28.3.2025 | 18:14
Hvað varð um allan fiskinn?
Líklega er leitandi er að atvinnugreinum sem hafa orðið jafn illa fyrir barðinu af á meðaltals útreikningum embættismanna og íslenskur sjávarútvegur. Nýleg tvöföldun veiðigjalds á einu ári byggt á meðaltals-afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, er dæmi um slíka óstjórn. Af hverju gefa menn sér ekki lengri tíma fyrir hækkunina, svo fyrirtækin hafi svigrúm til að bregðast við. Stökkbreytingar eru aldrei góðar því fólk og fyrirtæki eru ekki meðaltöl. Þeir litlu munu alltaf tapa í slíkum æfingum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem talnakúnstir hafa leikið sjávarútveginn grátt.
Stærsta slysið var kvótakerfið.
Það er löngu gleymd staðreynd í dag að áður en kvótakerfið kom var meðalafli af þorski við Ísland um 4-500 þúsund tonn. Nú er aflinn helmingi minni. Treystið sérfræðingunum sögðu þeir þegar kerfið var sett á, og aflinn mun aukast. Hér sést niðurstaðan:
Í stað þess að aukast, minnkaði aflinn um helming. Hvernig gat það gerst?
Hvernig myndi kvótakerfi í Laxveiðiá virka?
Ein leið til að skilja veikleika kvótakerfisins er að velta því upp hvernig nákvæmlega eins kvótakerfi og fiskveiðistjórnun myndi virka í laxveiðá sem rynni frá veiðivatni:
- Fyrsta breyting eftir að slíkt kvótakerfi yrði tekið upp í ánni væri sú að þeir sem væru með kvóta myndu allir byrja að veiða bara á besta veiðistaðnum.
- Smám saman myndi veiðieftirlit og stofnstærðarmat bara miða við fjölda fiska á þessum besta veiðistað, sem fljótlega myndi sýna merki ofveið, þ.a. minnka yrði kvótann.
- Fiskveiðistjórnunar sérfræðingar færu síðan líka fljótlega að skipta sér af því hvaða fisk mætti veiða, og settu alls konar reglur til að minni og verðminni fiskurinn yrði ekki veiddur. (fyrir laxveiðiána yrði sett sú regla að sleppa yrði öllum minni fisk og aðeins mætti hirða stórlaxana.) Við þetta minnkaði veiðin enn meira.
- Netaveiðinn í vatninu legðist líka mjög fljótt af, því sá sem borgar fyrir dýrt laxveiðleyfi þarf að veiða verðmætasta fiskinn en ekki þann ódýrasta.
Hljómar þetta kunnuglega?
Hvað varð um fiskinn?
Fyrir kvótasetninguna var netaveiði um þriðjungur alls afla, og veiði mun dreifðari. Nú eru allir bátar stærri og öflugri, og veiða helst á bestu stöðunum.
Stóra spurningin sem Íslendingar þurfa að fara að spyrja sig er þessi. Hvað varð um allan fiskinn?
Fór fiskurinn burtu eða vorum það við sem fórum burtu?
Hvað ætli mætti veiða mikið meira ef veitt væri á öllum veiðisvæðum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 28. mars 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 662
- Sl. sólarhring: 672
- Sl. viku: 4217
- Frá upphafi: 32275
Annað
- Innlit í dag: 591
- Innlit sl. viku: 3933
- Gestir í dag: 569
- IP-tölur í dag: 554
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar