11.2.2025 | 23:26
Er þjóðarsátt um að fórna sjúkraflugssjúklingum?
Hafið þið tekið eftir því hvernig fólk sem er ósammála ykkur kemur sér stundum fyrir í nýrri vídd, nokkurs konar samhliða alheimi, sem útilokar rökræður úr þínum heimi. Í okkar heimi er þó samt aðeins til einn raunveruleiki og undarleg afstaða mótaðilans orsakast oftar en ekki af hann er kominn í þversögn við sjálfan sig og þarf gerviveruleika til að finna leið út.
Umræðan um Reykjavíkurflugvöll virðist nú vera komin í þetta öngstræti hjá mörgum. Það blasir við öllum að líf sjúklinga er sett í hættu. Strax nú á laugardaginn (fyrsta degi lokunar vallarins) var einum sjúklingi snúið við og augljóst að fjöldi annarra mun lenda í svipuðu næstu þrjá mánuði. Ljóst er að það eru verulegar líkur að það muni einhver láta lífið vegna þessa gjörning sem nú á sér stað.
Samtal Njáls Friðbertsson og Pawel Bartoszek á Reykjavík Síðdegis síðustu viku er lýsandi um ástandið. Þegar Njáll fór að tala um öryggi vallarinns sneri Pawel umræðuna í að ræða samninginn um flugvöllinn frekar en aðsteðjandi hættu fyrir sjúkraflug. Þegar þrýst var á afstöðu Pawels til lokunar næstsíðustu brautarinnar, kom það honum einfaldlega ekki lengur við því hann var hættur í borginni. Ekki hans vandamál. Ekki hans veruleiki. [Þeir sem vilja höggva tré eru í hinu liðinu.]
Pawel er þó ekki einn um svona nálgun. Í kosningafundum um flugmál sem ég tók þátt í (sem oddiviti Ábyrgrar Framtíðar) og benti á að fjöldi bráðasjúklinga hefðu ekki komist suður eftir lokun neyðarbrautarinnar og ný veðurgögn sýni að nothæfisstuðull vallarins stæðist ekki lengur viðmið, fékk ég þau mótsvör frá sumum að vísað var í gamlar gallaðra útreikninga sem slepptu að meta nothæfisstuðul sjúkraflugs. Nýju veðurgögnin sem sýndu að vindasamara er í dag en á góðviðristímabili gömlu útreikninganna eru orðin ógn við gerviveruleikann þeirra. Fréttir af sjúklingum sem ekki komast suður eru líka ógn við gerviveruleikann þeirra. Allt er pólitík og því má alls ekki skoða nýju gögnin og allar fréttir af hrakförum sjúklinga er bara áróður andstæðinganna!
En eru kjósendur þeirra virkilega á sama máli? Ætli allir kjósendur þeirra séu svo eldheitir flugvallarandstæðingar að þeim þykir lítið til koma að nokkrir bráðasjúklingar komist ekki á spítala eða jafnvel drepist? Það eldar enginn ommulettu án þess að brjóta nokkur egg.
Eitthvað segir mér þó að svo sé ekki. Samkennd Íslendinga með löndum sínum er sterk og fæstir Íslendingar munu líða stjórnmálamenn sem vísvitandi fórna mannslífum með þessum hætti. Eins þarf að hafa í huga að samningar ganga að jafnaði í tvær áttir. Á sama hátt og dómarar töldu á sínum tíma að lokun neyðarbrautarinnar væri samningsskuldbinding, er krafan um skógarhögg Öskjuhlíð það líka. Fátt getur breytt því að tréin verði hoggin. En þarf virkilega einhver að drepast fyrst?
Lokun næst síðustu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar skapar raunverulega hættu sem þarf raunverulega úrlausn strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 11. febrúar 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 83
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 3569
- Frá upphafi: 13562
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 3214
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar