21.1.2025 | 21:25
Leyndardómur Parísarsamningsins
Undirskrift Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á fyrsta degi kom ekki á óvart. Fáir átta sig þó á því að með undirskriftinni var hann að gera Íslendingum mikinn greiða, því hann uppljóstraði stærsta leyndarmáli Parísarsamningsins. Parísarsamningurinn er ekki samningur heldur viljayfirlýsing og því geta þjóðir einfaldlega dregið sig út ef þeim hentar. Önnur þjóð sem mun örugglega draga sig út um leið og samningurinn fer að verða óþægilegur er Kína, sem ber ábyrgð á 90% aukningu útblástrar í heiminum síðan samkomulagið var gert. Fleiri þjóðir munu fylgja.
En hvað þýðir þetta fyrir Ísland?
Jú, allar fjárfestingar í kolefnisbindinga-iðnaðinum munu líklega verða gjaldþrota til lengri tíma, því það mun enginn borga fyrir bindingu CO2 sem hefur engin áhrif. Í dag er útblástur Evrópuríkja ekki nema rétt um 12% af heildarúblæstri heimsbyggðarinnar.
Þessa augljósu hættu þurfa yfirvöld að hafa í huga þegar þau horfa til framtíðarmöguleika íslensku kolefnisniðurdælinga verkefnanna. Það að engir einkafjárfestar fáist í þessi verkefni er sterk vísbending. Það að stærstu bankar bandaríkjanna hafi nýlega dregið sig úr öllum grænum fjárfestingaverkefnum önnur vísbending um að eitthvað er að fara að breytast.
Lánin sem tekin verða til að fjármagna risaverksmiðjurnar gætu náð 100 milljörðum og munu ekki verða veit gegn viljayfirlýsingum. Það mun einhver þurfa að borga hverja einustu krónu til baka með vöxtum og vaxtavöxtum. Ef opinbera fyrirtækið sem tekur lánið getur það ekki, munu skattgreiðendur sitja uppi með reikninginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 21. janúar 2025
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 95
- Sl. sólarhring: 1092
- Sl. viku: 2039
- Frá upphafi: 2408
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 1801
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar