Í tilefni þess að 5 ár afmælis fyrsta covidsmits á Íslandi stóðu heilsan okkar fyrir málþingi um kovidtímann undir yfirskriftinni Bjargráð Íslands í heimsfaraldri. Fyrirlesarar voru valdir læknar og embættismenn, talsmenn kerfisins og þemað í raun: Sjálfhól í vísindagæru. sem líklega hefði verið meira viðeigandi titill viðburðarins.
Þetta er dæmigert fyrir þá stöðu sem heilbrigðiskerfið er nú komið í og er því miður ekki að fara að breytast meðan aðal-gerandi covidtímans situr sem heilbrigðisráðherra. Áframhaldandi afneitun á öllu sem misfórst er háalvarlegt því þeir tugþúsundir Íslendinga sem í dag glíma við eftirköst eitursprautanna munu litla hjálp fá frá heilbrigðiskerfinu á meðan.
Fyrsta mikilvæga skrefið til að vinna gegn þessu er að almenningur fari að átta sig á blekkingunum. Til að gefa innsýn í þær langar mig að fjalla hér aðeins um erindi Prófessors Magnús Gottfreðssonar sem bar titilinn:
Hvað segja rannsóknirnar um öryggi mRNA bóluefna við COVID-19?
(sjá á mínútu 0:54:21-1:11:00 á link)
Í upphafi erindi Magnúsar er tónninn gefinn á því sem koma skyldi þegar hann sýndi mynd af matarmarkaðnum í Wuhan. Í dag vita flestir að vírusinn kom úr tilraunastofu. CIA er búið að viðurkenna það og sóttvarnarlæknir bandaríkjanna sem hylmdi yfir tilraunastofuupprunann þurfti að fá fyrirfram sakarauppgjöf á síðasta embættisdegi Biden!
Af hverju eru íslensk yfirvöld enn að reyna að halda lífi í þessari lygi?
Bóluefnaátrúnaðurinn
Þótt titill erindisins bæri með sér að gagnrýna ætti öryggi bóluefnanna, tileinkaði prófessorinn 10-12 mínútum erindisins (eða 80% tímans) í að dásama bóluefnin og birti m.a. kjánamynd af sér brosandi undir grímu að þiggja eitursprautuna.
Í upphafi erindisins alhæfði hann svo að bóluefni hefðu verið eina vonin til að komst út úr þessum ógöngum [sem covid var]. Það er auðvitað alrangt því hefðbundið hjarðónæmi gegnum smit og meðferð sjúkdóma er hin hefðbundna leið sem alltaf hefur virkað og eitt slíkt meðferðarúrræði var t.d. rannsakað með góðum árangri 2020 (~90% mildun covid) en hent til hliðar til að tryggja að bóluefnaleiðin yrði farin.
Næst eyddi prófessorinn miklu púðri í að dásama þann ótrúlega árangur að hafa tekist að þróa bóluefni á innan við ári. Hann minnist þó engu orði á áhættuna sem fylgdi slíkri hraðþróun. Fasaskipting þróunar er nefnilega ekki að ástæðulausu. Þetta er gert til að hægt sé að nota niðurstöður úr fyrri fösum til að gera rannsóknir næsta fasa markvissari og öruggari. Ef fasar eru rannsakaðir samhliða verða allar rannsóknir ómarkvissar og orkan fer í að rannsaka ranga hluti. Dæmi um eina meiriháttar yfirsjón [sem hugsanlega var af vilja gerð], var að sleppa að skoða sérstaklega áhrif bóluefnanna á blóðrásarkerfi, þrátt fyrir að slík einkenni hefðu fylgt covid. Eins hlýtur flest skynsamt fólk að sjá að ljúka á dýrarannsóknum á hættulegum lyfjum áður en prófanir á mönnum hefjast, hvað þá dreifing. Eins gleymdi prófessorinn að nefna að fasa 3 rannsóknunum átti ekki að ljúka fyrr en tæpum tveimur árum eftir samþykki bóluefnanna, en áður en til þess kom var þessari mikilvægu öryggisrannsókn hætt. Eins gleymdi prófessorinn að nefna að verksmiðjur fengu undanþágu á gæðaeftirliti. Eins gleymdi prófessorinn að nefna að bóluefnin sem Íslendingar fengu notuðu framleiðslutækni sem aðeins var prófuð á 2-300 einstaklingum. Mun meira af mengunarefnum kom með þessari framleiðslutækni, þar á meðal krabbameinsvaldar.
En í stað þess að benda á þessa augljósu galla við flýtingu bóluefnaþróunarinnar, dásamaði hann hana gagnrýnislaust og sýndi stoltur mynd af sér að taka við fyrstu sprautunni. Ekki beint málflutningur sem búast mætti við þegar fjalla átti um öryggi þessara tilraunaefna.
Í lok umfjöllunar um bóluefnin birti hann svo glæru byggða á einni vísindagrein sem hélt því fram að bóluefnin hefðu bjargað 20 milljón mannslífum fyrsta árið sem þau fóru í dreifingu. [væntanlega sem réttlætingu á að bóluefnin mættu drepa fullt af fólki fyrir að hafa bjargað svo mörgum meintum mannslífum]
en skoðum aðeins þessa vísindagrein.
Rannsóknin sem er frá 2022 (og því úrelt) var m.a. fjármögnuð af GAVI og Bill og Melinda Gates Foundations (hagsmunasamtökum bóluefnaframleiðenda). Annar aðalhöfundur greinarinnar hafði fengið margvíslega styrki frá lyfjaframleiðendum og var í vísindaráðgjafastjórn fyrir Moderna. eða starfsmaður næst stærsta covid-bóluefnaframleiðandans.
Í útreikningum þessa bóluefnaframleiðandastarfsmanns gerði hann ráð fyrir að bóluefnin hindruðu smit. Meira að segja þótt að þetta hefði verið rétt, þá hefðu nettó-áhrif af slíku á covid-andlát í heiminum þó alltaf orðið nettó núll, því þessi andlát hefðu einfaldlega bara færst milli ára og covid klárast fyrr. En þessi ályktun um hindrun smita er hins vegar alröng, því bóluefnin hindruðu aldrei smit og þegar líða tók á fóru bólusettir að smitast jafnvel oftar en óbólusettir.
Varðandi vernd bóluefnanna gegn andláti af öllum orsökum eru upplýsingarnar þar jafnvel enn vafasamari, því í fasa 3 rannsókn Pfizer dóu fleiri í bólusetta hópnum en óbólusetta af öllum orsökum. Þrátt fyrir þetta eru öll viðbótarandlát (umfram covidandlát) kölluð covidandlát í rannsókninni. Eins hafa komið í ljós stórkostlegir gallar á covid-andlátstölfræði um allan heim,t.d. vegna 14 daga reglunnar sem bjagar gögn það mikið að placebo getur virst hafa 80-90% virkni. Annar galli byggist svo á því að dauðvona fólki var að jafnaði hlíft við bólusetningu og fyrir vikið jók sýndar-andlátstíðni þeirra sem ekki bólusettu sig við hverja bólusetingu eða örvunarsprautu. Eina leiðin til að komast hjá þessari skekkju er að skoða gögn yfir lengri tíma.
Fleiri hafa auðvitað gagnrýnt þessa rannsókn en ég. Hér er linkur á umfjöllun um slíka gagnrýni þar sem fjarstæðukennt dánartíðni er dregin fram, og hér er linkur á aðra umfjöllun þar sem bent er á nokkrar rangar forsendur greiningarinnar.
Það að prófessorinn sem átti að fjalla um öryggi bóluefnanna á málþinginu hafi ákveðið að nefna þennan skáldskap til að réttlæta að bóluefnin mættu vera mjög banvæn er ansi sérstakt. Fyrir utan það að vera lygi, var þetta ekki einu sinni umfjöllunarefni erindisins.
En þetta er kannski lýsandi fyrir hvernig heilbrigðiskerfið er gírað. Áróðurs rannsóknir fjármagnaðar af bóluefnafyrirtækjum eru einu upplýsingarnar sem heilbrigðiskerfið tekur tillit til.
Öryggi bóluefnanna
Þegar loks kom að því að fjalla um aukaverkanir bóluefnanna byrjaði prófessorinn að segja að AstraZeneca bóluefnið færi frábrugðið þar sem þar væri ekki mRNA bóluefni. Sú yfirlýsing er þó villandi, því þótt AstraZenecaog J&J bóluefnin hafi verið vector bóluefni með DNA, þá byggðu þau á svipuðu prinsippi að fá mRNA í frumum sem voru smitaðar til að framleiða broddprótein, nákvæmlega eins og mRNA bóluefnin. Þessi bóluefni voru því eins hættuleg og enda höfðu þau eins og mRNA efnin ekki verið notuð í menn áður. En skyndilega átti að bólusetja allt mannkynið án alvöru öryggisrannsókna.
Hann taldi svo upp nokkrar aukaverkanir sem komið hefðu fram og sagði svo þetta eru aukaverkanir sem eru svo sjaldgæfar að það er útilokað að greina þær í hefðbundnum fasa 3 prófunum.
Þessi yfirlýsing er röng. Andlitslömun var nefnilega greind í fasa 3 prófunum og samanlagt mældist um 5,5 faldur munur á tíðni andlitslömunar hjá bólusettum m.v. óbólusetta. Þessa fimmföldun í aukningu andlitslömunar erum við þegar farin að sjá hér á landi í dag þar sem tíðnin hefur stokkið úr því að vera um 10 tilfelli á ári í 50 tilfelli á ári. Á annan tug slíkra aukaverkana voru skráð hér á landi í skráningarkerfi lyfjastofnunar. Sjálfur þekki ég til 4 slíkra tilfella eftir bólusetningu. Það verður að kallast ansi merkilegt að læknir sem fjalla á um aukaverkanir vegna bóluefna sé ekki upplýstur um þennan nýja andlitslömunarfaraldur sem skollinn er á.
Önnur aukaverkun sem hann nefnir er Guillain Barré, sem hefur líka aukist frá því eftir bólusetningarherferðina eins og flestir aðrir sjúkdómar sem hann nefndi. Þetta kemur hann þó ekkert inn á.
Í stað þess að horfa til íslenskra heilbrigðisupplýsinga og aukaverkanaskráningu valdi hann að skoða bara eina rannsókn sem fjallaði um aukaverkanir bólusetninga byggt á tölfræðigreiningu tilkynntra aukaverkana um allan heim. Rannsóknin er m.a. fjármögnuð af HHS, en undirstofnun hennar, NIH, tók þátt í þróun bóluefnisins og fékk háar þóknanir fyrir.
Í umfjöllun um þessa einu rannsókn sem prófessorinn fjallaði um taka höfundar fram að veruleg óvissa sé á niðurstöðunni vegna þess hversu ófullkomið aukaverkaskráningakerfið er. (dæmigert ekki nema 1-10% aukaverkana eru skráð í Bandaríkjunum). Enn fremur kemur fram að þessi áhættugreining rannsóknarinnar nái bara til max 42 daga eftir bólusetningu. Tilkynningar eftir það eru ekki taldar með. Þetta þýðir að allir langtímasjúkdómar og þeir sem tilkynntu hjartavöðvabólguna seint, eru ekki taldir með. Næmni rannsóknarinnar var þannig hverfandi.
Það verður að telja ansi sérstakt að slík rannsókn sem er bara með einn, mjög ónákvæma yfirborðskennda aðferð til að mæla aukaverkanir sé notað sem eina heimild fyrir aukaverkunum í erindi prófessorsins.
Þegar hann fór að tala ýtarlegar um hjartavöðvabólguna vísaði hann svo til úreltra ónákvæmra rannsókna sem gerðar voru í hraði rétt eftir að hjartavöðvabólgutilfellin vegna sprautanna voru viðurkennd. Í túlkun þessara rannsókna hafa sumir ranglega haldið því fram að hjartavöðvabólga væru algengari í covidsýkingu en eftir sprautu. Þessi túlkun er þó klárlega röng og í berhögg við stórar rannsóknir sem gerðar voru á covidsjúklingum 2020, áður en bóluefnin komu á markað, til að meta aukna tíðni hjartavöðvabólgu eftir covid. Þá fundust engin tengsl þ.a. rannsóknum var hætt. Enn fremur voru hjartavöðvabólgusjúklingarnir eftir sprautu hreint ekki samanburðarhæfir því þeir voru miklu sjúkari og mældur skaði 100-200 sinnum meiri. Ástæðan að hjartavöðvabólgan skyldi mælast hjá covidsjúklingunum var þannig líklega fyrst og fremst vegna fjölda mælinga, en ekki vegna þess að tíðni hjartavöðvabólgu væri að aukast. Til samanburðar þá hafa líka verið gerðar vöktunarmælingar á hjartavöðvabólgu og gollurhúsbólgu strax eftir bólusetningu og þar kom í ljós að 1/35 mældust með niðurbrotsefni úr hjarta í blóði. Mild hjartavöðvabólga er því mörgum stærðargráðum algengari en álíka mild hjartavöðvabólga kóvidsjúklinga. Um hjartavöðvabólgufaraldurinn fjölluðum við Helgi Örn Viggósson í grein 2024.
Að lokum
Það eru mikil vonbrigði að hlusta á þessa yfirhylmingu meintra sérfræðinga heilbrigðisyfirvalda.
Mörg þúsund ritrýndar vísindagreinar um aukaverkanir covidbóluefnanna hafa verið birtar og lìklega eru nokkrir tugir þúsunda Íslendinga í dag enn að glíma við einhver eftirköst sprautanna.
Í nýlegri rannsókn frá Yale háskóla í Bandaríkjunum fundu menn t.d. bein tengsl við mikið af þeim einkennum sem margir kalla í dag long covid, (heilaþoku, síþreytu o.fl.) við broddprótein frá bóluefnunum sem enn er að finnast í blóðmælingum þessa fólks, mörgum árum eftir bólusetningu. Hvernig gat þetta gerst? Bóluefnin áttu öll að skola sér út samkvæmt yfirvöldum.
Hvernig væri nú að í stað þess að heilbrigðisyfirvöld reyni að þagga niður þjáningar samlanda sinna að þau hætti þessari afneitun og fari að skima sjúklinga eftir broddpróteinunum.
Miðað við þetta erindi er þó erfitt að sjá að það sé að fara að gerast.
Yale stúdían sem hér er nefnd er þó mjög merkilegt líka fyrir aðrar sakir. Aðalstuðningsaðili rannsóknarinnar er góðgerðarsjóður Mark Zuckerberger, sem gegnum Facebook, beitti sér hvað mest allra gegn því að umræða um bóluefnaskaða kæmu upp á yfirborðið. En nú eru breyttir tímar. Rotturnar eru farnar að flýja sökkvandi skip. Hvað ætlar íslenska klappliðið að gera? Mun það flýja eins og rotturnar eða ætla menn að það sökkva með skipinu (og lyginni) eins og skipstjórinn til að forðast að byrja að horfast í augun við staðreyndir og viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér?
Bloggar | Breytt 18.3.2025 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2025 | 17:52
Glæpur aldarinnar: Loturnar
Nýlega hélt heilsan okkar málþing þar sem fulltrúar heilbrigðisyfirvalda gerðu upp kófið. Þegar kemur að sjálfsgagnrýni er augljóst að þessir fulltrúar eru ansi illa haldnir á valblindu á eigin mistök.
Á sama tíma og yfirvöld vilja viðhalda þeirri ímynd af sér að þau hafi fylgt varfærni við gena-bólusetninguna, virðast þau ekki hafa einu sinni haldið utan um eðlilegan rekjanleika bóluefnanna og gátu því ekki tengt bóluefnaskaða við framleiðslulotu eins og nágrannalönd okkar (danmörk, svíþjóð) hafa gert. Danskir sérfræðingar sem buðust til að gera slíka rannsókn fengu því engin gögn.
Fyrir hálfu öðru ári síðan helstu talsmönnum íslenskra heilbrigðisyfirvalda (þ.m.t. líklega landlækni) boðið á ráðstefnu erlendra sérfræðinga hér á landi um bóluefnaskaða, tengsl tilkynntra skaða við framleiðslulotur og tengt málefni. Athygli vakti að enginn þeirra sem nú eru að tjá sig yfir stórkostlegum árangri á covidtíman þorði að mæta.
Hvað gekk þeim til? Höfðu þau ekki áhuga á að vita hvernig framleiðslulotur bóluefnanna sem þau sjálf gáfu íslendingum voru gjörólíkar? Hefði ekki verið eðlilegt af landlækni, sem hefur það hlutverk að vakta lýðheilsu, kynnti sér þessi mál. Ef í ljós kæmi að einhverjar framleiðslulotur væri hættulegri en aðrar, þá hefði slík rannsókn á íslensku gena-bólusetningunni getað verið nýtt til að vara við þá sem hefðu fengið hættulegu framleiðsluskammtana.
Í stað þess að bregðast við, ákvað þáverandi landlæknir (og núverandi heilbrigðisráðherra) að hunsa þessa skyldu sína. Enginn úr heilbrigðiskerfis-elítunni lét sjá sig!
Enginn í heilbrigðiskerfiselítunni er að leita að bóluefnaskaðanum!
Þetta er líklega ein mikilvægasta sem Íslendingar þurfa að átta sig á. Þegar kemur að gena-bóluefnaskaðanum þá er ENGINN sem vinnur fyrir kerfið að leita, þ.m.t. landlæknir, því kerfið mælti með sprautunni, kerfið lofaði að sprautan yrði skaðlaus, kerfið lofaði að það þyrfti bara eina sprautu og að sprautan hindrað smit. Enginn sem vill starfsframa innan kerfisins er að fara að taka niður þessar lygar.
Fyrir vikið þarf fólk að taka ábyrgð á eigin lífi og kynna sér málin sjálft.
Í tilefni ráðstefnunar birti ég eftirfarandi grein í morgunblaðinu 4. október 2023 um þá alvarlegu stöðu sem komin væri upp.
=======================================
Glæpur aldarinnar: Loturnar
Lyf án rekjanleika uppfylla ekki lágmarkskröfur til að geta kallast lyf
Í greinum 29. júní, 7. og 18. júlí og 16. ágúst var fjallað um aðdraganda kófsins og 6. og 23. september var fjallað um afleiðingarnar. Nú verður fjallað um framleiðsluloturnar.
Covid-bóluefnin eru ólík öllum bóluefnum sem notuð hafa verið áður. Aðferðin kallaðist genameðferð, en í kófinu var skilgreiningu orðsins bólusetning breytt svo farið var að kalla genameðferðina bólusetningu.
Öfugt við það sem var lofað og venjan var með bóluefni hindruðu nýju mRNA-bóluefnin ekki smit og dreifðust um allan líkamann.
Annar stór munur var að þessi tilraunaefni eru með miklu ónákvæmari skammta en venjuleg bóluefni. Venjuleg bóluefni hafa þekkt magn af veikluðum vírusbútum en covid-bóluefnin láta líkamann framleiða þá gegnum flókin ferli. Erfitt er að stjórna hversu mikið líkaminn framleiðir af mótefnavakanum (gaddaprótínið í þessu tilviki) því mismunandi fólk framleiðir mismunandi magn. mRNA-efni bóluefnisins eru einnig óstöðug, sem eykur svo enn á óvissuna í skammtastærðinni.
Fyrirséð var að lyf með jafn óstöðuga skammta myndi alltaf verða til vandræða, þar sem sumir fengju of stóran skammt en aðrir of lítinn. Við slík lyf hefði mátt ætla að reynt yrði að lágmarka skekkjuna með bættu framleiðslueftirliti. Raunin varð þveröfug. Í æsingnum við að koma bóluefnunum á markað veitti FDA framleiðendum undanþágu á gæðaeftirliti.
Póstsamskipti sem láku frá evrópsku lyfjastofnuninni sýndu að heilleiki mRNA hjá Pfizer hafði fallið úr 78% við fasa-3-prófanirnar niður í 55% þegar efnin fóru í almenna dreifingu.
Þegar bera fór á aukaverkunum á covid-sprautunum var stofnuð síðan www.howbadismybatch.com þar sem hægt var að fletta upp lotunúmeri sprautunnar og sjá hversu algengar aukaverkanir voru í þinni framleiðslulotu. Þar sást að því fyrr sem bóluefnin voru notuð og því hreinna sem bóluefnið var þeim mun meiri urðu aukaverkanirnar, sem undirstrikar hvernig eiturvirknin var í bóluefninu sjálfu.
Í nýlegri danskri rannsókn kom í ljós að 4,2% lota báru ábyrgð á 78% aukaverkana og í 30% lota voru fáar aukaverkanir tilkynntar. 117.991-faldur munur var á tíðni aukaverkana í bestu og verstu lotunum! Enn undarlegra var að engin eftirlitsmæling fannst fyrir loturnar án aukaverkana á meðan eftirlitsmælingar voru til fyrir allar lotur þar sem aukaverkanir mældust. Fékk fólk lyfleysu eða hafði bóluefnið breyst? Í þessu samhengi er athyglisvert að í vitnaleiðslum fyrir ástralskri þingnefnd viðurkenndi Pfizer að hafa haft sérvalda lotu fyrir eigin starfsmenn. Af hverju? Voru þeir kannski að passa að eigin starfsmenn fengju skaðlausa lotu?
En hvaða mengun var í þessum eftirlitslausu bóluefnum? Rannsóknir hafa sýnt að í sumum lotum voru þungmálmar, í öðrum lotum fannst grafínoxíð auk alls konar niðurbrotsefna. Athygli vekur að nýlega hefur líka verið að finnast plasma-DNA í sprautunum. Þetta er mjög alvarlegt því DNA stökkbreytir genum. Hvernig þá? Í plasmanu fannst DNA-genaröð úr SV40-vírus, sem er þekktur sem líklegur krabbameinsvaldur. Upptaka krabbameinsvaldandi gena er stórslys, því það getur smitað kynslóðir. Það er ekki að ástæðulausu að DNA-meðferðir hafa ekki komist á flug.
Sagt er að auðveldara sé að blekkja fólk en að sannfæra það um að það hafi verið blekkt. En það er samt eðli hins hugsandi manns að leita sannleikans og læra. Í stað þess að leita eingöngu að réttlætingum á lyginni þarf fólk að fara að byrja að spyrja réttu spurninganna. Er 117.991-faldur munur á aukaverkunum sama lyfsins eðlilegur? Eða var þetta kannski ekki sama lyfið? Þegar íslensk yfirvöld eru spurð um tengsl lota við aukaverkanir fást engar upplýsingar. Af hverju skrá þau þá lotunúmer bóluefna í bólusetningarvottorð fólks en engar upplýsingar um tengsl lota við aukaverkanir?
Það virðast meiri kröfur gerðar til rekjanleika klettasalatsins í Hagkaup en covid-bóluefnana. En lyf án rekjanleika eru markleysa því þá veit enginn hvað er í þeim. Með að neita að birta tengsl framleiðslulota og aukaverkana eru heilbrigðisyfirvöld búin að taka sér stöðu við hlið framleiðenda gegn almenningi.
Opin umræða um kófið verður að fara að byrja að eiga sér stað. Stórt skref í þá átt er ráðstefna sem haldin verður í dag klukkan 18.30 á Grand hóteli þar sem m.a. einn höfundur dönsku rannsóknarinnar verður með erindi. Einnig verður dr. Pierre Kori einn fyrirlesara, sem er stórfrétt, því hann er guðfaðir ivermectin-meðferðarinnar og einn fremsti sérfræðingur heims í meðferð covid-sjúklinga og sprautuskaðaðra. Hann stofnaði FLCCC (flccc.net) sem gerir meðferðarúrræði aðgengileg almenningi um allan heim og er einn af þeim læknum sem bjargað hafa hvað flestum mannslífum í faraldrinum.
Nú er tækifærið til að hefja samtalið um kófið. Öllum helstu talsmönnum heilbrigðisyfirvalda, þingmönnum og ráðherrum hefur verið boðið og óskandi væri að þau sýndu þá ábyrgð að vera með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2025 | 22:59
Nýtt járntjald er að falla
Þótt stríðið í Úkraínu sé fjarlægt Íslandi gætu afleiðingarnar orðið mun verri en margan órar fyrir.
En þetta stríð hefðu þó aldrei þurft að gerast.Í Búdapestsamkomulaginu 1994 gáfu Úkraínumenn frá sér allan kjarnorkuvopnaforðann eða um 1900 kjarnorkuflaugar, gegn loforði Rússa, Bandaríkjamanna og Breta um frið og stuðning ef á þá yrði ráðist.
Frelsun Pútins
Þótt aðeins 17% úkraínumanna væru með rússneskan bakgrunn (2000), var landinu lengi vel mikið til stýrt af rússneskum hagsmunum. Með appelsínugulu byltingunni byrjaði þetta þó að breytast og að lokum var leppur Rússa hrakinn úr landi. Þegar það gerðist var þjóðin byrjuð að verða klofin og viðbrögð Putin við að missa tökin á Úkraínu voru að yfirtaka Krím og í framhaldinu fóru aðskilnaðarhreyfingar í suðaustur Úkraínu þar sem Rússar eru margir að vilja skilja sig frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 2022 gekk þó ekki bara út á að skilja þessi svæði frá, því í innrásinni réðist Pútin líka á Kiev og gerði þar með tilraun til að leggja alla Úkraínu undir Rússland enn ekki bara rússneskumælandi héruð. Eins kom þessi tilraun til að frelsa heimamenn sums staðar undarlega, því þegnarnir sem átti að frelsa á rússneskumælandi svæðum eins og kringum Kharkiv voru það ósamvinnuþýðir að íbúarnir hröktu Rússnesku skriðdrekasveitirnar aftur í burtu. En í öðrum héruðum gekk Rússum þó betur.
Zelensky: Hetja eða skúrkur?
Það er ekki hlaupið að því fyrir Íslendinga að skilja ástandið í Úkraínu. Mikilvægt er að átta sig á því að Úkraína er sprottin undan Sovétríkjunum, og kúltúrinn sem þar er fyrir vikið kúltúr sem þróaðist með kommúnismanum. Eitt skítugasta leyndarmál kommúnismans og ein meginástæðan að kommúnisminn náði að lifa eins lengi og hann gerði var að drifkraftur atvinnulífsins var svarti markaðurinn. Þeir sem unnu gátu því í senn fengið borgað opinberu launin, en það sem hvatti þá áfram voru aukabitlingarnir sem hægt var að fá á svarta markaðnum. Þannig var engin opinber bifvélavirkjaþjónusta sem fólk gat leitað til, heldur var öll slík þjónusta unnin í svartri vinnu. Varahlutirnir voru hlutir sem starfsmenn löduverksmiðjanna týndu, og seldu svo sjálfir gegn greiðslu. Við fall kommúnismans hvarf ekkert þessi svarta-markaðs-viðskiptahyggja. Hér á landi myndu margir kalla slíkt spillingu en þarna er kúltúrinn einfaldlega ekki sá sami.
Þegar innrásin var gerð í Úkraínu kom Zelensky fyrst fram sem þjóðhetja. Þegar honum var boðið að flýja, hafnaði hann því, því hann vildi verja í Kiev. Þegar það tókst þá fór hann að spila sig alveg inn í þetta andspyrnuhlutverk og klæddi sig alltaf eftir því.
Í dag er þessi glansmynd þó aðeins farin að láta á sjá. Í nýlegu viðtali viðurkenndi Zelensky að hann hefði aldrei séð megnið af því fé sem bandaríkjamenn styrktu Úkraínu með og enginn veit hvað varð um peningana. Sífellt eru svo að berast sögur að harðneskjulegurm stjórnarháttum. Blaðamenn eru myrtir, íbúum er rænt úti á götu og sendir á víglínuna. Barráttuandi Úkraínumanna virðist hafa rénað og ljái það þeim hver sem vill, því stríðið hefur nú staðið í þrjú ár.
Friðarleið Trump
Með þetta í huga verður að horfa á friðarviðleitanir Trump. Heimurinn er milli tveggja slæmra kosta. Ef NATÓ færi inn og hjálpaði Úkraínu að endurheimta öll fyrri landamærin, mun Rússum verða verulega ógnað. Ef það leiðir ekki til nýrrar heimsstyrjaldar gæti það leitt til að langvinns kalds stríðs og að nýtt vopnakapphlaup stórveldanna hefjist. Svipað mun líka gerast ef Úkraína félli og Pútin tæki yfir allt landið. Með því hyrfi allur buffer-milli Evrópuríkja og Rússa og Evrópa myndi öll hervæðast. Frjáls Úkraína milli Rússlands og Evrópu er því góð hugmynd fyrir báða aðila, og gefur svigrúm til að tóna niður hatrið og öfgana. Dipómatísk lausn þar sem allir fá eitthvað væri leið til að draga úr spennu og því að jafnvel enn hatrammari átök hefjist síðar.
Er Græna byltingin dauð?
Eina jákvæða sem nú er að koma úr þessum hræðilegu átökum er að það stefnir í að Evrópuríki ætli nú loks að byrja að taka ábyrgði í eigin varnarmálum og hætta að treysta á það að Bandaríkin beri megin þungan af vörnum Evrópu. Á næstu árum ætla Evrópuríki að auka útgöld sín um ca. 1000.000.000.000 evrur til eigin varnar. En til að hafa efni á því þá gengur ekki lengur að ætla að eyða í vitleysu.
En hvar á að skera niður? Svarið virðist blasa við. Allar dýru grænu kreddurnar munu þurfa að víkja. Evrópa mun ekki geta rekið áfram grænu sjálfskaðastefnuna gegn eigin hagkerfi á sama tíma og fara á í slíkt vopnakapphlaup, gegn þjóðum sem eru ýmist undanþegin eða nenna ekki að taka þátt í grænu vitleysunni. Evrópa mun þurfa að taka upp svipaða stefnu og Trump, þ.a. framleiðsla fari að færast aftur til Evrópu. Þýskaland er að fara að ræsa kjarnorkuverin og kannski kolaorkuverin líka. Íslenska kolefniskvóta-stóriðjan er líklega ekki að fara að gerast.
Bloggar | Breytt 7.3.2025 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2025 | 22:04
Dýr Parísarsáttmáli fyrir lífeyrisþega
Íslendingar eru ekki alltaf fyrstir í tískunni. Nornabrennur hófust ekki hér á landi fyrr en þær byrjuðu að falla úr tísku í Evrópu og í kófinu lagði þríeykið fyrst til að útgöngubann í janúar 2022, löngu eftir að allir aðrir höfðu hætt þeirri vitleysu og nú er við að byrja vindmylluæði á sama tíma og hiksti er kominn í slíkt í Evrópu.
Nú eru lífeyrissjóðirnir fallnir fyrir slíkri deyjandi tískusveiflu. Á sama tíma og Bandaríkjun (og kannski bráðum Evrópa) er farinn að verða afhuga því að sóa fé í mun dýrari grænar lausnir eru Íslendingar bara rétt að byrja. Frosti Sigurjónsson var með mjög áhugaverða grein um það hvernig verið er að fjárfesta lífeyri íslendinga í grænum fjárfestingum, sem í dag virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér.
Að mínu mati er þessi fjárfestingarstefna dæmigerð fyrir fjárfesta sem eru að vinna með annarra manna fé og nýta sér það í dyggðaflöggun. En þessi dyggðarflöggum gæti þó reynst sjóðfélögum dýr þegar féið (og lífeyrinn) byrjar að tapast.
Í október 2021 tilkynntu þrettán íslenskir lífeyrissjóðir markmið um að fjárfesta 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Sjóðirnir vildu með þessu vera virkir þátttakendur í að auka hlut grænna fjárfestinga og vinna að því markmiði að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til samræmis við ákvæði Parísarsáttmálans.
Hann heldur síðan áfram og bendir á að í dag hafi fleiri lífeyrissjóðir bæst við og markmiði komið í 660 milljarða og mikill meðbyr hafi verð með slíku. En heldur svo áfram.
"En nú er öldin önnur. Undanfarna mánuði hafa borist fréttir um að stærstu alþjóðlegu fjármála- og sjóðastýringafyrirtæki heims hafi sagt sig frá grænum fjárfestingaverkefnum. Þannig hafa margir af stærstu bönkum Bandaríkjanna gengið úr Net-Zero Banking Alliance, þar á meðal Goldman Sachs, Morgan Stanley og Citigroup. Sama gerðu nokkrir af stærstu bönkum Kanada, þar á meðal National Bank of Canada og Bank of Montreal.
Black Rock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims með meira en ellefu þúsund milljarða USD í sinni umsjá, hefur nýlega sagt sig frá Net Zero Asset Managers Initiative. Einnig má nefna að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur dregið sig út úr alþjóðlegum samtökum seðlabanka um grænkun fjármálakerfisins. Dæmi svipaðs efnis eru mun fleiri.
Við þetta bætist að ný stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa snúið baki við loftslagsmarkmiðum og uppgangur evrópskra stjórnmálahreyfinga sem tala fyrir breyttum áherslum í loftslagsmálum fer vaxandi. Hætt er við að gengi fyrirtækja sem byggja afkomu sína á grænum styrkjum og millifærslukerfum fari versnandi í framhaldinu.
Með hliðsjón af ofangreindri þróun mála er nauðsynlegt að skoða hvort það sé réttlætanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir fylgi eftir markmiði um 660 milljarða fjárfestingu í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum þegar stærstu fjárfestingarfélög heims eru í óðaönn að hverfa frá slíkum markmiðum.
Sem varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins hef ég vakið athygli stjórnar sjóðsins á þessum breyttu aðstæðum og kallað eftir umræðu og endurmati á markmiðum sjóðsins varðandi grænar lausnir og svokallaða ESG-sjóði. Um leið vil ég hvetja stjórnarmenn annarra íslenskra lífeyrissjóða til að taka málið á dagskrá við fyrsta tækifæri."
Vonandi taka einhverjir lífeyrissjóðir þessa aðvörun Frosta til skoðunar. Sjóðirnir hafa þegar farið í gegnum eitt hrun, og þurfa ekki fleiri.
Bloggar | Breytt 5.3.2025 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2025 | 13:49
Forsenda fyrir endurupptöku flugvallarmálsins
Í nýlegum bloggfærslum hef ég rakið hversu stórgallaðir öryggisútreikningar Reykjavíkurflugvallar fyrir lokun neyðarbrautarinnar voru og bent á að í samkomulagi ríkis og borgar kemur skýrt fram að tryggja þyrfti flugöryggi.
En hvernig gat þá dómurinn sem þvingaði ríkið til að loka neyðarbrautinni fallið með þeim hætti sem hann gerði? Hér ætla ég í stuttu máli að renna yfir héraðsdóms og hæstaréttardóminn.
Í yfirferð yfir málsatvik er fjallað um öryggismál. Þar kemur fram þessi teksti um áhættumatið sem var unnið af lokun brautarinnar:
Með fyrrgreindri áhættumatsskýrslu réttargæslustefndu fylgdi einnig skýrsla EFLU frá nóvember 2014 um mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt ICAO (Alþjóða flugmálastofnunarinnar). Kemur fram í niðurstöðu skýrslunnar að nothæfisstuðull vallarins sé talinn 97%, í stað 99,4%, ef umrædd flugbraut er ekki lengur fyrir hendi. Þá fylgdi áhættumatsskýrslunni einnig skýrsla EFLU um áhrif brauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunarflug og sjúkraflug frá nóvember 2014. Fyrir dómi skýrði Ingólfur Gissurarson, verkefnisstjóri hjá réttargæslustefnda, niðurstöðu síðastgreindu skýrslunnar á þá leið að samkvæmt þeim gögnum sem skýrslan hefði verið studd við hefði verið unnt að lenda á öðrum brautum en NA/SV-brautinni í öllum tilvikum sem skoðuð voru ef brautarástand hefði verið Gott/þurrt.
Eftirfarandi gagnrýni má koma með á þennan málatilbúnað:
- Efla mældi nothæfisstuðul fyrir tvö sett mæligagna og eingöngu er þarna nefndur nothæfisstuðull sem tekur aðeins tillit til vinds fyrir fyrir hagstæðari mæliseríuna. (þ.e. 97%). Í sömu töflu er líka birtir útreikningar sem taka tillit til skyggnis og skýjahæðar. Þá fæst nothæfisstuðullinn 95,8%. Hin veðurmælisetían gaf 95.2% nothæfisstuðul. Af hverju var þetta ekki nefnt á nafn fyrir rétti. Lágmarksviðmiðið er 95%, þ.a. útreikningarnir sýndu að lítið mátti út af bera til að flugvöllurinn stæðist ekki kröfur.
- Ekkert er minnst á að reikna hefði átt nothæfisstuðul fyrir sjúkraflug líka. (samkvæmt orðalagi reglugerðar)
- Ekkert er minnst á að rannsóknir veðurfræðinga á Veðurstofu íslands sýni að viðmiðunartímabil útreikninga (til að fá 97%) var veðurmildasta tímabil veðurmælingasögunnar og það væri þegar byrjað að hvessa aftur.
- Eins er vægast sagt undarlegt að fjallað hafi verið um skýrsluna um nýtingartíma sjúkraflugs fyrir rétti. Útreikniaðferðin var það mikill tilbúningur skýrsluhöfunda að Samgöngustofa neitaði að fara yfir útreikningana. Ef skýrslan var það mikil markleysa að óháðir sérfræðimenntaðir yfirferðaraðilar neituðu að rýna hana, af hverju er þá verið að fara fram á að dómari eigi rýna gögnin og fylgja niðurstöðunni?
- Enn meira ámælisvert er að ekki hafi verið minnst á að Samgöngustofa hafi neitað að rýna skýrsluna fyrir rétti. Verkefnisstjórinn sem bar vitni var fullupplýstur um það og ekki verður betur séð en hann hafi vísvitandi reynt að blekkja dómara með sýnum vitnisburði með að nefna þetta ekki. Eins hefði samhliða allri umræðu um þá skýrslu líka þurft að kom fram neyðarbrautin hefði verið notuð 4-15 falt oftar en nýtingartímaskýrslan, sem samgöngustofa neitað að rýna, hafði áætlað.
Eftir þessa einhliða umræðu, þar sem verkefnisstjóri áhættumatsins virðist sýna af sér ákveðna fjandsamlega hegðun gegn neyðarbrautinni, hafði stefnandi eðlilega litlu við að bæta.
Málatilbúnaður verjanda gegn þessum blekkingum er síðan enn undarlegri, því í stað þess að gagnrýna þetta efnislega nefnir eingöngu að Innanríkisráðherra hafi áhættumat ISAVIA enn til skoðunar.
Þetta er stórmerkilegt. Innanríkisráðherra hafði haft áhættumatið hjá sér í á annað ár og var enn að skoða það, og hafði ekki enn fengið fagaðila til að rýna matið betur. Að velja að beita slíku vanhæfi sem vörn er óskiljanlegt. Slíkt varnarleysi eðlilega ekki líklegt til árangurs fyrir rétti.
Í dómsniðurstöðu segir héraðsdómarinn svo um flugvallarsamkomulagið
...að túlka verði samkomulagið á þá leið að skuldbinding stefnda væri háð því að rekstur Reykjavíkurflugvallar gæti að meginstefnu haldið áfram í óbreyttri mynd. Er að þessu leyti fallist á sjónarmið stefnda um að viðunandi öryggis- og þjónustustig Reykjavíkurflugvallar hafi verið forsenda stefnda fyrir gerð samkomulagsins,..
En þar sem verjandinn (ríkið) hafði ekki sýnt fram á að einhverjum öryggismálum væri ábótavant hefði hann ekki vægi og því yrði að loka neyðarbrautinni.
Málið var svo kært til hæstaréttar.
Hæstaréttardómurinn
Í dómsniðurstöðu hæstaréttar, þá ítreka hæstaréttardómararnir að ekki hafi tekist að sýna fram á ágalla áhættumats ISAVIA. Enn fremur vísa þeir í yfirferð samgöngustofu á áhættumatinu máli sínu til stuðning og segja: "Með áðurnefndu bréfi Samgöngustofu staðfesti stofnunin niðurstöðu áhættumatsskýrslunnar um að breyting sem leiði af lokun brautar 06/24 sé þolanleg (áhættuflokkur B). (bls 8 í dómi)
Þegar bréf Samgöngstofu er hins vegar lesið kemur fram að þessi rýni samgöngustofu hafði mikilvægan fyrirvara þ.e.: Áhættumatið nær ekki til áhrifa á flugvallarkerfið í landinu í heild sinni, það nær ekki til neyðarskipulags almannavarna né áhrifa á sjúkraflutninga, né nær það til fjárhagslegra árfi á flugrekstur (sjá hér bls. 52-53)
eða með öðrum orðum, áhættumatið dekkað bara lítið brot af því þjónustustigi sem viðhalda átti samkvæmt samkomulaginu. Ekkert var þó minnst á þennan fyrirvara Samgöngustofu í reifun málsins fyrir hæstarétti. Þessi yfirsjón hæstaréttar má þó án efa rekja til varnarleysis verjanda í þessu máli sem hefði hæglega getað bent á hversu lítinn hluta af áhættumatinu samgöngustofa rýndi.
Í dómsúrskurði hæstaréttar er reyndar minnst á að lögð hefðu verið fram gögn sem gagnrýndu útreikninga Eflu og Efla hefði svarað því. Sjálfur hef ég ekki séð þessi andsvör Eflu, en ef þau eru eitthvað í takti við þau svör sem komu fram eftir að ég byrjað að gagnrýna útreiknignana, þá falla þau um sjálft sig t.d. þar sem skrifðu var svargrein við mínum athugasemdum um langtímaveðursveiflu um að skýrsluhöfundur vissu ekki um neinar vísbendingar um að slíkar lanngtímaveðursveiflur væru til staðar. Stuttu síðar svaraði ég staðhæfingu þeirra með tilvísun í einmitt slíka rannsókn nokkurra helstu veðurfræðinga Veðurstofunnar, sem sýndu að slíkar veðursveiflur væru fyrir hendi og að þeir hefðu valið stillast tímabilið sem viðmiðunartímabil. Í þessu ljósi væri mjög áhugavert að sjá þessi andsvör skýrsluhöfunda og hvort mögulega að blekkingum hafi verið beitt fyrir dómi til að fela þessar rannsóknir.
Eins kom fram í hæstarréttardómnum að ein forsenda fyrir lokun neyðarbrautarinnar væri að Rögnunefnd sem kannaði flugvallarkosti hefði lokið störfum. Í ljósi þess að Rögnunefnd mælti með Hvassarhrauni sem er útilokaður kostur í dag vegna eldsumbrota, verður ekki betur séð en að þessi vinna þurfi að byrja aftur og nefndin því ekki lokið störfum.
Niðurstaða
Þegar horft er til baka, standa eftirfarandi atriði upp úr:
Ekki er trúverðugt að verkefnisstjóri áhættumatsskýrslu hafi ekki verið ljóst að Samgöngustofa undanskyldi stóra þætti áhættumatsins í yfirferð sinni á skýrslunni. Þar með talið áhættumatshlutann vegna sjúkraflugs. Af hverju var hann að vitna um það fyrir rétti án þess að yfirferð á því hefði verið hafnað?
Ekki er trúverðugt að höfundar skýrslu Eflu hafi ekki verið upplýstir um að nýjar íslenskar veðurrannsóknir bentu til að viðmiðunartímabilið sem þeir byggðu bjartsýnustu útreikninga sína á var lággildi í stormatíðni. Ef andsvör þeirra sem var hluti réttargagna (og sem ég hef ekki séð) nefna ekki þessar rannsóknir, verður að draga hlutleysi þeirra í efa og allar skýrslur þeirra því marklausar.
Verjandi ríkisins virðist verða á auglósleg á mistök að nánast skauta yfir að gagnrýna ágalla áhættmatsins. Stefnandi (borgin) komst meira að segja upp með að ýkja og snúa út úr niðurstöðu skýrslanna mótmælalaust.
Mikilvægt er að átta sig á því að fyrirvarinn um öryggi flugvallarins vísaði í að raun-öryggi yrði alltaf að vera fyrir hendi. Áhættumatið var bara tilraun til að meta hvert raunöryggiðð yrði. Villa, eða bjartsýni í áhættumatinu breytir að engu eðli samkomulagsins. Með nýjum veðurgögnum sem hefur verið safnað frá 2012 hafa komið fram ný sönnunargögn í málinu sem eðlilegt er að meta aftur. Mínar eigin rannsóknir á þessum veðurgögnum sýna að flugvöllurinn stenst ekki lengur viðmið ICAO fyrir neina af þeim flugvélum sem hann á að þjóna. Ef niðurstaða slíks mats yrði samhljóða og að flugvöllurinn stenst ekki lengur 95% viðmiðið eru forsendur samkomulagsins brostna, og ríkið ætti rétt á því að neyðarbrautin verði opnuð aftur.
Eins verður það að teljast ákveðin misttök Hæstarréttardómara að kynna sér ekki fyrirvara Samgöngustofu við yfirferða áhættumats ISAVIA sem í raun undanskyldu marga vegamestu þætti samkomulagsins um Reykjavíkurflugvöll.
Önnur veigaminni forsenda samningsins sem er líka brosting í dag snýr svo að því að meta má svo að vinnu rögnunefndar sé ekki lokið þar sem flugvallarstæði sem nefndin mælti með er útilokað í dag vegna eldsumbrotahættu.
Af framantöldu er nokkuð ljóst að Íslendingar fengu ekki þá eðlilegu réttarsfarlegu málsferðmeðferð sem þeir áttu rétt á áður en gripið var til að loka neyðarbrautinni. Sérfræðingar virðast hafa verið vilhallir stefnda og fyrir vikið haldið mikilvægum upplýsingum frá dómurum. Ný sönnunargögn sýna að Reykjavíkurflugvöllur stenst ekki lengur kröfur fyrir neina af þeim flugvélum sem honum er ætlað að þjóna.
Fölsk sönnunargögn, mistök verjanda, mistök dómara og ný sönnunargögn.
Til samans ætti þetta vel að geta verið næg forsenda fyrir endurupptöku flugvallarmálsins.
Bloggar | Breytt 2.3.2025 kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jóhannes Loftsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 51
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 5282
- Frá upphafi: 40482
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 4683
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar