3.2.2025 | 23:14
Hver gerir plat-byltingu gegn sjálfum sér?
Í síðustu viku var Kash Patel yfirheyrður af bandaríska öldungadeildinni fyrir væntanlega skipan hans sem næsta yfirmanns FBI. Áhugaverðast var samtal hans við Ted Cruz um aðdraganda 6. janúar byltingarinnar þegar stuðningsmenn Trump þustu inn í þinghúsið við staðfestingu á embættistöku Biden 2021. Frásögn Kash er vægast sagt merkileg. (sjá hér ca. 3:00)
Nokkru fyrir þennan viðburð hafði hann nefnileg byrjað að undirbúa að 20 þúsund manna heimavarnalið væri á staðnum til að tryggja að mótmæli færu ekki úr böndunum. En til að nota varnarliði þurfti hann samþykki borgarstjóra Washington-borgar eða forseta þingsins. Hvorugt vildi leyfa honum að kalla til þessar varasveitir, þrátt fyrir að hann marg-bæði um það. (öll samskipti skráð og staðfest). Síðar kom á daginn að öryggissveitir þingsins voru verulega undirmannaðar og á engan hátt í stakk búnar að takast á við neina mótmælendur.
Afleiðingin var mótmæli þar sem stuðningsmenn Trump fóru inn í þinghúsið.
Þetta nýttu demókratar sér strax með að kalla þetta valdaránstilraun og dæma um 1600 mótmælenda í kjölfarið afar hörðum dómum (sumir fengu yfir 20 ára fangelsisvist)
Nú er hins vegar að koma í ljós að ekki var allt sem sýndist og þetta var hálfgerð barbabrella. Þingnefndin sem rannsakaði og lét kæra fólk var í hópi þeirra sem Biden gaf fyrirfram sakaruppgjöf á síðasta klukkutíma valdasetu sinnar. Gögnum sem þingnefndin vann með og var nýtt til að dæma þessa 1600 bandaríkjamenn hefur einnig verið eytt.
Þau gögn sem hafa lekið sýna svo allt aðra atburðarrás en þingnefndin hélt fram. Mótmælendunum var beinlínis boðið inn af öryggisvörðunum, og sumir jafnvel leiddir í gegnum bygginguna að þingpöllum af lögreglu til að gera mótmælin enn dramatískari. Önnur myndbönd sýna mótmælendurna bara ganga forviða og áhugasama um innan í þinghúsinu eins og friðsamir túristar myndu gera. Þegar vinsælasti fréttaþulur heims Tucker Carlson ljóstraði upp um tilvist þessa myndefnis í þætti sínum, var honum fyrst hótað af einum þingmanninum sem Biden gaf sakaruppgjör og síðan rekinn stuttu síðar.
Hvað er í gangi? Hver skipuleggur slíka gervi-byltingu gegn sjálfum sér? Demokratar voru búnir að vinna kosningarnar. Af hverju þurftu þeir svona leikþátt?
Það kemur eiginlega bara ein líkleg skýring til greina. Það þurfti að fela kosningasvindlið. Miklar efasemdir voru um hvort rétt hefði verið staðið að kosningunum þegar Biden var kjörinn og gríðarlegt svindl var í gangi. Í sumum fylkjum voru hundruð-þúsund vafa(svindl)atkvæði. Dauðir kusu, ólöglegir innflytjendur kusu, sumur kusu í röngum fylkjum og aðrir kusu tvisvar. Vegna covidaðgerða var kosningin þar að auki póstkosning og því auðveldar að svindla en í nokkrum öðrum kosningum í sögunni. Hví skyldi Biden, þurrasti og ellihrumasti forseta framboðsefni sögunnar allt í einu fá fleiri atkvæði en nokkur annar forsetaframbjóðandi í bandaríkjunum hafði áður fengið. Í kosningabaráttunni dró hann sig t.d. úr seinni kappræðunum við Trump og lokaði sig inni vegna hræðslu við covid. Þetta leit allt mjög undarlega út.
Uppskera demókrata af þessari gervibylgingu létu þó ekki á sér standa. Flestar kosningasvindl-rannsóknir féllu niður enda lítið bit í kosningasvindl-rannsóknum þegar þeir sem vildu rannsókn voru sjálfir sakaðir um valdarán.
Með Kash Patel sem yfirmann FBI, þá er þó hætt við að margt af því sem aldrei mátt sjá dagsljós veðri öllum ljóst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. febrúar 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 52
- Sl. sólarhring: 458
- Sl. viku: 2171
- Frá upphafi: 8587
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1919
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar