst ekki bara á vígvellinum, heldur fyrst og fremst á verksmiðjugólfinu þegar yfirburði Bandaríkjanna í framleiðslugetu fóru að láta til sín taka. Þetta gleymist stundum í umræðunni.
En nú eru breyttir tímar. Því þó að Bandaríkjamenn séu í dag kannski með öflugasta her í heimi, hefur valdajafnvægið í framleiðslugetunni umpólast. Fyrir þrjátíu árum var hægt að fá allt gert í Bandaríkjunum en nú er það liðin tíð því með hnattvæðingunni fluttist megnið af framleiðslunni til Kína og þekkingin og verkvitið fór með. Jú vissulega hefur hnattvæðingin gjörbreytt lífskjörum bæði í Bandaríkjunum og Kína, en þessi framleiðsluflótti hefur gert Bandaríkin berskjölduð fyrir nýjum ógnum. Á sama tíma og þetta gerist er svo að eiga sér stað bylting í hernaðartækni og drónatækni að taka algjörlega yfir þ.a. gömlu vopnin eru smám saman að verða úrelt. Í átökum sem gengju út á að framleiða sem flesta dróna, væru Kínverjar stórveldið en ekki Bandaríkin.
Fjórða iðnbyltingin
Þessi skortur á framleiðslugetu Bandaríkjanna hefur lengi verið Trump hjartans mál að bæta úr og hann vill endurræsa framleiðsluhagkerfið. Slíkt er þó borin von nema eitthvað nýtt komi til því hagkerfið myndi ekki þola dýrtíðina sem fylgdi því að öll framleiðsla kæmi heim aftur.
Þetta gæti þó verið að breytast. Með tækniþróuninni sem Musk hefur staðið framarlega fyrir, gervigreind, eldflaugar, sjálfkeyrandi bíla og róbóta, gætu byrjað að skapast aðstæður fyrir að ræsa fjórðu iðnbyltinguna í Bandaríkjunum. Gervigreindinni fleygir fram á ofurhraða og áður en langt um líður verður hægt að nýta hana til mun fleiri verka en menn geta ímyndað sér í dag. Til þess að koma þessu af stað þarf hins vegar stórar fjárfestingar og stöðugt umhverfi sem ýtir undir slíka þróun. Flest sem Trump hefur gert til þessa virðist ýta undir að þetta sé stefnan.
En það eru ekki allir sem myndu hugnast slík þróun. Stóru tapararnir ef Bandaríkin yrðu sjálfbær yrðu Kínverjar. Þeir þyrftu að endurskipuleggja sitt viðskiptamódel frá grunni.
Heimurinn er á viðkvæmum stað
Þó Bandaríkin séu á slæmum stað, þá er Evrópusambandið í enn meiri skít. Evrópusambandið hefur ekki bara tapað framleiðslugeiranum sínum í hnattvæðingunni, heldur var orkusjálfstæðinu fórnað á altari gróðarhúsáhrifa-glópanna. Ekki bætur úr skák að til að hafa efni á sóuninni var sparað í varnarmálum.
Þetta þarf að hafa í huga þegar horft er til Úkraínudeilunnar. Það er mikið áhyggjuefni að Pútin hafi ekki viljað vinna með friðar tillögum Trump, og enn verra væri ef þetta hliðarspor er gert með blessun Kínverja, því þá gætu þeir líka dregist inn í deiluna ef NATÓ jyki stuðning sinn við Úkraínu.
Mun meira gæti því legið undir því að dipómatísk lausn finnist á Úkraínudeilunni en margan órar fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 31. mars 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 126
- Sl. sólarhring: 599
- Sl. viku: 3962
- Frá upphafi: 33076
Annað
- Innlit í dag: 117
- Innlit sl. viku: 3685
- Gestir í dag: 117
- IP-tölur í dag: 115
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar